Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 36
MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 246. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Misnota flogaveikilyf
Nánast allir síbrotamenn sem
Lögregla höfuðborgarsvæðisins hef-
ur afskipti af misnota flogaveikilyfið
Rivotril. Auðvelt virðist vera að fá
lyfinu ávísað hjá sérfræðingum en
það gengur einnig kaupum og sölum
á svörtum markaði. » Forsíða
200-300 bílar um veginn
Drög að tillögu að matsáætlun
vegna mats á umhverfisáhrifum
Bakkafjöruhafnar hafa verið kynnt.
Koma þar fram ýmis áhrif sem
framkvæmdin mun hafa. » 2
Olíutankar til sölu
Ríkiskaup hafa óskað eftir til-
boðum í eignir NATO í Hvalfirði
sem ríkið tók við eftir að varnarliðið
fór af landi brott. » 2
Leyfisveiting skoðuð
Samtök um náttúruvernd á Norð-
urlandi hafa óskað eftir opinberri
rannsókn á útgáfu rannsóknarleyfis
til handa Landsvirkun vegna jarð-
hita í Gjástykki. Benda samtökin á
að leyfið hafi verið veitt tveimur
dögum eftir að umsóknin barst iðn-
aðarráðuneytinu. » 6
Hætta vopnasmíði
Bandaríkjamenn hafa náð sam-
komulagi við Norður-Kóreumenn
um að hinir síðarnefndu hætti allri
smíði kjarnorkuvopna fyrir árslok.
Munu Norður-Kóreumenn gera
fulla grein fyrir kjarnorkuáætlunum
sínum. Í staðinn fá Norður-
Kóreumenn efnahagslega aðstoð af
ýmsu tagi. » 11
UMRÆÐAN»
Eru Íslendingar ríkir?
Skemmdarverk unnið á bæjarmynd
Mosfellsbæjar
Jakob Bjarnar og misskilningurinn
FASTEIGNIR»
Eignakaup í Flórída
Fyrstu eignir í Ásahverfi í sölu
Hitagjafar haustsins
Mér finnst rigningin góð
Heitast 10 °C | Kaldast 5 °C
Vaxandi suðaustanátt
með rigningu. 13-20
m/s síðdegis við vest-
urströndina. Hlýnandi
veður. » 10
Martin Regal var
ekkert sérlega hrif-
inn af farsanum Lík
í óskilum sem frum-
sýndur var í Borg-
arleikhúsinu. » 30
LEIKLIST»
Ekki góður
farsi?
FÓLK»
Hvað er með brjóstin á
Jennifer Garner? » 31
Heiða Jóhannsdóttir
er alls ekki ánægð
með kvikmyndina
Licence To Wed og
gefur henni aðeins
eina stjörnu. » 29
KVIKMYNDIR»
Virkilega
vond mynd
NETIл
Baggalútur hefur hafið
störf að nýju. » 33
MYNDLIST»
Það var fjör á opnun í
Hafnarhúsinu. » 31
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Eggert eins og coca cola-skiltið
2. Ósmekklegasta bók síðustu ára
3. Kötturinn reyndist í vímu
4. Redknapp: Nálægt því að fá Eið
SKOÐANIR »
Ljósvakinn: Tveir snillingar á ferð
Staksteinar: Uppskera óttans
Forystugreinar: Samið við Norður-
Kóreu | Áhrif íbúa á ákvarðanir
„FYRIRHUGAÐUR fundur er hjá
nefndinni í næstu viku og ég geri
ráð fyrir að við munum fjalla um
þetta mál þar.
Það er sjálfsagt
mál að fá Land-
vernd og SUNN
til þess að fara
yfir sín sjónarmið
í málinu og skoða
hvernig að þessu
var staðið. Við
höfum einnig
gert ráðstafanir
til þess að fá upp-
lýsingar frá Um-
hverfisstofnun um aðkomu hennar,“
segir Helgi Hjörvar, formaður um-
hverfisnefndar Alþingis, en fyrir
helgi barst nefndinni erindi frá
Landvernd og SUNN, Samtökum
um náttúruvernd á Norðurlandi,
þar sem óskað er eftir opinberri
rannsókn á útgáfu rannsóknarleyfis
til handa Landsvirkjun vegna jarð-
hita í Gjástykki.
Harma ósk um rannsókn
Samtökin benda m.a. á að leyfið
hafi verið veitt tveimur dögum fyrir
síðustu alþingiskosningar og jafn-
framt tveimur dögum eftir að um-
sóknin barst iðnaðarráðuneytinu.
Ráðuneytið hefur vísað þessum
ásökunum á bug og í tilkynningu frá
því segir m.a. að leyfið hafi verið
veitt í samræmi við ákvæði laga og
umsókn Landsvirkjunar verið í
vinnuferli í þrjátíu mánuði.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun
segist fyrirtækið harma að samtök-
in biðji um opinbera rannsókn án
þess að kynna sér málavexti. | 6
Leyfisveit-
ing skoðuð
Helgi
Hjörvar
FIDE-meistar-
inn Snorri G.
Bergsson sigraði
stórmeistarann
Hannes Hlífar
Stefánsson í 6.
umferð Íslands-
mótsins í skák
sem tefld var í
gær. Snorri, sem
hafði svart, kom
með nýjung í 16.
leik og vann sigur í 29 leikjum á
glæsilegan hátt. Þetta mun vera
fyrsta tap Hannesar á Íslands-
mótinu í skák síðan 2002 en þá tap-
aði hann fyrir Helga Áss Grétars-
syni. Hannes er engu að síður
efstur, með 4,5 vinninga, en Þröst-
ur Þórhallsson er annar með 4
vinninga eftir sigur á Braga Þor-
finnssyni. Snorri og Stefán Krist-
jánsson eru í 3.-4. sæti með 3,5
vinninga.
Snorri sigr-
aði Hannes
Hannes Hlífar
Stefánsson
ÞRÍR lögreglunemar, frá Svíþjóð, Danmörku og Nor-
egi, voru meðal þeirra sem stóðu vaktina hjá lögregl-
unni á Suðurnesjum á Ljósanótt sem fram fór um
helgina. Er um að ræða þrjár ungar konur sem stunda
nám við lögregluskóla í viðkomandi löndum og er við-
vera þeirra hér liður í norrænu samstarfi lögregluemb-
ætta.
„Þetta hefur verið frábær tími og afar lærdóms-
ríkur,“ segir hin sænska Erika Malmberg. „Við höfum
m.a. unnið í samskiptamiðstöðinni, við landamæraeft-
irlit á Keflavíkurflugvelli auk þess að taka dag- og næt-
urvaktir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.“
Auk Eriku eru það Ulla Sörensen frá Danmörku og
Ragnhild Ouren frá Noregi sem glímt hafa við íslenska
glæpamenn frá 20. ágúst sl. og verður svo áfram næstu
tvær vikur.
Glíma við íslenska glæpamenn
Skandinavískir lögreglunemar í starfsþjálfun
Morgunblaðið/Júlíus
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
NÝ rannsókn lækna frá 12 löndum
sýnir að fleiri fá langvinna lungna-
teppu en áður hafði verið talið. Ís-
lenskir læknar tóku þátt í rannsókn-
inni og telur einn þeirra að hún veki
þá spurningu hvort óbeinar reyking-
ar hafi meiri áhrif á sjúkdóminn en
talið var.
Langvinn lungnateppa er samheiti
yfir teppusjúkdóma í lungum, svo
sem langvinna berkjubólgu, lungna-
þembu og lokastig astma.
Íslenskar konur skera sig úr
Niðurstöður rannsóknarinnar
birtust í nýjasta eintaki læknatíma-
ritsins The Lancet. Benda þær til að
sjúkdómurinn sé algengari en áður
hafði verið talið en skoðað var fólk 40
ára og eldra. Reyndust 10,1% vera
með sjúkdóminn, 12% karla en 8,5%
kvenna. Merkilegt þykir að hjá Ís-
lendingum er sjúkdómurinn algeng-
ari hjá konum en körlum, 9,3%
kvenna í úrtakinu fengu hann en
8,5% karla.
Annað sem vakið hefur eftirtekt er
að þótt reykingar hafi mikil áhrif á
tíðni sjúkdómsins virðast þau vera
minni en áður hafði verið talið. Gunn-
ar Guðmundsson, sérfræðingur á
Landspítala, vann að rannsókninni
og segir að hún ýti undir grun manna
um að óbeinar reykingar kunni að
valda sjúkdómnum. „Rannsóknin
sýnir að tiltölulega margir Íslend-
ingar, sem ekki reykja, fá sjúkdóm-
inn þótt hér sé ekki mikil loftmeng-
un.“ Hann bendir hins vegar á að
sýnt hafi verið fram á að Íslendingar
verði fremur fyrir óbeinum reyking-
um en margir aðrir Evrópubúar og
því líklegt að þær hafi áhrif hér.
Lungnateppa að aukast
Niðurstöður nýrrar rannsóknar vekja spurningar um hver
áhrif óbeinna reykinga eru á langvinna lungnateppu
Í HNOTSKURN
»Ljóst er að aldur og reyk-ingar hafa áhrif á tíðni lang-
vinnrar lungnateppu.
»Áhrifin hjá þeim sem reykjaeru þó minni en talið var.
»Niðurstöðurnar vekja spurn-ingar um hvaða umhverf-
isþættir aðrir hafi áhrif.
»Auk erfða og loftmengunarbeinast spjótin að óbeinum
reykingum.
Morgunblaðið/Ásdís
Áhrif Skýr tengsl eru á milli reyk-
inga og langvinnrar lungnateppu.
♦♦♦