Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 9

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 9 FRÉTTIR • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Blússur og bolir Opið kl. 10-18, laugard. kl. 11-16 Full búð af nýjum vörum Nýbýlavegi 12, Kóp. • Sími 554 4433 Nú eru áramótin yfirstaðin. Nýttfiskveiðiár er hafið í miklumskugga niðurskurðar á þorskkvót-anum. Fylgifiskar slíks nið- urskurðar hljóta að vera margir. Þegar 60.000 tonn af þorski eru tekin út úr hagkerfi sjávarútvegsins í einu vetfangi og ekki endi- lega fyrirséð að þau skili sér til baka fyrr en eftir einhver ár, hlýtur margt að breytast. Þau fyrirtæki sem hafa mestar þorskveiði- heimildir tapa milli 2.000 og 3.000 tonnum. Í einhverjum tilfellum gæti það verið meira en þau fengu úthlutað í upphafi kvótakerfisins árið 1984. Það hverfa í heildina langleiðina í 30 milljarðar króna úr útflutningstekjum sjávarútvegsins. En það gerist meira, miklu meira. Við sjáum fyrir okkur mun minni at- vinnu fyrir sjómenn og fiskverkafólk. Það er alveg ljóst að útgerðirnar, sem mestu skerð- inguna fá, þurfa að bregðast við. Skipum verður lagt og úthald annarra stytt. Útgerðin getur ekki bæði tekið á sig tekjuskerðinguna vegna þorskniðurskurðarins og reynt að teygja úthaldið yfir megnið af kvótaárinu. Það þýðir einfaldlega óhagkvæma útgerð. Reikna má með því að í stað fjögurra til fimm vikna sumarfrís verði „fríið“ á næsta ári tveir og jafnvel þrír mánuðir. Fólkið miss- ir vinnuna þennan tíma og að öllum líkindum munu sjómenn og fiskverkafólk leita í aukn- um mæli í vinnu þar sem stöðugleiki og at- vinnuöryggi er meira. Það gæti því orðið enn erfiðara en áður að manna fiskvinnsluhúsin. Þar sem tekjur fyrirtækjanna minnka og skipum verður lagt í einhverjum mæli, mun þörf útgerðarinnar fyrir hvers kyns þjónustu fyrirtækja eins og skipasmíðastöðva til dæm- is minnka. Hvaða mótvægisaðgerðir taka á því? Það er næsta öruggt að þessi niðurskurður leiðir til aukinnar samþjöppunar. Grundvelli margra smærri útgerða er kippt undan þeim. Þeir, sem sjá fram á að hafa of lítið til að framfleyta sér, eiga tvo kosti. Annaðhvort að selja eða kaupa. Það er mjög erfitt að meta stöðuna sem upp mun koma á mörkuðum fyr- ir aflaheimildir, hvort sem er til leigu eða sölu. Það getur hvort tveggja orðið að fram- boð verði lítið sem ekkert eða það verði hreinlega mjög mikið. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en langlíklegast er að enn fækki þeim smærri og hinir stærri stækki enn. Það er líka öðru ósvarað. Hvað gera bank- arnir í þeirri stöðu, þegar aflahlutdeild hefur verið veðsett hjá þeim. Tökum dæmi um að 100 tonna þorskveiðiheimildir hafi staðið að baki ákveðnu veði. Munu 67 tonn gera það líka? Ef ekki, verður þá gengið að útgerð- inni? Eignast þá bankinn heimildirnar? Og hvað þá? Varla fer bankinn í útgerð. Hann þarf að selja heimildirnar. Verður þá kannski kominn hinn eini sanni kvótabanki? Það er rétt að vekja athygli á hinum mörgu afleiðingum niðurskurðarins. Með því er þó ekki verið að leggja mat á það hvort niðurskurðarins hafi verið þörf eður ei. Hann er staðreynd og fylgifiskar hans verða það líka, þegar líður á fiskveiðiárið. Fylgifiskar niðurskurðar » Það er næsta öruggt aðþessi niðurskurður leiðir til aukinnar samþjöppunar BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is UNNIÐ er að forathugun hjá Stjörnu-Odda á merki sem yrði komið fyrir í kviðarholi fisks, merkið mælir með hátíðnihljóðum útvíkkun fiskmagans. Merkið skráir þar með hvort maginn sé nánast tómur, eitt- hvað sé í honum eða hvort hann sé nánast fullur af fæðu. Slík athugun getur fært vísindamönnum mikil- vægar upplýsingar um atferli í tengslum við fæðunám sem og aðra þætti sem hafa áhrif á vöxt fiska. Tvímælalaust framkvæmanlegt Við rannsóknirnar hafa verið smíðaðir og prófaðir skynjarar þar sem notuð er nano-tækni og sér- hannaðir piezo-nemar hafa verið þróaðir. „Niðurstaðan er tvímæla- laust sú að þetta er framkvæman- legt, tekist hefur að þróa skynjara sem getur gert slíka mælingu mögu- lega, Stjörnu-Oddi mun því halda áfram með verkefnið í vöruþróun- arferli, og framkvæma nánari at- hugun á markaðsmöguleikum vör- unnar,“ segir í frétt frá Stjörnu-Odda. Upplýsingar sem slík rafeinda- merki safna, munu án efa auka þekkingu og skilning á hegðun fiska við mismunandi aðstæður, þ.e.a.s. við eðlilegt framboð af fæðu í sjón- um, við gnægð fæðu og hvernig þeir haga sér þegar fæðuskortur ríkir. Auk þess upplýsingar um hvenær fiskar éta og hvort það sé munur á atferli tengdu fæðunámi eftir árstíð- um. Haraldur Hilmarsson, tækni- fræðinemandi við Háskólann í Reykjavík, hefur unnið við þróunina innan ramma Nýsköpunarsjóðs námsmanna (NSN). Sigmar Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Stjörnu-Odda, segir að með þeirri tækni sem standi til boða í dag séu þeim engin takmörk sett. „Vöruþróun veltur hins vegar á því hvað rannsóknaraðilar vilja og hvort þeir séu tilbúnir að taka slíka vöru í notkun að þróun lokinni. Með þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar undanfarið hafa eiginleikar slíks rafeindamerkis verið kortlagð- ir og ræður Stjörnu-Oddi í dag yfir tækninni sem þarf til. Við vorum mjög heppnir að fá til liðs við okkur Harald Hilmarsson: Bakgrunnur Haralds sem rafeinda- virkja hefur nýst okkur afar vel við verkefnið, enda hefur oft þurft að grípa til óhefðbundinna lausna við prófanir sem reyndur maður eins og Haraldur hefur átt auðvelt með að leysa. Haraldur mun hefja vinnu við lokaverkefni í vetur og með reynslu sinni af þeim störfum sem hann hef- ur komist í snertingu við hjá Stjörnu-Odda vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til að hann kanni möguleika á að fylgja einhverjum af þeim verkefnum eftir inn í lokaverk- efni. Haraldur á framtíðina fyrir sér sem vonandi verður hjá Stjörnu- Odda,“ segir Sigmar. NSN (Nýsköpunarsjóður Náms- manna), Háskólinn í Reykjavík og Stjörnu-Oddi hafa styrkt verkefnið, aðilar sem stunda fiskrannsóknir á líffræðistofnun Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun hafa gefið góðar ráðleggingar við verkefnið. Stjörnu-Oddi þróar rafeindamerki sem skrásetja maga- innihald fiska Fiskát Nema er komið fyrir í fiskmaga og síðan er hægt að lesa fæðunám fisksins úr honum. Hvort hann er í æti eða ekki hvaða áhrif það hefur. Tækni Merkið nemur það hvort magar fiskanna eru tómir eða fullir. Kanna hegðun fisks við mismunandi fæðuskilyrði Í HNOTSKURN »Merkið skráir hvort maginner nánast tómur, eitthvað er í honum eða hvort hann er nánast fullur af fæðu. »Upplýsingar sem slík raf-eindamerki safna munu án efa auka þekkingu og skilning á hegðun fisks við mismunandi að- stæður. »Með þeim rannsóknum semhafa verið gerðar undanfarið hafa eiginleikar slíks raf- eindamerkis verið kortlagðir og ræður Stjörnu-Oddi í dag yfir tækninni sem þarf til. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.