Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX hélt áfram að hækka í gær og nam hækkunin 1,18%. Stendur vísitalan nú í 8.294,08 stigum. Bréf Kaup- þings banka hækkuðu um 1,66%, bréf Icelandair Group hækkuðu um 1,49% og Landsbanka um 1,22%. Krónan veiktist um 0,43% í dag samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan stóð í 117,10 stig- um þegar viðskipti hófust í dag, en var kominn í 117,60 stig þegar við- skiptum lauk. Veltan á milli- bankamarkaði nam 20,2 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 63,65 krónur og evru 86,8 krónur. Áframhaldandi hækk- anir í Kauphöllinni ● Á MÁNUDAGINN skýrist hvort hluthafar í Keops taka yfirtöku- tilboði Stoða en flest- ir ganga að því sem gefnu að tilboðinu verði tekið. Bæði Fons Eignahalds- félag, sem fyrr á árinu keypti 32% hlut Ole Vagner í Keops, og Baugur Group sem á liðlega 30% hlut, hafa þegar tilkynnt að þau muni ganga að tilboðinu sem er háð því að eigendur 90% hlutfjár samþykki það. Það sem eftir stendur er í eigu smærri hlut- hafa en um miðjan júlí var greint frá því að Glitnir hefði keypt 6,4% hlut í Keops. Skarphéðinn berg Stein- arsson, forstjóri Stoða, segir við Bør- sen að hann hafi aðeins fengið já- kvæð viðbrögð frá stærri og engin neikvæð frá minni hluthöfum. Styttist í að Keops renni inn í Stoðir Metafkoma SPK ● HAGNAÐUR Sparisjóðs Kópavogs fyrir skatta á fyrri helmingi ársins var 983 milljónir á móti 106 milljónum á sama tímabili í fyrra og er þetta lang- besta afkoma í sögu SPK og langt umfram áætlanir. Arðsemi eiginfjár var 121,5% á ársgrundvelli og eig- infjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 14,9%. Langmest munar um að hreinar tekjur af fjáreignum og fjár- skuldum skiluðu SPK 1,1 milljarði á móti 130,5 milljónum á sama tíma- bili í fyrra, þar af var liðlega einn millj- arður hækkun á gangvirði hluta- bréfa í eigu SPK en var 132 milljónir fyrstu sex mánuðina í fyrra. Vaxtatekjur SPK námu 1,15 millj- örðum og drógust saman um 3,8% en vaxtagjöld jukust um 4,8% í rúm- an milljarð. Hreinar vaxtatekjur voru því 113 milljónir á móti 206 í fyrra. ● MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s efndi til símafundar með fjárfestum í vik- unni þar sem rætt var um ástandið á fjármálamörkuðum heims og áhrif þess á helstu banka og fjárfestinga- félög. Niðurstaða fundarins var m.a. sú að sérfræðingar Moody’s telja litl- ar sem engar líkur á að þessi órói komi til með að hafa neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunnir bankanna. Einnig kom fram að álagspróf, sem Moody’s hefði framkvæmt, hefði ekki áhrif til lækkunar á ein- kunnir fimm stærstu fjárfestinga- banka Bandaríkjanna. Fjárhags- staða þessara banka væri það sterk að þeir gætu staðið af sér stórsjó- inn. Þá kom fram að óróinn væri við- ráðanlegur fyrir helstu banka sem tekið hefðu að sér fjármögnun á skuldsettum yfirtökum. Hins vegar gæti dregið úr samrunum og yfirtök- um á alþjóðlegum bankamarkaði. Óróinn lækkar ekki einkunnir Moody’s Reuters BEN BERNANKE, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, sagði á fundi á vegum bankans í gær að Seðlabank- inn mundi bregðast við eins og þörf væri á til þess að koma í veg fyrir að lausafjárkreppan hefði áhrif á bandarískt efnahagslíf. Það vakti athygli þeirra sem hlýddu á Bernanke að hann til- greindi ekki hvert yrði næsta skref Seðlabankans en hann tók sérstak- lega fram að stjórnvöld fylgdust náið með ástandi mála. En þrátt fyrir að hafa lofað við- brögðum Seðlabankans gerði Bern- anke allt til þess að minnka vænt- ingar fjárfesta. Sagði hann að það væri ekki á ábyrgð Seðlabankans né viðeigandi að bankinn verði lánveit- endur og fjárfesta fyrir afleiðingum fjárfestinga sinna. Hagkerfið standi af sér rótið George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, segir að það muni taka tíma að ná jafnvægi á fjármálamörk- uðum á ný. Þetta kom fram í máli forsetans er hann kynnti tillögur um hvernig rík- ið gæti hjálpað húseigendum, sem hefðu tekið áhættusöm húsnæðislán, að komast hjá því að lenda í greiðslu- þroti. Bush tók það skýrt fram í ræðu sinni að hann væri sannfærður um að bandarískt hagkerfi gæti staðið af sér allt það umrót sem nú ríkti á fjár- málamarkaði. Segist munu bregð- ast við eftir þörfum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Finnur Ingólfsson hefur selt hlut sinn í Icelandair Group og hættir í stjórn félagsins en hann hefur verið stjórnarformaður félagsins und- anfarin misseri. Ekki er enn vitað hver tekur við af Finni sem stjórn- arformaður en búist er við að boð- aður verði hluthafafundur innan nokkurra vikna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins átti Finnur sjálfur 7,9% hlut í Icelandair í gegnum Langflug ehf. Í gegnum skiptasamning við Langflug fékk FS7, eignarhalds- félag í eigu Finns, þessi bréf í Ice- landair gegn bréfum í Langflugi. Auk þeirra keypti FS7 hluti nokk- urra annarra hluthafa í Icelandair, þeirra á meðal AB 57 ehf. og Grind- víkings ehf. og eftir það var nam hlutafjáreign FS7 í Icelandair 15,5% af heildarhlutafé Icelandair. Hagstætt verð fyrir hlutinn Hvað kaupendur varðar þá munar mest um Fjárfestingarfélagið Mátt ehf. sem keypti 11,11% í Icelandair af FS7. Meðal stjórnarmanna í Mætti eru Einar Sveinsson og Gunnlaugur M. Sigmundsson sem jafnframt eru báðir í stjórn Ice- landair. Afgangurinn af bréfum FS7 mun svo hafa verið seldur til félaga í eigu Steinunnar Jónsdóttur og Finns Stefánssonar. Segist Finnur hafa fengið mjög hagstætt verð fyrir hlutinn og ákveðið að selja og snúa sér að öðr- um verkefnum. Meðalgengi við- skiptanna var 31,5 og samkvæmt því nema viðskiptin 4,9 milljörðum króna. Segist Finnur í samtali við Morg- unblaðið vera að skoða nokkur áhugaverð fjárfestingartækifæri, en ekki sé tímabært að greina nán- ar frá þeim. Gott tækifæri Eins og áður segir eignaðist Fjár- festingarfélagið Máttur 11,11% í Icelandair og nemur heildarhluta- fjáreign Máttar því 23,11%. Hlutur Langflugs hefur hins vegar minnk- að úr 32% í 23,77% í kjölfarið á áð- urnefndri sölu bréfa til FS7. Einar Sveinsson segir í samtali við Morgunblaðið að þungamiðjan í hluthafahópi Icelandair hafi með kaupunum færst til. Mætti ehf. hafi þarna boðist gott tækifæri til að auka hlut sinn í félaginu og gripið það. Aðstandendur Máttar treysti sér til að leiða félagið til frekari vaxtar í framtíðinni, enda sé Ice- landair traust félag og góð fjárfest- ing. Selur allan hlut sinn í Ice- landair fyrir 4,9 milljarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fundur Finnur Ingólfsson ásamt Sigurði Helgasyni, fv. forstjóra Flugleiða, og Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair á aðalfundi félagsins í vor. Finnur Ingólfsson hverfur úr hópi fjárfesta í Icelandair. Hlutur Máttar ehf. í félaginu nær tvöfaldast við kaupin töluvert hærri í Noregi en á Íslandi. Með aðild Kaupþings að norska inn- stæðutryggingasjóðnum felst að sjóðurinn myndi þá greiða mismun- inn á milli norsku og íslensku inn- stæðutryggingarinnar ef til þess kæmi, segir í tilkynningu Fjármála- eftirlitsins. Forstjórar þessara eftirlitsstofn- ana, þeir Jónas Fr. Jónsson og Björn Skogstad Aamo, undirrituðu samn- inginn í Ósló á fimmtudag, en þar fór fram árlegur forstjórafundur norrænna fjármálaeftirlita. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) og systurstofnun þess í Noregi, Kredit- tilsynet, hafa undirritað samstarfs- samning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi, en bankinn hef- ur sótt um aðild að innstæðutrygg- ingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond). Það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innstæðutrygg- ingar og viðskiptavinir norskra inn- lánastofnana. Samningurinn kemur til vegna þess að vernd innstæðueigenda er FME semur við norska eftirlitið Samið Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, og Björn Skogstad Aamo, for- stjóri Kredittilsynet, undirrita samstarfssamninginn. & '   (&    ')*+,-.  / 0&#$$                                  !"#      $ %         & "   '  ( )*+*   ,#-   .     !"  /01  "      #"   "2## 23      4- !"# "    &#  56 #+   ,-  ) )   7   )    #  $ % & 8# -         )+  ' " ( ) *"                                                                      7 )   , )9 : $ ' ;1<=>;1= 0<??<;01 ;@<A0@11/ <@;><0>=/ A<?0?@A=? ;<0@??/ A;;<<>>A ;0A/@;<?<@ ;<0/1;A?/> ( /@<0??><> /A;<;>> <=;?A>1? 1=>1>>> ( ( 0<>?<=1 ;1=A/0< ( ;</0;<A ( <></1;=1 ( =?@1>>> ( /0A=0>>> ( ( ?B// 00B=> //B01 ;0B>> ;AB/1 =<B<> ;@B<> <<1@B>> =<B=1 ( ;>B/1 0B<1 <>=B1> ;B00 ( 1BA0 <>@1B>> 0A=B>> <B1/ ;;/B>> 1B?> ?;BA> ;<B1> /?B1> ( />@>B>> ( ( ?B=> 00B?> //BA> ;0B/> ;AB=1 =<B;> ;@B;> <<0;B>> =<BA> ( ;>B=1 0B;> <>0B>> ;B0? ( 1B?= <>A>B>> 0?>B>> <B11 ;;AB>> 1B?A ?/B/> ;<B?> =>B<> ( /<>=B>> <>BA> 0B0> +   ) 0 <@ =< ;1 1/ 1 @ A> <>/ ( /@ 1 <> = ( ( <> / ( << ( = ( < ( = ( ( C#   )#) /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ <@A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ ;>@;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ ;;A;>>@ /<A;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ ;;A;>>@ /<A;>>@ <A@;>>@ ;>0;>>@ D&E D&E     F F D&E .E     F F CGH# 5       F F ,' C       F F D&E/<1 D&E#=>      F F HAGNAÐUR Eglu nam 23 milljörð- um króna en fyrir sama tímabil í fyrra var tap félagsins 899 milljónir króna. Gangvirðisbreyting hlutabréfa var jákvæð um 22,5 milljarða króna í samanburði við neikvæða gangvirð- isbreytingu hlutabréfa á fyrri hluta ársins 2006 upp á 431 milljónkróna. Bókfærðar heildareignir Eglu í júlílok námu 134,4 milljörðum króna og eigið fé nam 75,7 milljörðum. Hef- ur eigið fé félagsins vaxið um 23 milljarða króna frá áramótum, eða sem nemur hagnaði félagsins á sama tímabili. Mikill hagn- aður Eglu HAGNAÐUR af rekstri SPRON samstæðunnar eftir skatta var 10.129 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 286% frá sama tímabili árið 2006. Hreinar rekstrartekjur námu 14.974 milljón- um króna sem er 192% aukning frá sama tímabili árið 2006. Vaxtamunur sparisjóðsins er 1,1%. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segir í tilkynningu að þetta sé besta afkoma SPRON á einum árs- helmingi til þessa. Jukust innlán um 17,7% en útlán jukust um tæp 8% á tímabilinu. Guðmundur segir að stofnfjáreigendur hafi samþykkt á tímabilinu að breyta SPRON í hluta- félag og hafi verið leitað eftir sam- þykki Fjármálaeftirlitsins í kjölfarið. Gangi það eftir verði óskað eftir skráningu í kauphöll. Þá séu rekstr- arhorfur félaga í samstæðu SPRON á árinu jákvæðar og allar forsendur til þess að rekstur SPRON haldi áfram að dafna. Hagnaður SPRON eykst ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.