Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Meðalheildargreiðslurkarla í 70-100% starfshlut- falli voru rúmar 330 þús. kr., en kvenna í sama starfshlut- falli rúmar 248 þúsund. »Að teknu tilliti til vinnu-tíma, starfsaldurs, starfs- stéttar og menntunar minnk- aði kynbundinn munur á heildarlaunum í 14,7%. »Meðalgrunnlaun fé-lagsmanna eru tæpar 222 þús. Að jafnaði voru grunn- laun kvenna um 11% lægri en meðalgrunnlaun karla. »Meðalgrunnlaun karla ífullu starfi voru um 239 þús. en grunnlaun kvenna að meðaltali um 213 þús. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÚTRÝMING kynbundins launamun- ar verður eitt af stóru áhersluatriðum í komandi kjarasamningum SFR. Hitt stóra atriðið verður að leiðrétta kjör starfsmanna opinbera geirans í samræmi við launaþróun á almennum vinnumarkaði. Þetta segir Árni Stef- án Jónsson, formaður SFR, en núver- andi kjarasamningur félagsins gildir út apríl 2008. Í gær var kynnt niður- staða nýrrar launakönnunar sem SFR hefur gert og sýnir hún að meðal félagsmanna í fullu starfi eru konur að jafnaði með tæplega 25% lægri heildarlaun en karlar. Félagsmenn SFR eru tæp 6 þúsund. 70% þeirra eru konur. „Þessi launakönnun staðfestir enn og aftur að launamunurinn er geipi- legur í heildartölum. Við munum gera þær kröfur á stjórnvöld að það verði gert eitthvað raunhæft í því að vinna á kyn- bundnum launa- mun,“ segir Árni og minnir á að ný ríkisstjórn hafi sett óútskýrðan kynbundinn launamun hjá rík- inu töluvert á odd- inn og bæði fé- lagsmálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar heitið því að vinna að þessum málum. Að sögn Árna var í síðustu kjara- samningum félagsins árið 2005 við fjármálaráðuneytið lögð mikil áhersla á að reyna að leiðrétta launamun kynjanna. Í því skyni var í stofnana- samningum milli stéttarfélagsins og stofnana ríkisins gerð tilraun til að bera saman sambærileg störf innan hverrar stofnunar fyrir sig, en ekki milli stofnana. Segir Árni þá úttekt benda til þess að launamunur ríki fremur milli stofnana en innan sömu stofnana, þar sem hefðbundnir kvennavinnustaðir séu verðlagðir lægra en hefðbundnir karlavinnu- staðir. Í ljósi þessa segir Árni einsýnt að hækka þurfi grunnlaun hinna stóru kvennastétta sérstaklega. Vísar hann þar til kvennastétta sem m.a. vinna á svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra, í spítalageiranum sem og kvenna sem vinna hin ýmsu skrif- stofustörf hjá t.d. tollinum, trygg- ingastofnunum, sýslumannsembætt- um og skattstofum. „Þarna eru lágu launin.“ En hækkun grunnlauna er ekki nóg, að mati Árni. Bendir hann á að óútskýrður launamunur sé „einungis“ 4-7% þegar horft sé til grunnlauna, en aukist til muna sé horft á heildarlaun. „Karlmenn virðast enn og aftur fá aukagreiðslur í einhverju formi.“ Félagskonur SFR með 25% lægri heildarlaun en karlar Krefjast þess að stjórnvöld vinni gegn kynbundnum launamun í samningum Árni Stefán Jónsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „ELDURINN gaus rosalega hratt upp, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því,“ sagði Arna Arn- arsdóttir sem í fyrrinótt varð að flýja út úr brenn- andi raðhúsi í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og fjögurra ára gömlum syni. Ekki er ljóst hver upptök brunans eru en rannsókn hófst í gær- morgun, laugardag. Þrír eldri synir að heiman Raðhúsið er á þremur hæðum og eru alls sex íbúðir í lengjunni. Eldsins varð vart skömmu fyrir anna og sagði Arna að það hefði varla tekið meira en 5-10 mínútur fyrir alla að koma sér út. Á tíma- bili óttaðist hún að eldurinn bærist út eftir þakinu og í alla raðhúsalengjuna en slökkviliðið hefði sem betur fer komið í veg fyrir það. Svo heppilega vildi til að þrír eldri synir þeirra hjóna voru fjarver- andi. Arna og fjölskylda fengu inni hjá ættingjum eftir brunann en hún sagði óvíst hvað tæki við. Húsið er með öllu óíbúðarhæft en neðsta hæðin slapp þó við eldskemmdir. „En það sluppu allir ómeiddir og það er það sem skiptir máli.“ Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja komst reykur inn í allar íbúðir nema eina í húsinu. klukkan eitt. Arna og eiginmaður hennar, Óskar Magnússon, sátu í stofu á jarðhæð og horfðu á sjónvarpið þegar Örnu fannst hún heyra umgang á miðhæðinni og taldi helst að sonur hennar hefði vaknað og væri kominn á stjá. Óskar fór upp til að kanna málið en í sömu mund og hann gekk upp stigann fór reykskynjarinn í gang. Þau hlupu þá bæði upp og rifu drenginn út úr herberginu. Arna sagði að þetta hefði allt gerst svo hratt að hún hefði ekki getað áttað sig á hvar eldurinn hefði kviknað. Reykur hefði verið á miðhæðinni og áður en þau flýttu sér út úr húsinu hefðu þau séð að það skíðlogaði í stiga upp á háloft. Arna og Óskar börðu þvínæst á dyr nágrann- Ljósmynd/HilmarBragi Rifu drenginn upp og forð- uðu sér út úr brennandi húsi Bruni Raðhúsið er mikið skemmt eftir brunann, sérstaklega efri hæðirnar tvær, en neðsta hæðin skemmdist aðallega af völdum sóts og vatns. RÚSSNESK stjórnvöld hafa boðist til að hefja viðræður við Íslend- inga um öryggis- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi. Grétar Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið í gærmorgun að sendiherra Rússlands hefði kynnt utanrík- isráðherra tilboðið í júní. Hann vildi ekki greina frá því í hverju tilboðið fælist og sagði að Rússar hefðu aðeins sett fram ákveðnar hugmyndir en ekki neinar mót- aðar tillögur. Málið væri í skoðun í ráðuneytinu. Segjast engin svör hafa fengið Sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor I. Tatarintsev, skýrði frá tilboðinu á opnum fundi í Mír- salnum á fimmtudagskvöld. Gætti nokkurrar gremju í máli sendi- herrans vegna þess að Rússar hafa ekki fengið svör við tilboðinu frá íslenskum stjórnvöldum, að því er fram kom á fréttavef ríkis- útvarpsins. Rússar vilja öryggis- samstarf AÐ MATI framkvæmdastjóra Jafn- réttisstofu, Kristínar Ástgeirsdótt- ur, ætti útrýming kynbundins launa- munar að vera aðaláhersluatriði í komandi kjarasamningum. „Í ljósi þess að í sáttmála ríkis- stjórnarinnar er það sett sem markmið annars vegar að minnka kynbundinn launamun um helming á kjör- tímabilinu og hins vegar að endur- meta sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, þá er núna tækifæri framundan. En það gerist auðvitað ekki öðruvísi en með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkis- valdsins, sem er líka stór samninga- aðili. Þetta er spurning um pólitísk- an vilja og pólitískar áherslur og hvort menn vilja virkilega taka á þessu,“ segir Kristín. Tekur hún fram að sjálf muni hún í vikunni eiga fundi með fulltrúum bæði ASÍ og SA og viðbúið sé að þetta málefni komi til umræðu á þeim fundum. Tækifæri framundan Kristín Ástgeirsdóttir RÁÐIST var á 15 ára gamlan dreng fyrir utan samkomustað á Selfossi um tvöleytið í fyrrinótt. Að sögn lögreglu hlaut drengurinn áverka á höfði, en árásarmaðurinn hrinti honum í jörðina og sparkaði í hann liggjandi. Enginn hafði í gær verið handtekinn í tengslum við málið en vitað er hver árásar- maðurinn er. Kalla átti hann til yf- irheyrslu í gær. Ráðist á fimm- tán ára dreng LÖGREGLAN á Akureyri hafði af- skipti af átta ökumönnum, sem óku hraðar en leyft er aðfaranótt laug- ardags. Sá sem hraðast ók mældist á 109 km hraða á Hörgárbraut á Akureyri laust fyrir miðnættið þar sem hámarkshraði er 50 km. Segir lögreglan að ökumaðurinn geti átt von á 90 þúsund króna sekt og að missa ökuréttindi í þrjá mánuði. Á 109 á Hörgárbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.