Morgunblaðið - 25.08.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 21
SNÆFELLSJÖKULL
DRANGAJÖKULL
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Njóttu dagsins
- taktu flugið
Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft
Það getur ekki verið auðveldara.
Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem
þú finnur ódýrustu fargjöldin og að
auki frábær tilboð.
Njóttu dagins, taktu flugið
og smelltu þér á flugfelag.is
flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/F
L
U
3
77
33
0
5/
07
ÞAÐ var heldur hráslagalegt í gler-
skálanum við Norræna húsið þegar
Krummafótur hóf að leika Caravan
Ellingtons og Tizols og maður sá
sosum ekki úlfaldalestina liðast um
eyðimörkina er úrhellið dundi á gler-
skálanum. Krummafótur er eins-
konar tilbrigði við Hrafnaspark, en
báðar hljómsveitirnar byggja á hin-
um afslöppuðu Djangógítaristum
Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi
Hauki Árnassyni, Pétur Ingólfsson
er bassaleikari Hrafnaparks en Ing-
ólfur Magnússon slær bassann í
Krummafæti þarsem Grímur Helga-
son blæs í klarinettið. Grímur er
teknískur og mjúktóna klarinettu-
leikari sem er vel heima í klassík og
heimstónlist, en greinilegt er að
djassspuninn er honum ekki tamur
frekar en Ingólfi bassaleikara. Því
hvíldi spunalistin á herðum þeirra
Jóhanns og Ólafs Hauks. Þessir pilt-
ar eru sjóaðir úr Djangóskóla Rob-
ins Nolans og bera þess greinilega
merki. Þó eru þeir um margt ólíkir
gítaristar; Ólafur Haukur mýkri og
sveigjanlegri og kann Oscar Aleman
ástríðan að ráða þar einhverju. Efn-
isskrá þeirra félaga var hefðbundin;
standarðar, Django og eilítill mód-
ernismi: St. Thomas Rollins og
Spain Corea. Grímur upphóf I got
rhythm Gerswins á Rhapsody in
blue og svo viku gítaristarnir sér í
Parker. Yfirleitt var sveiflan fín, en
þegar leikið er of hratt einsog í „All
Of Me“, er hætta á að hún stífni. Um
jól kom út fyrsta íslenska Djangó-
djassskífan er hét einfaldlega
Hrafnaspark og er þar margt
skemmtilegt að heyra í lögum á borð
við „I’ll See You In My Derams“,
„Söngur jólasveinanna“ og „Sweet
Georgia Brown“. Stjörnurnar eru
plötunnar.
Krumma-
fótur og
Hrafnaspark
TÓNLIST
Norræna húsið
Fimmtudagskvöldið 23.8. 2007.
Krummafótur Vernharður Linnet
FORMLEG stofnun Myndlistar-
safns Tryggva Ólafssonar, Nes-
kaupstað, sjálfeignarstofnun, fór
fram í húsakynnum Gallerís Foldar
við Rauðarárstíg í gær.
Að stofnun sjálfseignarstofn-
unarinnar standa sjö aðilar:
Tryggvi Ólafsson, myndlistar-
maður, Magni Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri, Fjarðabyggð, Sam-
vinnufélag útgerðarmanna í
Neskaupstað (SÚN), Sparisjóður
Norðfjarðar, Alcoa Fjarðaál sf. og
Landsbanki Íslands hf. Stofnaðil-
arnir undirrituðu skipulagsskrá
safnsins af þessu tilefni í gær.
Undirritun í
Galleríi Fold
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HJÁ Vöku-
Helgafelli er
komin út í kilju
bókin Á eigin
vegum eftir
Kristínu Steins-
dóttur. Fyrir
hana hlaut Krist-
ín Fjöruverð-
launin, bók-
menntaverðlaun
kvenna.
Bókin segir frá Sigþrúði sem er
komin á efri ár, orðin ekkja og vinn-
ur fyrir sér með blaðburði. Hún
ræktar garðinn sinn og pottablóm-
in, stundar kaffihús og bókasöfn,
sinnir köttunum og sækir jarðar-
farir. Hún er ein en ekki einmana;
allt frá barnæsku hefur lífið kennt
henni að teysta ekki á aðra en sjálfa
sig, að gera sér engar vonir. Fólkið
hennar allt er horfið á braut og hún
fylgir því í huganum en situr sjálf
um kyrrt, hugar að sínu. Djúpt í sál-
inni hvíla þó draumar um annað líf,
annað land – draumar sem hún hef-
ur fengið í arf frá konum sem lifðu
og dóu við lítil efni í fásinninu. Geta
slíkir draumar ræst?
Á eigin
vegum í kilju
Kristín
Steinsdóttir
♦♦♦
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is
Fréttir í
tölvupósti