Morgunblaðið - 01.09.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HIÐ alþjóðlega World Harmony-Vináttuhlaup hófst við
Höfða í gærmorgun er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri setti það með því að afhenda fyrsta hlaup-
aranum, Stacey Marsh frá Nýja Sjálandi, Vin-
áttukyndilinn. Hlaupið er í öllum heimsálfum og hér á
landi frá 31. ágúst til 3. sept. Hlaupararnir, sem koma
til Íslands, eru á ferð um 49 lönd Evrópu og Norður-
Afríku en tilgangur hlaupsins er ekki að safna fé eða
styðja einhvern pólitískan málstað, heldur að leyfa
hverjum og einum að upplifa hið sammannlega á já-
kvæðan hátt. Boðskapurinn er, að „veröld sátta og
samlyndis hefjist með hverjum og einum“ og geta allir
tekið þátt. Það, sem þarf til, er að halda á Vin-
áttukyndlinum.
Morgunblaðið/Frikki
Vilhjálmur hóf vináttuhlaupið
SJÁLFSMORÐSSPRENGJUMAÐUR gerði árás
á bíl við hliðina á bækistöð alþjóðaherliðsins á Ka-
búlflugvelli í gærmorgun. Nokkrir óbreyttir borg-
arar og friðargæsluliðar særðust og í fréttaskeytum
sagði einnig að tveir afganskir hermenn hefðu fallið
en Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku
friðargæslunnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa feng-
ið staðfest að mannfall hefði orðið. Ellefu Íslend-
ingar, sem voru í stöðinni, sluppu allir ómeiddir.
Enginn gæsluliðanna særðist alvarlega. „Þetta
gerðist í morgun, um hálfátta að staðartíma. Auk
þeirra Íslendinga sem vinna á flugvellinum voru
þarna staddar tvær konur sem vinna sem þróun-
arfulltrúar í Chaghcharan, þær höfðu verið á ráð-
stefnu,“ sagði Anna. „Fólkið var inni í sínum íbúð-
argámum þegar þetta gerðist en vaknaði við
hávaðann. Þau héldu strax fund og hringdu í sitt
fólk og létu okkur vita.
Þetta var mjög nálægt hliðinu sem er á bækistöð
alþjóðaliðsins, þetta var við ytri öryggismörkin og
því nokkuð langt frá. En fólk vaknaði auðvitað við
sprenginguna, nokkrir slösuðust en þó engir alvar-
lega úr alþjóðaliðinu. Ég hef ekki fengið staðfest að
afganskir hermenn hafi fallið.
Yfirleitt er þessum tilræðum beint gegn bílalest-
um alþjóðaherliðsins, þeir keyra upp að þeim og
sprengja sig. Mest hefur verið um þetta á leiðum
sem gæsluliðarnir nota í borginni. Þegar okkar fólk
fer út af vellinum er það auðvitað í samræmi við
reglur, farið er í brynvörðum bílum í lest. En það er
alltaf hætta á svona stöðum.“
Anna segir níu Íslendinga sem starfa á vellinum
annast margvísleg störf sem tengjast rekstri vall-
arins. Er það m.a. umsjón með vélum og tækjum og
eftirlit með verktökum. Einnig hafa þeir umsjón
með gistingu og mannahaldi, einn er í brunaeftirliti
og skipulagi á flutningi bækistöðvarinnar en ætl-
unin er að flytja hana norður fyrir völlinn.
Íslendingarnir sluppu
Enginn af ellefu Íslendingum á Kabúlflugvelli særðist þegar gerð var sjálfsvígs-
árás á bíl við hlið bækistöðvar alþjóðlega friðargæsluliðsins í gærmorgun
Í HNOTSKURN
»Alls eru nú 13 Íslendingar á vegum Ís-lensku friðargæslunnar í Afganistan.
Tveir eru þróunarfulltrúar í borginni
Chaghcharan í vestanverðu landinu, níu
vinna á Kabúl-flugvelli og þrír í að-
alstöðvum alþjóðaherliðsins í Kabúl, einn
hinna síðastnefndu er sem stendur í leyfi.
„FÓLK verður auðvitað að geta setið
hest en svo leggjum við mikið upp úr
því að þetta séu fyndnir og góðir fé-
lagar, gjarnan snjallir söngmenn. Há-
ir og hvellir tónar eru vinsælir!“ segir
Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri búrekstrarsviðs Landbún-
aðarháskóla Íslands en hann auglýsti
nýlega eftir smölum vegna komandi
rétta í september.
Auglýsti eftir smölum
Skólinn er með um 700 hausa og
rekur sennilega um 1.000 fjár af fjalli
í haust. Safnað er í Oddsstaðarétt í
Lundarreykjadal og greitt tímakaup
og leiga fyrir hestinn.
„Í skálaleit er farið snemma að
morgni 10. september og þeir sem
kunna góðar gamansögur geta náð
sér á strik um kvöldið. Við sendum
líka menn í svokallaða Tunguleit, þá
er farið daginn fyrir réttirnar sem
eru 12. september. Það er mikil að-
sókn og við erum þegar búnir að ráða,
þetta eru fimm manns í allt, þ. á m.
kennarar og nemendur við LBHÍ.
Við auglýstum á vefnum okkar í fyrra
og það voru ekki liðnir nema þrír
klukkutímar þegar komnir voru bið-
listar!“ segir Snorri.
„Háir tónar
vinsælir“
LBHÍ rekur um
1.000 fjár af fjalli
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á fimmtudag tillögu borg-
arráðsfulltrúa Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks um að efna til
samráðs við forsvarsmenn leigu-
bílastöðva og félög leigubifreiða-
stjóra, um bætt fyrirkomulag akst-
urs um helgar.
Ástæða þess er meðal annars um-
ræða um ástand leigubílamála í
miðbæ Reykjavíkur um helgar, en
þar hafa oft á tíðum myndast afar
langar raðir, sökum þess hversu fá-
ir leigubílar eru til taks. „Skoðað
verði hvernig hægt sé að bæta að-
stöðu og fyrirkomulag við bið-
stöðvar á helstu annatímum um
helgar,“ segir m.a. í tillögu meiri-
hlutans.
Auk þess vill borgarráð einnig
fara yfir framtíðarfyrirkomulag
leigubílaaksturs í tengslum við
byggingu tónlistar- og ráðstefnu-
húss við höfnina, sem og aðrar stór-
framkvæmdir sem fyrirhugaðar
eru í miðborginni.
Samráð við
forsvarsmenn
leigubílastöðva
ÞEIM sem andvígir eru einkavæð-
ingu ríkisstofnana eða fyrirtækja í
eigu ríkisins hefur fjölgað um átta
prósentustig frá árinu 2005 – og eru
nú um 39%. Ríflega 41% þjóðarinnar
segist hins vegar hlynnt einkavæð-
ingu sem er töluvert lægra hlutfall
en fyrir tveimur árum, þegar 46%
sögðust hlynnt einkavæðingu. Þetta
kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.
Einnig var spurt út í viðhorf til
einkareksturs í skólakerfinu og hef-
ur þeim fjölgað mikið sem eru hon-
um hlynntir, eða úr 25% í 41%. Þeim
sem eru hlynntir einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu hefur einnig fjölgað
og eru nú 31%, miðað við 25% fyrir
tveimur árum.
Tekjuhæstu hóparnir eru hlynnt-
ari einkarekstri en þeir tekjulægstu
og samkvæmt Þjóðarpúlsinum er
fylgnin á milli nokkuð mikil.
Færri með
einkavæðingu
STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar
Stefánsson hefur tekið forystuna á
Íslandsmótinu í skák – Skákþingi
Íslands eftir sig-
ur á Braga Þor-
finnssyni í þriðju
umferð, sem
fram fór í gær-
kvöld. Hann er
með 2,5 vinn-
inga. Lenka
Ptácníková sigr-
aði Ingvar Þór
Jóhannesson en
öðrum skákum
lauk með jafn-
tefli. Stefán Kristjánsson og Þröst-
ur Þórhallsson gerðu jafntefli í
hörkuskák og eru í 2.-4. sæti með 2
vinninga ásamt Braga.
Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir og Harpa Ingólfsdóttir eru
efstar og jafnar á Íslandsmóti
kvenna með fullt hús stiga.
Hannes Hlífar
er efstur
Hannes Hlífar
Stefánsson
BJÖRGUNARSVEITIN Ingunn á
Laugarvatni var kölluð út á sjötta
tímanum síðdegis í gær vegna
jeppabifreiðar sem föst var í Skil-
landsá, við bæinn Miðdal í Blá-
skógabyggð. Tveir menn voru í
bílnum og voru orðnir blautir þeg-
ar björgunarsveit bar að. Þeim
varð þó ekki meint af og vel gekk
að ná bílnum á þurrt.
Festu jeppann
í Skillandsá
YFIRGNÆFANDI meirihluti þjóð-
arinnar er ánægður með reykinga-
bann á kaffihúsum, veitinga- og
skemmtistöðum sem gekk í gildi
hinn 1. júní síðastliðinn. Um 79%
segjast vera ánægð með bannið.
Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gall-
up. Karlar eru ánægðari með bannið
en 83% karla lýstu ánægju með
bannið en 75% kvenna.
Nálægt helmingur þeirra sem
reykja eða 47% segist vera ánægður
með reykingabannið, en tæplega
40% eru óánægð.
Gallup spurði líka um afstöðu
svarenda til lækkunar áfengisgjalds.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er
hlynntur því að lækka áfengisgjald
eða 64%. Um 22% eru andvíg því að
lækka áfengisgjald.
Um 69% karla eru hlynnt lækkun
áfengisgjalds en 58% kvenna. Yngri
aldurshópar eru hlynntari lækkun
gjaldsins en hinir eldri og eftir því
sem tekjur fólks hækka því hlynnt-
ara er það lækkun.
Meirihluti þjóðarinnar telur lík-
legt að lækkun áfengisgjalds leiði til
aukinnar sölu áfengis. Um 58% töldu
það líklegt, en 30% töldu það ólík-
legt.
Ríkisstjórnin með 80% fylgi
Litlar breytingar eru á fylgi við
flokkana í könnun Gallup. Sjálfstæð-
isflokkurinn dalar þó aðeins frá síð-
ustu könnun og fer úr 45% í 42%.
Samfylkingin bætir við sig einu pró-
sentustigi og mælist með 29% fylgi.
VG fer úr 13% fylgi í 16%. Fram-
sóknarflokkurinn mælist með tæp-
lega 9% fylgi og Frjálslyndi flokk-
urinn fær 4%. Stuðningur við
ríkisstjórnina mælist 80%.
79% ánægð með
reykingabannið
Stuðningur við lækkun áfengisgjalds