Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug ÓskFjeldsted fædd-
ist í Raknadal við
Patreksfjörð 17. maí
1934. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 16.
ágúst síðastliðinn.
Guðlaug var dótt-
ir hjónanna Krist-
ínar Pálsdóttur, f.
16.6. 1892, d. 13.8.
1946, og Þórarins
Helga Þórarins-
sonar Fjeldsted, f.
19.6. 1886, d. 8.10.
1969.
Bræður Guðlaugar eru Erlend-
ur Magnús Helgason, f. 6.6. 1922,
d. 8.6. 1922, Guðmundur Kristinn
Fjeldsted, búsettur í Perth í
Ástralíu, f. 4.1. 1930, og tvíbura-
bróðir Guðlaugar, Þórarinn
Bjarni Fjeldsted, f. 17.5. 1934, d.
2.11. 1934.
Guðlaug eignaðist tvíburana
Elís Björgvin Jóhann Björgvins-
son og Kristínu Guðlaugu Björg-
vinsdóttur, f. 12.7.
1955, með unnusta
sínum Elís Björgvini
Jóhanni Þórarins-
syni, f. 9.11. 1927, d.
15.7. 1955.
Guðlaug giftist
síðar Bergi Eydal
Vilhjálmssyni árið
1970, en Bergur lést
24.5. 1994.
Þau eignuðust tvö
börn, þau Þórarin
Helga Bergsson, f.
16.5. 1966, og Krist-
ínu Ósk Bergsdótt-
ur, f. 22.5. 1967, en fyrir átti Berg-
ur synina Matthías, f. 1949, og
Ómar, f. 1950, báðir búsettir í
Ameríku.
Barnabörn Guðlaugar eru 15 og
barnabarnabörnin eru orðin 10.
Minningarathöfn var haldin í
Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtu-
daginn 23. ágúst. kl. 14.00
Guðlaug verður jarðsungin frá
Patreksfjarðarkirku laugardag-
inn 25. ágúst kl. 14.00.
Elsku mamma, hetjan okkar, þá
ertu farin frá okkur í bili en öll vit-
um við að leiðir okkar liggja seinna
saman. Þú varst alltaf mjög hraust
þar til fyrir tveim árum að þú
greindist með illvígan sjúkdóm sem
síðar hafði yfirhöndina. Elsku
mamma, þú hefur gegnum lífið lent
í erfiðri lífsreynslu. Þú varst aðeins
12 ára gömul þegar þú misstir móð-
ur þína, ömmu okkar, og tókst þú
þá við heimilishaldi í Raknadal og
bjóst þar með Helga pabba þínum,
afa okkar. Þú ert aðeins 21 árs þeg-
ar unnusti þinn, pabbi okkar, Elís
Björgvin Jóhann Þórarinsson, deyr
árið 1955, aðeins 27 ára gamall og
við aðeins þriggja daga gömul. Við
systkinin vitum hvað þetta hafði
djúpstæð áhrif á þig og hefur
markað líf þitt alla ævi.Við systk-
inin vorum svo skírð yfir kistu
pabba þegar hann var jarðsunginn.
Þú bjóst svo áfram í Raknadal með
afa okkar til ársins 1965 er þú
kynntist eiginmanni þínum, stjúpa
okkar Bergi Eydal Vilhjálmssyni
en hann lést 24. maí 1994. Saman
eignuðust þið svo Þórarin Helga
fæddan 1966 og Kristínu Ósk
fædda 1967. Bergur reyndist okkur
systkinum vel og góður stjúpfaðir.
Við flytjumst svo til Patreksfjarðar
með þér og stjúpa okkar á Aðal-
strætið en afi bjó áfram í Raknadal
og þú hugsaðir alltaf vel um hann.
Helgi afi lést svo 1969 og tókst þú,
ásamt Kristni bróður þínum, þá við
búskap í Raknadal og voruð með
fjarbúskap í Rakadal til ársins
1984. Fór þá jörðin í eyði en oft
fórst þú nú inneftir í Raknadal og
gekkst þar um, alltaf voru böndin
sterk til æskustöðvanna.
Elsku mamma, ég, Björgvin, fer
nú að heiman 1972 frá þér aðeins 17
ára gamall til unnustu minnar og
síðar eiginkonu, Ingibjargar Svölu,
í Hafnarfjörð og er ég búinn að
vera búsettur þar síðan að und-
anskildum tveim hálfs árs tímabil-
um sem við bjuggum á Patreks-
firði. Alltaf reyndist þú Ingibjörgu,
eiginkonu minni, og börnum okkar
fimm mjög vel. Á hverju ári fórum
við vestur á sumrin og dvöldumst
hjá þér með börnin, oft upp í mán-
aðar tímabil. Börnin okkar hænd-
ust mjög mikið að ömmu sinni.
Ég, Kristín Guðlaug, bjó alltaf á
Patreksfirði rétt hjá þér, mamma
mín. Mikill kærleikur var á milli
okkar mæðgnanna og leið sjaldnast
sá dagur að við hittumst ekki eða
töluðum saman. Við vorum mjög
nánar og þú reyndist sonum mínum
báðum sem sönn amma. Elsku
mamma okkar, guð geymi þig, við
og börnin okkar söknum þín mikið.
Minninguna um þig geymum við
með okkur. Systkinum okkar, Þór-
arni Helga og Kristínu Ósk, send-
um við samúðarkveðjur.
Tvíburasystkinin frá Raknadal,
Björgvin og Kristín Guðlaug.
Langri og erfiðri baráttu er lokið
og þú, elsku mamma mín, ert búin
að fá hvíld.
Þegar ég hugsa til baka til æsku-
áranna á Patró er svo sterkt í
minningunni hvað þú varst alltaf
góð og blíð, elsku mamma mín, sem
aldrei skipti skapi alveg sama hvað
við systkinin gerðum af okkur, allt-
af áttirðu nóg af þolinmæði og blíðu
handa okkur.
Og sama var þegar barnabörnin
komu og þau sóttu alltaf í að vera
hjá ömmu sinni og fá heimabakaðar
kökur og láta dekra við sig. Svo
þegar við fluttum suður vildu þau
alltaf fara vestur til ömmu, sér-
staklega hann Fannar minn sem
var svo mikið hjá þér, alltaf í öllum
fríum og öll sumur var hann á
Patró hjá ömmu.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
getað haft þig hjá mér síðustu mán-
uðina. Þú varst svo ótrúlega sterk
og dugleg í baráttunni við sjúkdóm-
inn sem að lokum hafði betur.
Ég veit að núna líður þér betur
og þú ert komin til pabba og allra
ástvina þinna sem þú hefur misst
og ég er viss um að þú passar hann
Benadikt litla vel.
Hvíldu í friði, elsku mamma mín.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Víð áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingr.)
Kristín Ósk.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Gulla tengdamamma mín.
Þegar ég hugsa til baka streyma
minningarnar fram. Ég man þegar
við hittumst fyrst heima hjá þér á
Patró, þó svo við töluðum ekki
sama tungumálið þá, þá fann ég
hlýhuginn frá þér er þú brostir til
mín og bauðst mér í kaffi og ís-
lenskar pönnukökur. Þú varst alltaf
svo myndaleg í eldhúsinu og börnin
mín elskuðu að heimsækja ömmu
sína og fá heimabakaðar kökur .
Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa
mér á meðan ég var að fóta mig hér
á Íslandi sem er svo ólíkt Ástralíu,
heimalandi mínu.
Þú elskaðir að taka myndir og
komst oftar en ekki með kópíur til
okkar. Ég fór í gegnum þær fyrir
ferminguna hjá Nicholas og rakst
þá á svo skemmtilega mynd af þér
klædda í frakkann sem ég kom með
frá Ástralíu, kúrekahattinn og stíg-
vélin hans Helga, þú varst svalasta
amman.
Elsku Gulla, ég veit þú ert hjá
litla englinum okkar honum Bena-
dikt. Þú sagðir að þegar þú færir
héðan myndir þú annast hann, mér
er það huggun í harmi að vita af
þér hjá honum.
Ég mun ætíð sakna þín mikið og
geyma minningar um þig í hjarta
mínu.
Deborah.
Elsku tengdamamma, nú er
þrautagöngu þinni lokið í barátt-
unni við þennan illvíga sjúkdóm.
Ég kynntist þér árið 1972 þegar ég
kom á Patró með Björgvini syni
þínum sem er eiginmaður minn. Þú
varst mjög hæglát kona og sagðir
ekki mikið.
Þegar Álftagerðisbræður komu
og héldu tónleika á Patró fórst þú
til þeirra og bauðst þeim í kaffi
heim til þín og hélst vinskapur með
ykkur síðan, sérstaklega Sigfúsi.
Var gaman að því og þá var ég
hissa. Ég hefði ég ekki trúað þessu
á þig.
Við komum oft á sumri og dvöld-
umst hjá ykkur allt að mánuð í einu
fyrstu árin þegar tvær elstu dætur
okkar voru litlar en þegar börn-
unum fjölgaði enn meir þá var
þetta meira mál en þau eru 5 að
tölu. Hafðir þú mikið gaman af og
passaðir að nóg væri til þegar fólk
kom í heimsókn. Þú saumaðir mikið
og prjónaðir.
Vil ég þakka þér góð kynni, veit
ég að þú hefur það gott á nýja
staðnum þar sem þú átt góða að
sem taka á móti þér opnum örmum.
Vil ég votta börnum þínum, barna-
börnum, barnabarnabörnum og
tengdabörnum samúð mína.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg Svala Ólafsdóttir.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um hana ömmu á Patró eins og ég
kallaði hana alltaf. Amma var
ósköp róleg kona og ekki að æsa sig
yfir hlutunum. Ég hef nú alltaf ver-
ið fyrirferðarmikil og þrjósk en það
fannst ömmu nú ekki, hún sagði
bara að ég væri ákveðin og það
væri bara gott. Þrjósk er ég og í
veikindum ömmu sá ég í fyrsta
skipti að það var hún amma líka,
hún ætlaði ekki að gefa sig þessum
sjúkdómi og gerði það aldrei en að
lokum hafði hann því miður betur.
Það er ekki leiðum að líkjast að
líkjast henni ömmu því hún var
rosalega góð kona og ofboðslega
dugleg í eldhúsinu. Ömmu þótti
ofsalega gaman að baka og amma
talaði um það við mig að ég væri
eins og hún í því, við værum sæl-
kerar.
Þegar ég var hjá henni á Patró
var hún alltaf að baka og læddist ég
oft í kökuboxin hennar og þar var
alltaf eitthvert góðgæti að finna
eins og ömmuvínarbrauð og hjóna-
bandssælu. Amma eignaðist brauð-
vél og ég man hvað hún var ánægð
með hana og var hún mikið notuð.
Ég man það þegar amma var að
setja í brauðvélina og ég fylgdist
spennt með og svo byrjaði bara að
bakast brauð í vélinni og ilmurinn
barst um allt húsið. Allt sem amma
gerði bragðaðist vel hvort sem það
var matur eða kökur. Hún var al-
veg svona ekta amma.
Því miður var ekki mikið sam-
band nú síðustu árin en þannig var
það nú bara, amma var á Patró og
ég með mína fjölskyldu í Hafnar-
firði, við vorum ekki nógu dugleg
að fara vestur en maður hugsar
svona þegar það er orðið of seint.
Amma var hérna fyrir sunnan í
veikindum sínum og það var gott
þar sem mestöll fjölskyldan er
komin suður. Ömmu þótti gaman
að hafa fólk í kringum sig og ég
man eftir því að hún sagði einu
sinni við mig, eftir að afi dó, hvað
hún væri nú heppin að eiga öll þessi
börn og barnabörn, svo að hún væri
nú ekki ein. Amma var ekki ein
þegar hún sofnaði svefninum langa.
Amma er núna komin á góðan stað
á himnum því hún var trúuð kona
og þótti ofboðslega gaman að koma
í nunnuklaustrið í Hafnarfirði. Við
fórum þangað saman að kaupa
kerti þegar litli engillinn hann
Benadikt dó og nú er ég búin að
fara í klaustrið og kaupa kerti til
minningar um hana.
Ég trúi því að amma sé komin á
stað þar sem mennirnir hennar
tveir sem hún missti á lífsleiðinni
hafa tekið á móti henni ásamt litla
barnabarninu honum Benadikt sem
amma er núna búin að taka í fang
sér og passar á himnum. Hvíl í
friði, elsku amma mín.
Þín,
Eva Dís.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma mín. Ég sakna þín
óendanlega mikið. Það var ekki
hægt að hugsa sér betri ömmu en
þig. Allar þessar góðu minningar
sem ég get aldrei gleymt, þegar þú
fórst með mig inní Raknadal og
varst að segja mér hvernig lífið
gekk fyrir sig í gamla daga hjá þér
í sveitinni og allt sem þú gerðir fyr-
ir mig.
Takk fyrir allt, elskulega amma
mín.
Fannar.
Þó blómið sé fallið og fölnað um stund
við finnum það bráðum á sælunnar grund.
Þar vex það og dafnar við vermandi yl
sem vetrarins helkuldar ná ekki til.
Við þökkuðum Guði, hann gaf okkur það.
Við geymdum það örugg og hlúðum því að.
Nú lofum við Drottinn sem leiddi það heim
í ljóssins og sælunnar eilífðargeim.
Þó sárt okkur finnist og svíðandi nú,
við sáum í bjartri og auðmjúkri trú,
að gott er það allt sem að Guði er frá.
Hann gleður oss öll, þegar sorgirnar þjá.
Við kveðjum þig, ástríka, elskaða mey,
og unnum þér sífellt, en gleymum þér ei.
Nú felum oss öll í vors Frelsarans hönd
uns fáum þig litið á sælunnar strönd.
Í ljómandi sölum nú lifir þín sál,
ó, liljan vor unaðarkæra,
og lærir þar Frelsarans fegursta mál
í frelsisins ljómanum skæra.
(Lilja Sæmundsdóttir.)
Nicholas og Andrew.
Það er erfitt að vita til þess að þú
sért búin að kveðja þennan heim.
Söknuðurinn er óbærilegur en þó
gott að vita að núna ertu á góðum
stað þar sem þér líður vel.
Þær eru ófáar góðu minningarn-
ar sem ég geymi um þig. Ég gleymi
aldrei hvað þú hugsaðir vel um mig
þegar ég bjó hjá þér. Passaðir allt-
af að ég væri vel klæddur þegar
kalt var í veðri. Heimanámið skyldi
gert um leið og heim var komið úr
skólanum, ekki mínútu seinna og
fara á réttum tíma í háttinn. Ávallt
voru nægar kræsingar á borðum
fyrir mig og aðra gesti sem þú
tókst svo vel á móti. Kökurnar sem
þér fannst svo gaman að gera voru
þær bestu í heimi og ekki má
gleyma flatbökunum.
Það verður ekki eins að koma
vestur á Patró og að hafa þig ekki
þarna nema í minningunni. Takk
fyrir allt, elsku amma, þú verður
alltaf í huga mínum.
Elsku afi og Benadikt bróðir. Ég
bið góðan Guð að halda vel utan um
ykkur.
Blessuð sé minning þín,
Steven Geir Helgason.
Nú hefur Gulla „frænka“ yfirgef-
ið þetta tilverustig eftir mikla bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Gulla var
alltaf eins og náin frænka mín sem
kom til af því að móðir mín giftist
Kristni bróður hennar þegar ég var
þriggja ára gamall og gekk hann
mér í föðurstað. Þar með var ég
orðinn einn af fjölskyldunni frá
Raknadal sem hafði stóran og
sterkan faðm að bjóða litlum dreng.
Pabbi og Gulla voru mjög náin.
Snemma kynntust þau sorginni er
þau misstu móður sína 1946. Eftir
það bjuggu þau með föður sínum í
Raknadal sem er lítil jörð til bú-
skapar og var því allt nýtt sem
jörðin gaf af sér og sjórinn fyrir
framan bæinn.
Það kom snemma í hlut Gullu að
sjá um húsmóðurstörfin sem hún
leysti vel af hendi. Gulla vandist því
snemma að búa til mat úr afurðum
búsins og vera sjálfri sér nóg um
flest er varðaði rekstur heimilis og
fylgdi það henni alla tíð. Gulla
kynntist bæði gleði og sorg í lífi
sínu. Ung eignaðist hún tvíburana
Kristínu og Björgvin en aðeins
þremur dögum eftir fæðingu
þeirra, lést Björgvin faðir þeirra.
Það var mikil sorg og erftiðir tímar
sem tóku við hjá Gullu. Með aðstoð
bróður síns og föður tókst henni að
veita litlu börnunum sínum gott at-
læti þó húsakostur í Raknadal væri
ekki nútímalegur. Árið 1965 flutti
Gulla að Aðalstræti 71 á Patreks-
firði þar sem hún stofnaði heimili
með Bergi Vilhjálmssyni en þar bjó
hún til dauðadags en Bergur lést
1994. Ég held að það hafi ekki verið
tilviljun að Gulla stofnaði heimili
nánast við hlið bróður síns á Patró.
Með Bergi átti hún Helga og Krist-
ínu.
Föður sinn missti Gulla 1969 en
þá hafði hann búið einn í Raknadal
í hárri elli í fjögur ár, með aðstoð
þeirra systkina. Fyrir nokkrum ár-
um var ég ásamt fleirum að dytta
að Merkisteini, húsi sem pabbi átti.
Gulla sýndi verkinu mikinn áhuga
og bauð okkur í kaffi tvisvar á dag.
Þegar við komum í litla eldhúsið
hennar biðu okkar nýbökuð brauð
og kökur, svo ekki sé nú minnst á
pönnukökurnar sem voru hennar
sérgrein. Svo vel var við okkur gert
að halda mátti að verið væri að
halda upp á stórafmæli en ekki
bara verið að bjóða vinnumönnum í
kaffisopa. Aldrei heyrði maður í
Gullu án þess að hún spyrði um
bróður sinn en hún saknaði hans
mikið eftir að hann flutti til Ástr-
alíu 1992.
Ég hitti Gullu síðast nokkrum
dögum áður en hún lést. Hún
dvaldi þá í góðri umönnun Krist-
ínar dóttur sinni í Njarðvík. Gulla
var þá þrotin að kröftum vegna
veikinda sinna en hugsunin heil. Ef
maður spurði hana um veikindi
hennar, var svarið ævinlega á þann
veg að hún væri hálf slöpp en síðan
ekki meira um það rætt en snúið
sér að því að leita frétta af okkar
fólki. Það var ekki stíllinn hennar
Gullu að tala um sjálfa sig eða sínar
tilfinningar. Hún bar ekki tilfinn-
ingar sína á torg og talaði einungis
um það sem allir máttu heyra. Ég
þakka Gullu alla þá vináttu og um-
hyggju sem hún sýndi mér og mínu
fólki.
Ég votta aðstandendum Gullu
samúð mína.
Innilegar samúðarkveðjur ber ég
aðstandendum Gullu frá bróður
hennar sem ekki átti þess kost að
fylgja henni til grafar en saknar
hennar sárt.
Sigursteinn.
Guðlaug Ósk Fjeldsted
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Elsku amma, okkur langar
að kveðja þig með þessum
orðum.
Vertu nú yfir allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Hvíl í friði
Þín barnabörn,
Heiðrún, Elísa Björg og
Björgvin Guðmundur.
HINSTA KVEÐJA