Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á Cye íbúðarhótelinu í Salou eða
Aqua & Golden hótelíbúðunum á Pineda ströndinni við Salou. Á báðum
íbúðarhótelunum eru nýlegar, loftkældar íbúðir með góðum aðbúnaði fyrir
gesti. Strönd, sól og skemmtun á frábæru verði.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Salou
í september
Frá kr. 34.995
Sértilboð - frábær gisting
Verð kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð í viku á Cye eða Aqua & Golden.
Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 7., 14.
eða 21. september.
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð í viku
á Cye eða Aqua & Golden.
Aukavika kr. 14.000 á mann. Brottför 7., 14.
eða 21. september.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
GREIÐSLUKORTAVELTA ein-
staklinga innanlands jókst um tæp-
lega 15% að raungildi á tímabilinu
maí til júlí frá sama tíma árið áður.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá
greiningardeild Kaupþings banka,
segir að skýringin á þessari miklu
kaupgleði landsmanna sé aukin
bjartsýni og hækkun launa samhliða
skattalækkun. Hann segist vonast
eftir að það dragi úr eyðslu fólks í
kjölfar lækkunar á gengi krónunnar.
Hins vegar muni verðbólga aukast á
haustmánuðum.
Tölur Seðlabankans sýna að
einkaneysla hefur aukist mikið á öðr-
um ársfjórðungi ársins. Árshækkun
dagvöruveltu var rúmlega 13% í júní
og júlí. Bílasala hefur verið að aukast
í sumar eftir samdrátt í vetur og
voru um 100 fleiri bílar nýskráðir í
júlí en í sama mánuði í fyrra.
Ásgeir bendir á að væntingavísi-
tala hafi verið að hækka og greini-
legt að mikil bjartsýnin einkenni
landsmenn. Laun hafi verið að
hækka og skattar hafi lækkað fyrr á
þessu ári. Hann sagði að á skömmum
tíma hefði kaupmáttur fólks hækkað
um 5%. Hagtölur sýni að einka-
neysla hafi tekið verulega við sér í
sumar. Gengi krónunnar lækkaði
hratt í ágúst, en gengið hafði hækk-
að mikið á fyrri helmingi ársins. Ás-
geir segist vonast eftir því að þessar
hræringar á mörkuðum slái aðeins á
bjartsýni fólks. „Við viljum ekki hafa
fólk of bjartsýnt núna af því að bjart-
sýnin er svo tengd kaupgleðinni.“
Aukin verðbólga í haust
Greining Kaupþings sagði í hálf-
fimm fréttum á föstudaginn að þegar
svo snögg og áberandi gengislækkun
ætti sér stað leiddi það iðulega til
verðhækkunarskriðu hérlendis, þeg-
ar bæði birgjar og verslanir veltu
ýmsum kostnaðarhækkunum út í
verðlagið. Á móti kæmi að horfur á
fasteignamarkaði hefðu versnað. Af
þeim sökum teldi greiningardeildin
að verðbólguhorfur hefðu versnað til
skamms tíma en eilítið batnað þegar
litið er lengra fram á veginn. Tólf
mánaða verðbólga mælist nú 3,4%.
Greiðslukortavelta jókst
um tæplega 15% í sumar
Hagtölur sýna að
einkaneysla jókst
mikið í sumar
Morgunblaðið/Frikki
Kaupgleði Það eru margir sem hafa keypt sér mótorhjól á síðustu mán-
uðum. Hagfræðingar hvetja landsmenn til aðhaldssemi í útgjöldum.
AÐSTAÐA til að stunda íþróttir og njóta menningar í
Kópavogi batnaði til mikilla muna um helgina þegar ný
og glæsileg íþrótta- og tónleikahöll við Vallakór í Vatns-
endahverfi var tekin í notkun. Húsið er yfir 14 þúsund
fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir 2.000 áhorf-
endum í sæti. Það voru Ómar Stefánsson, formaður bæj-
arráðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri sem
klipptu á borða og opnuðu húsið þar með formlega fyrir
almenning. Með þessu húsi er hafin uppbygging heilsu-,
íþrótta- og fræðaseturs í Kópavogi í samræmi við samn-
ing bæjarins við Knattspyrnuakademíuna.
Nýtt íþróttahús við Vallakór í notkun
Morgunblaðið/Sverrir
BJÖRN Bjarna-
son dóms- og
kirkjumálaráð-
herra segir frá
því á heimasíðu
sinni að tilraun
með sérstakt ör-
yggishlið fyrir
farþega á Saga-
class og farþega
sem borga auka-
gjald hjá Iceland Express hafi leitt
í ljós að hliðið sé ónauðsynlegt.
Verkefnið stóð yfir frá því í júlí og
út ágústmánuð, en það var fram-
kvæmt af Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, Flugmálastjórn á Keflavík-
urflugvelli og lögreglunni á
Suðurnesjum. Að sögn Jóhanns R.
Benediktssonar lögreglustjóra
verður í dag fundað um hvort verk-
efninu skuli haldið áfram en notkun
á hliðinu var að sögn mun minni en
búist hafði verið við.
Óþarft ör-
yggishlið
Minni notkun en
menn bjuggust við
Björn Bjarnason
KAREN Axelsdóttir hlaut brons-
verðlaun í flokki áhugamanna á
heimsmeistaramótinu í þríþraut í
Hamborg í Þýskalandi í gær. Karen
keppir í aldursflokki 30-35 ára og
náði betri tíma en heimsmeistarinn
í aldursflokknum bæði fyrir ofan og
neðan. Keppendur synda fyrst 750
metra í stöðuvatni, bregða sér svo á
hjólhest og leggja að baki 22 kíló-
metra á honum. Að því loknu er
hlaupin 5 kílómetra leið, en Karen
lauk keppni á einni klukkustund og
sextán mínútum.
Karen segir erfitt að bera saman
mismunandi brautir, enda þurfi að
hlaupa mislangt á milli keppn-
isstöðva hverju sinni. „Ég er í raun-
inni hálfslök í sundinu, en hins veg-
ar mjög góður hjólreiðamaður og
ágætur hlaupari, þannig að það
bjargaði mér í dag að vegalengdir á
milli stöðva voru langar,“ segir
hún, en á hjólreiðakaflanum seig
hún fram úr tugum keppenda sem
höfðu stungið hana af á sundinu.
Aðspurð segir Karen það vanda-
samt að samræma æfingarnar námi
og fjölskyldulífi. „Maður er ósjald-
an að rífa sig upp klukkan sex á
morgnana til að fara út í alls kyns
veðrum og berjast á hjólinu í þrjá
tíma. Ég datt eiginlega bara inn í
þetta, hef lengi haft mikinn áhuga á
hjólreiðum og svo kom hitt bara
einhvern veginn í kjölfarið.
„Það væri frábært að fá fleiri Ís-
lendinga og sérstaklega konur í
þetta, en það er erfitt að stunda
þetta á Íslandi þótt landslagið og
vegirnir séu frábærir þar. Veðrið
setur strik í reikninginn,“ segir
Karen að lokum.
Brons í þríþraut á
heimsmeistaramóti
Í HNOTSKURN
»Karen keppir í flokkiáhugamanna. Hún býr í
Lundúnum og lýkur bráðlega
meistaragráðu í mannauðs-
stjórnun.
»Karen á einnig tvö börn,fjögurra og sex ára, með
eiginmanni sínum sem starfar
hjá Kaupþingi í Lundúnum.
Hún keppti fyrir Bretland því
ekki var til skráð íslenskt sam-
band til að keppa fyrir.
Ljósmynd/Tryggvi Pálsson
Erfitt Í þríþrautinni er fyrst synt í
sjó eða vatni, svo hjólað og hlaupið.
„HINGAÐ hafa
komið allnokkrir
ferðamenn í vik-
unni. Þeim
finnst það mjög
sérstakt að það
sé einn maður í
flestum hlut-
verkum hér. Það
er sem sagt ég,“
segir Þorleifur
Hjalti Al-
freðsson, nítján ára Grímseyingur
sem gengur í flest störf í eynni
ásamt Fríði Gunnarsdóttur,
sautján ára, á meðan flestir full-
orðnir eyjarskeggjar eru í fríi á
Spáni. Þrettán fullorðnir Íslend-
ingar eru þar einnig, auk sex
pólskra manna sem eru þar við
vinnu. „Þetta gengur ljómandi vel.
Ég segi ekki að það sé mikil
stemning hérna, en það er ótrú-
lega góðmennt. Við höfum eftirlit
með hlutunum og ég fer inn í flest
húsin hér annan eða þriðja hvern
dag til að athuga kyndinguna,“
segir Þorleifur sem nú er slökkvi-
liðsmaður, rafveitustjóri, hús-
vörður og búðarstjóri, svo til allt
nema sveitarstjóri. Grímseyingar
snúa aftur til síns heima á
fimmtudag, en að sögn Þorleifs
hafa þeir skemmt sér vel í sólinni
á Spáni til þessa.
Sami maður
alls staðar
í Grímsey
Þorleifur Hjalti
Alfreðsson
Sinnir ellefu störfum,
aðrir eru í fríi
BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra heimsótti starfsstöðv-
ar lögreglunnar á Suðurnesjum í síð-
ustu viku. Í tilkynningu vegna
heimsóknarinnar á vefsíðu ráðuneyt-
isins segir að Björn vilji gera átak í
húsnæðismálum embættisins í sam-
vinnu við fjármálaráðuneytið.
Starfsstöðvarnar eru dreifðar og
hafa meðal annars verið hýstar í
gámum til bráðabirgða um alllangt
skeið. Í sama húsnæði vilji ráð-
herrann aðstöðu fyrir hælisleitendur
og örugga aðstöðu fyrir framleiðslu
á vegabréfum og öðrum opinberum
skírteinum. Þá þurfi áfram að tengja
tekjustreymi til lögreglunnar á Suð-
urnesjum við umsvif á Keflavíkur-
flugvelli. Hinn öri vöxtur megi ekki
verða til þess að slakni á landamæra-
eða tolleftirliti, eins og segir í til-
kynningunni.
Lögreglan
fái húsnæði
♦♦♦