Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 30

Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Surf’s Up m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Rush Hour 3 kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 Disturbia kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Rush Hour 3 kl. 6 B.i. 12 ára – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Sýnd með íslensku og ensku tali eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 íslenskur texti VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM TIL MÁNUDAGS Í REGNBOGANUM SICKO FROM HER AWAY Evening kl. 5:30 - 8 - 10:30 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 Away From Her kl. 5:30 - 8 B.i. 7 ára Die Fälscher ísl. texti kl. 5:30 B.i. 14 ára Sicko ísl. texti kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára Cocain Cowboys kl. 8 B.i. 14 ára Shortbus ísl. texti kl. 10:30 B.i. 18 ára The Bridge ísl. texti kl. 10:30 B.i. 16 ára Dramatísk ástarsaga í anda Notebook frá höfundi The Hours með úrvali stórleikara Hennar mesta leyndarmál var hennar mesta náðargáfa. Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Sýnd með íslenskuog ensku tali. Þrjár vikur á toppnum í USA BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! CHRIS TUCKER JACKIE CHAN DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS 52.000 GESTIR LÍK í óskilum (The Lying Kind) er fjórða verk skoska leikskáldsins Ant- hony Neilsons sem hefur verið sett upp á Íslandi, en í fyrra vann eitt þeirra, Ófagra veröld eða The Won- derful World of Dissocia, til fernra Grímuverðlauna. Það kemur því ekki á óvart að Borgarleikhúsið skyldi vilja endurtaka leikinn og láta reyna á annað verk eftir Neilson, en því miður er Lík í óskilum ekki á sama plani. Ófagra veröld býður upp á skemmtilegt sambland af mörgum leikritategundum en Lík í óskilum er svartur farsi sem er of yfirborðs- kenndur. Það væri í sjálfu sér í lagi ef yfirborðið væri betra, en þetta stykki hefur nánast enga dýpt. Þegar Lík í óskilum var fyrst sýnt árið 2002 leik- stýrði Neilson því sjálfur, en það kann að útskýra af hverju sum atriði eru of löng. Leikskáld sem leikstýra sínum eigin verkum vilja sjaldnast ritskoða eða skera niður, en hér hafði Steinunn Knútsdóttir hins vegar tækifæri til að sleppa ýmsu. Til dæm- is hefði mátt stytta verulega fyrsta atriðið þar sem löggurnar Georg og Benedikt eru að reyna að komast undan því að vera boðberar slæmra frétta. Það atriði, eins og flest önnur í sýningunni, er ágætlega leikið en samt eyðir það alltof miklu púðri í hálfmisheppnaða brandara. Á hinn bóginn var hraðinn stundum of mik- ill. Þetta má kannski skrifast á frum- sýningartaugar en að mínu mati er Neilson ekki laus við alla ábyrgð hvað varðar ákveðið ójafnvægi milli atriða í þessu leikriti. Neilson hefur greinilega gaman af því að leyfa ýmsum persónum sínum að blóta í tíma og ótíma en í þessu til- felli er það Bella „barnaníðingsveið- arinn“ sem er falið það hlutverk, en það virkar illa í þýðingu. Ég var of meðvitaður um enskuna bak við ís- lenskuna og fór ósjálfrátt að bera saman hæfileika beggja tungumála til að bölva. Enskan er einnig óþægi- lega áberandi í öðrum atriðum, en yf- irleitt er þýðingin sannfærandi og með ágætis flæði. Farsi er ein leikritategund sem veitir leikskáldinu fullt leyfi til að of- skrifa og leikurum svipað leyfi til að ofleika en stundum er skynsamlegra að temja slíkar tilhneigingar. Allir leikararnir skila sér vel en það ber samt mest á Eggerti Þorleifssyni og túlkun hans á Baltasar gamla. Ef til vill er það einmitt vegna þess að hann fer aldrei yfir strikið. Lík í óskilum minnir oft á aðra svarta farsa frá breskum leikskáldum eins og En- tertaining Mr. Sloane, Loot eða The Real Inspector Hound en hér er samt enginn Joe Orton eða Tom Stoppard á ferðinni. Neilson hefur sagt að ein meginregla hans sé að láta áhorfendum aldrei leiðast, en hér kemst hann ansi nálægt því að brjóta þá reglu. Samt sem áður fannst tæplega helmingi áhorfenda á frumsýning- unni þetta frábær skemmtun og hló stanslaust. Ég var ekki á meðal þeirra, heldur sat nánast þögull í þeirri von að eitthvað annað en lík færi að lifna við á sviðinu áður en sýningunni lyki. Sem betur fer bjarg- aði Ilmur Stefánsdóttir málunum með virkilega vel hannaðri leikmynd. Í viðtali við Neilson á netsíðu Borgarleikhússins segir hann að hann hafi verið hrifinn af bresku söngkonunni Amy Winehouse þang- að til annað fólk byrjaði líka að vera hrifið af henni. Ætli ég sé ekki sam- mála honum gagnvart hans eigin farsa? Farsi í óskilum Fyndið? „Samt sem áður fannst tæplega helmingi áhorfenda á frumsýningunni þetta frábær skemmtun og hló stanslaust. Ég var ekki á meðal þeirra.“ LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Leik- mynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir. Leikgervi: Sig- ríður Rósa Bjarnadóttir. Ljós: Magnús Arnar Sigurðarson. Hljóð: Sigurvald Ívar Helgason. Þýðandi: Sigurður Hróarsson. Leikarar: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Jörundur Ragnarsson, Helga Braga Jóns- dóttir, Eggert Þorleifsson, Halldóra Geir- harðsdóttir, Þór Tulinius, Aðalbjörg Árna- dóttir. Borgarleikhúsið, laugardaginn 1. september 2007. Lík í óskilum eftir Anthony Neilson Martin Regal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.