Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 22

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 22
✝ Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURDÓR HERMUNDARSON, Berjavöllum 2 (áður Álfaskeiði 72), Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudag- inn 5. september kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Sigrún Helga Ólafsdóttir, Hlíf S. Arndal, Jón Sigurðsson, Sigrún Arndal, Sveinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEORG ST. SCHEVING skipstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 5. september kl 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Slysavarnafélagið Landsbjörg njóta þess. Anna Hannesdóttir Scheving, Jóhanna Scheving, Vilberg Margeirsson, Stefán Georgsson, Berglind Scheving, Sigurbjörn Vilhjálmsson, barnabörn og langafabörn. 22 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls ÁSGEIRS ÞÓRS JÓNSSONAR, til heimilis í Bólstaðarhlíð 58, Reykjavík. Ása Ásmundardóttir, Ásgrímur Þór Ásgeirsson, Ásgerður Margrét Ásgeirsdóttir, Óskírð Ásgeirsdóttir, Ásdís Bjarkadóttir, Jón Friðgeir Einarsson, Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Einar Þór Jónsson, Stig A. Wadentoft, Kristján Jónsson, Ásmundur Þórarinsson, Auðbjörg H. Hrafnkelsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Víðimel 44. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 2E og 3F á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Fallin er frá traust vinkona og minningar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman streyma fram í hug- ann.Við mæðgurnar vorum svo heppnar að kynnast náið henni Veigu og græddum við margt á þeim kynnum. Hún var ekki einungis sér- fræðingur á sínu sviði sem hár- Bjarnveig Jensey Guðmundsdóttir ✝ Bjarnveig Jen-sey Guðmunds- dóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Að- alvík 16. júní 1926. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 23. júlí síð- astliðinn. . Útför Bjarnveig- ar var gerð frá Keflavíkurkirkju 31. júlí sl. greiðslumeistari held- ur einnig góðmenni sem ekkert aumt mátti sjá. Veiga var örlát og það voru ófá- ar hármeðferðirnar og hollusturáðin sem við hlutum hjá henni okk- ur að kostnaðarlausu. Minningarnar eru margar um þessa góðu og einstöku manneskju og öll áhugaverðu samtölin sem við áttum við hana í gegnum árin, sérstaklega hvað varðaði andleg málefni. Hún lét sig ekki muna um að koma alla leið frá Keflavík til þess að veita aðstoð sína og það þrátt fyr- ir að vera komin vel á efri ár. Það var ekki bara að við nytum góðs af kunnáttu hennar og mannkærleika heldur einnig fjölskylda okkar sem rétt eins og við sér sárt eftir þeirri ástkæru vinkonu sem Veiga var. Það er töluvert áfall að hafa misst svona góðan vin enda vorum við orðnar vanar því að eiga hauk í horni þar sem Veiga var. En það lýkur víst ævigöngu allra og maður getur ekki annað en verið ævinlega þakklátur fyrir þann tíma sem við fengum saman. Blessuð sé minning Bjarnveigar. Gengin er hjartans hugljúfa rós til himins í faðm föðurins. Þú varst ljós sem líknaðir í trú, logandi perla sem hrífandi skein. Falla hljóðlát tregatárin í tryggð og trú á gott líf í skjóli Guðs. Umvafinn englum hvílir lúin bein. Í heitum faðmi Drottins dvelur. Í minningunni ætíð verður aflgjafi óslitinnar vináttu gleði og yls. Í vissu sendi hljóða bæn og vonglöð bið að verndarhendi Guðs umlyki þig. (Höf. Jóna Rúna Kvaran) Jóna Rúna og Nína Rúna Kvaran. Elsku amma okkar, núna er komið að kveðjustund. Dauðinn gerir sjaldan boð á undan sér. Okkur langar að minnast þín sem einnar af bestu ömmum í heimi. Þegar þú varst upp á þitt besta, áður en afi dó, þá komum við stundum til ykkar afa og þú stjanaðir í kringum okkur öll. Í fjölskyldunni varst alltaf með eitthvað fínt í boði, þú varst al- gjör barnagæla, dýrkaðir barna- börnin þín eins og þau væru þín eigin börn. Ég fór með ömmu Ingu upp á spít- alann sem þú varst á áður en þú fórst á elliheimilið að heimsækja Mumma. Ég sagði við ömmu „þarna er Ása amma“ og benti á herbergið sem þú hafðir verið í. Amma sagði „nei, Ása amma er farin upp til guðs.“ Ég sagði „nei, amma er ekki farin, hún er hérna inni.“ Það er svo sárt að fá ekki að hafa þig lengur hjá okkur. En þú verður nú samt hjá okkur þótt við sjáum þig ekki, ég veit að þú munt passa okkur og leiðbeina okkur áfram í lífinu. En Áslaug Klara Júlíusdóttir ✝ Áslaug KlaraJúlíusdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1932. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 21. ágúst síð- astliðinn. Útför Áslaugar fer fram frá Bústaðakirkju mið- vikudaginn 29. ágúst kl. 15. núna ertu komin á góðan stað og fékkst afa aftur eins og þú þráðir svo. Þú saknað- ir hans svo ótrúlega mikið, eins og við öll. Guð varðveiti þig, elsku amma okkar, sjáumst síðar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náð- arkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við sendum samúðarkveðju til Dóru, Marý, Ingu ömmu, Kjartans, Sigga, Júlla og barnabarna og barna- barnabarna, guð styrki ykkur á erf- iðum tíma. Andri Snær og Lilja Dís Elsku amma mín, ég sakna þess svo mikið að geta ekki boðið þér og afa í morgunkaffi eins og þið gerðuð alltaf, þið komuð næstum alltaf á hverjum morgni og mér fannst svo gott að sjá ykkur á hverjum einasta degi. Þú bakaðir svo góðar kökur og heimsins bestu hveitikökur og ég gat borðað endalaust af þeim. Þín langömmustelpa Tinna. „Ein saga er geymd og er minningarmerk um messu hjá gömlum sveitaklerk.“ Svo hefst ljóðið eftir skáldkonung okkar um messu á Mosfelli. En ég ætla ekki að skrifa um það ljóð, þótt ég vitnaði í það, heldur um vin minn og skólabróður, sr. Sigurð Hauk Guðjónsson. Ég man það eins og gerst hafi í gær, er við ásamt 120 öðrum stúd- entum, gengum út úr gamla MR 16. júní 1950. Þetta var glaður hópur og hann skiptist til hinna ýmsu starfa og embætta. Sigurður fór að þjóna Guði og varð prestur, en ég fór að vinna í banka og þjónaði því mamm- Sigurður Haukur Guðjónsson ✝ Sigurður Hauk-ur Guðjónsson, fyrrverandi sókn- arprestur Lang- holtsprestakalls, lést 13. ágúst sl. á Landspítalanum á 80. aldurssári. Útför Sigurðar Hauks var gerð frá Langholtskirkju 23. júlí sl. on, en vináttubönd, þau sem við bundum á skólaárum okkar, slitnuðu aldrei. Sigurður hafði feng- ið gullpenna í verðlaun fyrir ritgerð í 6. bekk, enda var hann af- burðasnjall í að koma skoðunum sínum á framfæri, bæði í ræðu og riti og það svo, að hann var víttur og of- sóttur fyrir að halda sínum skoðunum á lofti, en þá vitna ég aftur í Einar Benediktsson: „Hér var maður sem sagði satt; margt sóma- fólk verður illa statt í kirkju hjá hreinskilnum klerki.“ Sr. Sigurður flutti morgunandakt í útvarpinu, en vissum öflum féll það ekki í geð, og því var honum sagt upp. Þetta féll mörgum illa, því að hann hafði talað tæpitungulaust og þannig komist í uppáhald hjá mörgum og ég er þess fullviss, að þjónusta hans við Langholtssöfnuð var til fyrirmynd- ar. Það var til merkis um kjark hans, að hann réð 18 ára ungling, Jón Stef- ánsson, til starfa sem organleikari við Langholtskirkju og kór þeirrar kirkju er svo frábær, að ég efast stórlega um, að aðrir kirkjukórar standi honum jafnfætis. Prestsverk þau, er Sigurður fram- kvæmdi fyrir mig, voru unnin af alúð og snilld. Það hefur verið háttur okkar sem útskrifuðumst úr MR 1950 að hittast einu sinni á ári og yfirleitt í Félags- heimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þar er komin á föst sætaskipan og við Sigurður höfum setið við sama borðið ásamt okkar ágætu konum. Einhverju sinni sat þar við borðið Jón Haraldsson arkitekt, og hann var hress. Alla setti hljóða, er hann sagði: „Ég ætla að biðja þig að jarða mig, sr. Sigurður, en Sigurður svar- aði: „er það eitthvað í nánd“? Jón svaraði: „Maður veit hvorki stað né stund“ og það fór svo, að Jón féll frá fáum mánuðum síðar og þá flutti Sig- urður eina af sínum snilldarræðum. Nú er stórt skarð höggvið í hópinn frá MR 50, sem ei verður bætt, en sr. Sigurður er einn þeirra sem aldrei deyja, hann lifir í hugum okkar sem einn sá albezti sem ég hefi kynnst. Því kveð ég þig, vinur, með síðasta versi Sólarljóða: Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira; dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Halldór Ólafsson. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi JÓHANN JÓN ÞORVALDSSON húsgagnasmiður Furugerði 1, áður til heimilis að Geitlandi 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 31. ágúst. Selma Jóhannsdóttir, Magnús Jóhannsson, Elín Guðmundsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraðu r, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.