Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 245. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR FLAUTU- ROKKARI LOFAR ÍSLENSKA MENNINGU IAN ANDERSON >> 72 SIÐLAUST AFKVÆMI RÓMUÐ BÓK UM MAÓ FORMANN Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ >> 32 MAKALEIT Í MIÐBÆ VETTVANGUR TILHUGALÍFSINS AÐFERÐIRNAR >> 34 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is STURLA Böðvarsson þáverandi samgöngu- ráðherra tók um það pólitískt upplýsta ákvörð- un að hafa heimamenn í Grímsey með í ráðum varðandi endurbætur á ferjunni Oileáin Árann. Þetta gerði hann eftir að hann kynntist óánægju Grímseyinga með kaup á ferjunni frá fyrstu hendi í ágúst 2005, þegar hann var þar staddur í embættiserindum. Ríkisstjórnin hafði áður heimilað kaup á skipinu á þeim grundvelli að heildarkostnaður við kaup og endurbætur á því yrði 150 m.kr. Samgönguráðuneytið fól nokkru síðar Vega- gerðinni að leita eftir samningum við Gríms- eyinga varðandi endurbæturnar og var kostn- aðarviðmiðið 100 m.kr. Heimildarmenn Morgunblaðsins eru sann- færðir um að auðveldlega hefði mátt ganga til samninga við litháska skipasmíðafyrirtækið sem átti lægsta tilboðið í útboði Ríkiskaupa varðandi breytingar á ferjunni. Litháarnir drógu tilboð sitt til baka þar sem þeir gleymdu að gera ráð fyrir málningu. Í stað þess að semja við Litháana var samið við Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. og var útboðslýsingu breytt nokkuð til að koma til móts við þann að- ila, að undirlagi fjármálaráðuneytisins. Heimildir Morgunblaðsins herma að það sé engum vafa undirorpið að verkinu hafi verið stýrt hingað heim með pólitísku handafli enda þótt forstjóri Ríkiskaupa vísi því alfarið á bug. Talsverður núningur hefur verið milli verk- kaupa og verksala meðan á endurbótum hefur staðið. Samfara þessu hefur kostnaður vaxið jafnt og þétt og verklok dregist verulega, eink- um vegna ágreinings um aukaverk. Deilt hefur verið um túlkun útboðslýsingar og verksali tal- ið henni ábótavant. Í því samhengi vekur at- hygli að Vélsmiðjan skoðaði skipið aldrei áður en samningur var undirritaður, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar um. Taldi það ekki nauð- synlegt þar sem nægjanlegar upplýsingar lægju fyrir, m.a. í formi verklýsingar. | 10 Sturla mælti fyrir um samráð  Samgönguráðherra breytti um áherslu eftir Grímseyjarheimsókn  Auðvelt hefði verið að semja við Litháana  Verkinu stýrt hingað heim  Mikill núningur verkkaupa og verksala við endurbæturnar Í HNOTSKURN »Leyfi núverandi Grímseyjarferju, Sæ-fara, til siglinga á Grímseyjarsundi rennur út um mitt ár 2009. »Vélsmiðja Orms og Víglundar átti aðskila skipinu í október á síðasta ári. Nú er stefnt að verklokum 28. nóvember næst- komandi. »Upphaflega var gert ráð fyrir að kaupog endurbætur á Oileáin Árann myndu kosta 150 m.kr. Nú er ljóst að kostnaður verður a.m.k. 500 m.kr. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í FARVEGI er hjá lögreglunni að kortleggja hvaða menn það eru sem valda mestum vandræðum í miðborginni, fara heim til þeirra eða á vinnustaði og bjóða þeim úrræði og aðstoð. En ef þeir láta ekki af háttsemi sinni verður þeim bannað að leggja leið sína í miðborgina á tilteknum tímum. „Þúsundir skemmta sér í miðborginni um hverja helgi, en það eru kannski 30 til 40 manns sem bera ábyrgð á róstum og setja aðra í hættu,“ segir Stef- án Eiríksson lögreglustjóri. Lagt er upp með að heimsækja vandræðasegg- ina á virkum dögum þegar þeir eru allsgáðir og bjóða þeim meðferðarúrræði. „Við gerðum nýver- ið tímamótasamning við SÁÁ um að koma einum manni á dag í meðferðarúrræði hjá þeim og ég held að það geti verið góður kostur fyrir þessa menn, því þeir eru oft áfengis- eða vímuefnaneyt- endur og hafa ekki stjórn á sinni neyslu, hegðun og framkomu,“ segir Stefán. Ef viðkomandi einstaklingar verða áfram til vandræða mun lögreglan bregðast við með skýrum hætti, til dæmis með því að setja þá í miðborg- arbann. „Við erum tilbúnir að grípa til lögreglu- samþykktar og vísa einstaklingum í burtu úr mið- borginni á tilteknum tímum á þeim forsendum að þeir séu til vandræða og eigi ekki heima innan um aðra í miðborginni.“ Lögreglan vinnur markvisst að því að taka á miðborgarvandanum, að sögn Stefáns, sem undir- strikar að það sé þó ekki einkamál lögreglunnar. Lögð hefur verið áhersla á að auka sýnileika lög- reglunnar í miðbænum frá því í sumarbyrjun. „Með því vekjum við öryggistilfinningu hjá fólki og með því að taka hart á öllum þeim sem gerast brot- legir undirstrikum við að okkur sé alvara.“ Margfalt fleiri hafa verið handteknir í miðborg- inni fyrir brot á lögreglusamþykktum en áður, en undir það falla uppþot, áflog, óspektir eða önnur brotleg háttsemi á almannafæri. Fólk er m.a. hand- tekið og sektað fyrir að brjóta glas á almannafæri, henda rusli á götuna eða kasta af sér vatni. Um helgina beitti lögreglan sérþjálfuðu fólki í mannfjöldastjórnun og var með fjóra sérsveit- armenn í sínum röðum, sem bættust inn í vakt lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Blaðamaður og ljósmyndari gengu með Stefáni og aðstoðarlög- reglustjórunum Herði Jóhannessyni og Jóni H.B. Snorrasyni um miðborgina og kynntu sér ástandið þar. | 6 Vandræðaseggir í miðborgarbann Morgunblaðið/Júlíus Óspektir Stefán Eiríksson lögreglustjóri og aðstoðarlögreglustjórarnir Jón H.B. Snorrason og Hörð- ur Jóhannesson handtaka mann eftir að hann reyndi að stela húfu Harðar. Það kom til snarpra átaka. Lögreglan bregst hart við í miðborginni og mun fleiri handteknir en áður Sonur Peters Schmeichels fetar í sömu markvarðarsporin en gengur í lið erkióvinarins, Manchester City. Pilturinn þykir mikill karakter. Verður Kasper föðurbetrungur? Launamunur kynjanna er ekki bara óréttlátur því reiknað hefur verið út að „kynjabilið“ rýri hagvöxt um marga milljarða á ári. Launamisréttið óhagkvæmt Ákvörðun leikarans Freds Thomp- sons að sækjast eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi repúblik- ana þykir fyrirséð – og spennandi. Í drauma- hlutverkinu VIKUSPEGILL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.