Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HIÐ alþjóðlega World Harmony-Vináttuhlaup hófst við Höfða í gærmorgun er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri setti það með því að afhenda fyrsta hlaup- aranum, Stacey Marsh frá Nýja Sjálandi, Vin- áttukyndilinn. Hlaupið er í öllum heimsálfum og hér á landi frá 31. ágúst til 3. sept. Hlaupararnir, sem koma til Íslands, eru á ferð um 49 lönd Evrópu og Norður- Afríku en tilgangur hlaupsins er ekki að safna fé eða styðja einhvern pólitískan málstað, heldur að leyfa hverjum og einum að upplifa hið sammannlega á já- kvæðan hátt. Boðskapurinn er, að „veröld sátta og samlyndis hefjist með hverjum og einum“ og geta allir tekið þátt. Það, sem þarf til, er að halda á Vin- áttukyndlinum. Morgunblaðið/Frikki Vilhjálmur hóf vináttuhlaupið SJÁLFSMORÐSSPRENGJUMAÐUR gerði árás á bíl við hliðina á bækistöð alþjóðaherliðsins á Ka- búlflugvelli í gærmorgun. Nokkrir óbreyttir borg- arar og friðargæsluliðar særðust og í fréttaskeytum sagði einnig að tveir afganskir hermenn hefðu fallið en Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa feng- ið staðfest að mannfall hefði orðið. Ellefu Íslend- ingar, sem voru í stöðinni, sluppu allir ómeiddir. Enginn gæsluliðanna særðist alvarlega. „Þetta gerðist í morgun, um hálfátta að staðartíma. Auk þeirra Íslendinga sem vinna á flugvellinum voru þarna staddar tvær konur sem vinna sem þróun- arfulltrúar í Chaghcharan, þær höfðu verið á ráð- stefnu,“ sagði Anna. „Fólkið var inni í sínum íbúð- argámum þegar þetta gerðist en vaknaði við hávaðann. Þau héldu strax fund og hringdu í sitt fólk og létu okkur vita. Þetta var mjög nálægt hliðinu sem er á bækistöð alþjóðaliðsins, þetta var við ytri öryggismörkin og því nokkuð langt frá. En fólk vaknaði auðvitað við sprenginguna, nokkrir slösuðust en þó engir alvar- lega úr alþjóðaliðinu. Ég hef ekki fengið staðfest að afganskir hermenn hafi fallið. Yfirleitt er þessum tilræðum beint gegn bílalest- um alþjóðaherliðsins, þeir keyra upp að þeim og sprengja sig. Mest hefur verið um þetta á leiðum sem gæsluliðarnir nota í borginni. Þegar okkar fólk fer út af vellinum er það auðvitað í samræmi við reglur, farið er í brynvörðum bílum í lest. En það er alltaf hætta á svona stöðum.“ Anna segir níu Íslendinga sem starfa á vellinum annast margvísleg störf sem tengjast rekstri vall- arins. Er það m.a. umsjón með vélum og tækjum og eftirlit með verktökum. Einnig hafa þeir umsjón með gistingu og mannahaldi, einn er í brunaeftirliti og skipulagi á flutningi bækistöðvarinnar en ætl- unin er að flytja hana norður fyrir völlinn. Íslendingarnir sluppu Enginn af ellefu Íslendingum á Kabúlflugvelli særðist þegar gerð var sjálfsvígs- árás á bíl við hlið bækistöðvar alþjóðlega friðargæsluliðsins í gærmorgun Í HNOTSKURN »Alls eru nú 13 Íslendingar á vegum Ís-lensku friðargæslunnar í Afganistan. Tveir eru þróunarfulltrúar í borginni Chaghcharan í vestanverðu landinu, níu vinna á Kabúl-flugvelli og þrír í að- alstöðvum alþjóðaherliðsins í Kabúl, einn hinna síðastnefndu er sem stendur í leyfi. „FÓLK verður auðvitað að geta setið hest en svo leggjum við mikið upp úr því að þetta séu fyndnir og góðir fé- lagar, gjarnan snjallir söngmenn. Há- ir og hvellir tónar eru vinsælir!“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri búrekstrarsviðs Landbún- aðarháskóla Íslands en hann auglýsti nýlega eftir smölum vegna komandi rétta í september. Auglýsti eftir smölum Skólinn er með um 700 hausa og rekur sennilega um 1.000 fjár af fjalli í haust. Safnað er í Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal og greitt tímakaup og leiga fyrir hestinn. „Í skálaleit er farið snemma að morgni 10. september og þeir sem kunna góðar gamansögur geta náð sér á strik um kvöldið. Við sendum líka menn í svokallaða Tunguleit, þá er farið daginn fyrir réttirnar sem eru 12. september. Það er mikil að- sókn og við erum þegar búnir að ráða, þetta eru fimm manns í allt, þ. á m. kennarar og nemendur við LBHÍ. Við auglýstum á vefnum okkar í fyrra og það voru ekki liðnir nema þrír klukkutímar þegar komnir voru bið- listar!“ segir Snorri. „Háir tónar vinsælir“ LBHÍ rekur um 1.000 fjár af fjalli BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á fimmtudag tillögu borg- arráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um að efna til samráðs við forsvarsmenn leigu- bílastöðva og félög leigubifreiða- stjóra, um bætt fyrirkomulag akst- urs um helgar. Ástæða þess er meðal annars um- ræða um ástand leigubílamála í miðbæ Reykjavíkur um helgar, en þar hafa oft á tíðum myndast afar langar raðir, sökum þess hversu fá- ir leigubílar eru til taks. „Skoðað verði hvernig hægt sé að bæta að- stöðu og fyrirkomulag við bið- stöðvar á helstu annatímum um helgar,“ segir m.a. í tillögu meiri- hlutans. Auk þess vill borgarráð einnig fara yfir framtíðarfyrirkomulag leigubílaaksturs í tengslum við byggingu tónlistar- og ráðstefnu- húss við höfnina, sem og aðrar stór- framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni. Samráð við forsvarsmenn leigubílastöðva ÞEIM sem andvígir eru einkavæð- ingu ríkisstofnana eða fyrirtækja í eigu ríkisins hefur fjölgað um átta prósentustig frá árinu 2005 – og eru nú um 39%. Ríflega 41% þjóðarinnar segist hins vegar hlynnt einkavæð- ingu sem er töluvert lægra hlutfall en fyrir tveimur árum, þegar 46% sögðust hlynnt einkavæðingu. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Einnig var spurt út í viðhorf til einkareksturs í skólakerfinu og hef- ur þeim fjölgað mikið sem eru hon- um hlynntir, eða úr 25% í 41%. Þeim sem eru hlynntir einkarekstri í heil- brigðiskerfinu hefur einnig fjölgað og eru nú 31%, miðað við 25% fyrir tveimur árum. Tekjuhæstu hóparnir eru hlynnt- ari einkarekstri en þeir tekjulægstu og samkvæmt Þjóðarpúlsinum er fylgnin á milli nokkuð mikil. Færri með einkavæðingu STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson hefur tekið forystuna á Íslandsmótinu í skák – Skákþingi Íslands eftir sig- ur á Braga Þor- finnssyni í þriðju umferð, sem fram fór í gær- kvöld. Hann er með 2,5 vinn- inga. Lenka Ptácníková sigr- aði Ingvar Þór Jóhannesson en öðrum skákum lauk með jafn- tefli. Stefán Kristjánsson og Þröst- ur Þórhallsson gerðu jafntefli í hörkuskák og eru í 2.-4. sæti með 2 vinninga ásamt Braga. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru efstar og jafnar á Íslandsmóti kvenna með fullt hús stiga. Hannes Hlífar er efstur Hannes Hlífar Stefánsson BJÖRGUNARSVEITIN Ingunn á Laugarvatni var kölluð út á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna jeppabifreiðar sem föst var í Skil- landsá, við bæinn Miðdal í Blá- skógabyggð. Tveir menn voru í bílnum og voru orðnir blautir þeg- ar björgunarsveit bar að. Þeim varð þó ekki meint af og vel gekk að ná bílnum á þurrt. Festu jeppann í Skillandsá YFIRGNÆFANDI meirihluti þjóð- arinnar er ánægður með reykinga- bann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi hinn 1. júní síðastliðinn. Um 79% segjast vera ánægð með bannið. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gall- up. Karlar eru ánægðari með bannið en 83% karla lýstu ánægju með bannið en 75% kvenna. Nálægt helmingur þeirra sem reykja eða 47% segist vera ánægður með reykingabannið, en tæplega 40% eru óánægð. Gallup spurði líka um afstöðu svarenda til lækkunar áfengisgjalds. Mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að lækka áfengisgjald eða 64%. Um 22% eru andvíg því að lækka áfengisgjald. Um 69% karla eru hlynnt lækkun áfengisgjalds en 58% kvenna. Yngri aldurshópar eru hlynntari lækkun gjaldsins en hinir eldri og eftir því sem tekjur fólks hækka því hlynnt- ara er það lækkun. Meirihluti þjóðarinnar telur lík- legt að lækkun áfengisgjalds leiði til aukinnar sölu áfengis. Um 58% töldu það líklegt, en 30% töldu það ólík- legt. Ríkisstjórnin með 80% fylgi Litlar breytingar eru á fylgi við flokkana í könnun Gallup. Sjálfstæð- isflokkurinn dalar þó aðeins frá síð- ustu könnun og fer úr 45% í 42%. Samfylkingin bætir við sig einu pró- sentustigi og mælist með 29% fylgi. VG fer úr 13% fylgi í 16%. Fram- sóknarflokkurinn mælist með tæp- lega 9% fylgi og Frjálslyndi flokk- urinn fær 4%. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 80%. 79% ánægð með reykingabannið Stuðningur við lækkun áfengisgjalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.