Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 25 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Þetta styttir dag- inn. Svo geng ég líka um svo þetta er líka heilsubót,“ segir Vilmar Guð- mundsson sem fékk umhverfisverð- laun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar fyrir áralanga tryggð við fuglana á Fitjum. Vilmar fer nánast daglega að tjörnunum á Njarðvíkurfitjum til að gefa fuglunum brauð. Framtak hans er talið eiga drjúgan þátt í því hvað margir fuglar eru oft á svæð- inu. Bjargaði álft Vilmar er lærður matreiðslumað- ur og starfaði lengi sem matsveinn á fiskiskipum og síðar veitingahúsi. Hann vann seinna hjá Keflavíkur- verktökum þar sem hann lærði húsasmíði. Vilmar býr við Tjarnar- götu í Keflavík og á þeim árum sem hann vann hjá Keflavíkurverktök- um gekk hann oft á laugardögum eftir Fitjunum og í Stekkjarkot í Innri Njarðvík. „Eitt skiptið labbaði ég sandinn og síðan grasið til baka og sá þá álftir á tjörninni. Ég hélt í fyrstu að ég væri að verða klikkaður því ég hafði aldrei orðið var við álft- ir í Njarðvík,“ segir Vilmar. Ein álftin var frosin úti á tjörn- inni. Vilmar flýtti sér heim til að ná í vöðlur og brauð, óð út í tjörnina en á henni var bara skæni og rogaðist með álftina í land. Þegar Vilmar var að hlú að álftinni sá hann merki á fæti hennar. Hann lét Ævar Pet- ersen vita af fuglinum. Álftin hafði verið merkt á Miklavatni í Fljótum og var fjögurra ára. Ævar sagði Vilmari að hún myndi koma árið eft- ir með unga. Það stóð eins og stafur á bók, álftin kom með fjóra unga og fleiri dömur með, eins og Vilmar tekur til orða. Vilmar fór að gefa fuglunum reglulega og álftunum fjölgaði mik- ið og svo fóru að koma endur, gæsir og fleiri tegundir sem njóta góðs af brauðgjöfum Vilmars. Hann fær brauðið hjá bakaríunum, bæði Sig- urjóni bakara og Nýja bakaríinu. Fuglarnir vilja hvíta brauðið og einnig snúða og annað sætabrauð. Rúgbrauð og annað gróft brauð sem er of hart fyrir gogginn á fuglunum afhendir Vilmar kunningjum sínum sem eru með hesta þannig að ekkert fari til spillis. Heldur tryggð við fuglana Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Góð umgengni Strákústurinn er tákn um viðurkenningu fyrir góða um- gengni. Árni Sigfússon og Steinþór Jónsson afhentu verðlaunin. Í HNOTSKURN »SJ innréttingar, útibúIntrum og Dagdvöl aldr- aðra fengu viðurkenningu sem fjölskylduvæn fyrirtæki. »Vilmar Guðmundsson,Þróunarfélag Keflavík- urflugvallar, Cabo og Hrein- gerningamiðstöðin fengu verðlaun fyrir góða um- gengni. Reykjanesbær | Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, afhjúpaði listaverk í gær á nýju Reykjavíkurtorgi í Reykjanesbæ. Listaverkið Þórshamarinn er eftir Ásmund Sveinsson. Borgarstjóri heimsótti Reykjanesbæ af þessu til- efni. Reykjavíkurtorg er fyrsta torgið af fimm sem fyrirhugað er að setja á nýja aðal innkomu í bæinn, Þjóð- braut. Næsta torg verður kennt við Lundúnaborg og Parísartorg kemur svo. Listamaðurinn sagði sjálfur að við gerð þessa verks hefði hann séð fyr- ir sér að það nyti sín best undir ber- um himni. Fram kom við athöfnina í gær að Reykjavíkurborg fæli Reykjanesbæ að varðveita verkið um ókomna tíma á þann hátt sem listamaðurinn hefði haft í huga. Afhjúpun listaverksins var óbeinn liður í dagskrá Ljósanætur í Reykja- nesbæ. Aðalhátíðisdagurinn rennur upp í dag. Reykjanesmaraþon er hlaupið, skólaárgangarnir hittast á Hafnargötunni og hátíðir á útisviði hefjast kl. 14. Fjölbreyttar sýningar eru um allan bæinn og tónlistar- dagskrá. Kvölddagskrá hefst á úti- sviðinu klukkan 20.15 og lýkur með því að kveikt verður á lýsingu Bergsins og flugeldasýningu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Afhjúpun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björk Guðjónsdóttir afhjúpuðu skjöld við verkið, Árni Sigfússon og Jón Kristinn Snæhólm aðstoðuðu. Þórshamar Ásmundar á nýju Reykjavíkurtorgi Reglur og skil: ● Myndin þarf að þola prentun og stækkun í A4 eða stærra. ● Skila skal mynd á geisladiski auk útprentaðrar myndar. ● Myndir mega vera hvoru tveggja jpg. eða tif., en án layera eða maska. ● Gæði myndanna og frágangur hafa áhrif á mat dómnefndar ● Síðasti skiladagur er 14. September 2007. Myndin sendist til: Ljósmyndasamkeppni, Vísindavaka, Rannís, Laugavegi 13 – 101 Reykjavík. Merkja þarf diskinn og myndina með dulnefni. Umslag þarf að fylgja merkt dulnefni með upplýsingum um sendanda (nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina: Fujifilm Finepix Z5fd frá Ljósmyndavörum ehf, sem var valin (compact) vél ársins 2007 af TIPA. Frekari upplýsingar veitir Elísabet M. Andrésdóttir hjá alþjóðasviði Rannís, elisabet@rannis.is eða í síma 515 5813 Dómnefnd: Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndari, Gísli Gestsson, hjá Ljósmyndavörum ehf. og Rebekka Valsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannís. 16 - 23 ára Í tilefni af Vísindavöku 28. sept. nk. efnir Rannís til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 16-23 ára. Þema keppninnar er „Tilraun í þágu vísinda“ og er ætlast til að ljósmyndarar fangi vísindatilraun á hvaða sviði vísinda sem er. H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n LJÓSMYNDA SAMKEPPNI UNGA FÓLKSINS TILRAUN Í ÞÁGU VÍSINDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.