Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Moskva. AP. | Fimmtán ára gamlir
tvíburar sofa innan um sorp og
óhreinindi í skoti undir járnbrautar-
palli og hafast við á daginn í athvarfi
Hjálpræðishersins í niðurníddu
hverfi í Moskvu.
Denis og systir hans, Olesja, vilja
frekar vera heimilislaus en að búa
hjá foreldrum sínum í Elektrostal,
58 kílómetra austan við höfuðborg-
ina. Þau segja að móðir þeirra hafi
beitt þau líkamlegu og andlegu of-
beldi, síðan sparkað þeim út í júlí og
sagt þeim að fá sér vinnu.
Tvíburarnir eru á meðal rúss-
neskra barna sem sæta illri meðferð
og vanrækslu foreldra sinna og sá
hópur fer stækkandi þrátt fyrir
batnandi lífskjör margra Rússa.
Í skýrslu mannréttindafulltrúa
Rússlands segir að brotið sé á rétt-
indum barna „með kerfisbundnum
hætti“ og fleiri foreldrar níðist á
börnum sínum en áður. Er þetta
rakið til vandamála sem hafa versn-
að frá hruni Sovétríkjanna 1991: fá-
tæktar, samfélagslegrar hnignunar
og landlægrar áfengissýki.
Rússneska hreyfingin Réttindi
barna segir að árlega séu um 2.000
börn undir 18 ára aldri myrt af for-
eldrum sínum eða öðrum skyld-
mennum, eða um 6,9 á hver 100.000
börn.
Hlutfallslega margir á hælum
Hlutfall rússneskra ungmenna á
aldrinum 15-19 ára sem fyrirfóru sér
var 20,2 á hver 100.000 ungmenni ár-
ið 2004. Í Bandaríkjunum var þetta
hlutfall 8,2 á 100.000 í sama aldurs-
hópi.
Á ári hverju strjúka um 50.000
rússnesk börn að heiman, eða eitt af
hverjum 580 börnum. Um 20.000
börn strjúka af ríkisreknum mun-
aðarleysingjahælum og öðrum
stofnunum.
„Margir líta á börnin sem eign
sína,“ sagði Boris Altshuler, formað-
ur Réttinda barna. „Fólk lítur ekki
svo á að það beri neina samfélags-
lega ábyrgð á börnunum.“
Yfirvöldin geta annaðhvort ekkert
gert eða tekið börnin af foreldrunum
og sett þau inn á munaðarleysingja-
hæli. Það er ekkert millistig á borð
við fjölskylduráðgjöf eða aðra að-
stoð.
„Allt landið er ein munaðarleys-
ingjaverksmiðja,“ sagði Altshuler.
Hann bætti við að Rússlandsforseti
væri að reyna að fækka þeim börn-
um sem alin eru upp í stofnunum en
spáði því að skriffinnar myndu
reyna að hindra þá viðleitni. Rúss-
nesk stjórnvöld verja sem svarar
100 milljörðum kr. á ári í munaðar-
leysingja- og upptökuhæli.
„Þeir þurfa á börnunum að halda
eins og eldivið til að halda kerfinu
gangandi,“ sagði Altshuler.
Börnum, sem tekin hafa verið af
foreldrum sínum með forræðissvipt-
ingu, hefur fjölgað um nær 20% í
Rússlandi síðustu átta árin.
Um 1.384 af hverjum 100.000
börnum búa á stofnunum í Rúss-
landi, en í Póllandi er þetta hlutfall
709 börn og 590 í Eistlandi.
AP
Bág kjör Rússnesku börnin Grisha (t.v.) og Denis reykja fyrir utan athvarf
Hjálpræðishersins fyrir heimilislaus börn í Moskvu.
»Hreyfingin Réttindi
barna segir að árlega
séu um 2.000 rússnesk
börn undir 18 ára aldri
myrt af foreldrum sín-
um eða skyldmennum.
Fleiri foreldrar níðast á börnunum
Eftir Svein Sigurðsson og Ástu Sóley Sigurðardóttur
BRESKA lögreglan handtók í gær þriðja unglinginn
vegna morðs á 11 ára gömlum dreng í Liverpool. Sá
handtekni er 16 ára gamall og segir lögreglan hann grun-
aðan um morðið á drengnum, Rhys Jones.
„Við verðum að hafa hendur í hári morðingjans. Hér í
hverfinu er fólk, sem veit hver hann er og það verður að
hjálpa okkur,“ sagði Patricia Gallan aðstoðaryfirlög-
regluþjónn á blaðamannafundi í Croxteth-hverfinu í
Liverpool áður en drengurinn var handtekinn. Litli
drengurinn, Rhys Jones, var skotinn til bana á miðviku-
dag á heimleið af knattspyrnuæfingu.
Lögreglan yfirheyrði í fyrradag tvo drengi, 18 og 14
ára, en þeim hefur verið sleppt gegn tryggingu. Skorað
var á íbúa í hverfinu þar sem glæpurinn var framinn að
aðstoða lögregluna á allan hátt. Vitni segja að drengur á
þeim aldri, svartklæddur með hettu á höfði og á BMX-
reiðhjóli hafi skotið Rhys. Knattspyrnuliðið Everton var
uppáhaldslið drengsins og munu bæði leikmenn og áhorf-
endur minnast hans með mínútu þögn í næsta leik liðsins.
Íbúarnir í hverfinu lifa í stöðugum
ótta við vopnaða unglinga
Glæpir þar sem byssum er beitt hafa verið fátíðir í
Bretlandi, eru innan við hálft prósent skráðra afbrota en
þeim hefur þó fjölgað að undanförnu. Aðeins í London
hafa sex unglingar verið skotnir síðan í febrúar. Gerist
það á sama tíma og viðurlög hafa verið hert en nú er lág-
marksrefsing við ólöglegri byssueign fimm ára fangelsi.
Við athugun, sem breska innanríkisráðuneytið gekkst
fyrir, kom í ljós, að í Bretlandi er auðveldast að komast
yfir ólögleg skotvopn í Liverpool og Manchester. Þar
ganga þau kaupum og sölum og oft fyrir aðeins nokkrar
þúsundir íslenskra króna.
„Byssurnar ganga á milli strákanna eins og hver önnur
leikföng,“ sagði kona nokkur í Croxteth og bætti við að
íbúarnir lifðu í stöðugum ótta við ástandið.
Unglingur hand-
tekinn fyrir morð
16 ára unglingur er grunaður um morð á 11 ára dreng
og er mikill óhugur meðal almennings vegna málsins
KUMPÁNLEGIR eru þeir, fuglinn og buffallinn, en
þeir eru að fylgjast með 1,4 milljónum gnýja sem flytja
sig yfir Masai Mara þjóðgarðinn í Kenýa hvert ár í leit
að fersku grasi. Auk gnýjanna fara um 200.000 sebra-
hestar og gasellur sömu leið. Þjóðgarðurinn er um 270
km suðvestur af höfuðborg Kenýa, Naíróbí.
Reuters
Öll dýrin í skóginum eru vinir!
Tblisi. AP. | Talsmaður innanríkis-
ráðuneytis Georgíu, Shota Utiashvili,
tilkynnti í gær að skotið hefði verið á
herflugvél, líklega rússneska, sem
flaug í leyfisleysi
inn í lofthelgi
landsins. Hann
sagði ekki stað-
fest að flugvélin
hefði verið rúss-
nesk, en allt benti
til þess í ljósi sí-
endurtekinna at-
vika síðastliðinn
mánuð þar sem
rússneskar flug-
vélar hefðu farið
inn fyrir lofthelgi Georgíu.
Talsmaður rússneska hersins neit-
aði öllum ásökunum um að Rússland
hefði brotið á lofthelgi Georgíu.
Ef rétt reynist að flugvélin hafi
verið rússnesk mun þetta vera alvar-
legasta atvikið sem átt hefur séð stað
í deilu ríkjanna tveggja. Í byrjun
mánaðar sögðu Georgíumenn rúss-
neska herflugvél hafa skotið flug-
skeyti inni í georgískri lofthelgi en
Rússar neita því staðfastlega.
Herflugvélin er sögð hafa flogið
yfir Abkhazia-hérað en hluti þess
krefst viðurkenningar á að það sé
sjálfstætt frá Georgíu og styðja
Rússar þá kröfu. Héraðið liggur við
landamæri Rússlands. Utiashvili
lagði áherslu á að ekki væri staðfest
að vélin hefði brotlent eftir skothríð-
ina en sagði íbúa héraðsins hafa
heyrt sprengingu og séð eldtungur í
skóglendi í héraðinu.
Skotið að
herflugvél
Skoðað Meint
flugskeyti Rússa.
♦♦♦
NÍU ára gamall
stærðfræðisnill-
ingur, March
Boedihardjo,
hefur fengið inn-
göngu í Háskóla
babtista í Hong
Kong. Er hann
yngsti háskóla-
neminn í sögu
Hong Kong.
March fékk tvö
A og eitt B í prófum sem fólk tekur
yfirleitt þegar það er átján ára
gamalt. Hann á að hefja fimm ára
nám í háskólanum í næsta mánuði.
„Mér finnst gott að lesa í tóm-
stundum en um helgar hef ég gam-
an af því að fara út að leika mér
með félögum mínum,“ sagði March
við fréttamenn. „Við getum farið í
leiki en ekki talað saman á fræði-
legum nótum.“
Níu ára há-
skólanemi
March
Boedihardjo
FJÖLSKYLDUR íslamista í palest-
ínsku flóttamannabúðunum Nahr
al-Bared í Líbanon voru fluttar það-
an í gær. Her Líbanons hefur setið
um búðirnar í þrjá mánuði og búist
er við að hann ráðist inn í þær.
26 konur og 33 börn voru flutt úr
búðunum.
Nær 300 manns hafa beðið bana í
átökunum. Um 40.000 palestínskir
flóttamenn voru í búðunum en flest-
ir þeirra flúðu þaðan þegar átökin
hófust.
Konur og börn
flutt á brott
Reuters
Umsátur Rústir í Nahr al-Bared.
STJARNFRÆÐINGAR hafa nýlega
uppgötvað gífurlegt tómarúm í
geimnum, svæði, sem er næstum
einn milljarður ljósára í þvermál og
er „fullt af engu“ eins og þeir orða
það, ekki einu sinni svartholum eða
hinu myrka efni, sem svo er kallað.
„Eitthvað þessu líkt hefur ekki
fundist áður enda áttum við alls
ekki von á því,“ segir Lawrence
Rudnick, prófessor í stjarnvís-
indum við háskólann í Minnesota, í
viðtali við tímaritið Astrophysical
Journal.
Rudnick segir, að svæðið hafi
fundist í stjörnumerkinu Eridanus,
Fljótinu, en lengi hafi verið vitað,
að þar var „kalt“ svæði.
Fundu tóma-
rúm í alheimi
EINN af síðustu foringjum upp-
reisnarmanna í Tétsníu, Rústam
Basajev, féll í skotbardaga við rúss-
neska lögreglumenn í Grosní, að
sögn embættismanna í Moskvu í
gær. Tveir lögreglumenn biðu einn-
ig bana í bardaganum.
Basajev var 35 ára og eftirlýstur
fyrir morð á nokkrum lögreglu-
mönnum. Hann var náinn sam-
starfsmaður Doku Umarovs, leið-
toga aðskilnaðarsinna í Tétsníu.
Rússnesk stjórnvöld hafa lofað að
uppræta það sem eftir er af aðskiln-
aðarhreyfingunni.
Uppreisnar-
foringi fallinn