Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 17
Semdu í stað þess að samþykkja „Fyrsta skrefið er að semja í stað þess að samþykkja fyrsta tilboð því rétt er að gera ráð fyrir því að fólk hafi samningssvigrúm. Þeir, sem bera sig rétt að í samninga- viðræðum, ná mun betri árangri en hinir, sem ekki hafa þjálfun í samn- ingatækni. Þegar upp er staðið hagnast neytendur á því að hafna fyrsta tilboði og semja um niðurstöð- una. Fólk nær betri árangri með samn- ingaviðræðum. Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir missa af tækifærum til að semja einfaldlega vegna þess að þeir ganga að þeim kjörum, sem þeim eru boðin. Rétt er að í sumum tilvikum er alls ekki hægt að semja, yfirleitt vegna þess að viðkomandi afgreiðslumenn hafa ekkert umboð til samninga. Hins- vegar eru mun fleiri tækifæri til samninga en flestir halda. Ein af meginbreytingunum, sem átt hafa sér stað í viðskiptalífinu, er að við höfum horfið frá tilbúnum lausnum yfir í klæðskerasaumaðar lausnir fyrir hvern og einn viðskipta- vin. Auk þess hefur samkeppni auk- ist á flestum sviðum. Hvoru tveggja fylgja aukin tæki- færi til þess að semja um alla þætti svo sem kostnað, samsetningu, af- hendingu og greiðslutilhögun,“ segir Aðalsteinn. Setja þarf valmöguleika Aðalsteinn leggur áherslu á að neytendur þurfi að hafa í huga a.m.k. þrenns konar verð þegar þeir semja um kaup á vöru eða þjónustu. „Í fyrsta lagi það verð, sem þú ætlar að bjóða, sem þarf að gefa þér samningssvigrúm þannig að þú getir hækkað þig eitthvað. Í öðru lagi það verð, sem þér finnst eftirsóknarvert eða þú værir sátt við. Í þriðja lagi það verð, sem þú færir aldrei upp fyrir. Mikilvægast af þessum þrem- ur er það síðasta. Þegar þú ákveður hvaða verð þú munt aldrei fara upp fyrir þarftu að meta af raunsæi þá valmöguleika, sem þú hefur. Þú þarft að svara spurningunni: Hvar stend ég ef ég næ ekki samningi við þennan aðila? Til þess að svara þeirri spurningu þarftu að hafa yfirsýn yfir þau kjör, sem þú fengir annars staðar og gjarnan fara fram á tilboð frá fleiri en einum aðila. Þetta kann að hljóma sem mikil og flókin vinna en er það í raun alls ekki. Í stað þess að tala við einn aðila talar þú við þrjá eða fjóra og í stað þess að samþykkja lægsta verðið reynir þú að semja við þá og sjá hversu langt þú kemst. Árang- urinn mun ekki láta á sér standa og margir nemendur tala um að þeim takist að spara mjög háar fjárhæðir með því að semja um kaup á stærri vörum og með því að endursemja við þjónustuaðila.“ join@mbl.is daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 17 Heimili og hönnun Glæsilegur blaðauki um heimili og hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. september Meðal efnis er: • Straumar og stefnur í innanhússhönnun • Nýjungar í eldhúsinnréttingum og tækjum • Flottar lausnir fyrir baðherbergið • Innlit á fallegt heimili • Ný hljómtæki og sjónvörp • Fjallað um hönnuði • Réttu litirnir fyrir heimilið • Hvernig á að velja réttu dýnuna? og fjölmargt fleira Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 mánudaginn 10. september Hádegisverðarfundur Endurnot opinberra upplýsinga, Hvert stefnir? 5. september 2007, kl. 11:45-14:00 Kornhlaðan Lækjarbrekku, Bankastræti 2 11:45-12:00 Skráning. 12:00-12:05 Inngangsorð; Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti. 12:05-12:20 Hádegisverður borinn fram. 12:20-12:40 Innleiðing tilskipunar um endurnot opinberra upplýsinga á Íslandi; Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti. 12:40-13:20 ePSIplus verkefnið og PSI tilskipun um endurnot opinberra upplýsinga; Christopher Corbin, ePSIplus sérfræðingur. 13:20-13:55 Fyrirspurnir og umræður. 13:55-14:00 Lokaorð; Stefán Guðlaugsson, formaður LÍSU samtakanna. 14:00 Fundarslit. Fundarstjóri er Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti. Fundurinn er haldinn á vegum forsætisráðuneytis, ePSIplus verkefnis Evrópusambandsins og LÍSU samtakanna. Verð: kr. 3.000 Nánari upplýsingar: http://lisa.reykjavik.is/ Tilkynning um þátttöku: lisa@skipulag.is Forsætisráðuneytið ePSIplus LÍSA samtök að þefa af fötum áður en þau eru keypt og hætta við ef efnalykt er áberandi. Fólk skyldi forðast að kaupa fatnað með plastþrykki úr PVC en þar sem ekki er hægt að sjá hvort um PVC er að ræða er rétt að spyrja í versluninni. Öruggast er að kaupa fatnað og vefnaðarvöru sem merkt er með nor- ræna umhverfismerkinu Svaninum eða Evrópublóminu en þessi merki gera vissar kröfur varðandi notkun á skordýraeitri, formaldehýði og öðr- um efnum sem eru skaðleg umhverfi eða heilsu manna. Gangi ekki að kaupa fatnað með þessum merkjum getur umhverfismerkið ØKO-Tex verið ágætis valkostur þótt kröf- urnar séu ekki sams konar og hjá hinum merkjunum. Formaldehýð er gjarnan notað við framleiðslu á vefnaðarvöru í ýmsum tilgangi, t.d. við framleiðslu á straufríum efnum eða við tauþrykk og litun. Þá er efnið gjarnan notað til að verja gegn geymsluskemmdum, t.a.m. við flutning. Formaldehýð gufar auðveldlega upp en getur einn- ig bundist öðrum efnum, t.d. þegar það er notað við að eldverja vefnað. þar sleppa menn því yf- irleitt að þeysa upp úr sér spýjum á almanna- færi. En þá hefur verið sagt að svona tuð sé þjóðhættulegt og aftan úr öldum. Ef reynt yrði að sporna við frelsinu til að haga sér eins og dýr gæti það orðið til þess að útlendingar í leit að trylltum partíum í Reykjavík, hreinustu höfuðborg heims, létu ekki lengur sjá sig. Og hvað yrði þá um við- skiptajöfnuðinn? Vilj- um við bara fá hingað einhverjar ofursiðaðar pempíur, ha? x x x En Víkverji er eins og venjulegabjartsýnn og trúir því að nú muni verða gert þjóðarátak. Enginn býst við því að Íslendingar verði allir að syndlausum prúðmennum en ein- hvers konar millivegur hlýtur að vera fær. Ef það tekst að gera um- gengni í miðborginni þolanlega ger- ist það vegna þess að við, meirihlut- inn, ákveðum að láta ekki minnihlutaskríl ráða ferðinni. Og það eru merki um að unga fólkið sé að taka forystuna. Víkverji hefur tekið eftir því að sumir framhaldsskólar hafa nú sett skorður við öfgunum sem voru farnar að einkenna busa- vígslur. Vonandi veit þetta á gott. Víkverji dagsins eroft illkvittinn. Hann hefur haft lúmskt gaman af því að sjá viðbrögð sumra á blogginu við umræðun- um um „ástandið“. Þetta nýja (og gamla) stand í miðborg Reykjavíkur. Víkverji hefur séð að sumar partíhetjurnar eiga nú í hálfgerðum tilvistarvanda, vita ekki í hvora löppina þær eiga að stíga. Heims- mennirnir eru hræddir um að missa kúlið sitt og þora því ekki að taka almennilega undir gagnrýnina sem íbúar í miðborginni hafa sett fram. Einhver gæti farið að efast um að maður sé töff! Af hverju ekki skemmta sér við að brjóta gler og míga og skíta á víða- vangi eins og dýrin í mörkinni? Að vísu er amast við því ef hundar og kettir gera þarfir sínar á röngum stöðum en miðbæjargestirnir telja sig greinilega hafa meiri rétt en dýr- in. Við erum nú einu sinni menn með mönnum og er stundum mál. Bleiur eru líka svo óþægilegar og erfitt að fá þær nógu stórar. Það hefur lengi þótt svolítið hall- ærislegt að finna að þessari hegðun. Sumir hafa þó bent hógværlega á að í margfalt stærri borgum virðast flest- ir kunna á klósett og nota þau. Og        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is UM leið og Kerry Triffin sá rúm úr nýsjálenskum rimu viði á húsgagnasýningu í New York á síðasta ári langaði hann til að geta boðið upp á gripinn í húsgagnaverslun sinni – kona hans hafði aðra hug- mynd. Hún benti á annað rúm úr sömu seríu sem var með innbyggðu Bose há- talarakerfi og ipod tengikví og sagði: „Þetta rúm ætlum við að bjóða upp á.“ „Og hún hafði á réttu að standa,“ hefur New York Times eftir Triffin. Tónhlöður á borð við ipod gegna nú sífellt stærra hlutverki í lífi margra. Tón- hlaðan fer með í vinnuna, í ræktina og jafnvel í sturtuna. Þessir litlu mp3 spilarar eiga jafnvel sinn stað í fatatískunni þar sem finna má galla- buxur, jakka, skyrtur, belti, hanska og jafn- vel nærföt sem eru hönnuð sérstaklega með tón- hlöðuna í huga. Nú virðist sem húsgagnaiðnaðurinn ætli sér að bætast í hópinn, að því er segir í grein sem birt var í New York Times á dögunum, því þeim fer sífjölgandi hús- gögnunum sem útbúin eru hátölurum og tengikvíum fyrir tónhlöður. Rúm, stólar, lampar og jafnvel stofuborð sem einn- ig gegna hlutverki tengikvíar – já og jafnvel klósettrúlluhald- ari. Þeir sterkefnuðu geta svo veitt sér 14.000 dollara, tæp- lega 900.000 kr., borðstofuborð með innbyggðri tengikví. „Þetta sýnir vel hversu mikilvæg tónlist er í okkar daglega lífi og hversu ipodinn er orðin samgróinn því hvernig við hlustum á tónlist,“ segir Greg Joswiak, varaforstjóri ipod fylgihluta, en að sögn Apple-manna er tengikví fyrir tónhlöðuna nú að finna í 70% allra nýrra bílteg- unda sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Og tæknivæddu húsgögnunum heldur áfram að fjölga. Þannig er húsgagna- og smávörukeðjan Pottery Barn meðal þeirra sem sett hafa hátæknihúsgögn á markað og fyrir skemmstu kynnti lágvöruverslunin Tar- get rúmgafla, ætlaða táningum, með inn- byggðum hátölurum og tengikví. Eigi rúmgafl- inn síðan eftir að slá í gegn þá eru þeir tilbúnir með hægindastól og bekki með samskonar búnaði. Ekki eru þó allir sannfærðir um ágæti þessara tæknivæddu húsganga, enda óneitanlega viss hætta á að húsgögnin verði talin södd sinna lífdaga um leið og nýjar tækninýjungar líti dagsins ljós. Húsgögn sem rokka Tæknin Hví að sætta sig við smart hulstur utan um ipod- inn þegar að það er hægt að fá rúmgafl, klósettrúlluhald- ara eða borðstofuborð utan um gripinn? Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.