Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 29

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 29 2007–2008 Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 Fimmtud. 20/9 kl. 20 Föstud. 21/9 kl. 20 Laugard. 22/9 kl. 20 Fimmtud. 27/9 kl. 20 Föstud. 28/9 kl. 20 Laugard. 29/9 kl. 20 4 600 200 leikfelag.is LÍK Í ÓSKILUM Mið 5/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 upps. Sun 9/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Fim 6/9 kl. 20 Fös 7/9 kl. 20 upps. Sun 16/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 9/9 kl. 20 Sun 16/9 kl. 20 Miðasala 568 8000 - www.borgarleikhús.is ROBIN William er snjall og kraft- mikill gamanleikari, sem þýðir að þegar hæfileikum hans er misbeitt jaðrar útkoman við það að vera ær- andi, í það minnsta pirrandi. Ef það er eitthvað sem hæfir Williams illa, eru það afturhaldssöm hlutverk, s.s. hefðbundinna fjölskyldufeðra, nú eða þá púrítanískra presta. Í slíkum hlutverkum á Williams það til að reyna að brjótast út úr hinum íhaldssama ramma, einkum með ýkjum og kjánalátum og getur út- koman orðið í meira lagi mótsagna- kennd. Í gamanmyndinni Gifting- arheimild (License to Wed) er útkoman hreint út sagt ankannaleg, en þar leikur Williams fjöl- skylduprest sem tekur hlutverk sitt sem sálnahirðir mjög alvarlega. Hann beitir skapandi aðferðum við að predika boðskap biblíunnar, og fara hjónaefnin Sadie (Mandy Moore) og Ben (John Krasinski) ekki varhluta af því. Ben og Sadie verða yfir sig ástfangin og ákveða að ganga í hið heilaga, en fyrst þurfa þau að undirgangast undirbúnings- námskeið fyrir hjónaband hjá séra Frank (Williams) sem hann hefur sjálfur hannað. Námskeiðið miðar í senn að því að búa hjónaefnin undir umhleypinga hjónabandsins, og að predika siðaboðskap á borð við skír- lífi utan hjónabands. Í nafni farsæls hjónabands undir augliti guðs geng- ur séra Frank svo langt að etja hjónaefnunum í alls kyns þolraunir auk þess að koma hljóðnemum fyrir í svefnherberginu hjá þeim til að gæta þess að þau syndgi ekki á hans vakt. Þrátt fyrir skondna grunn- hugmynd og nærveru leikara á borð við John Krasinski sem gefur fyr- irheit um húmor í anda bandarísku útgáfunnar á sjónvarpsþáttunum The Office, er myndin í heild sinni flöt, og það sem verra er mótsagna- kennd í meðferð sinni á söguefninu, þ.e. létt-klikkuðum og oft frjáls- legum presti sem reynir að þröngva trúarlegum gildum upp á fremur kærulaust ungt nútímafólk. Fjar- lægðin á helgislepjuna er nefnilega lítil, en boðskapurinn þeim mun sterkari um að ungu fólki sé hollast að treysta og lúta valdi fjöl- skylduprestsins, hversu undarlegir (og óviðeigandi) sem vegir hans geti talist. Slæm Gagnrýnanda þykir License to Wed bæði flöt og mótsagnakennd. Gengið í það heilaga KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Ken Kwapis. Aðalhlutverk: Robin Williams, Mandy Moore, John Krasinski. Bandaríkin, 90 mín. Giftingarheimild (License to Wed)  Heiða Jóhannsdóttir ALLAR konur sem hafa reynslu af sambandi mæðra og dætra ættu að fylgjast með kvikmyndinni Evening sem frumsýnd var hér á landi fyrir helgi. Sagan, sem er eftir Susan Mi- not, segir frá sambandi móður (Va- nessu Redgrave) við dætur sínar tvær (Toni Collette og Natasha Richardson). Dæturnar verða furðu lostnar þegar móðir þeirra greinir þeim frá ástinni í lífi sínu, manni að nafni Harris, og að hún vilji ekkert fremur en að fá að hitta hann. Á sama tíma fáum við að fylgjast með sögu hennar og Harris sem hún rifj- ar upp smám saman. Claire Danes fer með hlutverk móðurinnar á unga aldri en í hlut- verki hins óviðjafnanlega Harris er Patrick Wilson (Little Children). Ástin Sambönd mæðra og dætra eru í brennidepli í Evening. Mæður og dætur Erlendir dómar Metacritic: 45/100 Variety: 60/100 The Hollywood Reporter: 50/100 Roger Ebert: 38/100 The New York Times: 30/100 EFNIÐ er ekki ýkja frumlegt en er það höndlað með virðingu, sama má segja um báða gæðaleikarana í aðal- hlutverkinu og útlitið er heillandi. Af þessum ástæðum kemur vestrinn og hefndardramað Serphim Falls, þægilega á óvart og boðskapurinn er augljós, elskið friðinn, forðist stríð. Myndin er samfelldur eltinga- leikur í kjölfar Þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Carver (Neeson), fyrrum ofursti úr herjum sunn- anmanna á harma að hefna. Hann varð vitni að því er norðanmenn undir stjórn Gideons höfuðsmanns (Brosnan), brenndu hús hans til grunna, kona hans og börn fórust í eldinum. Nokkrum árum eftir stríðslok er Carver við fimmta mann á hælum Gideons, knúinn áfram af blindum hefndarhug. Uppgjörið er ekki umflúið. Hefðbundinn, grimmur vestri með kristilegum undirtón, einstaklega fallegur hvað svipmikið umhverfið snertir. Lokin eru rismikil líkt og fjöllin og lágkúrulegar hvatir víkja eftir miskunnarlausa, mannskæða eftirför. Hér er enginn Ford eða Hathaway á ferðinni en Van Ancken kann til verka og leikararnir eru ábúðarmiklir. Sá sem á mest hrós skilið er þó kvikmyndatökustjórinn John Toll sem býður upp á veislu fyrir augað, mitt í heiftinni. Særður Brosnan „Serphim Falls kemur þægilega á óvart og boð- skapurinn er augljós, elskið friðinn, forðist stríð.“ Uppgjör eftir stríð MYNDDISKAR Vestri Bandaríkin 2006. Sena. 115 mín. Bönn- uð yngri en 16 ára. Leikstjóri: David Van Ancken. Aðalleikarar: Liam Neeson, Pierce Brosnan, Ed Lauter. Seraphim Falls  SNAUÐIR minnipokamenn í smábæ fá þá hugmynd að komast í álnir með því að gera klámmynd. Innblásnir af óljósum grun um að viðvaningsklám sé í tísku, leggja þeir í hann. Framleiðandinn og hug- myndabankinn er allslaus, en von- góður, einstæður faðir (Bridges) og það stendur ekki á karlleikurunum (í orðsins fyllstu merkingu.) Um síðir tekst að hafa uppi á nokkrum laus- gyrtum konum til að liggja kven- hlutverkin og tökum lýkur eftir tals- vert ströggl. Hugmyndin hljómar vel, leik- arahópurinn er forvitnilegur og það tekst í fáein skipti að skopast að vits- mununum sem ráða ríkjum við handritsgerð og leikstjórn klám- mynda. Því miður er allt unnið fyrir gýg, þrátt fyrir að Bridges, William Fichtner, Tim Blake Nelson o.fl. góðir menn komi við sögu, lekur The Moguls hægt og slítandi út af og endar hvað helst sem enn ein sönnun þess að Bridges kann ekki fótum sínum forráð í hlutverkavali. Seinheppnir menn á sjúsk- uðum slóðum MYNDDISKAR Gamanmynd Bandaríkin 2005. Sena. 90 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Michael Trae- ger. Aðalleikarar: Jeff Bridges, Joe Pant- oliano. The Moguls  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.