Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 13

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 13 VESTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ELÍN Hansen frá Bandaríkjunum stundar rannsóknir á skrifstofu Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka, en hún hefur verið að afla sér upplýsinga um rætur sínar á Eyrarbakka. Hún segir að byggðasafn Árnesinga sé heill fjársjóð- ur greina og bóka fyrir sig og hún sé að kynna sér þetta efni með aðstoð Lýðs Pálssonar safn- stjóra. „Nú er ég að fara yfir ljósmyndir og skanna þær,“ segir hún og flettir albúmi Agnesar Lund, danskrar myndlistarkonu, sem var í Húsinu í nokkur sumur í upphafi 20. aldar. Langafinn prestur vestra Hans Baagöe Thorgrímsen, langafi Elínar, fæddist í Húsinu á Eyrarbakka 21. ágúst 1853 og féll frá í Grand Forks í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum 7. febrúar 1942. Foreldrar hans voru kaupmaðurinn Guðmundur og Sylvía Thorgrímsen á Eyrarbakka. Hans Baagöe fór til Vesturheims 1872 og var prestur íslenskra og norskra safnaða, meðal annars í Mountain og Grand Forks í Norður-Dakóta. Hann átti sex börn með fyrri konu sinni og þrjú með þeirri seinni. Með seinni konu sinni átti hann meðal annars Elínu, ömmu Elínar Hansen, og hún átti Dóru, móður Elínar, en faðir Elínar er af norsk- um og kanadísk-frönskum ættum. „Ísland hefur alla tíð heillað mig og ég féll fyr- ir landinu strax í fyrstu heimsókn minni,“ segir Elín sem býr í Minneapolis og er markaðsstjóri hjá stórri matvöruverslunarkeðju. „Undanfarin ár hefur áhugi minn á íslenskri menningu og tungumálinu aukist mjög auk þess sem ég hef tengst íslenskum uppruna mínum enn frekar.“ Féll fyrir Íslandi Fyrir þremur árum bauð fjölskylda Elínar móður hennar til Íslands og fór Elín með henni. Þetta voru fyrstu kynni þeirra af landinu og há- punktur ferðarinnar var heimsókn í Húsið á Eyrarbakka. „Ég féll gersamlega fyrir landinu og kom aftur um sjö mánuðum síðar,“ rifjar El- ín upp. „Þá lagði ég áherslu á Reykjavík, menn- inguna og söfnin. Í fyrra var ég svo í sjálfboða- vinnu á Vesturfarasetrinu á Hofsósi í þrjá mánuði. Nelson Gerrard frá Manitoba í Kanada var þar á sama tíma og aðstoðaði mig með ætt- fræðina. Það kom mér skemmtilega á óvart að uppgötva að ég á líka rætur að rekja til Skaga- fjarðar.“ Elín segir að rannsóknir sínar hafi fyrst beinst að fjölskyldunni en síðan hafi sviðið stækkað. „Ég hef mjög mikinn áhuga á íslenskri menningu, íslenska tungumálinu og sögunni. Mig langar mjög til að búa og vinna á Íslandi í að minnsta kosti ár, koma heim, en það er ekki svo auðvelt fyrir mig sem Bandaríkjamann að fá atvinnuleyfi. Ég hef aflað mér mikilla upplýs- inga um Hans Bagöe, langafa minn, og því hef ég að þessu sinni einbeitt mér að systrum hans fimm og börnum þeirra, lífi þeirra og starfi. Þetta er mjög áhugavert fólk með áhugaverða sögu.“ Nær allar heimildir sem Elín hefur skoðað eru á íslensku. Hún segir að það komi ekki svo mikið að sök, því hún hafi mikinn áhuga á tungu- málum og eigi auðvelt með að læra þau. Hún hafi til dæmis lært frönsku með því að hlusta á málið, fyrst og fremst í útvarpi, og hún noti sömu aðferð við íslenskuna. „Ég stunda sjálfs- nám með því að hlusta á íslenska útvarpið á Netinu öllum stundum. Á Útvarpi Sögu heyri ég mikið talað mál. Þar er mikið um innhringingar og því get ég fylgst með samræðum. Síðan hlusta ég á fréttir og heyri þannig betra mál. Ís- land og íslenska arfleifðin hafa verið mitt helsta áhugamál undanfarin fimm ár, Netið hefur gert mér auðveldara fyrir og segja má að líf mitt hafi breyst þegar Icelandair hóf beint flug til Min- neapolis.“ Eins og blint stefnumót Elín segir að dyrnar að Íslandi hafi opnast þegar hún gekk í Íslendingafélagið Heklu í Min- neapolis. Þar hafi hún kynnst fólki með sama áhugamál. Þegar hún hafi byrjað að undirbúa komu sína til Íslands að þessu sinni hafi allir verið tilbúnir að veita aðstoð, ekki síst Íslend- ingar á Íslandi sem hún hafi aldrei hitt. Boltinn hafi byrjað að rúlla í matarboði hjá aðalræð- ismannshjónunum í Minneapolis, Maddý og Erni Arnar, og eitt hafi leitt af öðru. Að sögn Elínar er ekki sjálfgefið að fólk vilji hitta ættingja sem það hafi aldrei heyrt um. „Þetta er eins og að fara á blint stefnumót,“ seg- ir hún og bætir við að eftir að hún hafi haft uppi á ættingjum byrji hún á að senda viðkomandi netpóst og framhaldið ráðist af viðbrögðunum. „Ég hef fengið nokkur netföng og geri ráð fyrir að halda áfram að senda póst á næstunni.“ „Ísland hefur alla tíð heillað mig“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Rætur Elín Hansen frá Bandaríkjunum við Húsið á Eyrarbakka, þar sem langafi hennar, Hans Baagöe Thorgrímsen, fæddist 1853. Húsið var flutt tilsniðið til landsins árið 1765. Myndir Lýður Pálsson safnstjóri og Elín Han- sen skoða myndir í albúmi Agnesar Lunn, danskrar myndlistarkonu, sem var í Húsinu í nokkur sumur í upphafi 20. aldar. Bandarísk kona á kafi í íslenskum ættingjum og íslenskri menningu steinthor@mbl.is ÚR VESTURHEIMI Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is NÝJUM námskeiðsbækl- ingi Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands verður dreift nú í vikunni á hvert heimili á Vesturlandi. Að venju eru mörg áhugaverð og gagnleg námskeið í boði en starfsemi Símennt- unarmiðstöðvarinnar hefur vaxið og dafnað á und- anförnum árum. Síðastliðið ár leysti Inga Dóra Hall- dórsdóttir Ingu Sigurðardóttur af sem fram- kvæmdastjóra Símenntunarmiðstöðvar en þann 1. ágúst síðastliðinn tók hún formlega við stöðunni. Inga Dóra hóf störf hjá SMV sumarið 2004 og þá sem ráðgjafi og verkefnastjóri. Hjá Símenntunarmiðstöðinni starfa auk fram- kvæmdastjóra, náms- og starfsráðgjafi og skrif- stofustjóri. Skref til sjálfhjálpar í lestri og ritun „Við leggjum nú meiri áherslu á lengri náms- leiðir, sem gefa einingar í framhaldsskólum, en við bjóðum líka upp á tungumálanámskeið, tölvunámskeið, tómstundanámskeið, starfs- tengd námskeið og námskeið varðandi mat- aræði og ýmis sjálfsræktarnámskeið njóta allt- af mikilla vinsælda,“ segir Inga Dóra. Þessar lengri námsleiðir sem Inga Dóra talar um eru svokallaðar vottaðar námsleiðir sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt og Fræðslumiðstöð atvinnulífisins hefur gefið út námskrár um. Símenntunarmiðstöðin á Vest- urlandi hefur nú þegar haft ,,Landnemaskól- ann“ í þrjú skipti, ,,Grunnnám skólaliða“ í þrjú skipti, ,,Grunnnám fyrir byggingaliða“ í eitt skipti og námskeiðið ,,Aftur í nám“ var sl. haust. Alls hafa 107 einstaklingar lokið þessum náms- leiðum. „Þetta er mjög góð byrjun og þörfin er svo sannarlega fyrir hendi. Þessar tölur sýna það og þetta er mjög hvetjandi fyrir okkur hjá Símenntun að gera enn betur og verða við ósk- um íbúa á Vesturlandi um fjölbreytt og viðeig- andi námstækifæri. Inga Dóra segir að í ár verði tveimur nýjum námsleiðum bætt við. ,,Já, við ætlum annars vegar að bjóða upp á ,,Grunn- menntaskóla á Snæfellsnesi“ sem er 300 kennslustunda nám og er stærsta námsleiðin sem við bjóðum upp á nú á haustönn. Einnig bjóðum við upp á námsleið sem nefnist ,,Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun“ og er mark- miðið að styrkja lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Við leggjum mikla áherslu á að ná til full- orðins fólks með dyslexíu eða einhvers konar lestrar- og ritunarerfiðleika. Því miður eru lestrarerfiðleikar mun algengari en maður ger- ir sér grein fyrir og margir sem ekki njóta þeirra lífsgæða að geta lesið sér til fróðleiks og ánægju.“ Inga Dóra reiknar með að þessi náms- leið verði í boði um allt Vesturland og segir námskeiðið gagnlegt til að leiðbeina fólki til sjálfshjálpar. Samstarf við Alþjóðahús Líkt og áður verður kennd íslenska fyrir út- lendinga en þeir hafa verið duglegir að sækja þau námskeið. Á síðustu önn voru námskeiðin niðurgreidd að stórum hluta af ríkinu og það sama á við nú. Að meðaltali hafa 100 manns sótt þessi námskeið á Vesturlandi, síðustu sex ár. Útlendingum hefur fjölgað ört á Vesturlandi og þar af leiðandi hefur þörfin aukist verulega á fræðslu um málefni innflytjenda og þá sér- staklega fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Því ákváðu stjórnendur Símenntunarstöðv- arinnar að fara í samstarf við Alþjóðahúsið og bjóða upp á þrenns konar námskeið er varða málefni innflytjenda. „Ég hvet Vestlendinga til að afla sér upplýsinga um það sem Símennt- unarmiðstöðin býður upp á í haust og skrá sig til þátttöku sem fyrst. Námsvísirinn fer í dreif- ingu þriðjudaginn 4. september, en við setjum upplýsingar um námskeiðin einnig á heimasíð- una. “ Inga Dóra bætir við að Símennt- unarmiðstöðin sé í samstarfi við Háskólann á Bifröst og bjóði upp á námskeið sem nefnist Upplýsingatækni og bókhald. Það er 60 kennslustunda nám og kennt í gegnum svokall- aðan námsskjá. Þetta námskeið var í boði á síð- ustu vorönn og gaf það góða raun. Hægt er að skrá sig á námskeið með því að hringja í Sí- menntunarmiðstöðina eða skrá sig á Netinu www.simenntun.is Fjölbreytt námstækifæri Inga Dóra Halldórsdóttir Í HNOTSKURN »Markmið Símenntunarmiðstöðv-arinnar er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með endur- og sí- menntun sem taki mið af þörfum atvinnu- lífs og einstaklinga. Markmiðið er að auka þekkingu og stuðla að bættum bú- setuskilyrðum á Vesturlandi. »Meðal þeirra sem standa að Símennt-unarmiðstöðinni eru Fjölbrautaskóli Vesturlands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, fyrirtæki og sveitarfélögin á Vesturlandi. Starfsemi Símenntun- armiðstöðvar Vestur- lands að fara í gang Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Nám Boðið er upp á fjölbreytt nám hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Á myndinni er Mar- grét Ástrós Helgadóttir að nudda Atla Harðarson á opnu húsi í fyrravetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.