Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kær bróðir og vinur er látinn. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum eftir langvarandi veikindi og sjúkrahúsvist. Óli, eins og hann var gjarnan nefndur var fæddur á Hrauni í Bakkagerði en flutti með foreldrum okkar að Tungu 1931, síðan að Ósi 1935 þar sem fjöl- skyldan bjó síðan. Óli ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi við leik og störf. Við urðum samtals 14 systkinin en 12 náðu fullorðinsaldri. Fjölskyldan bjó lengst af við lítil efni og varð ✝ Hannes Óli Jó-hannsson fædd- ist á Borgarfirði eystra 3. mars 1927. Hann lést á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 26. júlí. Útför Hannesar Óla var gerð frá Bakkagerðiskirkju 31. júlí sl. Afar slæm mistök urðu í blaðinu í gær þar sem sagt var að Hannes Óli yrði jað- settur þann dag og bætt var um betur með því að birta ranga mynd með greininni sem við birtum hér með aftur. Hér birtum við einnig rétta mynd af Hannesi Óla Jóhannssyni og biðjum aðstandendur og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. hvert og eitt okkar að sjá sér farborða svo fljótt sem verða mátti. Óli hlaut þá barnafræðslu sem stóð til boða á Borg- arfirði á þessum tíma, en fór síðan í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi. Hann sótti einnig námskeið og aflaði sér réttinda sem fiskmatsmaður. Eftir að hann afl- aði sér réttinda sem fiskmatsmaður vann hann við það hjá frystihúsinu og einnig sem verkstjóri. Hann varð síðar stöðv- arstjóri Pósts og síma og starfaði við það í 30 ár, eða á meðan starfs- aldur leyfði. Óli var mikill félagsmálamaður og starfaði mikið í Ungmenna- félaginu um langt árabil. Síðar tók hann virkan þátt í sveitarstjórn- armálum, sat í hreppsnefnd og var hreppsstjóri til fjölda ára. Þá tók hann mjög virkan þátt í félagslífi eldri borgara og var fremstur í flokki við að byggja upp starf þeirra. Hann var aðaldriffjöðrin í því að byggja upp mjög sérstakt og fallegt félagsheimili þeirra, Vinaminni, sem byggt var að veru- legu leiti fyrir erfðafé frá Gyðu Árnadóttur móðursystur okkar og Gesti syni hennar. Óli hóf sambúð með Erlu Sig- urðardóttur árið 1951. Hún er fædd á Borgarfirði 7. júlí 1932. Erla og Óli eignuðust 11 börn og eru barnabörn þeirra orðin 24 og barnabarnabörnin 5. Óli var ein- stakur heimilisfaðir og unni fjöl- skyldu sinni heitt. Erla og hann stóðu sig einstaklega vel í uppeldi þessa stóra barnahóps og lögðu sig fram um að velferð þeirra og síðar fjölskyldna þeirra væri sem best tryggð. og má telja það ganga kraftaverki næst hvernig þeim tókst að koma öllum hópnum vel til manns og mennta miðað við þær aðstæður sem umhverfið bjó þeim. Þau bjuggu lengst af í Mel- gerði í Bakkagerðisþorpi þar bjuggu þau stóra hópnum sínum vandað og vistlegt heimili. Það var sérstök upplifun að koma í eldhús- ið með stóra borðkróknum þar sem við matborðið voru a.m.k. sæti fyrir 12. Þar mataðist stóri hóp- urinn vandræðalaust í sátt og sam- lyndi, enda alltaf nóg á borðum fyrir alla. Nú er Óli bróðir allur og horfinn af sjónarsviðinu. Á bak við fátæk- legan búning þessara kveðjuorða dyljast hugsanir og tilfinningar sem fléttaðar eru úr mörgum þátt- um, sem ekki er auðvelt að setja á blað, en sá sterkasti er tengdur persónulegum samskiptum okkar fyrr og síðar. Að leiðarlokum kveð ég kæran bróður og vin og bið öll- um afkomendum hans blessunar. Við Bryndís, börnin okkar og fjöl- skyldur þeirra biðjum góðan guð að blessa Erlu eiginkonu hans og afkomendur og veita þeim styrk og huggun í þeirra miklu sorg. Jón Þór Jóhannsson. Hannes Óli Jóhannsson Elsku mamma mín. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við það að ég þurfi að vera til án þín. Aldrei hefði mér dottið það í hug að ég þyrfti að skrifa neitt þessu líkt svona fljótt. Að þurfa að kveðja þig svona snöggt er eitthvað sem hvorki ég né þú vorum tilbúnar að gera og verðum aldrei. Þú ert og verður alltaf ljósið mitt, hetjan mín og stærsta fyrirmyndin. Þetta skarð verður aldrei fyllt og eru skörðin orðin mörg. Verð ég að byrja enn á ný nýtt líf en litla kraftaverkið okkar hann Jón Aðal yngri heldur mér við að vilja og verða að vera sterk og það skal ég sko vera. Ég veit að þú ert alltaf hjá okkur og það hlýjar mér að hafa þig alltaf hér en það er svo sárt að segja þér hvað ég elska þig en fá ekki til baka „ég elska þig líka mest skottan mín“. Þótt ég sé að nálgast 30 ára aldurinn þá er ég alltaf skottan hennar mömmu sinnar og engilinn hans Nonna bróður sem vantaði bara vængina á eins og hann sagði alltaf og segir örugglega enn. Ég á eftir að gera svo margt og ég þarfnast þín svo mikið til að vera með mér. Það er kannski mikil eig- ingirni að segja að minningin sé ekki nóg fyrir mig, ég þarfnast þín svo. Þó ég eigi fallegustu minningar um bestu mömmu í heimi, því þú gerðir heiminn svo fallegan hvern dag, er heimurinn svo fátækur án þín. Ég vil þakka þér fyrir að vera besta vínkona mín og þakka þér af öllu mínu hjarta fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég var ein, ráðlaus ✝ Birna ÞórunnAðalsteinsdóttir fæddist á Borg- arfirði eystra 25. ágúst 1940. Hún lést á heimili sínu Sig- túni á Borgarfirði eystra hinn 16. jan- úar síðastliðinn. Útför Birnu var gerð frá Bakka- gerðiskirkju í Borg- arfirði eystra 27. janúar sl. og lífið var erfitt, þá varst það þú sem komst mér á rétta braut með faðminn þinn. Ég vona, elsku mamma, að ég hafi gefið þér líka það sem þú þurftir. Veit ég að það hefur örugglega oft verið erfitt að vera mamma mín en það spáðir þú aldrei í. Þegar ég var að af- saka mig þá sagðir þú alltaf að litlar skottur ættu að láta hafa fyrir sér. Ég hélt fast í að vera litla skotta þegar Nonni bróðir var kallaður til Guðs en þá hætti ég að vera litla systir í orðsins fyrstu merkingu, vera sú sem alltaf var dáð, og haldið fast utan um. Enginn hefði geta rofið eða kom- ist á milli systkinaástar okkar, og núna missi ég móðurástina þetta ung. Það eina sem gleður mitt litla hjarta er að Guð einn veit að ég trúi á annað líf og veit ég að nú eruð þið besti bróðir saman. Aldrei náðir þú þér elsku mamma eftir að hafa misst barnið þitt sem ég skil svo vel. Ég gleymi því aldrei þegar ég tilkynnti þér nafnið á Nonna mín- um, það sem þú grést og alltaf frá byrjun og til enda þá sagðirðu mér það oft hvað þú værir farin að finna hamingjuna aftur að fá lítinn Nonna og hvað ég hefði gefið þér mikið, enda hefur örugglega ekkert barn fengið jafnmikla ást og hlýju frá neinni ömmu. Mun ég þann tíma sem ég á eftir hér í þessu lífi reyna að standa mig og gera ykkur bróð- ur stolt áfram af mér. Þið eruð í hjarta mínu hvern dag, hverja nótt, hvar og hvert sem ég fer. Til hamingju með afmælið elsku mamma og í stað þess að kveðja þig hinstu kveðju þá vil ég frekar segja „sjáumst seinna“. Takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Ég elska þig meira en orð fá lýst. Þín litla skotta, Ragnhildur (Ragga) Sveina. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku amma mín besta. Ég sakna þín svo mikið og á hverju kvöldi stend ég upp úr rúm- inu, litli búturinn, eins og þið afi kölluðu mig og kyssi myndina af þér við rúmið mitt og segi: „Elska þig“. Mamma segir mér alltaf að amma og nafni séu hjá mér alla daga og elski mig. Eftir á ég falleg- asta afann, besta frænda minn Dötta og okkar mömmu nánustu sem eiga eftir að hjálpa mömmu að gefa mér allt sem ég þarf og veita mér alla þá ást og hlýju sem barn þarf, því lofar hún þér. Auk þess á ég bestu og fallegustu verndarengl- ana. Þú ert og verður alltaf besta amma mín. Við mamma biðjum Guð á hverju kvöldi að passa ykkur nafna og við skulum passa vel hann afa minn, sem er svo duglegur að hann gefur okkur styrk á hverjum degi með dugnaði. Til hamingju með daginn, elsku amma mín. Mamma ætlar að baka kökur í eldhúsinu þínu handa okkur og þú átt þá örugglega eftir að brosa þínu blíðasta. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, alla ástina og hlýjuna sem ég mun bera í hjarta mínu alla mína tíð. Ég elska þig „mestast mest“ eins og þú sagðir alltaf við mig og skal alltaf vera bestur fyrir þig og nafna. Þinn litli ömmustrákur. Birna Þórunn Aðalsteinsdóttir ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Eystra-Fróðholti, Borgarsandi 1, Hellu, sem lést fimmtudaginn 16. ágúst sl., verður jarð- sungin frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Lund njóta þess. Guðmundur Óli Sigurgeirsson, Ester Anna Ingólfsdóttir, Sigurborg Ýr Óladóttir, Oddsteinn Heiðar Árnason, Bergrún Arna Óladóttir, Sara Arndís Thorarensen, Árni Dagur Oddsteinsson, Ester Glóey Oddsteinsdóttir. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR SVEINBJARGAR ÖRNÓLFSDÓTTUR frá Austari-Hóli í Fljótum sem lést mánudaginn 6. ágúst og jarðsett var laugardaginn 18. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar. Ásmundur Frímannsson, Frímann Ásmundsson, Aud Hole Ásmundsson, Þórir Jón Ásmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Þórey Ásmundsdóttir, Hörður Jósefsson, Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Þórhallur Ásmundsson, Halla Kjartansdóttir, Örnólfur Ásmundsson, Ásdís Magnúsdóttir, Kristinn Brynjar Ásmundsson, Sigrún Ósk Snorradóttir, Jóesep Smári Ásmundsson, Rebekka Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur og frænku, INGIBJARGAR KÁRADÓTTUR, Bídalite, Svíþjóð. Kent Eriksson, Óskar Vigert Eriksson, Jenny Eriksson, Kári Þorsteinsson, Sólborg Björnsdóttir, Þorsteinn Kárason, Hrefna Þórarinsdóttir, Sigurður Kárason, Kristín Jónsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar kveðjur og þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGFÚSAR A. JÓHANNSSONAR bónda, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Lifið heil. Sigríður Jóhannesdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur H. Oddsson, Jóhannes Sigfússon, Fjóla Runólfsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bergný Marvinsdóttir, Árni Sigfússon, Hanne Matre, Ragnar Már Sigfússon, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Aðalbjörg Þuríður Sigfúsdóttir, Jón Hallur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir minn, afi, bróðir og mágur, ELÍAS JÚLÍUSSON, Keldulandi 21, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu- daginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Sigríður Drífa Elíasdóttir, Steindór Snær Ólason, Kári Vilberg Atlason, Ragnar Elíasson, Olga Steingrímsdóttir, Bjarney Runólfsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.