Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MANNRÉTTINDABROT
Á HEIMILUM
Heimilisofbeldi er þjóðfélags-mein, sem lengi lá í þagnar-gildi, ekki bara á Íslandi,
heldur um allan heim. Með opinni um-
ræðu hefur verið gerð tilraun til þess
að taka á vandamálinu, en það ristir
djúpt. Árlega leita nokkur hundruð
konur í Kvennaathvarfið. Breska
læknatímaritið The Lancet birti fyrir
tveimur árum niðurstöður rannsóknar
þar sem sagði að fjórða hver kona á
Bretlandi yrði einhvern tímann beitt
heimilisofbeldi og væri það svipað
hlutfall og víðast hvar annars staðar,
en þó væru dæmi um að það væri
hærra.
Í þessari viku var haldin ráðstefna
undir yfirskriftinni Karlar til ábyrgð-
ar. Þar var kynnt starf norskrar með-
ferðarstofnunar, sem ber heitið Al-
ternativ til vold og hefur starfað í 20
ár. „Við erum að berjast gegn mann-
réttindabrotum og það hvetur okkur
áfram í starfi okkar,“ sagði Marius
Råkil, sálfræðingur og stjórnandi
stofnunarinnar, á ráðstefnunni.
Á Íslandi hefur verið rekið verkefni,
sem meðal annars sækir í reynslu Al-
ternativ til vold í Noregi. Hin íslenska
meðferð fyrir karla, sem beita ofbeldi
á heimilum sínum, var starfrækt á ár-
unum 1998 til 2002. Þá fjaraði fjár-
magn til hennar út, en í fyrra var haf-
ist handa að nýju og nú er boðið upp á
einstaklings- og hópmeðferð. Í saman-
tekt eftir Elvu Björk Sverrisdóttur,
sem birtist um ráðstefnuna í Morgun-
blaðinu í gær, var vitnað í sálfræð-
ingana Einar Gylfa Jónsson og Andrés
Ragnarsson, sem ræddu íslensku
meðferðina. Að sögn Einars Gylfa er
þörf á þessari þjónustu hér á landi og
það er augljóst vegna þess að þetta er
eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir
karla, sem beita ofbeldi.
Það vakti athygli að þegar José Luis
Rodriguez Zapatero varð forsætisráð-
herra Spánar var eitt fyrsta verk hans
að skera upp herör gegn heimilisof-
beldi. Er ástæða til að gera slíkt hið
sama á Íslandi? Nú þykir sjálfsagt að
fólki leiti aðstoðar við fíkniefnavanda
og ástæðulaust að fara með það í felur.
Með sama hætti þurfa þeir, sem beita
heimilisofbeldi, að geta leitað sér
hjálpar. Heimilisofbeldi eitrar fjöl-
skyldulífið og þegar ekkert er að gert
endar það með því að splundra fjöl-
skyldum. Það er jafn alvarlegt að ráð-
ast á mann á götu og innan veggja
heimilisins.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra ávarpaði ráðstefnuna og
sagði að nú væri í fyrsta sinn í gildi að-
gerðaáætlun vegna ofbeldis á heimil-
um og kynferðislegs ofbeldis og
kvaðst hún ætla að leggja áherslu á að
áætlunin yrði ekki orðin tóm. Mikil-
vægast innan áætlunarinnar væri
verkefnið Karlar án ábyrgðar vegna
þess að þar væri tekið á rót vandans.
Hér þarf meiri kraft bæði til að auka
vernd fórnarlambanna og koma of-
beldismönnunum í meðferð.
MENNINGARSÖGULEGT SLYS
Svo virðist sem alvarlegt menning-arsögulegt slys sé í uppsiglingu í
miðborginni. Með ákvörðun borgar-
ráðs, þar sem samþykkt var að veita
heimild til niðurrifs húsanna á Lauga-
vegi 4 og 6, er í raun verið að leggja
línurnar hvað varðar örlög fjölmargra
gamalla húsa í hjarta höfuðborgar-
innar. Í Morgunblaðinu í gær kom
nefnilega fram að samkvæmt heimild-
um blaðsins litu „borgaryfirvöld svo á
að ógerlegt sé að stöðva niðurrif
húsanna, því að öðrum kosti þyrfti
borgin að greiða eigendum lóðanna
himinháar skaðabætur þar sem deili-
skipulag með umtalsvert meiri bygg-
ingarrétt hefur verið samþykkt.“. Því
miður verður að líta á þessa ákvörðun
sem stefnumarkandi varðandi aðra
reiti á Laugavegi þar sem gömul hús
eru ekki beinlínis friðuð.
Í grein sem Áshildur Haraldsdótt-
ir, sem situr m.a. í stjórn Torfusam-
takanna, skrifaði í Morgunblaðið 29.
apríl sl. bendir hún á að skv. deili-
skipulagi um miðborgina sé hægt að
fjarlægja 13.000 fermetra af núver-
andi byggingum við Laugaveg, en
þetta deiliskipulag var samþykkt
bæði af R-listanum og Sjálfstæðis-
flokknum á sínum tíma. Nú er að
renna upp fyrir mönnum hvað í þessu
deiliskipulagi felst þegar fjárfestar
og eigendur lóða ákveða að hámarka
gróða sinn með byggingu nýrra húsa í
stað þeirra gömlu og borgaryfirvöld
taka ekki í taumana.
Í forsíðufrétt Morgunblaðins sl.
fimmtudag segir Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður að „það gæti
orðið mikil eftirsjá í huga fólks þegar
það vaknar upp eftir nokkur ár og
stór og mikilvægur hluti nítjándu ald-
ar byggðarinnar í Reykjavík verður
horfinn“. Hún var m.a. að vísa til nið-
urrifs húsanna við Laugaveg með
þessum orðum og telur „sjónarmið
húsaverndar ekki fá að njóta sín þeg-
ar útliti gamalla bæjarkjarna er
breytt“. Hún segir jafnframt að „nið-
urrif í elstu hlutum borgarinnar [eigi]
auðvitað ekki að eiga sér stað. Það
[þurfi] því að fara yfir málin heild-
stætt [...]“. Margrét talar þarna fyrir
munn allra sem vilja varðveita ein-
kenni Reykjavíkur. Fólki hrýs hugur
við þeim afleiðingum sem deiliskipu-
lagið er nú þegar farið að hafa. Enda
er ljóst að ef deiliskipulag verður til
þess að menningarsöguleg slys verða
við eina elstu götu höfuðborgarinnar
– á byggingararfleifð sem er einstök
þrátt fyrir að vera lágreist – verður að
bregðast við.
Samkvæmt grein Áshildar eru ein-
ungs 176 hús á höfðuborgarsvæðinu
byggð fyrir 1900 og einungis hluti
þeirra er í Kvosinni. Er hægt að rétt-
læta að höggvin séu skörð í jafn smáa
og viðkvæma arfleifð? Á byggingar-
réttur og um leið hagnaðarvon einka-
aðila að ráða ásýnd borgarinnar? Ef
svo er bera borgaryfirvöld mikla
ábyrgð gagnvart framtíðinni.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðni Ágústsson, sem tók við formennsku íFramsóknarflokknum eftir kosningarnar ívor, segir að langmikilvægasta verkefnistjórnvalda sé ávallt sókn þjóðarinnar til
betra lífs og að efnahagslegar framfarir eigi sér stað.
Þegar núverandi ríkisstjórn hafi verið mynduð í vor
hafi hann gagnrýnt að sér sýndist að hún ætlaði að
láta málin fljóta og hann sé enn sama sinnis.
Þenslan hættuleg
„Ég hef áhyggjur af því að hún skyldi hvergi stíga á
bremsur,“ segir Guðni. „Þenslan heldur áfram og
kjarasamningar eru framundan, þannig að vissulega
óttast ég að hér geti bæði orðið átök á vinnumarkaði
og menn missi örina eins og gerist með spenntan boga
sem verður spenntari og spenntari.“
Þótt Guðni dáist að miklum framgangi bankakerf-
isins og segi að þeir sem stýri íslensku peningakerfi
séu öflugir, þá telur hann að þeir þurfi að gá að sér.
Sér finnist stundum eins og aðeins sé búið að einka-
væða bankakerfið en ekki að samkeppnisvæða það.
Bankakerfið sé í mikilli útrás og starfi í tugum þjóð-
landa en láti Seðlabankann um vaxtaákvarðanir fyrir
sig hérlendis. Því búi Íslendingar ekki við mikla sam-
keppni í vaxtamálum.
„Hér er gríðarleg þensla sem getur sprungið,“ segir
Guðni og bendir á að lögmálin um samkeppni og eft-
irspurn virðist stundum virka dálítið undarlega hér á
landi. Í því sambandi bendir hann á að talið sé að búið
sé að byggja 1.000 íbúðir umfram þarfir á höfuðborg-
arsvæðinu en samt hækki íbúðaverðið á svæðinu um
30 til 40% á árinu. Gríðarlega mikið sé verið að byggja
í öllum stærri bæjarfélögum og þess vegna um allt
land, sem sé fagnaðarefni, en verðið hækki. Það þýði
að einhverjir haldi því uppi, bíði eftir betri tíma eða
bankarnir haldi verktökunum í þessari stöðu um sinn.
Efnahagsmálin hafi verið í mjög góðum farvegi frá
þjóðarsáttartímabilinu um 1990 en nú séu blikur á
lofti. „Þenslan getur orðið okkur mjög hættuleg og
mér sýnist að ríkisstjórnin fari sér mjög hægt, hafi
litlar áhyggjur og láti fljóta meðan ekki sekkur.“
Formaðurinn segir að engin merki séu hjá nýrri
ríkisstjórn um að hún ætli að láta til sín taka í þessum
efnum. Þenslan geti því leikið þjóðina grátt bretti rík-
isstjórnin ekki upp ermarnar. Guðni segir ennfremur
að ríkisvaldið, sveitarfélögin og atvinnulífið eigi allt
sitt undir því að kollsteypur eigi sér ekki stað. Mikill
uppgangur og samkeppni ríki milli stærstu bæj-
arfélaganna um byggingar og framkvæmdir og ekkert
sé mikilvægara nú en að menn setjist niður og reyni
að draga markvisst úr þenslunni. Stórt skref þurfi að
stíga í sambandi við vextina og krónuna til þess að Ís-
land verði á sem flestum stigum samkeppnisfært.
Verðtryggingin á skuldum unga fólksins og fyrirtækj-
anna stingi í stúf í hinu opna íslenska samfélagi og hún
getur valdið því að atvinnulífið fari illa sem og staðan
hjá húsbyggjendum. Allir, sem vilji sjá, sjái að ok-
urvextir séu faldir í gamla úrræðinu, verðtryggingu
sparifjár og útlána, sem hafi verið tekin upp í neyð. Á
30 árum greiði íslenskir skuldarar fyrir vikið þrefald-
ar upphæðir miðað við fólk í sambærilegri stöðu á
Norðurlöndum.
Guðni segir að mikilvægt sé að gefa þau skilaboð að
ríkisvaldið muni nú hægja ferðina og ekki ráðast í ný
stórverkefni. Hins vegar sýnist sér að þrátt fyrir boð-
uð fyrirheit Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni
varðandi virkjanir og uppbyggingu stóriðju séu það
allt orðin tóm. „Þarna getum við auðveldlega hægt á
okkur um sinn og eigum að gera, því í sjálfu sér liggur
ekkert á.“
Ekki flytja út rafmagn
Deilur hafa verið um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Guðni segist hafa varað við Norðlingaölduveitu á sín-
um tíma og haft á orði að ekki ætti lófastór blettur af
Þjórsárverum að fara undir vatn. Hann hafi séð fyrir
sér að miklar deilur, innanlands sem utan, yrðu um
Norðlingaölduveitu og Þjórsárverasvæðið, en hins
vegar hafi hann fagnað úrskurði Jóns Kristjánssonar.
Landsvirkjun hafi kveinkað sér undan þeim úrskurði
og í raun tapað virkjuninni úr hendi sér. Mikilvægt sé
að ganga til þess verks að stækka friðlandið í Þjórs-
árverum og ákveða að láta það svæði alfarið vera.
„Auðvitað valda virkjanir í neðri hluta Þjórsár átök-
um, eins og allar virkjanir. Ég hef hins vegar stutt þá
framkvæmd og tel að hægt sé að meta og fara yfir á
ný, hvort hægt sé að forðast eyðileggingu á landi e
frekar en áformað er. Miðað við uppbyggingu Ísla
og framtíð munum við sækja áfram þessa hreinu o
í ár og fossa.“
Vegna framkvæmda segir Guðni að fólk muni al
sakna einhvers sem fari þeirra vegna en hafa beri
huga að rafmagnið sé ein dýrmætasta auðlind þjóð
arinnar og hana eigi að nota til virðisauka fyrir þjó
ina. „Ég er hins vegar andstæðingur þess að menn
fari að fikta við það að leiða rafmagnið í streng út í
Evrópu. Þá yrðum við að virkja í miklum mæli og
yrði aldrei aftur tekið. Auðvitað þurfum við að virk
áfram miðað við stækkaða þjóð og stærri verkefni
hér verða til en við eigum alltaf að fara varlega gag
vart náttúru landsins.“
Mistök
Svonefnt Grímseyjarferjumál hefur vakið mikla a
hygli og enn er mörgum spurningum ósvarað. Guð
segir að þegar stjórnmálamönnum verði á sé mik-
ilvægt að þeir viðurkenni það. Það sé engin spurni
að stjórnmálamönnum og opinberum fyrirtækjum
hafi orðið á í messunni og vinnubrögðin samrýmis
ekki stjórnsýslunni. Ríkisendurskoðun hafi verið t
in undan fjármálaráðuneytinu og færð undir Alþin
til þess að búa til mikið afl sem gæti komið í veg fy
spillingu og mistök af hálfu ráðuneyta og opinberr
fyrirtækja í varðveislu á peningum almennings. V
andi Grímseyjarferjuna liggi mistökin í því að fjár
reiðulögin hafi verið brotin samkvæmt áliti Ríkise
urskoðunar og fyrir liggi að samgönguráðuneytið
Vegagerðin ásamt fjármálaráðuneytinu, sem sting
stúf, geri samkomulag um að ganga í tiltekinn pen
ingasjóð hjá Vegagerðinni til að verja í þessa ónýt
ferju. Dugi sá peningur ekki gefi fjármálaráðherr
inn yfirdrátt til þess að vinna áfram. Þessi vinnu-
brögð, sem þarna hafi verið ástunduð, gangi því tæ
lega upp og nú verði Alþingi að skera úr um þá dei
sem ríki milli fjármálaráðuneytisins og ríkisend-
urskoðunar. Forsætisnefnd þurfi fyrir hönd Alþin
að láta prófessor í lögum taka út þessar deilur og e
sé mikilvægt að fjárlaganefnd fari yfir þróun þess
mála og gefi út sitt álit. Rangt hafi verið hjá núver
samgönguráðherra, Kristjáni Möller, að berja á rá
gjafa úti í bæ enda hafi komið í ljós að ráðgjafinn h
verið heill í sínum ráðum en ekki eftir þeim farið.
„Mitt hlutverk er ekki að vera dómari,“ segir Guðn
spurður hvort draga eigi einhverja til ábyrgðar og
leggur áherslu á að niðurstaða fáist í málinu. „Í fra
haldi getur komið í ljós að sökin fellur á einhvern.
ætla ekki að fullyrða neitt um það hér, en fari svo
verða þeir sem hlut eiga að máli að meta stöðu sín
þeim efnum til að halda trúverðugleika stjórnarrá
ins og þingsins.“
Aðgerða þörf
Nýtt fiskveiðiár hefst í dag og segist Guðni enn ve
sömu skoðunar og í vor í sambandi við skerðingu
þorskkvótans niður í 130 þúsund tonn. Hann segir
ákvörðun sjávarútvegsráðherra muni reynast erfi
hann hafi sannfærst enn betur um það eftir samtö
sjómenn og aðra á vettvangi sjávarútvegsmála í su
ar. Fara þurfi yfir þessi mál með nýjum hætti.
Mikilvægt sé að fá HÍ sem hlutlausan aðila með
hvers konar rannsóknarskyldu um sinn við hliðina
Boginn spenn
Guðni Ágústsson alþingismaður og formaður Framsók
ókynntar breytingar á stjórnarráðinu auk þess sem ha
Áhyggjur Guðni Ágústsson segir að þenslan get
Að mati Guðna Ágústssonar, for-
manns Framsóknarflokksins, tek-
ur ríkisstjórnin ekki nægilega á
þenslunni og þessi fyrrverandi
landbúnaðarráðherra í átta ár
varar við afleiðingunum.