Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umtalsverð tímamót hafaorðið í landsmálunumundanfarið með lokum 12ára ríkisstjórnarsam- starfs Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar í vor og þeirri ákvörðun Sam- fylkingarinnar að gefa upp á bátinn þann ásetning sinn að vera höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom fram í framsöguræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, á flokksráðsfundi, sem hófst á Flúðum í gær. Steingrímur ræddi um hlutverk VG í íslenskum stjórnmálum og sagði að eins og mál hefðu skipast væri VG eini flokkurinn sem væri fær um að taka að sér það margþætta hlutverk að vera höfuðandstæðingur og mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn. Sam- fylkingin hefði gefið sig út við það frá stofnun að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins en hefði nú af- salað sér því hlutverki og þessi ákvörðun markaði tímamót. „Þegar á átti að herða skorti Samfylkinguna úthald og kjark til að varðveita þá stöðu sem flokkur að þau væru hinn meginvalkosturinn til að leiða ríkis- stjórnir í íslenskum stjórnmálum og vera þannig eiginlegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Stein- grímur. Samfylkingin hefði í ríkum mæli gengið til stjórnarsamstarfs á forsendum Sjálfstæðisflokksins sem sýndi hugmyndafræðilega uppgjöf flokksins. Framsókn „tærður upp“ Hann sagði ljóst að aðrir stjórn- arandstöðuflokkar væru ekki færir um að berjast af afli gegn Sjálfstæð- isflokknum og hægristefnu í mál- efnalegu tilliti. Framsóknarflokkur- inn væri „tærður upp af sambúðinni við íhaldið“ og Frjálslyndi flokkurinn væri hægra megin við miðju fremur en hitt. Steingrímur lagði áherslu á það í ræðu sinni að Samfylkingin væri ekki höfuðandstæðingur Vinstri grænna. Þvert á móti væri það Sjálfstæðis- flokkurinn og hægristefnan sem flokkurinn aðhylltist. „Sjálfstæðis- flokknum er að vísu furðu lagið að fá aðra flokka, nytsama sakleysingja getum við kallað það, til að fram- kvæma stefnu sína en stefnan er hans og hefur verið hans,“ sagði Steingrímur og bætti við að nóg yrði að líkindum af átökum innan Sjálf- stæðisflokksins á næstunni. Afgerandi staða sem þriðji stærsti flokkurinn Steingrímur vék í ræðunni að úr- slitum alþingiskosninganna í vor og sveitarstjórnarkosninganna í fyrra. „Við getum sagt að við höfum unnið okkur upp um deild á báðum víg- stöðvum,“ sagði Steingrímur. Í alþingiskosningunum hefði flokkurinn tekið sér afgerandi stöðu sem þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins og þá hefði flokkurinn náð því takmarki að eignast þingmenn í öllum kjördæmum landsins. Því væri ekki að leyna að tilfinn- ingar margra félaga í VG hefðu verið blendnar eftir kosningarnar. „Það er skiljanlegt og ekkert feimnisatriði, allavega af minni hálfu, að ræða það,“ sagði Steingrímur. Vonbrigðin hefðu stafað af því að flokkurinn hefði ekki náð því fylgi sem skoðanakannanir fyrir kosningar höfðu spáð. Þá hefðu margir gert sér vonir um „að nú yrðu gagnger umskipti í stjórnmálum landsins og að þau umskipti myndu fyrst og fremst tákngerast í því að við, aðalstjórnarandstöðuaflið, a.m.k. í málefnalegum skilningi, frá síðustu tveimur kjörtímabilum, færum inn í ríkisstjórn með öllu því sem það stæði fyrir í félagsmálum, umhverf- ismálum o.s.frv. Og auðvitað eru það vonbrigði að þessi umskipti í stjórn- málum landsins náðust ekki fram.“ Steingrímur sagði ýmsa hafa sagt í kjölfar myndunar stjórnar Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks að VG og ekki síst hann sjálfur hefði klúðrað því að flokkurinn kæmist í stjórn. „Jafnvel að tilvist núverandi ríkis- stjórnar sé einhvers konar afleiðing af þessu meinta klúðri okkar.“ Kvaðst Steingrímur hins vegar telja að fyrst ríkisstjórnin féll ekki í kosn- ingunum, þótt aðeins hársbreidd munaði, væri ekkert sem VG hefði getað gert til að breyta því að stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks yrði mynduð. Sterk öfl í báðum flokk- um hafi verið búin að vinna að því öt- ullega á bak við tjöldin að það stjórn- arsamstarf yrði að veruleika. Stefna á fjórðungsfylgi Styrkur VG að loknum kosningun- um væri hins vegar ævintýri líkastur, en við stofnun flokksins árið 1999 hefðu margir spáð því að fylgi hans yrði á bilinu 5-7%. „Við erum stærst sambærilegra vinstriflokka á Norð- urlöndum,“ sagði Steingrímur. Að- eins systurflokkar VG í Færeyjum og Grænlandi stæðu flokknum fram- ar „og það er verðugt verkefni fyrir okkur að stefna á svipaðar fylgisslóð- ir og þeir halda sig á, um fjórðungs- fylgi eða vel það og í fyrsta til öðru sæti í stærðarröð flokka í viðkomandi löndum.“ Vinstri græn eina mót- vægið við hægristefnu Umtalsverð tímamót hafa undanfarið orðið í íslenskum stjórnmálum með breyttu ríkis- stjórnarsamstarfi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á flokksráðsfundi í gær. Í HNOTSKURN »Steingrímur sagði að VGmyndi fylgjast vel með að- gerðum í heilbrigðismálum og taka til varna ef til stæði að einkavæða í því að bandarískri fyrirmynd. »Þá sýni óróleiki í efna-hagsmálum að ef til vill væri ekki allt sem skyldi með góðærið svonefnda. Til að mynda væru yfirdrátt- arskuldir heimila gríðarlegar. »VG myndi áfram vinna aðmálum á borð við sjálf- bæra þróun og græn gildi, að gjaldfrjálsum leikskóla, sænskri leið í vændismálum og friðarstefnu. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eina mótvægið Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. ÝMISS konar breytingar á stjórn- un og skipulagi heilbrigðisþjón- ustu verða með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu sem taka gildi í dag. Lögin voru samþykkt í vor en eldri lög sem að stofni til voru frá árinu 1973 þóttu úrelt og óskýr í ýmsum atriðum. Sumar þeirra breytinga sem verða með nýju lög- unum snúa beint að Landspítala, eins og Landspítali – háskóla- sjúkrahús heitir framvegis. Virkt eftirlit með heilbrigð- isþjónustu verði tryggt Í tilkynningu frá heilbrigðis- ráðuneytinu vegna nýju laganna segir að meginmarkmið þeirra sé að „í fyrsta lagi að mæla með skýrum hætti fyrir um grunn- skipulag hins opinbera heilbrigð- isþjónustukerfis. Í öðru lagi að ana sem æðstu yfirmanna hverrar stofnunar. Skýrar kveðið á um stöðu og hlutverk landlæknis Einnig taka í dag gildi ný lög um landlækni. Þar er meðal ann- ars skýrar kveðið á um stöðu og hlutverk landlæknis sem eftirlits- og stjórnsýslustofnunar undir yf- irstjórn heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Síðasti fundur stjórnarnefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss var haldinn á Eiríksstöðum á fimmtudag, en samkvæmt nýju lögunum verður stjórnarnefnd ekki í stjórnskipulagi Landspítala, eins og verið hefur á landssjúkra- húsinu síðan árið 1935. Í stað hennar kemur 9 manna ráðgjaf- arnefnd. setja ráðherra og öðrum heilbrigð- isyfirvöldum og einstökum heil- brigðisstofnunum sem reknar eru af ríkinu skýran lagaramma til að starfa eftir. Í þriðja lagi að tryggja virkt eftirlit með heilbrigðisþjón- ustu og gæðum hennar og í fjórða lagi að skilgreina nánar stefnu- mótunarhlutverk ráðherra innan marka laganna og tryggja að hann hafi á hverjum tíma fullnægjandi valdheimildir til að framfylgja stefnu sinni, m.a. um skipulag heil- brigðisþjónustu, forgangsröðun verkefna innan hennar, hvar hún skuli veitt og af hverjum.“ Meðal helstu breytinga er að landinu verður skipt upp í heil- brigðisumdæmi sem ákveðin eru með reglugerð. Einnig er í lög- unum skýrt kveðið á um stöðu og ábyrgð forstjóra heilbrigðisstofn- Ný heilbrigðislög í gildi Stefnumótunarhlutverk ráðherra styrkt með nýjum lögum HÉRAÐSDÓM- UR Reykjavíkur hefur úrskurðað að umbeðnar dómskvaðningar matsmanna, af hálfu Samkeppn- iseftirlitsins, skuli fara fram. Var kröfu Kers hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skeljungs hf., um að hafna mats- gerðunum, því hafnað. Til upprifjunar höfðuðu olíufélög- in mál á hendur Samkeppniseftirlit- inu og íslenska ríkinu í júlí 2005. Farið var fram á að felldur yrði úr gildi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, en til vara að felld- ar verði úr gildi sektir sem félögin voru dæmd til að greiða eða þær lækkaðar. Í janúar sl. lögðu félögin fram hvert sína matsgerð og í mars lagði lögmaður Samkeppniseftirlits- ins fram yfirmatsbeiðni og mats- beiðni. Var þar óskað eftir dóms- kvaðningu tveggja matsmanna og hins vegar kvaðningu þriggja yfir- matsmanna. Því mótmæltu félögin. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur m.a. fram að framsetning beiðnanna sé ekki með þeim hætti að hægt sé að hafna dómskvaðningunni. Þar að auki sá dómari ekki hvernig það væri í andstöðu við ákvæði laga um með- ferð einkamála að krefjast yfirmats. Félögin voru dæmd til að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað. Dómskvaðn- ingar skulu fara fram Héraðsdómur Reykjavíkur LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur upplýst innbrot á heimili í Garðabæ sem átti sér stað á meðan heimilisfólkið var í tveggja vikna ferðalagi erlendis. Hluta af því sem stolið var hefur verið skilað aftur til eigenda. Upp komst um innbrotið síðastliðið mánudagskvöld og af ummerkjum mátti sjá að hafst hafði verið við í hús- inu í einhvern tíma. Eigandi hússins lýsti aðstæðum þannig að sígarettu- stubbar hefðu verið um allt hús, m.a. í rúmum og sófum. Svo virtist sem þeir sem brutust inn hefðu haft vitneskju um heimkomu fjölskyldunnar. Rannsókn lögreglu beindist þegar að aðilum sem þekkja til sonar eig- andans, sem er á þrítugsaldri, og kom upp úr krafsinu að grunur lögreglu reyndist réttur. Fjórir piltar á tví- tugsaldri voru handteknir og viður- kenndu við yfirheyrslur að hafa verið að verki. Þekktu til á heimilinu ♦♦♦ 7 vikna söngnámskeið hefst 10. sept. n.k. Raddbeiting / tækni / tónfræði Söngtúlkun með píanóundirleik Hægt er að velja um einkatíma eða hóptíma að degi eða kvöldi songskolinn.is  552 7366 Námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.