Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 28
tíska 28 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Hausttískan í vetur muneinkennast af svörtumog brúnum litum, meðfjólubláum tónum og jafnvel bleiku. Hausttískan mun þannig kannski verða í þyngri kant- inum hvað liti varðar en í efnisvali mun léttleikinn ráða og verður mikið um náttúruleg efni, ull, kasmír, bóm- ull og bryddingar og skraut með feld eða skinni. Þannig verða buxur og peysur fremur þunnar en úr hlýjum efnum, en víður fatnaður og þykkur virðist vera á útleið. Til að sjá nánar hvað væri á boð- stólum í dömutískunni tók Daglegt líf hús á þremur tískuverslunum í Reykjavík, Tískuvali á Laugavegi 53, Guðrúnu Tískuverslun á Rauð- arárstíg 1 og Hjá Hrafnhildi á Engjateigi 5. Mikið í gráu og áhersla á snið Ingunn Ragnarsdóttir verslunar- stjóri hjá Tískuvali segir að vörulína verslunarinnar hafi verið einfölduð og verða þrjú þekkt merki aðallega boði í vetur, frá Betty Barclay, Gil Brett og Vera Mont. „Það er komin ein sending af nýjum haustvörum og önnur á leiðinni en við ætlum að leggja áherslu á jakka, pils, peysur og vesti í vetur. Við munum einnig hafa mikið úrval af flottum yfirhöfn- um sem þola þá snjó og rigningu en samt með góðu sniði,“ segir Ingunn. „Í litum verður mikið af gráu, aðeins brúnt og smá litir með eins og fjólu- blátt. Svo er reyndar mikið af svörtu líka en það er nánast alltaf með.“ Ingunn segir Tískuval hafa fjöl- breytt úrval af buxum, enda ekki henti ekki öllum að vera í mjaðm- abuxunum sem hafa verið svo mikið í tísku undanfarin ár. Tvær ólíkar stefnur Hjá Hrafnhildi er að finnafjölda vörumerkja og þar sem fjöldi nýrra flíka var komin í hús var og Jóna Þórdís Magnúsdóttir verslunarkona ekki í neinum vandræðum með að sýna hausttískuna. „Grátt er mjög mikið núna, ull, kasmír, hnébuxur og mynstruð pils en grár litur er sem sagt mjög ríkjandi. Svart og bleikt fylgir svo með enda er það fallegt með gráu. Það er líka mikið um síðar jakka- peysur og þá frekar þröngar en víð- ar,“ segir Jóna. „Peysurnar verða dálítið skrautlegar í vetur, efnið liggur sitt á hvað og margar efn- isgerðir verða í hverri flík.“ Blúndur og brúnir litir munu þó líklega líka verða vinsælir í vetur og má því segja að tvenns konar stefnur séu í Þyngri litir en léttari efni verða ráðandi í dömuhausttískunni Klassísk Franska leikonan Catherine Deneuve vekur oft athygli fyrir glæsi- legan klæðnað. Fréttir í tölvupósti Heilsu-sauna með IR hitameðferð. Vinnur á gigt, vöðvabólgu og cellulite. Styrkir einnig ofnæmiskerfið. Allar nánari upplýsingar i Síma 892-5577 eða senda e-mail á www.gxsauna.is Til hamingju Valsmenn Eftirlit:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.