Morgunblaðið - 01.09.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.09.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar OMX hélt áfram að hækka í gær og nam hækkunin 1,18%. Stendur vísitalan nú í 8.294,08 stigum. Bréf Kaup- þings banka hækkuðu um 1,66%, bréf Icelandair Group hækkuðu um 1,49% og Landsbanka um 1,22%. Krónan veiktist um 0,43% í dag samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan stóð í 117,10 stig- um þegar viðskipti hófust í dag, en var kominn í 117,60 stig þegar við- skiptum lauk. Veltan á milli- bankamarkaði nam 20,2 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 63,65 krónur og evru 86,8 krónur. Áframhaldandi hækk- anir í Kauphöllinni ● Á MÁNUDAGINN skýrist hvort hluthafar í Keops taka yfirtöku- tilboði Stoða en flest- ir ganga að því sem gefnu að tilboðinu verði tekið. Bæði Fons Eignahalds- félag, sem fyrr á árinu keypti 32% hlut Ole Vagner í Keops, og Baugur Group sem á liðlega 30% hlut, hafa þegar tilkynnt að þau muni ganga að tilboðinu sem er háð því að eigendur 90% hlutfjár samþykki það. Það sem eftir stendur er í eigu smærri hlut- hafa en um miðjan júlí var greint frá því að Glitnir hefði keypt 6,4% hlut í Keops. Skarphéðinn berg Stein- arsson, forstjóri Stoða, segir við Bør- sen að hann hafi aðeins fengið já- kvæð viðbrögð frá stærri og engin neikvæð frá minni hluthöfum. Styttist í að Keops renni inn í Stoðir Metafkoma SPK ● HAGNAÐUR Sparisjóðs Kópavogs fyrir skatta á fyrri helmingi ársins var 983 milljónir á móti 106 milljónum á sama tímabili í fyrra og er þetta lang- besta afkoma í sögu SPK og langt umfram áætlanir. Arðsemi eiginfjár var 121,5% á ársgrundvelli og eig- infjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum var 14,9%. Langmest munar um að hreinar tekjur af fjáreignum og fjár- skuldum skiluðu SPK 1,1 milljarði á móti 130,5 milljónum á sama tíma- bili í fyrra, þar af var liðlega einn millj- arður hækkun á gangvirði hluta- bréfa í eigu SPK en var 132 milljónir fyrstu sex mánuðina í fyrra. Vaxtatekjur SPK námu 1,15 millj- örðum og drógust saman um 3,8% en vaxtagjöld jukust um 4,8% í rúm- an milljarð. Hreinar vaxtatekjur voru því 113 milljónir á móti 206 í fyrra. ● MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s efndi til símafundar með fjárfestum í vik- unni þar sem rætt var um ástandið á fjármálamörkuðum heims og áhrif þess á helstu banka og fjárfestinga- félög. Niðurstaða fundarins var m.a. sú að sérfræðingar Moody’s telja litl- ar sem engar líkur á að þessi órói komi til með að hafa neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunnir bankanna. Einnig kom fram að álagspróf, sem Moody’s hefði framkvæmt, hefði ekki áhrif til lækkunar á ein- kunnir fimm stærstu fjárfestinga- banka Bandaríkjanna. Fjárhags- staða þessara banka væri það sterk að þeir gætu staðið af sér stórsjó- inn. Þá kom fram að óróinn væri við- ráðanlegur fyrir helstu banka sem tekið hefðu að sér fjármögnun á skuldsettum yfirtökum. Hins vegar gæti dregið úr samrunum og yfirtök- um á alþjóðlegum bankamarkaði. Óróinn lækkar ekki einkunnir Moody’s Reuters BEN BERNANKE, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, sagði á fundi á vegum bankans í gær að Seðlabank- inn mundi bregðast við eins og þörf væri á til þess að koma í veg fyrir að lausafjárkreppan hefði áhrif á bandarískt efnahagslíf. Það vakti athygli þeirra sem hlýddu á Bernanke að hann til- greindi ekki hvert yrði næsta skref Seðlabankans en hann tók sérstak- lega fram að stjórnvöld fylgdust náið með ástandi mála. En þrátt fyrir að hafa lofað við- brögðum Seðlabankans gerði Bern- anke allt til þess að minnka vænt- ingar fjárfesta. Sagði hann að það væri ekki á ábyrgð Seðlabankans né viðeigandi að bankinn verði lánveit- endur og fjárfesta fyrir afleiðingum fjárfestinga sinna. Hagkerfið standi af sér rótið George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, segir að það muni taka tíma að ná jafnvægi á fjármálamörk- uðum á ný. Þetta kom fram í máli forsetans er hann kynnti tillögur um hvernig rík- ið gæti hjálpað húseigendum, sem hefðu tekið áhættusöm húsnæðislán, að komast hjá því að lenda í greiðslu- þroti. Bush tók það skýrt fram í ræðu sinni að hann væri sannfærður um að bandarískt hagkerfi gæti staðið af sér allt það umrót sem nú ríkti á fjár- málamarkaði. Segist munu bregð- ast við eftir þörfum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Finnur Ingólfsson hefur selt hlut sinn í Icelandair Group og hættir í stjórn félagsins en hann hefur verið stjórnarformaður félagsins und- anfarin misseri. Ekki er enn vitað hver tekur við af Finni sem stjórn- arformaður en búist er við að boð- aður verði hluthafafundur innan nokkurra vikna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins átti Finnur sjálfur 7,9% hlut í Icelandair í gegnum Langflug ehf. Í gegnum skiptasamning við Langflug fékk FS7, eignarhalds- félag í eigu Finns, þessi bréf í Ice- landair gegn bréfum í Langflugi. Auk þeirra keypti FS7 hluti nokk- urra annarra hluthafa í Icelandair, þeirra á meðal AB 57 ehf. og Grind- víkings ehf. og eftir það var nam hlutafjáreign FS7 í Icelandair 15,5% af heildarhlutafé Icelandair. Hagstætt verð fyrir hlutinn Hvað kaupendur varðar þá munar mest um Fjárfestingarfélagið Mátt ehf. sem keypti 11,11% í Icelandair af FS7. Meðal stjórnarmanna í Mætti eru Einar Sveinsson og Gunnlaugur M. Sigmundsson sem jafnframt eru báðir í stjórn Ice- landair. Afgangurinn af bréfum FS7 mun svo hafa verið seldur til félaga í eigu Steinunnar Jónsdóttur og Finns Stefánssonar. Segist Finnur hafa fengið mjög hagstætt verð fyrir hlutinn og ákveðið að selja og snúa sér að öðr- um verkefnum. Meðalgengi við- skiptanna var 31,5 og samkvæmt því nema viðskiptin 4,9 milljörðum króna. Segist Finnur í samtali við Morg- unblaðið vera að skoða nokkur áhugaverð fjárfestingartækifæri, en ekki sé tímabært að greina nán- ar frá þeim. Gott tækifæri Eins og áður segir eignaðist Fjár- festingarfélagið Máttur 11,11% í Icelandair og nemur heildarhluta- fjáreign Máttar því 23,11%. Hlutur Langflugs hefur hins vegar minnk- að úr 32% í 23,77% í kjölfarið á áð- urnefndri sölu bréfa til FS7. Einar Sveinsson segir í samtali við Morgunblaðið að þungamiðjan í hluthafahópi Icelandair hafi með kaupunum færst til. Mætti ehf. hafi þarna boðist gott tækifæri til að auka hlut sinn í félaginu og gripið það. Aðstandendur Máttar treysti sér til að leiða félagið til frekari vaxtar í framtíðinni, enda sé Ice- landair traust félag og góð fjárfest- ing. Selur allan hlut sinn í Ice- landair fyrir 4,9 milljarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fundur Finnur Ingólfsson ásamt Sigurði Helgasyni, fv. forstjóra Flugleiða, og Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair á aðalfundi félagsins í vor. Finnur Ingólfsson hverfur úr hópi fjárfesta í Icelandair. Hlutur Máttar ehf. í félaginu nær tvöfaldast við kaupin töluvert hærri í Noregi en á Íslandi. Með aðild Kaupþings að norska inn- stæðutryggingasjóðnum felst að sjóðurinn myndi þá greiða mismun- inn á milli norsku og íslensku inn- stæðutryggingarinnar ef til þess kæmi, segir í tilkynningu Fjármála- eftirlitsins. Forstjórar þessara eftirlitsstofn- ana, þeir Jónas Fr. Jónsson og Björn Skogstad Aamo, undirrituðu samn- inginn í Ósló á fimmtudag, en þar fór fram árlegur forstjórafundur norrænna fjármálaeftirlita. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) og systurstofnun þess í Noregi, Kredit- tilsynet, hafa undirritað samstarfs- samning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi, en bankinn hef- ur sótt um aðild að innstæðutrygg- ingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond). Það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innstæðutrygg- ingar og viðskiptavinir norskra inn- lánastofnana. Samningurinn kemur til vegna þess að vernd innstæðueigenda er FME semur við norska eftirlitið Samið Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, og Björn Skogstad Aamo, for- stjóri Kredittilsynet, undirrita samstarfssamninginn. & '   (&    ')*+,-.  / 0&#$$                                  !"#      $ %         & "   '  ( )*+*   ,#-   .     !"  /01  "      #"   "2## 23      4- !"# "    &#  56 #+   ,-  ) )   7   )    #  $ % & 8# -         )+  ' " ( ) *"                                                                      7 )   , )9 : $ ' ;1<=>;1= 0<??<;01 ;@<A0@11/ <@;><0>=/ A<?0?@A=? ;<0@??/ A;;<<>>A ;0A/@;<?<@ ;<0/1;A?/> ( /@<0??><> /A;<;>> <=;?A>1? 1=>1>>> ( ( 0<>?<=1 ;1=A/0< ( ;</0;<A ( <></1;=1 ( =?@1>>> ( /0A=0>>> ( ( ?B// 00B=> //B01 ;0B>> ;AB/1 =<B<> ;@B<> <<1@B>> =<B=1 ( ;>B/1 0B<1 <>=B1> ;B00 ( 1BA0 <>@1B>> 0A=B>> <B1/ ;;/B>> 1B?> ?;BA> ;<B1> /?B1> ( />@>B>> ( ( ?B=> 00B?> //BA> ;0B/> ;AB=1 =<B;> ;@B;> <<0;B>> =<BA> ( ;>B=1 0B;> <>0B>> ;B0? ( 1B?= <>A>B>> 0?>B>> <B11 ;;AB>> 1B?A ?/B/> ;<B?> =>B<> ( /<>=B>> <>BA> 0B0> +   ) 0 <@ =< ;1 1/ 1 @ A> <>/ ( /@ 1 <> = ( ( <> / ( << ( = ( < ( = ( ( C#   )#) /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ <@A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ ;>@;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ /<A;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ ;;A;>>@ /<A;>>@ />A;>>@ /<A;>>@ ;;A;>>@ /<A;>>@ <A@;>>@ ;>0;>>@ D&E D&E     F F D&E .E     F F CGH# 5       F F ,' C       F F D&E/<1 D&E#=>      F F HAGNAÐUR Eglu nam 23 milljörð- um króna en fyrir sama tímabil í fyrra var tap félagsins 899 milljónir króna. Gangvirðisbreyting hlutabréfa var jákvæð um 22,5 milljarða króna í samanburði við neikvæða gangvirð- isbreytingu hlutabréfa á fyrri hluta ársins 2006 upp á 431 milljónkróna. Bókfærðar heildareignir Eglu í júlílok námu 134,4 milljörðum króna og eigið fé nam 75,7 milljörðum. Hef- ur eigið fé félagsins vaxið um 23 milljarða króna frá áramótum, eða sem nemur hagnaði félagsins á sama tímabili. Mikill hagn- aður Eglu HAGNAÐUR af rekstri SPRON samstæðunnar eftir skatta var 10.129 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 286% frá sama tímabili árið 2006. Hreinar rekstrartekjur námu 14.974 milljón- um króna sem er 192% aukning frá sama tímabili árið 2006. Vaxtamunur sparisjóðsins er 1,1%. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri segir í tilkynningu að þetta sé besta afkoma SPRON á einum árs- helmingi til þessa. Jukust innlán um 17,7% en útlán jukust um tæp 8% á tímabilinu. Guðmundur segir að stofnfjáreigendur hafi samþykkt á tímabilinu að breyta SPRON í hluta- félag og hafi verið leitað eftir sam- þykki Fjármálaeftirlitsins í kjölfarið. Gangi það eftir verði óskað eftir skráningu í kauphöll. Þá séu rekstr- arhorfur félaga í samstæðu SPRON á árinu jákvæðar og allar forsendur til þess að rekstur SPRON haldi áfram að dafna. Hagnaður SPRON eykst ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.