Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 31
List í stofu Ástrós og Ólafur eiga mörg íslensk málverk og er þetta verk
eftir Karólínu eitt af þeim og heitir Smiður á samkomu.
Hæðin er 260 fermetrar með
öllu, bílskúrnum sem er innangengt
úr, vinnustofu Ástrósar niðri og
svölunum. Innihurðirnar eru gler
rennihurðir í stað venjulegra hurða
og setur það sérstakan svip á íbúð-
ina.
Þau hjónin bjuggu í Stykkis-
hólmi í 35 ár og ætlunin var alls
ekki að kaupa óbyggða íbúð.
„En vinur okkar sem er fast-
eignasali kom með teikningar til
okkar og dró okkur hingað uppeftir
og sýndi okkur staðsetninguna og
þá var ekki aftur snúið. Við kolféll-
um fyrir þessu. Og það var gaman
að fylgjast með byggingunni frá
grunni. Við eigum ennþá húsið
okkar í Stykkishólmi og börnin
okkar eiga það núna með okkur,
þannig að við eigum athvarf í
Hólminum. En hér líður okkur vel,
það er mikið næði og nágrannarnir
eru einstakir, sem er dýrmætt.“
Víðsýnt Húsið stendur hátt og sést vel til allra átta.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 31
fellur líka í gildrur sem
hann hefði ekki þurft
að falla í. Það er of mik-
ill keimur af áróðri í
mynd hans, ekki sízt
þegar kemur að sam-
anburði á bandaríska
kerfinu og kerfum Evr-
ópuríkjanna. Heil-
brigðiskerfin í Evrópu
eru ekki eins fullkomin
og hann vill vera láta.
Þó er franska kerfið
sennilega mjög gott.
En Kúbuferðin ein-
kennist af svo miklum
áróðri að hún skaðar
myndina verulega. Það
er alveg víst að Kastró
hefur byggt upp mjög gott heilbrigð-
iskerfi á Kúbu og þess vegna hefði
Michael Moore getað sagt frá því og
borið það saman við hið bandaríska
án þeirra ódýru áróðursbrellna sem
hann notar.
Honum tekst að draga úr trúverð-
ugleika eigin myndar með því að
falla fyrir freistingum.
Það er hins vegar ánægjulegt að
sjá hversu vel sótt þessi mynd er.
Hún sýnir að Íslendingar hafa áhuga
á grundvallarmálefnum eins og heil-
brigðisþjónustan vissulega er.
Og alla vega er ljóst að bandaríska
kerfið mundi ekki henta okkur.
Steingrímur J. Sig-fússon, formaður
Vinstri grænna hvatti
flokksmenn sína, sem
saman komu á Flúðum
síðdegis í gær á flokks-
ráðsfund, til þess að
sjá heimildarmynd
Michaels Moore um
heilbrigðiskerfið í
Bandaríkjunum.
Víkverji tekur undir
þá hvatningu Stein-
gríms og hvetur fólk
almennt til þess að sjá
þessa mynd þótt ýmsir
veikir blettir séu á
henni.
Heilbrigðiskerfi
Bandaríkjamanna er skýrt dæmi um
að einkarekstur er ekki alltaf bezti
kosturinn og getur lent á villigötum.
Segja má með sanni að heilbrigð-
iskerfið í Bandaríkjunum sé í klón-
um á tryggingafélögum og þau
dæmi sem kvikmyndagerðarmað-
urinn dregur fram í dagsljósið um
það hvernig það virkar og virkar
ekki eru óhugnanleg. Upprifjun
hans á tilraun Clinton-hjónanna til
þess að breyta þessu kerfi er sönn.
Þau urðu frá að hverfa vegna hags-
munabandalags allra þeirra sem
höfðu fjárhagslegan hag af því að
núverandi kerfi yrði ekki breytt.
En kvikmyndagerðarmaðurinn
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Peugeot framleiddi sína fyrstu piparkvörn 1840. Verkið í kvörnunum
er ennþá það áreiðanlegasta á markaðinum og ástæðan fyrir því að
Peugeot býður 30 ára ábyrgð. Peugeot kvarnir fást hjá: Kokku á Laugavegi 47,
Tekk Company Bæjarlind 14-16 í Kópavogi, Villeroy & Boch í Kringlunni,
Pottum og Prikum á Strandgötu 25 á Akureyri og Cabo við Hafnargötu 23
í Keflavík. Svo er auðvitað hægt að kaupa þær á kokka.is
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Peugeot,
skoðaður
til 2037
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is