Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 19
veikir og krabbameinssjúkir fá lyf-
ið ókeypis.
Á síðasta ári leystu 2.093 ein-
staklingar út lyfið Rivotril, þar af
1.628 oftar en einu sinni. 465 ein-
staklingar leystu lyfið aðeins einu
sinni út, þar af 157 í fyrsta sinn árið
2006 eftir 1. september. Kostnaður
TR vegna Rivotrils var 6.666.078
kr. árið 2006 og 4.399.501 kr. fyrstu
sjö mánuði ársins 2007.
Vandamál á Vogi
„Rivotril er lyf sem er mikið
vandamál fyrir okkar fólk,“ segir
Valgerður Rúnarsdóttir læknir á
Vogi. „Allir sem taka lyfið verða
háðir því. Það þýðir ekki að það séu
fíklar, heldur er lyfið líkamlega
ávanabindandi. En fólk sem hingað
kemur, alkóhólistar og fíklar, lenda
í vandræðum með þetta lyf og not-
ar það í ofskömmtum og meira en
það ætlar sér.“ Nefnir hún fleiri
skyld lyf sem misnotuð séu, t.d. So-
bril og Tafil. „Þau eru mikið gefin
við kvíða en það sem þau gera er að
róa viðkomandi rétt á meðan lyfið
virkar, síðan er kvíðinn jafnmikill á
eftir. Önnur geðlyf eru notuð við
kvíðasjúkdómum sem eru ekki
ávanabinandi fíknilyf.“
Valgerður segir að stærsti hóp-
urinn sem misnoti lyfseðilsskyld lyf
sé fullorðnar konur og karlar. „35%
kvenna sem hingað koma eiga í
vandræðum með róandi lyf. Og Ri-
votril er ekki sjaldgæft í þeirra
hópi.“ Segir hún misnotkun róandi
lyfja hjá konum hafa aukist talsvert
mikið undanfarinn áratug eða svo.
Hún segir einnig ungt fólk koma á
Vog sem misnoti lyfið. Stundum sé
það notað í þeim aldurshópi til að
ná sér niður eftir mikla neyslu.
Hún segir þekkt að fólk taki marg-
falda dagskammta af lyfinu á hverj-
um degi og aðrir noti það í skorp-
um. Enn aðrir taki lyfið að
staðaldri í minni skömmtum en noti
áfengi eða önnur efni með sem
magni áhrifin. Þá sé fólk oft í mörg
ár að fá lyfinu ávísað. „Þessi lyf eru
vissulega örugg, það er lítil hætta á
að fólk ofskammti og deyi af þeirra
völdum,“ segir Valgerður. „Þau
gegna sínu hlutverki vel, þ.e. að
svæfa fólk og róa það, en vandræð-
in byrja þegar fíklar eiga í hlut og
hins vegar að fólk festist á lyfinu,
það er að nota það ekki tímabundið
eins og kannski er ætlast til í byrj-
un.“
Valgerður segir lyfið virka eins
og áfengi. Oft sé þess líka neytt
samhliða áfengi. „Rivotril gengur
alveg örugglega kaupum og sölum
á götunni,“ segir Valgerður. „En
það fær því líka stór hópur ávísuðu
frá fleiri en einum lækni.“
Eftirritunarskylda
og lyfseðilsskylda
„Öll lyf alls staðar í heiminum
eru misnotuð og málið er að reyna
að halda því í lágmarki án þess að
hafa eftirlitið of mikið,“ segir Matt-
hías Halldórsson landlæknir.
Rivotril er líkt og önnur róandi
lyf lyfseðilsskylt og fæst því ein-
ungis ávísað úr lyfjabúð gegn fram-
vísun lyfseðils. Rivotril er hins veg-
ar ekki eftirritunarskylt.
Eftirritunarskylda er höfð á lyfjum
sem þarfnast meira eftirlits. Lyf-
salar og aðrir, sem hafa leyfi til
lyfjasölu, skulu halda eftir lyfseðl-
um og lyfjapöntunum, er hljóða
upp á eftirritunarskyld lyf. Frum-
rit þessara lyfseðla og pönt-
unarblaða skulu boðsend eða send
Lyfjastofnun í ábyrgðarpósti fyrir
10. dag næsta mánaðar eftir að lyf-
ið var afgreitt. Þau lyf sem eru eft-
irritunarskyld eru fyrst og fremst í
flokki mjög sterkra verkjalyfja
(morfín og kodein) og svo örvandi
lyfja eins og amfetamíns og Rítal-
íns. Ekkert róandi lyf er í þeim
flokki, en eitt svefnlyf, Flun-
itrazepam.
„Við teljum nú kannski ekki þörf
á því að gera þetta lyf eftirrit-
unarskylt,“ segir Matthías um Ri-
votril. „Það er ekkert sem bendir til
að það sé svo mikið misnotað. Þá
væri alveg eins hægt að setja svefn-
lyf og önnur róandi lyf í þann
flokk.“
Matthías segir Landlæknisemb-
ættið fá ábendingar um misnotkun
lyfsins.
„Þetta er lyf sem hefur þótt gott
sem flogaveikilyf en er með þennan
skavanka, það er misnotað af sum-
um,“ segir hann.
notkun þess. Önnur kvíðastillandi
lyf hafi litla verkun fyrir viðkom-
andi í kjölfarið.
Íslendingar nota sem kunnugt er
meira af þunglyndislyfjum en aðrar
þjóðir og hefur samfara því al-
mennt dregið úr notkun benzódía-
zepín-lyfja sem hafa róandi, kvíða-
stillandi, svæfandi og vöðvaslak-
andi verkun (m.a. Rivotril og
Valium, sem er þekktasta sér-
lyfjaheiti díazepam) og notkun
slíkra lyfja er minni hér en á hinum
Norðurlöndunum. Tölur frá Land-
læknisembættinu um á fjölda ávís-
ana á róandi og kvíðastillandi lyf
styðja þetta. Um 19.900 ein-
staklingar fengu ávísað slíkum lyfj-
um árið 2003 en á síðasta ári hafði
þeim fækkað í um 19.660. Þá hefur
þeim sem fá kvíðalyfinu Búspírón
ávísað fækkað úr 208 árið 2003 í
160 á síðasta ári en fjöldi dag-
skammta sem ávísað er af lyfinu
hefur hins vegar aukist á sama
tímabili um 14% sem skýrist af því
að þeir sem eru á lyfinu fá því ávís-
að oft á ári.
Erfitt er að fullyrða hversu
margir fái Rivotrili ávísað vegna
flogaveiki annars vegar og hins
vegar vegna kvíða. Þó kemur fram í
gögnum frá Tryggingastofnun að á
síðasta ári fengu 150 einstaklingar
lyfið sér að kostnaðarlausu. Floga-
a það á
r að fólk
kaði og
skilið.
r hand-
ð hafa
ð öðrum.
ur. Og
up-
m gerir
kert fyrir
ð er því
t að gefa
yfjum
íðastill-
m ekki á
þó ber
það hafi
di verkun
um til-
að nota
Lyrica,
g reynsla
ur nýtt
Morg-
damálið
ur ánetj-
sé mjög
hætta
æðisverk undir
gaveikilyfs
Morgunblaðið/Júlíus
missa ungt fólk í neyslu þessa lyfs og það rænir síðan og ræðst á fólk undir áhrifum
alsteinsson rannsóknarlögreglumaður um lyfið Rivotril.
$"#
"%
aklinga sem fá Rivotril ávísað hefur aukist um
ma tíma varð tæplega 6% fólksfjölgun í landinu.
Í HNOTSKURN
»Rivotril er líkt og önnurróandi lyf lyfseðilsskylt
og fæst því einungis ávísað úr
lyfjabúð gegn framvísun lyf-
seðils. Rivotril er hins vegar
ekki eftirritunarskylt.
»Á síðasta ári leystu 2.093einstaklingar út lyfið Ri-
votril, þar af 1.628 oftar en
einu sinni. 465 einstaklingar
leystu lyfið aðeins einu sinni
út, þar af 157 í fyrsta sinn ár-
ið 2006 eftir 1. september.
»Rivotril á að nota mjögvarlega hjá sjúklingum
sem hafa átt við misnotkun
áfengis eða eiturlyfja að
stríða. Lyfið getur leitt til lík-
amlegrar og andlegrar
ávanabindingar.
» Í ráðlögðum skömmtum,yfirleitt 2-4 töflur á sólar-
hring, hefur lyfið róandi
áhrif. Sé þess hins vegar
neytt í ofskömmtum verkar
það örvandi og veldur svip-
aðri vímu og mikil áfeng-
isneysla.
»Alvarlegar aukaverkanireru m.a. ofskynjanir,
árásarhneigð og minnisleysi.
»100 stk. af 200 mg töflumaf Rivotril kosta úr apó-
teki sjúklinginn rúmlega
2.000 kr samkvæmt lyfja-
verðskrá.
»Hægt er að fá 35-40 þús-und krónur fyrir sama
skammt á götunni.
Í FJÖLDA dómsmála á und-
anförnum árum kemur misnotkun
lyfsins Rivotril við sögu. Á það við
í að minnsta kosti tíu héraðs-
dómum sem féllu á síðasta ári og í
ár og í sex hæstaréttardómum frá
árinu 2001. Málin snúast ýmist um
rán, þjófnaði, innbrot, skjalafals,
kynferðisbrot eða annað ofbeldi.
Nýjasta dæmið er dómur Hér-
aðsdóms Reykjavíkur yfir fimm-
tán ára unglingspilti sem ákærður
var fyrir að slá leigubílstjóra í höf-
uðið með klaufhamri og ræna bíl
auk annarra brota. Vitni sögðu að
pilturinn hefði verið í vímu vegna
lyfsins Rivotril er hann fram-
kvæmdi hina alvarlegu líkamsárás
sem hann var dæmdur í 2½ árs
fangelsi fyrir.
Í skýrslu sem tekin er af vitnum
og vitnað er til í dómnum segir
m.a.:
„A bar það hjá lögreglu að áður
en þeir fóru í bílferðina hefði
ákærði verið búinn að tala um það
að ræna allt og alla og verið mjög
ör og æstur eftir að hafa tekið inn
um 10 töflur af lyfinu Rivotril.“
Þá bar annað vitni fyrir dómi að
„ákærði hafi verið uppdópaður af
Rivotril-áti á þessum tíma.“
Pilturinn var m.a. ákærður fyrir
aka bíl sem hann stal undir slæv-
andi áhrifum Rivotrils.
Rændu verslun á Rivotril
Í hæstaréttardómi vegna ráns í
verslun í Kópavogi, sem féll árið
2005, kemur fram að báðir
ákærðu höfðu tekið Rivotril. Sagð-
ist annar mannanna m.a. „hafa
tekið nokkrar Rivotril-töflur áður
en hann fór í ránið, þar sem hann
hafi verið svo taugaóstyrkur.“
Mennirnir voru báðir dæmdir í
fangelsi fyrir ránið.
Þá kemur fram í dómi hæsta-
réttar frá því í fyrra, að maður
sem ákærður var og dæmdur fyrir
hættulega líkamsárás á tvo lög-
reglumenn, hafi haft „tilheigingu
á síðari árum til að ofnota sum
kvíðastillandi lyf, sérstaklega Ri-
votril,“ eins og haft er eftir geð-
lækni í málsgögnum.
Karlmaður var í Hæstarétti á
síðasta ári dæmdur fyrir akstur
undir áhrifum lyfja, m.a. Rivotril.
Fleiri mál af þeim toga hafa komið
fyrir dómstóla.
Þá var karlmaður dæmdur fyrir
skjalafals árið 2004, m.a. fyrir að
falsa lyfseðla á Rivotril ítrekað.
Fyrr á þessu ári var svo karl-
maður dæmdur fyrir heiftúðlega
líkamsárás á fyrrverandi unnustu
sína en hjá lögreglu sagðist mað-
urinn lítið muna eftir atvikum,
hann hefði verið ölvaður og notað
mikið af amfetamíni og Rivotrili.
Héraðsdómur Suðurlands
dæmdi fyrr á þessu ári konu fyrir
að aka undir áhrifum fíkniefna en
á henni fundust m.a. 130 töflur af
Rivotril. Ætlaði hún að smygla lyf-
inu, sem hún faldi í leggöngum
sínum, inn í fangelsið á Litla-
Hrauni.
Á síðasta ári var karlmaður
dæmdur í árs fangelsi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir sér-
staklega hættulega líkamsárás
með því að hafa stungið karlmann
fimm sinnum með hnífi í miðbæ
Reykjavíkur í mars það ár. Sagðist
maðurinn fyrir dómi hafa neytt
áfengis, eiturlyfja, amfetamíns,
kókaíns og Rivotrils kvöldið sem
hann gerði árásina.
Morgunblaðið/Júlíus
Algengt Í fjölmörgum dómsmálum undanfarin ár kemur misnotkun á
lyfinu Rivotril við sögu. Kemur m.a. fram að lyfið sé keypt á götunni.
„Ákærði uppdóp-
aður af Rivotril-
áti á þessum tíma“
RIVOTRIL er þríhyrningsmerkt
lyf en það þýðir að það slævir við-
bragðsflýti og eftirtekt. Akstur og
önnur nákvæmnisvinna sem hefur
í för með sér slysahættu er því
varasöm meðan á lyfjameðferð
stendur.
Notkun Rivotrils, sem og ann-
arra benzódíazepína-lyfja, getur
leitt til líkamlegrar og andlegrar
ávanabindingar. Hættan á ávana-
bindingu eykst með auknum
skömmtum og löngum meðferð-
artíma og er sérstaklega áberandi
hjá næmum sjúklingum sem hafa
áður átt við misnotkun áfengis og
lyfja að stríða. Ef líkamleg ávana-
binding hefur þróast koma fram
fráhvarfseinkenni þegar hætt er
að nota lyfið. Við langtíma-
meðferð geta komið fram frá-
hvarfseinkenni, einkum eftir stóra
skammta eða ef skammtur er
minnkaður hratt eða lyfjagjöf er
alveg hætt. Í alvarlegum tilvikum
geta komið fram eftirfarandi ein-
kenni: Tilfinning um breytingar á
umheiminum (óraunveruleika-
form), framandleiki gagnvart eig-
in persónu, ofurheyrn, náladofi,
óþol fyrir ljósi, hávaða og lík-
amlegri snertingu eða ofskynj-
anir.
Lyfið er gefið í þrenns konar
skömmtum; 0,5 mg töflur í annars
vegar 50 stk. pakkningum og hins
vegar 150 stk. pakkningum. Einn-
ig í 2 mg töflum, 100 stk. í pakka.
Rivotril er líkamlega og
andlega ávanabindandi