Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 8

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 8
8 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Virðing Réttlæti Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ og þing LÍV 2007. Kjörnir verða 74 fulltrúar og 26 fulltrúar til vara á ársfund ASÍ og 50 fulltrúar og 20 fulltrúar til vara á þing LÍV. Framboðslistar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagmanna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 20. september nk. Kjörstjórn. Solla stirða ætti nú að fara að liðkast eftir alla þessa herþjálfun. VEÐUR Tuttugu höfundar frá fjórumheimsálfum verða gestir á bók- menntahátíð í Reykjavík sem hefst með upplestri í Iðnó í kvöld. Á há- tíðinni verður áhersla lögð á sam- spil veraldarsögu, skáldsagna og ævisagna.     Þetta er mikil og þörf innspýting ííslenskt mannlíf og menning- arflóru. Á meðal höfunda í kvöld verður til dæmis Ayaan Hirsi Ali, sem fæddist í Mogadishu í Sómalíu árið 1969, leitaði hæl- is í Hollandi, var kjörin á þing og hefur getið sér orð fyrir mannréttindabaráttu og gagnrýni á viðhorf til kvenna í ísl- ömskum samfélögum. Einnig talar J.M. Coetzee, sem fékk bókmennta- verðlaun Nóbels árið 2003 og er eini rithöfundurinn sem tvívegis hefur hlotið Booker-verðlaunin eft- irsóttu.     Bókmenntaveislan stendur yfir til15. september. Hálfum mánuði síðar, 27. september, hefst Al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, þar sem Íslendingum gefst tækifæri til að horfa á kvikmyndir, sem alla jafna rata ekki í íslensk kvikmyndahús.     Nú verður finnski kvikmyndaleik-stjórinn Aki Kaurismäki gestur hátíðarinnar og mun veita viðtöku sérstökum verðlaunum fyrir fram- úrskarandi listræna kvikmyndasýn, en hann er meðal annars kunnur fyrir vegamyndina óborganlegu Leningrad Cowboys Go America.     Full ástæða er til að hrósa þeimsem víkka sjóndeildarhring Ís- lendinga með framtaki af þessum toga. Eini vandinn sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvað þeir eigi að gera af sér næstu ellefu mánuði. En svo kemur aftur sept- ember. STAKSTEINAR Menningarlegur september SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                        * (! +  ,- . / 0     + -                      12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                    :  *$;<=                        !"     #  # ! $  *! $$ ; *!     !"   "  # $"  % $ >2  >!  >2  >!  >2   #"! &' (  & )*+ '$&,    $ -            % & #     '#      !  ()  # 6  2  ' "  *   +         '#   ,  (-   %   .   !  /  0   +&-     ;  1  #               ! +"  ,  # (-   !&   # ( -.'' $// &'$" 0$ +$(  & 1 2  &  22 3'45?4 ?*>5@ AB *C./B>5@ AB ,5D0C).B 2 4 4 2  2 2     2 2 2 2     2 2 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 8. september 2007 Fleiri leikskóla Ég held að það sé alls ekki í hlutverki borg- arinnar að stuðla að frekari einkavæðingu á leikskólum. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að reka faglega leikskóla fyrir borgarbúa og halda áfram að byggja fleiri leikskóla. En ekki fækka þeim eins og núverandi meirihluti hefur nú þegar gert með því að færa borgarrekinn leikskóla yfir í einkarekstur. Meira: bryndisisfold.blog.is Baldur Sigurðsson | 7. september Lífið lagt í hættu Við hjólreiðamenn komumst ekki hjá að hugleiða samgöngur á hverjum degi þar sem við geysumst milli borgarhluta, svifléttir og fljótir í förum, þótt samgöngukerfið sé alls ekki gert fyrir okkur. Reyndar eru fáeinir göngustígar í borginni sem einnig henta hjólreiðamönnum, en aðallega verðum við að notast við gangstéttir og leggja líf okkar í hættu þegar við þverum umferðarelfur bílanna. Meira: balsi.blog.is Gerður Gestsdóttir | 8. september Ryður brautina Það eru forseta- og þingkosningar í Guate- mala í dag, sunnudag. Friðarverðlaunahafi Nóbels, frumbyggja- konan Rigoberta Menchú, er í framboði til forseta, fyrst kvenna og fyrst frumbyggja. Hún á enga möguleika á að ná kjöri, fær aðeins um 5% í könnunum, þótt frumbyggjar séu nær helmingur landsmanna. En þeir eru víst jafn miklar karlrembur og hinir og skiptast auðvitað í hægri og vinstri líka. En Rigoberta gerði sér víst aldrei neinar grillur um að ná kjöri. Hún segir í viðtali sem ég las við hana í blaði hér að hún sé að opna leiðina fyrir aðrar frumbyggjakonur. „Rigoberta er komin til að vera,“ segir hún, „en ekki ég sjálf, heldur allir hinir frumbyggjarnir sem til þessa hafa bara kosið, en munu núna geta farið í framboð líka.“ Meira: nicaragua.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 8. september 2007 Skuggabaldur minnir á sig Á þriðjudag eru sex ár liðin frá hryðjuverka- árásunum í New York og Washington. Nú hefur sá sem lagði drögin að þeim minnt á sig enn eina ferðina eins og grýla sem kemur ófrýnileg út úr hellinum sínum til að láta aðra finna fyrir sér og reyna að sýna að enn sé töggur í skepnunni. Skugga- baldur virðist þó óvenjusettlegur í þetta skiptið og ekki jafn herskár og oft áður, virðist meira vera að tala í gríni og kerskni um þann óskunda sem hann gæti mögulega valdið frekar en nú þegar hefur átt sér stað. Það eru að verða þrjú ár liðin frá því að Osama bin Laden birtist síð- ast á myndbandi við blálok kosn- ingabaráttunnar fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum árið 2004 þar sem George W. Bush og John Kerry áttust við í hnífjafnri baráttu. Þá hafði hann ekki sést í ár og notaði tækifærið þá til að senda boðskapinn út á þeirri stundu sem óákveðnu kjósendurnir í lykilfylkjunum voru að taka afstöðu. Margir hafa fullyrt að tjáning bin Laden á þeirri póli- tísku ögurstund hafi tryggt Bush forseta endurkjör á forsetastól, önn- ur fjögur ár í Hvíta húsinu. Það verður sennilega um það deilt alla tíð en orðrómurinn er afgerandi. Þegar bin Laden lét í sér heyra fyrir þrem árum gekk hann mjög langt í orðavali. Þá kom hann reynd- ar í fyrsta skipti með afdráttarlausa yfirlýsingu þess efnis að hann hefði staðið að hryðjuverkunum í Banda- ríkjunum haustið 2001. Sagðist hann þá geta útlistað bestu leiðina fyrir Bandaríkin til að „forðast annað Manhattan“. Bin Laden sagði þá einnig að árásin á Bandaríkin hefði verið nauðsynleg til að endurheimta frelsi og kenna Bandaríkjamönnum lexíu, hann hefði unnið að henni allt frá árinu 1982. Sagði hann þá enn- fremur að varast skyldi að reita Araba til reiði. Ávarpið þótti stuðn- ingstal fyrir hönd Kerrys en það var ekki beint vel þegið í þeim her- búðum. Þetta var þá. Nú er tal hryðju- verkamannsins lágstemmdara svo sannarlega. Þrem árum síðar birtist bin Laden með dökkt skegg en var með grátt fyrir þrem árum. Það er ágætt að vita að skuggabaldur sjálf- ur notar litarefni til að halda sér ferskum. Hann er fjarri því dauður eins og margir töldu eftir þriggja ára fjarveru, enda talar hann um Sarkozy og Brown – hann er greini- lega það vel lifandi að vita að Tony Blair og Jacques Chirac eru farnir að gera annað. Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.