Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur Vinstri grænna, flutti varn-
arræðu sína á flokksráðsfundi VG á
Flúðum síðdegis í gær. Þar gerði
hann tilraun til að verja það klúður
að Vinstri grænir misstu af stór-
sigri í þingkosningunum í vor. Þar
reyndi hann að verja það klúður
sjálfs sín, að Vinstri grænir misstu
af stjórnarsetu í kjölfar kosning-
anna.
Þetta tókst ekkihjá Steingrími
J. Vörn hans var
vandræðaleg.
Texti ræðunnarsýnir að for-
maðurinn sjálfur hefur ekki sann-
færingu fyrir því, sem hann er að
segja. Verst af öllu er þó, að hann
hefur ekkert nýtt fram að færa.
Hann vísar VG ekki leiðina fram á
við. Hann bregður ekki upp neinni
framtíðarsýn fyrir flokk sinn.
Þó er af nógu að taka. Kristinn G.Gunnarsson, formaður Starfs-
greinasambandsins, benti á það í
samtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu, að launþegar um land allt
eru mjög uppteknir af vaxandi mis-
skiptingu í samfélaginu. Stein-
grímur J. gerði þessu grundvall-
aratriði engin skil. VG sýnir þessu
engan áhuga.
Hvað er orðið um hugsjónir þessfólks, sem skipar raðir VG? Er
engin tilfinning lengur í þessum
flokki fyrir hagsmunum alþýðu
manna á Íslandi? Snýst pólitíkin
bara um af hverju VG tapaði,
hversu vond Samfylkingin er og að
VG sé orðinn þriðji stærsti flokkur
þjóðarinnar?
Vinstri grænir eru ráðvilltur ogstefnulaus flokkur. Því miður.
Þeir vita ekki hvar þeir eru og
hvert þeir eiga að fara.
Allra síztformaðurinn.
STAKSTEINAR
Steingrímur
J. Sigfússon
Varnarræðan
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
*$;<
!"
#
$
%!&
!'
*!
$$; *!
!" #$
" $
%
&$ '&
=2
=! =2
=! =2
!%$# ()*+,&-
$ -
62
>
>8
(%
!"
$ !)* ! &+,
)*
;
&
-
&.
&/
*
0
,1 .
2*
%
!)* !
!"
&,3
)*
.
./
&00
&$ 1 &
, &()
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
Búkolla segist vera orðin alveg þegjandi hás, það er alltaf einhver Karlsson að kalla og
biðja hana að baula þrisvar.
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Katrín Anna Guðmundsdóttir | 31.
ágúst 2007
Hæfnin á að ráða
Orðið hæfni er mikið
notað í jafnréttis-
umræðunni – og ekki
að ástæðulausu. Í jafn-
réttissinnuðum heimi
væri hæfnin látin ráða.
Í anda kynjamisréttis
fá karlar stöðuhækkun fyrir að vera
með munninn fyrir neðan nefið. Kon-
ur eru hins vegar reknar fyrir sama
eiginleika og þannig heldur heim-
urinn áfram að vera karllægur þar
sem kynin fá ekki sömu tækifæri.
Meira: hugsadu.blog.is
Ragnhildur Sverrisdóttir | 31. ágúst
Skólavinkonur
Það eru mikil forrétt-
indi að hafa stelpurnar
í skóla þar sem svona
vel er um þær hugsað.
Skólavinkonurnar eru
ómetanlegar. Ekki átti
ég von á að svona ung-
ar stelpur væru svona hlýjar og ynd-
islegar við sex ára kríli. Þær sinna
þeim í frímínútum, teikna fyrir þær
myndir og leiða þær um allar triss-
ur. Yndislegar, alveg hreint. Og mik-
ið óskaplega er gott fyrir lítil
kríli … að fá svo góðar fyrirmyndir.
Meira: ragnhildur.blog.is
Dofri Hermannsson | 31. ágúst 2007
Kaþólskari en páfinn
Í Evrópu getur maður
hvarvetna fengið
heimagerða osta, vín
og alls kyns kjötmeti.
Þar er slátrari í öðru
hverju þorpi og þeir
koma jafnvel heim á
bæina með sérútbúinn sláturbíl. Á
Íslandi er blessuðum skepnunum
hins vegar ekið í misgóðum gripa-
flutningabílum fleiri hundruð kíló-
metra áður en þau komast á enda-
stöð. Þá eru sum dýrin orðin södd
lífdaga eftir erfitt ferðalag.
Meira: dofri.blog.is
Páll Vilhjálmsson | 31. ágúst 2007
Innflytjendur þurfa að
laga sig að aðstæðum
Múslímar kunna að
meta vestræna vel-
megun og þess vegna
flykkjast þeir hingað.
Aftur eru þeir ekki
hugfangnir af ýmsum
þeim gildum sem
Vesturlandabúar ganga að sem vís-
um. Tjáningarfrelsi er eitt þeirra og
múslímar virðast staðráðnir í að
hnekkja málfrelsi eins og það er
tíðkað í okkar heimshluta.
Á yfirborðinu krefjast múslímar
þess að spámanninum sem trúar-
brögð þeirra eru kennd við sé sýnd
sú tillitssemi að birta ekki af honum
mynd opinberlega, hvað þá skop-
mynd. Í reynd er krafa múslíma að
þeirra gildi skuli ríkja en þau vest-
rænu víkja.
Með þeim fyrirvara að múslímar
tala ekki einum rómi, ekki fremur
en Vesturlandabúar, verður að
setja ritskoðunaráráttu þeirra í
samhengi við togstreituna sem er á
milli þessara tveggja menningar-
heima.
Með því að bera fram kröfu um
ritskoðun á götum og torgum Vest-
urlanda færa múslímar víglínuna
frá heimahögunum, þar sem þeir
streitast gegn vestrænum áhrifum
með misjöfnum árangri, yfir í okkar
heimshluta.
Viðspyrnan sem múslímar hafa
fyrir kröfu sinni er pólitískur rétt-
trúnaður en rætur hans liggja í
tískufyrirbrigðinu sem oft er kallað
fjölmenningarsamfélagið. Það sam-
félag er hvergi til en lifir sem hug-
mynd.
Í nafni hugmyndarinnar er blátt
bann lagt við mismunun menning-
arheima og innflytjendur til Vestur-
landa eru hvattir til að rækta eigin
menningarkima í nýjum heimkynn-
um.
Gagnólík afstaða múslíma og
Vesturlandabúa til málfrelsis er
staðfesting á þeim augljósu sann-
indum að menningarheimar geta
aðeins verið jafnir hver í sínum
heimkynnum.
Á Vesturlöndum á að ríkja vest-
ræn menning, í löndum múslíma
múslímsk menning.
Innflytjendur í hvorum menning-
arheimi lagi sig að aðstæðum. Til-
tölulega einfalt.
Meira: pallvil.blog.is
BLOG.IS
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
OPIÐ HÚS 1. OG 2. SEPTEMBER
SUMARHÚS - HALLKELSHÓLAR
Mjög vandað, 45,5 fm, heilsárshús byggt 1992 með heitum potti
og verkfærahúsi. Góð verönd og skjólveggir. Bústaðurinn skiptist í
hol, stofu, eldhús, 3 svefnherbergi og baðherbergi með nýjum
sturtuklefa. Verð 13,9 millj. 7420
Upplýsingar gefur Ásgeir í síma 821 7100/822 2832.