Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 16
fjármál fjölskyldunnar
16 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
E
inu sinni prúttuðu Ís-
lendingar bara í út-
löndum, en nú prútta
Íslendingar líka á Ís-
landi, eins og þeim sé
borgað fyrir það. Og þeir, sem ekki
kunna að prútta eða hreinlega dett-
ur ekki í hug að malda í móinn yfir
uppsettu verði, lenda í því að borga
hærra verð en hinir, sem eru svo for-
sjálir að fara í verslanir með það að
leiðarljósi að borga aldrei „fullt“
verð fyrir vöruna. Prúttið er einkum
notað í byggingabransanum, raf-
tækja- og húsgagnaverslunum, auk
þess sem menn prútta gjarnan um
bankaviðskiptin, tryggingarnar,
bílaviðskiptin og sölulaun fasteigna-
sala, svo dæmi séu nefnd.
„Ein af grundvallarbreyting-
unum, sem hafa átt sér stað í okkar
samfélagi er að sífellt fleiri ákvarð-
anir eru teknar sameiginlega. Við
sættum okkur ekki við að ákvarðanir
séu teknar fyrir okkur. Þetta á einn-
ig við í viðskiptum, þar sem fleiri og
fleiri tækifæri gefast til að taka sam-
eiginlega ákvörðun um gerð, afhend-
ingu og verð vöru og þjónustu. Í
þessum kringumstæðum er tvennt
mikilvægt. Annars vegar að þora að
semja og hins vegar að hafa fleiri en
einn valmöguleika, að tala við tvo
eða fleiri aðila. Ef þú hefur þann
veikleika að þora ekki að horfast í
augu við bílasala og bjóða 700 þús-
und í bíl sem á að kosta 1.200 þúsund
samkvæmt verðmiðanum, verður
þér lítið ágengt. Hið sama á við ef þú
verður ástfangin af einum bíl og
borgar uppsett verð fremur en að
bjóða í nokkra bíla,“ segir Aðal-
steinn Leifsson, lektor í samninga-
tækni við Háskólann í Reykjavík.
Gagnsæjar verðmerkingar
Verslanir virðast bjóða upp á alls
konar viðskiptamannaafslætti sem
gerir allt verðlag mjög ruglandi og
ógagnsætt auk þess sem stundum
kann það að borga sig að versla út á
iðnaðarmanna- og arkitektaafslætti.
Frjáls verðlagning er í landinu og
sérstök lög kveða á um að vörur
skuli verðmerktar með gagnsæjum
hætti.
„Í ljósi þess að hinn almenni neyt-
andi er farinn að biðja um tilboð í
alla skapaða hluti, er spurning hve-
nær menn fara að biðja um tilboð í
matarkörfuna. Hinar eiginlegu verð
merkingar segja orðið aðeins hálfan
sannleikann og maður spyr sig
óneitanlega að því hversu há álagn-
ingin sé þegar hægt er að gefa alla
þessa afslætti frá uppsettum verð-
um. Þeir hljóta að borga brúsann
sem ekki leita tilboða í eitt eða neitt.
Það eina, sem þeir geta gert til að
rétta sinn hlut, er að taka þátt í elt-
ingaleiknum og tilteinka sér leik-
reglurnar um besta verðið,“ segir
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna.
„Þessi þróun er eflaust jákvæð
fyrir þá, sem þora að standa í slíku.
Þeir neytendur, sem ekki þora og
greiða uppsett verð án þess að vera
með vesen, eru að niðurgreiða verð
fyrir þá, sem kræfari eru og það er
umhugsunarefni. Athyglisvert er að
mörg fyrirtæki leggja mikla áherslu
á að bjóða nýjum viðskiptavinum
gylliboð og afslætti á meðan tryggir
viðskiptavinir til margra ára eru
látnir sitja á hakanum. Seljendur
hafa ruglað okkur í ríminu og það er
kominn tími til að neytendur svari
fyrir sig. Það getum við gert með því
að krefjast skýrra verðmerkinga,
biðja um afslætti og leita tilboða eða
með öðrum orðum vera með töluvert
vesen.
Það kemur að því að seljendur fá
nóg af endalausum samninga-
viðræðum við kröfuharða neytendur
og markaðurinn leitar jafnvægis á
ný.
Það þýðir ástand þar sem neyt-
endur geta treyst því að uppgefið
verð er besta mögulega verð, sem
seljandi getur boðið,“ segir Þuríður.
– Í ljósi nútíma viðskiptahátta fer
það þá ekki að verða verðugt
verkefni fyrir sérfræðinga og skóla-
menn að hanna námskeið í samn-
ingstækni fyrir hinn almenna neyt-
anda til eflingar á velli viðskiptanna?
„Það má kannski segja að það sé
kominn tími til þess. Fólk þarf að
geta tileinkað sér og nýtt nokkur
einföld ráð þegar það á í einföldum
samningaviðræðum um verð úti á
markaðnum.“
„Það er allt umsemjanlegt“
Með brenglaða verðvit-
und er erfitt að gera sér
grein fyrir hvað geti talist
„eðlilegt“ verð fyrir vöru
nú til dags. Jóhanna Ingv-
arsdóttir veltir fyrir sér
hvort tími sé kominn til að
fara á námskeið í prútt-
tækni því þó að verðmið-
inn í búðinni segi eitt má
yfirleitt lækka verð vör-
unnar með því einu að
„leita tilboða“, eins og það
heitir á fínu máli.
Gerðu fyrsta til-
boðið því þá nærðu
betri árangri en
samningsaðilinn.
Gættu þess að
hafa samnings-
svigrúm.
Settu fram hlutlæg
rök og sanngirn-
isrök fyrir tilboð-
inu.
Ekki nefna bil.
Nefndu eina tölu
eða skilmála og
stattu með sjálfum
þér.
Bíddu eftir móttil-
boði og alls ekki
gefa eftir fyrr en
móttilboð hefur
borist.
Ef samningsaðili
þinn setur fram
fyrsta tilboðið,
láttu það þá ekki
verða að viðmiði í
viðræðunum.
Undirbúðu alltaf
þitt fyrsta tilboð
og hafðu það sem
þitt „akkeri“, jafn-
vel þó að fyrsta til-
boðið komi frá
samningsaðila þín-
um.
Kynntu þér mark-
aðinn og prófaðu
fyrir þér hjá fleiri
en einum aðila.
Þumalputtareglurnar
Mikið af formaldehýði hefurfundist í fatnaði á Nýja-Sjálandi en fötin voru flutt
inn frá Kína. Umhverfisstofnun
Danmerkur hefur brugðist við þess-
um fréttum með því að gefa út leið-
beiningar til fólks um hvernig beri
að meðhöndla nýjan fatnað. Ekki er
langt síðan leikföng, framleidd í
Kína, voru innkölluð vegna þess að
þau innihéldu of mikið blý.
Formaldehýð getur valdið ofnæm-
isviðbrögðum og öndunarerfiðleik-
um auk þess sem grunur leikur á að
það geti valdið krabbameini ef fólk
andar því að sér í miklu magni. Þetta
kemur fram í tilkynningu á heima-
síðu dönsku Umhverfisstofnunar-
innar.
Stofnunin telur að þorri danskra
framleiðenda noti ekki formaldehýð
í framleiðslu sína. Þess vegna sé
mest hætta á að finna efnið í inn-
fluttum fatnaði, sérstaklega ef hann
kemur um langan veg eins og t.d. frá
Kína eða Indlandi.
Hins vegar sé engin nýlunda að
finna restar af formaldehýði eða
annars konar efnum í vefnaðarvöru.
Hið mikla magn, sem fannst í fatnað-
inum í Nýja-Sjálandi er þó fjarri því
að teljast eðlilegt.
Þvoið og þefið
Besta ráðið til að verja sig gegn
hugsanlegum efnaleifum í fatnaði er
að sögn dönsku Umhverfisstofn-
unarinnar að þvo hann fyrir notkun
en við þvotta hverfur megnið af um-
ræddu efni úr flíkunum. Þá er gott
Hættuleg eit-
urefni í fatnaði
Reuters
Eiturefni Mikið magn af formaldehýði fannst í fatnaði framleiddum í Kína.
neytendur