Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 23
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝ Stefán T. Hjal-talín fæddist á
Selvöllum í Helga-
fellssveit 1. ágúst
1916. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 24. ágúst
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Torfi Jörgen
Illugason Hjaltalín
og Ingibjörg Krist-
ín Finnsdóttir. Þau
bjuggu síðast á
Garðsenda í Eyr-
arsveit í Grund-
arfirði. Þau áttu 12 börn. Eft-
irlifandi systkini Stefáns eru
Guðrún, Kristján og Unnur.
Stefán kvæntist 20.4. 1940
Ingveldi Markúsdóttur, f. á
Stokkseyri, 7.9. 1914, d. 5.mars
2000. Foreldrar hennar voru
Markús Guðmundsson, f. í
Þykkvabæ, Rang., og Sig-
urbjörg Jónsdóttir, f. á Stokks-
eyri. Börn Stefáns og Ingveldar
eru Sigurbjörg, Ingibjörg og
Sigurður.
Stefán var vörubílstjóri á
Þrótti og var mörg
sumur með bíl sinn
í vegavinnu hjá
Vegagerðinni,
bæði á Þingvalla-
vegi og Suður-
landsvegi frá Ell-
iðaám að
Kambabrún.
Hann fór að læra
rafvirkjun 42 ára
og starfaði síðan
við þá iðn. Stefán
og Inga eins og
hún var alltaf köll-
uð voru meðal
stofnenda Þjóðdansafélags
Reykjavíkur. Þau hjónin dvöld-
ust saman á Hrafnistu í Hafn-
arfirði þar til hún lést. Stefán
var í kór Hrafnistu. Hann
keppti oft í boccia og pútti og
vann til fjölda verðlauna. Einn-
ig var hann virkur í handa-
vinnu, leir og málaralist. Sam-
býliskona hans seinustu árin
var Gerða K. Hammer.
Stefán verður jarðsunginn frá
Víðistaðakirkju í dag, mánudag,
kl. 13.
Elsku pabbi, nú þegar þú hefur
kvatt þetta líf er margs að minn-
ast. Mínar góðu minningar voru
þegar þú varst í vegavinnunni á
Hellisheiðinni. Við fengum okkur
lýsi af stút úr flöskunni sem þú
varst með í hanskahólfinu í vöru-
bílnum. Svo sungum við saman
lögin hans Jóns frá Ljárskógum.
Það er sjálfsagt þér að kenna að
ég er með algjöra bíladellu því
okkur leið alltaf svo vel í bíl.
Þið mamma voruð alltaf til í að
ferðast með okkur. Þið létuð ykkur
ekki muna um að fljúga til Ak-
ureyrar og vera með okkur í af-
mæli sem óvæntir gestir. Oft vor-
uð þið hjá okkur í
sumarbústaðnum.
Einn daginn fóruð þið suður
snemma morguns, en voruð komin
um hádegi aftur því það var svo
gott veður. Það var alltaf ánægju-
legt að hafa ykkur í Sumó, ykkur
leið svo vel þar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Börnin mín og barnabörn voru
heppin að eiga góðan afa og lang-
afa sem alltaf var til í allskonar
sprell. Við þökkum þér fyrir allar
ánægjustundirnar og væntum-
þykju í okkar garð.
Hvíl í friði.
Ingibjörg og Sveinn.
Mín fyrsta minning um afa er
þegar ég hjúfraði mig í fang hans
eftir hádegismatinn á Klappó og
hann söng fyrir mig vísuna um
Steina. Fang hans hefur alltaf ver-
ið útbreitt fyrir okkur afabörnin.
Afi hafði ljúft lundarfar og það
var stutt í grínið. Hann hafði
sterkar skoðanir og stóð fast á
sínu. Afi og amma voru alltaf með
ef eitthvað var um að vera. Þau
voru fyrst á staðinn og síðust heim
til þess að missa örugglega ekki af
neinu. Afi vann sem vörubílstjóri
og fór seint að læra rafvirkjun.
„Það var þá sem þú gerðir mig að
afa,“ þessa setningu sagði hann oft
kíminn á svip og eflaust þótt það
spaugilegt að verða afi í 1. bekk í
Iðnskólanum. Afi var léttur á fæti
og hafði gaman af að leika við okk-
ur krakkana.
Hann hélt með sínu liði. „Ár-
menningar eru bestir,“ sagði hann
og hafði gaman af að stríða okkur
Vesturbæingunum.
Sú minning þegar sá gamli
skellti sér í Bláskógahlaupið vekur
alltaf hlátur, stoltur en þreyttur
skokkaði hann yfir heiðina í mark.
Dagurinn eftir var erfiður, það
hefði kannski verið betra að und-
irbúa sig, en Ármenningurinn var
ánægður. Afi og amma dvöldu á
Hrafnistu síðustu árin. Þar leið afa
vel en heilsu ömmu hrakaði og lést
hún árið 2000.
Lífið á Hrafnistu átti vel við afa,
hann lék pútt, söng í kór og ferð-
aðist með félögunum.
Þar kynntist hann góðri konu,
Gerðu Hammer, sem hann seinna
trúlofaðist. Hennar stóra fjöl-
skylda tók afa einstaklega vel og
við fundum hlýju og umhyggju afa
í þeirra garð. Afi og Gerða áttu
góð ár saman á Hrafnistu. Það var
gaman að geta glatt afa með því að
stilla upp hljómsveit fjölskyldunn-
ar, Hjaltalínsbörnum, á skemmtun
á Hrafnistu fyrir skömmu. „ Þeir
voru bestir,“ sagði afi stoltur.
Elsku afi, takk fyrir allt.
Sigrún.
Nú er afi farinn. Skrýtið. Hug-
urinn reikar til baka þegar við
krakkarnir vorum lítil. Í hjólhýsa-
ferðirnar og svo í bústaði í Ölf-
usborgum, Svignaskarði eða Húsa-
felli. Þar var gleði og glaumur og
afi alltaf í essinu sínu. Fleygurinn
ekki langt undan og stríðnisglampi
í augum. Inga amma og Stefán afi
alltaf til í ferðalög og voru ómiss-
andi. Og ekki voru spilin langt
undan. Ég væri ekki hissa ef þau
væru núna að spila við Laugu
frænku. Samheldnin er mér minn-
isstæð. Alltaf fjölskyldan saman,
jafnvel langamma með á meðan
hún lifði.
Afi var alltaf mjög hraustur, það
bara beit ekkert á hann. Jafnvel
þegar hann fékk blóðtappa hélt
hann ótrauður áfram og komst á
undraverðum tíma aftur á fætur
með góðri hjálp sambýliskonu
sinnar, ömmu Gerði eins og Hera
Katrín mín segir. Við eigum Gerðu
mikið að þakka, algjör perla. Afi
fylgdist vel með alveg til síðasta
dags og reifst yfir fréttum ef hann
var ekki sammála. Nú get ég ekki
lengur kallað „afi“. Skrýtið.
Elsku afi, takk fyrir allar góðu
minningarnar sem ég geymi og get
alltaf sótt. Ég sé ykkur ömmu fyr-
ir mér þarna uppi, gantast eins og
vanalega.
Hvíl í friði.
Þín,
Harpa.
Stefán T. Hjaltalín
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Æ tak nú Drottinn föður og móður mína
í mildiríka náðarverndan þína
og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma
og engu þínu minnsta barni gleyma.
Ó sólarfarið, signdu nú hvert auga
en sér í lagi þau sem tárin lauga
og sýndu miskunn öllu því sem andar
en einkum því sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Í Jesú nafni við ég væran sofa
og vakna snemma þína dýr að lofa.
(M. Joch.)
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst
engill meðal manna.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Hvíldu í friði, yndið okkar.
Þín elskandi,
mamma og systkini
Kristín Arna
Arnardóttir
✝ Kristín ArnaArnardóttir var
fædd í Reykjavík
þann 5. desember
1978. Hún lést 19.
ágúst sl.
Foreldrar Krist-
ínar Örnu eru Krist-
ín Gunnarsdóttir
fædd 18. 12. 1948 og
Örn Ármann Sig-
urðsson fæddur 12.
11. 1948. Systkini
Kristínar Örnu eru
Jónína Guðrún Arn-
ardóttir fædd 16. 2.
1968 og Benedikt Ármann Arn-
arson fæddur 14. 5. 1980.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey þann 24. ágúst sl. frá Garða-
kirkju.
Elsku hjartans fal-
lega frænka mín.
Enn skil ég ekki að
þú sért farin.
Eflaust mun ég aldr-
ei geta sætt mig við
það.
Núna eru stundirnar
sem við áttum saman
svo dýrmætar.
Alveg eins og litlir
demantar sem að ég
mun aldrei sleppa
hendinni af.
Þegar við vorum litl-
ar og lékum okkur
saman. Endalaust gátum við fundið
upp á einhverju sniðugu til þess að
bralla.
Leyndarmál sem við hvísluðum að
hvor annarri í myrkrinu þegar við átt-
um að vera sofnaðar.
Og svo þegar unglingsárin komu
urðu leyndarmálin dýpri og alvarlegri
en alltaf gátum við hvíslað þeim hvor
að annarri og ég mun geyma þau þar
til við hittumst aftur, elsku frænka.
Þó að við höfum fjarlægst hvor
aðra síðustu árin var alltaf eins og við
hefðum heyrst í gær þegar síminn var
loksins tekinn upp.
Og mikið er ég þakklát fyrir að
samband okkar skuli alltaf hafa hald-
ist svo sérstakt að við gátum talað um
allt.
Sorgir og gleði, hlegið eins og bján-
ar og hughreyst hvor aðra.
Elsku Kristín mín,
minning um fallega, yndislega og
einstaklega blíða stúlku mun lifa í
hjarta mínu að eilífu.
Ég er alveg viss um að þú ert kom-
in á betri stað þar sem þú munt
blómstra og finna þá hamingju sem
oft reynist erfitt að finna hérna meg-
in.
Elsku hjartans Sissa, Örn, Benni
og Nína og fjölskylda.
Missir ykkar er mikill og engin orð
geta grætt sárin.
En ég bið Guð að vaka yfir ykkur
og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Hugur minn víkur ekki frá ykkur.
Guðrún Lilja og fjölskylda.
Þegar ég verð stór
ætla ég að verða
svona sniðug og góð
eins og Jórunn frænka. Einhvern
veginn svona hugsaði ég sem
barn, og enn í dag á þessi hugsun
mín við. Jórunn hafði einstakt lag
á því að finna sniðuga hluti til að
gleðja þá sem í kringum hana
voru, oft litla hluti sem gefnir voru
án tilefnis. Gjafir hennar eru eft-
irminnilegar, töng til að klípa af
jarðarberjum, marsípangrís,
naglaklippur líkt og fallöxi, gesta-
þrautir. Með gjöfunum fylgdi
væntumþykja og gleði, þau skila-
boð að hún hugsaði til manns.
Jórunn var einnig opin fyrir
nýjungum. Þannig var það Jórunn
sem gaf fjölskyldunni fyrst að
smakka hamborgara og keypti
tölvuspil handa okkur systrunum í
Ameríku þegar þau voru að koma
á markað. Reyndar fannst mér
alltaf að ég fengi að upplifa ögn af
Ameríku í gegnum fjölskylduna í
Hvassaleiti. Eftirminnilegar eru
þykku amerísku pönnukökurnar
sem við systur fengum á sunnu-
dagsmorgnunum eftir að hafa gist
í Hvassaleiti og sykurpúðarnir í
waldorfsalatinu um áramótin. En
Jórunn og fjölskylda buðu stór-
fjölskyldunni til sín um hver ára-
mót af miklum myndarskap.
Gísli mun aldrei gleyma því þeg-
ar hann hitti Jórunni fyrst. Það
var í byrjun desember, við vorum
nýlega byrjuð saman. Hann var
einn heima þegar bankað var upp
á og úti stóð þessi góðlega bros-
andi kona með aðventukerti í
hendinni og kynnti sig sem Jór-
unni frænku. Honum, sem aldrei
hefur verið mjög mannglöggur,
varð mjög brugðið enda mundi
hann ómögulega eftir því að eiga
einhverja Jórunni frænku, en
hann átti það upp frá þessu. Að-
ventukertin sem Jórunn færði fjöl-
skyldu og vinum á hverri aðventu
eru lýsandi fyrir þá umhyggju
sem hún sýndi fólki.
Elsku Höskuldur, Magga Jóna,
Baldur Búi og fjölskyldur. Góður
Guð styrki ykkur og veri með ykk-
ur.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir.
„Nú þegar endalokin nálgast
múrarnir hrynja og tjöldin falla
segi ég hreint út: Eg hef lifað und-
ir fullu tungli ferðast um him-
inhvolf og undirdjúp. Eg hef elsk-
að, ég hef grátið og nú þegar tárin
streyma er allt svo gaman,
segi ég: Eg gerði það á mínn
hátt“
(Englar alheimsins eftir Einar Má.)
Hin veraldlegu tjöld eru fallin
hjá vinkonu okkar Magdalenu Jór-
unni Búadóttur eftir aðeins 73 ár.
Kynni okkar hófust þegar við
Magga vorum herbergisfélagar
Magdalena
Jórunn Búadóttir
✝ Magdalena Jór-unn Búadóttir
fæddist í Hvera-
gerði 19. mars 1934.
Hún lést á Landspít-
ala, Landakoti, 14.
ágúst síðastliðinn.
Útför Magdalenu
Jórunnar Búadóttur
var gerð frá Grens-
áskirkju 23. ágúst
sl.
ásamt Jóhönnu A.
Lúðvígsdóttur í 10
mánuði við nám í
Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1952-
1953 ásamt 37 öðrum
stúlkum víðsvegar af
landinu. Oft var glatt
á hjalla og hefur
þessi vinskapur hald-
ist æ síðan.
Hinn 23. ágúst sl.
var Magga Búa eins
og við kölluðum hana
borin til hinstu hvíld-
ar en hún lést á
Landakotsspítala hinn 14. ágúst
sl.
Magga lifði undir fullu tungli og
ferðaðist um himinhvolf jafnt sem
undirdjúp ef hún taldi að það gæti
orðið til gagns, til að líkna ein-
hverjum eða hjálpa. Hún elskaði
óeigingjarnt þá sem henni voru
næstir, eiginmann sinn, börn sín
og marga fleiri, bara þá sem
þurftu þess með.
Á heimili okkar hér á Akranesi
var Magga aufúsugestur, dætur
okkar voru mjög hrifnar af Möggu
en hún lék við þær, kenndi þeim
og dansaði við þær. Þeim fannst
vera hátíð þegar hún kom í heim-
sókn. Venjulega kom Magga með
eitthvað til að gefa dætrum okkar.
Vorið 1963 sagði Magga okkur
að hún væri á förum til Ameríku
og ætlaði að vinna þar um hríð.
Við mátum þessar fréttir á þann
hátt að Magga væri trúlofuð og
þegar þangað kæmi mundi hún
sennilega gifta sig og búa með
væntanlegum eiginmanni erlendis.
Þegar við bárum þessa ágiskun
okkar upp við Möggu þá ljómaði
hún og spurði undrandi: „Hvernig
vissuð þið þetta?“
Það er okkar trú að Magga hafi
ávallt verið hamingjusöm kona,
ævifélaginn Höskuldur Baldursson
bar mikla virðingu fyrir konu
sinni, fyrir starfi hennar og lífs-
skoðun, sem ekki var ólík hans
eigin.
Það er mikil gæfa að hafa fengið
tækifæri til að kynnast Magdalenu
Jórunni, það var líka gæfa fyrir
börnin okkar, þau litu upp til
hennar og hún var þeim fyrir-
mynd í ýmsu, m.a. fór önnur dóttir
okkar í nám í hjúkrun sem Magga
fylgdist með af áhuga og mikilli
ánægju. Hún var heilsteypt, laus
við allt yfirlæti, en umfram allt
sönn manneskja, enda efniviðurinn
góður. Magga var glæsileg hvar
sem á var litið.
Við gætum trúað að Magdalena
Jórunn hafi hugsað líkt og skáldið,
þegar húmið tók að færast yfir:
„Er ekki gaman að eiga þess kost
að orka þar nokkru í haginn,
og mega svo rólegur kveðja að kvöldi,
með kærri þökk fyrir daginn.
(Sig. Einarsson.)
Það hefði verið að hætti hinnar.
hógværu konu að kveðja á þennan
hátt. Kvöldið var komið hjá
Möggu, því miður. Tjöldin voru
fallin.
Við þökkum Möggu samveruna,
og sendum hlýjar kveðjur til eig-
inmanns, barna þeirra og barna-
barna og biðjum þeim blessunar
hins hæsta höfuðsmiðs himins og
jarðar,
Ragnheiður Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Rangt fæðingarár
Ranglega var farið með fæðingarár
Særúnar Birtu Valsdóttur í æviá-
gripi sem fylgdi minningargreinum
um Þormóð Ísfeld Pálsson og birtist
í blaðinu í gær.
Hið rétta er að Særún Birta er
fædd 7. ágúst árið 2000.
Morgunblaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT