Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 47 Viðtöl við kvikmyndaleik-stjóra leiða langoftast samasannleika í ljós – langflestir lærðu þeir mikilvægustu lexíurnar af því að horfa á bíómyndir, góðar og vondar. Þannig má nota þaul- setu á kvikmyndahátíðum sem fín- asta kvikmyndaskóla, á nýliðnum bíódögum var nóg af bæði góðum og vondum myndum – en hvaða lexíur mátti læra?    Lærið af meisturunum en veriðekki þrælar þeirra. Þetta gerði David Mackenzie frábærlega með Hallam Foe. Hann tók helstu þemu þriggja lykilverka Hitch- cocks – Vertigo, Rear Window og Psycho – og sauð upp úr þeim þá mögnuðu persónu sem táningurinn ráðvillti Hallam er, þar sem togast á móðurást, tvífaraást og gægju- þörf áðurnefndra mynda. Ef gerð yrði mynd um æskuár Hitchcocks hljómar Hallam Foe eins og líkleg útkoma. Þetta tókst Milos Forman hins vegar síður í Goya’s Ghost. Sagan er mögnuð og myndin að mörgu leyti góð en kvikmyndatak- an er alltof dauf, óspennandi og hefðbundin, það hefði mátt færa myndheim Goya miklu betur inn í myndina. En áhrif meistaranna geta líka verið yfirþyrmandi. Gott dæmi er Bölvun gyllta blómsins. Þetta blóm virðist vera Skríðandi tígur, dreki í leynum, meistaraverk Ang Lee sem Yimou Zhang gerir hér sína þriðju tilraun til þess að endurskapa – en gleymir sem fyrr handriti og persónusköpun.    Ekki láta mannkynssögunahefta þig. Bille August og Mi- los Forman eru báðir færir leik- stjórar sem gerðu góða hluti með Goya’s Ghost og Goodbye, Bafana – en báðar eru þó myndirnar örlít- ið stirðar, of uppteknar af mik- ilvægi atburðanna til þess að leik- stjórarnir nái að dansa eins og þeir geta. Aldur er afstæður. Gömul sann- indi en aldrei jafn sönn og í Away From Her, bestu bíómynd í langan tíma um ellina, leikstýrðri af hinni 28 ára Söruh Polley. Það þarf líka bara að horfa á andlitið á Julie Christie í tvær sekúndur til þess að skilja þessi sannindi betur.    Búið til bíómyndir um mann-eskjur fyrir manneskjur. Heimildarmyndirnar Sicko og The Bridge byggjast báðar að stórum hluta á viðtölum – en á meðan Michael Moore nær að skapa virki- lega nánd við viðmælendur sína þá er eins og það taki Eric Steel, leik- stjóra The Bridge, hálfa myndina að ná tökum á þeirri list. Fram að því eru þetta bara talandi hausar. Eins má bera saman Shortbus og No Body is Perfect, báðar snúast um kynlíf og sú síðari einnig um líkamslist í víðasta skilningi. En á meðan hin ljóðræna Shortbus sýnir kynlíf sem skemmtilega, fáránlega og sorglega athöfn og beintengir hana lífi fólks sýnir No Body is Perfect hins vegar ýmsar svaka- legar senur – en teknar með áhugalausri og fjarlægri myndavél að ósið fréttamynda þannig að at- riðin verða jafn magnlaus og flest- ar fréttamyndir frá átakasvæðum. Það skiptir líka máli þegar póli- tískar myndir eru gerðar að þær hafi fólk sem einhverju skiptir í forgrunni, það gerir Sicko og eins Fast Food Nation sem fjallar fyrst og fremst um mannlega harmleiki – þá kemur pólitíkin með. Hins vegar er Death of a President lengst af ekki nema stílæfing í samsæriskenningum – en hún á það þó sammerkt með ansi mörg- um myndum hátíðarinnar að seinni helmingurinn er mun sterkari en sá fyrri.    Það má stuða fólk en ekki svæfaþað. Zoo fjallar um dýraklám og ætti samkvæmt því að vera ansi umdeild – sem hún hefur verið. En það er erfitt að æsa sig yfir mynd sem virðist helst hafa það að mark- miði að svæfa áhorfandann. Hún á þó sín ljóðrænu augnablik – en þess á milli missir hún mann alveg. Það á ekki að sýna sjónvarps- þætti í bíó. Sem sjónvarpsþættir hefðu heimildarmyndirnar Fuck og Going to Pieces virkað ágætlega, í bíó virka þær of léttvægar þótt það megi alveg hafa gaman af þeim. Kaldhæðni örlaganna er þó sú að sökum orðbragðs fyrri mynd- arinnar og blóðsúthellinga hinnar síðari yrðu þær seint sýndar í sjón- varpi. Cocaine Cowboys myndi hins vegar ekki einu sinni ganga í sjónvarpi því þrátt fyrir að við- fangsefnið sé forvitnilegt og mikil rannsóknarvinna sé að baki þá er kvikmyndagerðin skelfileg, klipp- arinn haldinn alvarlegum athygl- isbresti og skelfileg tónlistin hrein- asta móðgun við öll raunverulegu líkin sem sjást á skjánum. Ekki nota of gamla brandara. Það var kannski einhvern tímann fyndið að sjá bíómynd þar sem flestar persónurnar höfðu rétt svo heyrt um þetta internet eða hvað sem það heitir. Nú er það aðallega pínlegt og dregur þá annars slark- færu gamanmynd For Your Consi- deration töluvert niður. En mikilvægasta lexían er þó sú að áhorfendur vilja fjölbreyttar bíómyndir. Á hátíðinni var iðulega þétt setið, oft uppselt og alltaf rað- ir. Líka á þriðjudögum. Slíkt gerist sjaldnast með meintar vinsælda- myndir sem bíóin einblína flest á. Þetta ber ekki að skilja sem svo að það eigi að hætta að sýna Trans- formers – það þarf bara ekki að frumsýna hana í sjö sölum í einu. Kvikmyndaskóli Græna ljóssins Hitchcock og ljóskan Jamie Bell leikur Hallam Foe í myndinni sem Hitch- cock náði aldrei að gera. Sophia Myles leikur ljóskuna, tvífara móður hans. AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson » Það þarf líka bara aðhorfa á andlitið á Ju- lie Christie í tvær sek- úndur til þess að skilja þessi sannindi betur. asgeirhi@mbl.is AÐ KAUPA VÍN ER EKKERT GRÍN Haf›u skilríkin me›fer›is. Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.