Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 33
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007
ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 LEYFÐ
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 LEYFÐ
RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
/ AKUREYRI
WWW.SAMBIO.IS
LICENSE TO WED kl. 8 B.i. 7 ára
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
eeee
- JIS, FILM.IS
eeee
- A.S, MBL
MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI
FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING
- SVALI, FM 957
PÉTUR OG SVEPPI HAFA
ALDREI VERIÐ FYNDNARI
- H.A, FM 957
SÚ SKEMMTILEGASTA
SÍÐAN SÓDÓMA
- Í.G, BYLGJAN
ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST
MATT DAMON
ER JASON BOURNE
eeee
- JIS, FILM.IS
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
MAGNAÐASTA SPENNU-
MYND SUMARSINS
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG eeeF.G.G. - FBL
V.I.J. – BlaðiðÞEIRRA STRÍÐ.
OKKAR HEIMUR
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
svei@simnet.is
ÁTTUNDU Ljósanæturhátíð í
Reykjanesbæ lauk farsællega í gær.
Líkt og endranær náði hátíðin há-
marki á laugardagskvöld með tendr-
un ljósanna á Berginu og kraftmik-
illi flugeldasýningu í kjölfarið. Mikið
logn og úrkoma settu hins vegar
strik í reikninginn því reykjamökk-
urinn af flugeldunum safnaðist sam-
an í háloftunum og byrgði ljósin frá
flugeldunum.
Hátíðin var öllu vætusamari þetta
árið en flest undanfarin ár, en eins
og sönnum Íslendingum sæmir létu
hvorki heimamenn né gestir veðrið
spilla hátíðinni, heldur klæddu sig
samkvæmt því. Fjölmargir lögðu
leið sína í bæinn og fjölskyldur not-
uðu jafnvel tækifærið og héldu ætt-
armót svo ættingjar utan af landi
fengju notið hátíðarinnar. Miklar
umferðartafir urðu þegar þær þús-
undir manna sem söfnuðust saman í
miðbænum héldu heim á sama tíma,
en allt gekk þó áfallalaust.
Fest hefur í sessi að hátíðin standi
í fjóra daga og má ætla að Ljósanæt-
urhátíðin sé stærsta bæjarhátíð
landsins á eftir Menningarnótt í
Reykjavík. Dagana fyrir Ljósanótt
er mikið um opnun myndlistarsýn-
inga og afhjúpanir listaverka fara þá
fram. Ýmsar smærri uppákomur eru
í boði fyrirtækja í bænum og eru
þær undantekningarlaust vel sóttar.
Á föstudag var afhjúpað söguspor,
sem er ásamt gestaspori hliðarspor
við árlegt stjörnuspor sem veitt er
ákveðnum einstaklingi eða ein-
staklingum til heiðurs. Það var
Sparisjóðurinn í Keflavík sem fékk
sögusporið fyrir virka þátttöku í
menningu, mannlífi og atvinnulífi
Suðurnesja í 100 ár en bankinn fagn-
ar aldarafmæli síðar á þessu ári.
Mikil tónlistarveisla var í mið-
bænum á fimmtudag, föstudag og
laugardag og á föstudagskvöld var
boðið upp á bæði kjötsúpu og hum-
arsúpu við tónlistarsviðið á Keflavík-
urtúni. Hátíðargestir tóku vel í
þessa nýbreytni og margir höfðu á
orði að súpan væri frábær viðbót.
Súpustemningin átti einstaklega vel
við í vætunni en margir heimamenn
hafa þó boðið upp á súpur í eldhús-
inu heima á undangengum Ljós-
anæturhátíðum.
Á laugardag naut fólk þess að
koma saman, skoða það sem í boði
var og sýna sig og sjá aðra. Gærdag-
inn notuðu svo margir til þess að
skoða þær sýningin sem ekki hafði
náðst að sjá og taka þátt í uppá-
komum dagsins, svo sem afhjúpun
stjörnusporsins sem fært hefur ver-
ið af laugardeginum til sunnudags-
ins.
Vætusamri Ljósanæturhátíð lokið
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Súpa í vætunni Gestum Ljósanætur þótti súpan á föstudagskvöld góð við-
bót. Nokkur væta var þessa Ljósanótt og regnhlífar algeng sjón.
AÐDÁENDUR Baggalúts geta tekið gleði
sýna að nýju því vefurinn baggalutur.is
hefur verið opnaður á nýjan leik eftir
sumarfrí ritstjórnar og gagngerar end-
urbætur, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Meðal nýjunga á síðunni eru
tilraunaútsendingar Baggalúts, en þar
spreytir Baggalútur sig á fréttamiðlun í
vefsjónvarpi. Einnig er hægt að hlusta á
fréttaauka Baggalúts og nokkurn fjölda
laga sem Köntrísveit Baggalúts hefur sent
frá sér undanfarin ár. Jafnframt verður
hægt að fylgjast með stöðunni í Quatarska
boltanum og helstu breytingum á mark-
aði. Nýjustu fréttir verða á sínum stað
sem og Baggabloggið sívinsæla í bland við
ýmis hámenningarleg skrif, eins og venju-
lega.
Baggalútur snýr aftur á Netinu
Ljósmynd/Árni Torfason
Hressir Öll helstu lög Köntrísveitarinnar Baggalúts eru á vefnum.