Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ekkert strögl, úr múnderingunni Bjössi minn.
VEÐUR
Óttinn er öflugt stjórntæki. Þessiorð koma fyrir í viðtali við
Huldu Þórisdóttur, doktor í sál-
fræði, í samtali í Morgunblaðinu í
gær. Hún beitir aðferðum sálfræð-
innar til að skilja stjórnmálahegðun
fólks. Í samtalinu segir hún frá nið-
urstöðum doktorsverkefnis síns:
Óttinn leiðir til aukinnar þröngsýni
og tilhugsunin um dauðann gerir
fólk íhaldssamara í skoðunum og
dregur úr umburðarlyndi þess.
Þegar húnframkallaði
ótta í samtölum
varð fólk lík-
legra til að kjósa
repúblikana,
vera andvígt
fóstureyðingum,
kjósa þyngri
refsingar og svo
framvegis.
Hvatinn að rannsóknum Huldu er
ástandið í Bandaríkjunum eftir
hryðjuverkin 11. september 2001.
Hulda segir að innst inni sé fólklíkt, sama hver uppruninn sé.
„Ég held til dæmis að þegar við er-
um óttaslegin þá ríghöldum við öll í
það sem við þekkjum og setjum
traust á leiðtoga og séum minna
umburðarlynd gagnvart því
óþekkta. En samanborið við banda-
rískt samfélag er það íslenska laust
við ótta um þessar mundir. Ég held
að eftir 11. september og allt sem
fylgt hefur í kjölfarið þurfi minna
til að vekja ótta með Bandaríkja-
mönnum nú en með Íslendingum.“
Það er ekki nýtt að stjórn-málamenn noti sér hugar-
ástand fólks til þess að seilast til
áhrifa, en það er erfitt að sætta sig
við að fólk haldi ekki fastar í skoð-
anir sínar en svo að óttinn hreki
sannfæringuna burt, jafnvel með
skelfilegum afleiðingum fyrir rétt-
arríkið og hið opna samfélag.
Kannski er ástæða til að rifja upp
orð Franklins D. Roosevelts Banda-
ríkjaforseta þegar hann tók við
embætti 1932: „Við höfum ekkert
að óttast nema sjálfan óttann.“
STAKSTEINAR
Hulda Þórisdóttir
Uppskera óttans
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
"
"
!
"#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
" $% &&#
"
" $% &&#
%&&%
:
*$;<
!"# $ %&$
$
&!"'
*!
$$; *!
'
(
) ! *
=2
=! =2
=! =2
' )(&% +&#,-$ %&.
>$ -
=
#
"'
#
( $
)
$
*+ $"(
62
, $ &%
# $ -
". '+
/
/0%% 11 &%! 2
$!+&#
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
0
1
1
0
2
0
(
,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Guðrún Sæmundsdóttir | 2. september
2007
Fordómar
Mér finnst með ólík-
indum ef fólk sem langar
til að halda sam-
verustundir í kristi-
legum kærleika og bjóða
upp á ýmiss konar nám-
skeið öllum að kostn-
aðarlausu er tekið fyrir og gerðar upp
skoðanir á málefnum sem hver og einn
er með sína eigin skoðun á. Þetta bitra
fólk á greinilega í einhverjum krísum
og á erfitt með að höndla það að kær-
leikurinn fái að starfa.
Meira: alit.blog.is
Jóhannes Ragnarsson | 2. september
2007
Baráttan
… get ekki annað en
tekið undir stak-
steinapistil þar sem fé-
laga Steingrími J. og
hans vinum í VG er lýst
sem hreinum og bein-
um glópum varðandi
óskiljanlegt stefnuleysi þeirra á sviði
verkalýðsbaráttu, sem ætti … að
vera grundvallaratriði hjá stjórn-
málaflokki sem kallar sig ,,vinstri-
hreyfingu“ og segist í orði kveðnu
vera ,,róttækur vinstriflokkur.“
Meira: joiragnars.blog.is
Gísli Freyr Valdórsson | 1. september
Mínus einn
OK, ok það virðast allir
vera voða hneyksl-
aðir … Málið er nú
samt það að fréttastofa
Stöðvar 2 er einkarek-
ið fyrirtæki og stjórn-
endum þar er frjálst að
ráða og reka fólk eftir hentugleika.
Ef Steingrímur sem yfirmaður telur
sig ekki getað unnið með Þóru svo
vel sé þá hefur hann fullt leyfi til að
láta hana flakka. Hann ber ábyrgð á
því að fréttastofan sé vel rekin og
nái árangri.
Meira: gislifreyr.blog.is
Baldur Kristjánsson | 1. september
2007
Hvar eru
kynningarspjöld?
Seint verður sátt um
uppistöðulónin í
Þjórsá, fyrirhuguðu.
Það er þó tilraunar-
innar virði að reyna að
ná einhverri sátt. Eins
og þetta er fyrirhugað
nú stefnir í illvíg átök þar sem fólk
sest hreinlega fyrir vinnutæki eða
tjóðrar sig niður í lónsstæðin. Svæðið
er jú í sunnudagsbíltúr frá að-
albyggðinni í landinu. Bæði Urr-
iðafoss og svo eyjarnar og hin fallega
náttúra mót Haga og Fossnesi vekja
upp heitar tilfinningar, þrá til lands-
ins.
Ég var upp frá í dag. Vinstri græn-
ir voru þar líka. Hestamenn úr hér-
aði riðu Þjórsárbakka. Áhugamenn
hafa markað fyrirhugaða lónshæð.
Ég heyrði hins vegar á tali manna að
Landsvirkjun segði lónshæð minni,
lægri. Lónshæðin væri eins og brú-
argófið á Þverá, sem rennur í Þjórsá
fyrir neðan bæinn Fossnes. Brúar-
gólfið virðist nokkuð lægra en sú
hæð sem áhugamenn sýna. Af hverju
er þetta ekki á hreinu? Hvers vegna
hefur hin vel búna Landsvirkjun ekki
sett upp merki sem sýna hæð lóns-
ins? Það má ekki gerast að þetta mál
malli í meðförum Landsvirkjunar,
landeigenda og sveitarstjórnar og
síðan verði allt í einu komnar ýtur og
gapandi gröfukjaftar. Þetta lón og
þessi lón eru, eins og önnur stíflu-
vötn, mál allra Íslendinga …
Það sem varð banabiti síðustu rík-
isstjórnar var að hún var farin að
fara sínu fram án þess að leita tím-
anlega sátta og málamiðlana. Ákvað
hlutina áður en umræðan fór fram.
Allt var alltaf stál í stál. Umræðan
var ætíð frammi fyrir orðnum hlut.
Sagt hefur verið um núverandi rík-
isstjórn að hún sé stjórn sem leiti
sátta og samráðs í samfélaginu. Hin
nýja stjórn hefur fulltingi mikils
meirihluta þjóðarinnar. … Þjórs-
ármál gætu orðið veigamikil vísbend-
ing um það hvort einhver breyting
hefur orðið á. Ætli ríkisstjórnin að
standa undir því sem um hana var
sagt, séu runnir upp betri tímar,
hljóta menn að kanna hvort meiri
sátt gæti náðst um annars konar
hugmyndir jafnvel þótt ekki yrði fall-
ið alveg frá fyrirhuguðum virkj-
unum.
Meira: baldurkr.blog.is
BLOG.IS
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur skipað vinnuhóp
fulltrúa stjórnvalda sem hefur það
markmið að efla samvinnu þeirra að-
ila innan stjórnsýslunnar sem koma
að málefnum útlendinga á íslenskum
vinnumarkaði og vinna að nánari út-
færslu á fyrirkomulagi slíkrar sam-
vinnu. Vinnuhópurinn skal skila ráð-
herra greinargerð um fyrirkomulag
samvinnu, samræmingu upplýsinga
hjá mismunandi aðilum og hert eft-
irlit eigi síðar en 1. nóvember nk.
Í fréttatilkynningu segir að ráð-
herra leggi áherslu á að hópurinn
vinni hratt og skili greinargerð innan
tveggja mánaða. Almennt sé talið að
lögin séu góð en mikilvægt sé að þær
stofnanir sem á einn eða annan hátt
koma að málum útlendinga vinni vel
saman.
Vinnuhóp félagsmálaráðherra um
samvinnu aðila innan stjórnsýslunn-
ar sem koma að málefnum útlend-
inga á íslenskum vinnumarkaði
skipa:
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir,
skrifstofustjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, formaður, Skúli Guðmunds-
son tilnefndur af dóms- og kirkju-
málaráðuneyti, Ragnheiður Ólöf
Böðvarsdóttir tilnefnd af dóms- og
kirkjumálaráðuneyti, Sigurgeir Sig-
mundsson tilnefndur af Ríkislög-
reglustjóra, Grétar Þór Kristinsson
tilnefndur af Ríkisskattstjóra,
Sverrir Óskarsson tilnefndur af
Tryggingastofnun ríkisins, Eva Sig-
rún Óskarsdóttir tilnefnd af Útlend-
ingastofnun, Þórunn Sveinsdóttir til-
nefnd af Vinnueftirliti ríkisins og
Gissur Pétursson tilnefndur af
Vinnumálastofnun.
Nefnd um mál-
efni útlendinga
Markmiðið er að efla samvinnu þeirra
stofnana sem sinna útlendingum
Í HNOTSKURN
»Útlendingum sem starfa hérá landi hefur fjölgað mjög
mikið á undanförnum árum. Sé
litið á Norðurlöndin eru hlut-
fallslega flestir útlendingar á
vinnumarkaði á Íslandi.
»Á undanförnum vikum hafakomið upp nokkur mál sem
benda til að lögum og reglum sé
ekki fylgt og hafa eftirlitsstofn-
anir legið undir gagnrýni, m.a.
frá forystumönnum í verkalýðs-
hreyfingunni.