Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
LANDVERND og SUNN, Samtök
um náttúruvernd á Norðurlandi,
hafa farið fram á það við umhverf-
isnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis að
rannsaka útgáfu á leyfi til rann-
sókna í Gjástykki. Telja samtökin
að ekki hafi verið rétt staðið að út-
gáfunni og segja leyfið hafa verið
veitt tveimur dögum eftir að um-
sókn Landsvirkjunar barst – tveim-
ur dögum fyrir síðustu alþingis-
kosningar. Upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar segir að sótt hafi
verið um rannsóknarleyfið í október
2004 og aðeins hafi verið um ítrek-
un að ræða í maímánuði.
Iðnaðarráðuneytið hefur sent frá
sér tilkynningu vegna málsins sem
styður fullyrðingar Landsvirkjunar.
Þar segir m.a.: „Bréf Landsvirkj-
unar, dags. 8. maí 2007, sem vísað
er til í erindi samtakanna, var […]
ítrekun á umsókn, sem legið hafði
fyrir í vinnsluferli innan ráðuneyt-
isins í 30 mánuði. Þegar leyfið var
veitt lágu allar umsagnir fyrir og í
engri þeirra var mælt gegn veitingu
þess. Það er því rangt að ráðu-
neytið hafi ekki uppfyllt eðlilega
umsagnar- og rannsóknarskyldu
sína í samræmi við lög, þegar leyfið
var veitt.“
Bergur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, segir
hins vegar að þegar umsókn Lands-
virkjunar frá því í október 2004 sé
skoðuð sé greinilegt að þar sé að-
eins kveðið á um yfirborðsrann-
sóknir. Hann bendir á að þar
standi: „Markmið Landsvirkjunar
er að kanna með yfirborðsrann-
sóknum umfang og grunneiginleika
jarðhitasvæðisins ásamt hugsan-
legri tengingu þess við Kröflu. Ein-
göngu er um að ræða mælingar á
yfirborði og túlkun þeirra án fram-
kvæmda er gætu valdið raski. […]
Verði niðurstöður jákvæðar mun
Landsvirkjun síðar óska eftir sér-
stöku leyfi til frekari rannsókna,
sem þá gætu falið í sér boranir.“
Í bréfi Landsvirkjunar í maí-
mánuði kemur hins vegar fram að
yfirborðsrannsóknum á svæðinu sé
að mestu lokið og næsta skref í
rannsóknum sé borun rannsóknar-
hola.
Umsagnir á
röngum forsendum
Ekki voru gerðar athugasemdir
við áform Landsvirkjunar í um-
sögnum vegna rannsóknarleyfisins.
Bergur segir umsagnaraðila hins
vegar hafa metið umsóknina út frá
því sem þar kemur fram; að um yf-
irborðsrannsóknir sé að ræða.
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar
Íslands segir: „Fram kemur í um-
sögn Landsvirkjunar að eingöngu
sé um yfirborðsrannsóknir að ræða
á þessu stigi sem hafi óverulegt
rask í för með sér.“ Hið sama er
uppi á teningnum hjá Orkustofnun.
„Hér er um rannsóknir að ræða,
sem kalla mætti „leitarrannsóknir“,
enda er vísað til þess í umsókninni
að á niðurstöðum þessa áfanga
byggist hvort hefja skuli dýrari og
umfangsmeiri rannsóknir (rann-
sóknarboranir, grunnvatnsathugan-
ir o.s.frv.). Slíkar rannsóknir væru
þá á öðrum áfanga.“
Gefið út samkvæmt lögum
Í tilkynningu sem Landsvirkjun
sendi frá sér segir að fyrirtækið
harmi að Landvernd og SUNN
skuli senda þingnefndum og fjöl-
miðlum bréf og biðja um opinbera
rannsókn án þess að kynna sér
málavexti. Ljóst sé að rannsókn-
arleyfið sé gefið út á grundvelli laga
og lögboðinna umsagna.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að Lands-
virkjun hefði verið veitt rannsókn-
arleyfið á grundvelli umsóknarinnar
frá 2004. „Það er bara til ein teg-
und af rannsóknarleyfum og það
sem gildir um þau er tilgreint í lög-
um um rannsóknir og nýtingu auð-
linda í jörðu. Það er á grundvelli
þeirra laga sem þetta leyfi er veitt.“
Helgi Hjörvar, formaður um-
hverfisnefndar Alþingis, segir að
nefndin muni funda í næstu viku og
málið verði þá að öllum líkindum
tekið upp. Hann vildi að öðru leyti
lítið tjá sig um málið, tók aðeins
fram að það yrði skoðað og leitað
eftir greinargerðum frá öllum máls-
aðilum. Í svipaðan streng tók Katr-
ín Júlíusdóttir, formaður iðnaðar-
nefndar. Hún reiknaði með að málið
yrði skoðað innan nefndarinnar
þegar hún fundaði næst.
Réttmæti rannsóknarleyf-
is Landsvirkjunar kannað
Í HNOTSKURN
»Jarðhitasvæðið í Gjástykkiþekur á yfirborði um 4-7
ferkílómetra svæði á mörkum
Skútustaðahrepps og Að-
aldælahrepps í S-Þingeyj-
arsýslu og Kelduneshrepps í
N-Þingeyjarsýslu.
»Landsvirkjun óskaði eftirrannsóknarleyfi fyrir
svæðið í október 2004 og hefur
tvívegis ítrekað ósk sína.
»Landvernd og SUNN teljasíðustu ítrekun í raun vera
nýja umsókn.
Óskað hefur verið eftir
opinberri rannsókn á því
hvort iðnaðarráðuneytið
hafi staðið rétt að málum
þegar Landsvirkjun var
veitt leyfi til rannsókna
í Gjástykki tveimur
dögum fyrir kosningar.
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Gjástykki Vinnuvélar eru að laga slóða á Gjástykkissvæðinu. Sjá má að aftari gröfunni er beitt á á óraskað hraun.
LÍTRAVERÐ á bensíni hjá olíufélög-
unum, öðrum en Atlantsolíu og
Orkunni, hefur
hækkað um 2
krónur. Runólfur
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
FÍB, segir að
hlutfallsleg álagn-
ing á bensín og
dísilolíu hafi auk-
ist í sumar hjá ís-
lensku olíufélög-
unum.
Skeljungur og N1 hafa hækkað
verð á eldsneyti um 2 krónur líkt og
Olís gerði fyrir helgi. Sama á við um
sjálfsgreiðslu hjá ÓB og Egó, dótt-
urfélögum Olís og N1. Samkvæmt
upplýsingum frá FÍB er þjónustu-
verðið á bensíni komið í 133 krónur á
lítra og dísilolíulítrinn kostar 132
krónur. Sjálfsafgreiðsluverðið er 5
krónum lægra en þjónustuverðið. Hjá
ÓB og Egó er bensínlítrínn á 126,40
krónur og dísilolían á 125,40 krónur.
Hjá Orkunni er lítraverðið á bens-
íni 124,30 krónur og dísilolían á 123,30
krónur. Er verðið 10 aurum hærra
hjá Atlantsolíu.
Runólfur Ólafsson segir að hækk-
anirnar í sumar skýrist ekki af gengi
gjaldmiðla krónunnar eða heims-
markaðsverði á eldsneyti og því hljóti
skýringin að vera hærri álagning.
Eldsneytisverð náði hámarki síðasta
sumar þegar það náði tæpum 138
krónum á lítrann. Runólfur bendir á
að þá hafi hátt verð verið vegna
sveiflu á heimsmarkaðsverði sem
ekki eigi við nú.
Verð á
bensíni
hækkar
Runólfur Ólafsson
TÖLUVERT var um hraðaksturs-
mál í tveimur lögregluumdæmum í
gær. Lögreglan í Borgarnesi varð
vör við töluverðan umferðarþunga í
gær og voru rúmlega tíu ökumenn
teknir fyrir of hraðan akstur. Var sá
sem var tekinn á mestum hraða á
rúmlega 120 kílómetra hraða á
klukkustund. Lögreglan á Sauðár-
króki tók 16 ökumenn fyrir of hraðan
akstur í gær og þar af einn á um 125
kílómetra hraða á klukkustund.
Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur
og eitt minniháttar umferðaróhapp
varð einnig í umdæminu.
Nokkuð um
hraðakstur
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Á ALLRA næstu dögum verður kynnt nið-
urstaða hugmyndasamkeppni um uppbygg-
ingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu, en
hús þar stórskemmdust í bruna í vor. Sam-
kvæmt 20 ára gömlu deiliskipulagi fyrir reitinn
er heimilt að byggja þar 1.600 fermetra hús, en
borgarlögmaður segir útilokað að heimilað
verði að reisa svo stóra byggingu á reitnum.
Húsið á Austurstræti 22, sem eyðilagðist í
brunanum, var byggt 1801 eða 1802 og var því
eitt af elstu húsum í Reykjavík. Þrátt fyrir
þetta samþykkti borgin deiliskipulag fyrir lóð-
ina árið 1986 sem heimilaði að byggt yrði á
reitnum um 1.600 ferm. hús. Gamla húsið með
öllum viðbyggingum var um 600 ferm. Magnús
Skúlason, forstöðumaður húsafriðunarnefnd-
ar, segir að það hafi verið afar óheppilegt að
ekki skyldi vera búið að breyta þessu skipulagi
fyrir löngu.
Þar sem húsið er ónýtt fellur sú friðun sem
var á því niður. Eigendur lóðarinnar telja að sá
byggingaréttur sem hvílir á henni og grund-
vallast á deiliskipulaginu frá 1986 sé mjög
verðmætur. Ekki hefur náðst samkomulag
milli þeirra og Reykjavíkurborgar um hvert
verðmætið skuli vera.
Unnið að hreinsun í rústunum
Nú er unnið að því að hreinsa brunarúst-
irnar, en við hreinsunina er þess krafist að
gætt sé að byggingarsögu hússins og hún
skráð. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður
segir að ástæðan fyrir því að hreinsunarstarfi
sé ekki lokið sé sú að ekki hafi verið búið að
ljúka málum í samskiptum eigenda og trygg-
ingafélagsins. Nú sé þeim málum lokið og því
hægt að ljúka hreinsun.
Ákveðið var í sumar að efna til hugmynda-
samkeppni um uppbyggingu á reitnum. Dóm-
nefnd er núna að fara yfir tillögurnar og mun
hún kynna niðurstöður á allra næstu dögum.
Kristbjörg segir útilokað að farið verði út í
að byggja 1.600 ferm. hús á lóðinni líkt og deili-
skipulag heimilar. Húsið sem þarna verði
byggt þurfi að falla inn í götumyndina, en jafn-
framt þurfi byggingamagnið að vera nægilegt
til þess að þar sé hægt að stunda arðbæran
rekstur. Það sé bæði hægt að byggja aftar á
lóðinni og eins sé hugsanlegt að hafa þar kjall-
ara.
Ekkert hefur verið unnið í endurbótum á
Lækjargötu 2 sem skemmdist í brunanum. Það
hús var byggt 1852 og gildir um það sú al-
menna regla sem gildir um hús eldri en 1918,
að ekki megi breyta þeim nema að fengnu áliti
húsafriðunarnefndar. Magnús segir að ekkert
ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja viðgerð á
húsinu. Hann segir að áður en kviknaði í hús-
inu hafi sú hugmynd komið fram að hækka
húsið um eina hæð, en segist ekki vita hvaða
stefnu borgin ætli að taka um viðgerð á húsinu.
Kristbjörg segir að sú hugmyndasamkeppni
sem fram fór í sumar nái einnig til Lækjargötu
2. Hún segir að það sé mál flestra að ekki verði
unnt að lagfæra húsið nema að taka það fyrst
niður. Hún bendir á að húsinu hafi verið mikið
breytt í gegnum árin. Byggt hafi verið ofan á
það og það lengt.
Húsafriðunarnefnd hefur haft mikinn áhuga
á að beitt sé svokallaðri hverfisvernd, sem er
hugtak sem er að finna í skipulagslögum. Hug-
myndin á bak við hana er að þó að einstök hús
séu ekki stórmerkileg ein og sér þá hafi húsa-
röðin það mikið gildi að ekki eigi að raska henni
með því að rífa einstök hús. Magnús segir mik-
ilvægt að beita hverfisvernd, en hún veiti hins
vegar ekki húsunum örugga vernd um alla
framtíð því að hægt sé að aflétta verndinni.
Það hafi t.d. verið gert á Lindargötu þar sem
séu uppi áform um nýbyggingar.
Taka þarf Lækjargötu 2 niður
Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á horni Austur-
strætis og Lækjargötu. Verið er að hreinsa rústirnar en Austurstræti 22 eyðilagðist í brunanum
Morgunblaðið/Sverrir
Bruni Mikið tjón varð þegar kviknaði í Aust-
urstræti 22 í vor en húsið var 200 ára gamalt.
♦♦♦