Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.08.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2007 21 SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Njóttu dagsins - taktu flugið Aðeins nokkur skref á Netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 77 33 0 5/ 07 ÞAÐ var heldur hráslagalegt í gler- skálanum við Norræna húsið þegar Krummafótur hóf að leika Caravan Ellingtons og Tizols og maður sá sosum ekki úlfaldalestina liðast um eyðimörkina er úrhellið dundi á gler- skálanum. Krummafótur er eins- konar tilbrigði við Hrafnaspark, en báðar hljómsveitirnar byggja á hin- um afslöppuðu Djangógítaristum Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi Hauki Árnassyni, Pétur Ingólfsson er bassaleikari Hrafnaparks en Ing- ólfur Magnússon slær bassann í Krummafæti þarsem Grímur Helga- son blæs í klarinettið. Grímur er teknískur og mjúktóna klarinettu- leikari sem er vel heima í klassík og heimstónlist, en greinilegt er að djassspuninn er honum ekki tamur frekar en Ingólfi bassaleikara. Því hvíldi spunalistin á herðum þeirra Jóhanns og Ólafs Hauks. Þessir pilt- ar eru sjóaðir úr Djangóskóla Rob- ins Nolans og bera þess greinilega merki. Þó eru þeir um margt ólíkir gítaristar; Ólafur Haukur mýkri og sveigjanlegri og kann Oscar Aleman ástríðan að ráða þar einhverju. Efn- isskrá þeirra félaga var hefðbundin; standarðar, Django og eilítill mód- ernismi: St. Thomas Rollins og Spain Corea. Grímur upphóf I got rhythm Gerswins á Rhapsody in blue og svo viku gítaristarnir sér í Parker. Yfirleitt var sveiflan fín, en þegar leikið er of hratt einsog í „All Of Me“, er hætta á að hún stífni. Um jól kom út fyrsta íslenska Djangó- djassskífan er hét einfaldlega Hrafnaspark og er þar margt skemmtilegt að heyra í lögum á borð við „I’ll See You In My Derams“, „Söngur jólasveinanna“ og „Sweet Georgia Brown“. Stjörnurnar eru plötunnar. Krumma- fótur og Hrafnaspark TÓNLIST Norræna húsið Fimmtudagskvöldið 23.8. 2007. Krummafótur  Vernharður Linnet FORMLEG stofnun Myndlistar- safns Tryggva Ólafssonar, Nes- kaupstað, sjálfeignarstofnun, fór fram í húsakynnum Gallerís Foldar við Rauðarárstíg í gær. Að stofnun sjálfseignarstofn- unarinnar standa sjö aðilar: Tryggvi Ólafsson, myndlistar- maður, Magni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, Fjarðabyggð, Sam- vinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN), Sparisjóður Norðfjarðar, Alcoa Fjarðaál sf. og Landsbanki Íslands hf. Stofnaðil- arnir undirrituðu skipulagsskrá safnsins af þessu tilefni í gær. Undirritun í Galleríi Fold Morgunblaðið/Árni Sæberg HJÁ Vöku- Helgafelli er komin út í kilju bókin Á eigin vegum eftir Kristínu Steins- dóttur. Fyrir hana hlaut Krist- ín Fjöruverð- launin, bók- menntaverðlaun kvenna. Bókin segir frá Sigþrúði sem er komin á efri ár, orðin ekkja og vinn- ur fyrir sér með blaðburði. Hún ræktar garðinn sinn og pottablóm- in, stundar kaffihús og bókasöfn, sinnir köttunum og sækir jarðar- farir. Hún er ein en ekki einmana; allt frá barnæsku hefur lífið kennt henni að teysta ekki á aðra en sjálfa sig, að gera sér engar vonir. Fólkið hennar allt er horfið á braut og hún fylgir því í huganum en situr sjálf um kyrrt, hugar að sínu. Djúpt í sál- inni hvíla þó draumar um annað líf, annað land – draumar sem hún hef- ur fengið í arf frá konum sem lifðu og dóu við lítil efni í fásinninu. Geta slíkir draumar ræst? Á eigin vegum í kilju Kristín Steinsdóttir ♦♦♦ Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.