Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ NÝ GRÍMSEYJARFERJA inu: „Undirritaður hefur reynt að afla staðfestingar á því að „Oileáin Ár- ann“ uppfylli ákvæði Evrópufyr- irmæla EC 98/18 / Reglugerð 666/ 2001, sem er forsenda fyrir heilsárs farþegasiglingum til Grímseyjar. Eigendur segja sig ekki þekkja um- ræddar reglur, sem ekki kemur á óvart þótt Írland sé Efnahags- bandalagsland, því fæst þeirra taka bandalagsreglur jafn alvarlega og Ís- lendingar.“ Áætlun í fjórum liðum Loks leggur Einar til fram- kvæmdaferil í fjórum liðum hafi Vegagerðin á annað borð áhuga á því að skoða Oileáin Árann sem valkost til Grímseyjarsiglinga. Ferillinn er eftirfarandi:  „Mat á „Oileáin Árann“ vegna Evrópufyrirmæla EC 98/18 / Reglu- gerð 666/2001  Dreifing á lýsingu „Sæfara“ til miðlara til að fá fram sölumöguleika á skipinu og áætlað söluverð.  Skoðun „Oileáin Árann“ með rekstraraðila og fulltrúa/um Gríms- eyinga.  Ákvörðun um áframhald.“ Vegagerðin samþykkti fyrstu tvö skref ofangreindrar framkvæmda- áætlunar með tölvupósti samdægurs. Með bréfi til Vegagerðarinnar 23. október 2004 upplýsti Einar Her- mannsson að fullnægt hefði verið tveimur fyrstu þáttum áætlunar- innar, þ.e.: „1. Að leitað hafi verið til hönnuða og smíðaaðila skipsins, McTay Mar- ine Ltd. um könnun á því hvort „Oi- leáin Árann“ uppfyllir ákvæði Evr- ópureglna 98/18 umfram árið 2009 og að sömu aðilar hafi staðfest slíkt með símbréfsskýrslu frá 12. okt., 2004 og síðari tölvupósti. 2. Að mat erlendra skipamiðlara á markaðsvirði „Sæfara“ sé US$ 750.000.-“ Í framhaldi af þessu fékk Vega- gerðin Einar Hermannsson og Krist- ján Ólafsson, forstöðumann skipa- tæknisviðs Samskip hf., til að skoða Oileáin Árann í Galway og á siglingu til Arann eyja dagana 15. og 16. nóv- ember 2004 en skipið var þá enn í rekstri. Enginn fulltrúi Grímseyinga var með í för enda þótt Einar hefði lagt það til. Í skoðunarskýrslu sem Einar sendi frá sér 19. nóvember 2004 segir m.a.:  „Oileáin Árann“ er mjög hentugt til Grímseyjarsiglinga og yrði ný- smíði fyrir Grímseyjarsiglingar væntanlega mjög svipuð „Oileáin Ár- ann“, sbr. ferjur af svipuðum stærð- um sem hafa verið byggðar á síðustu árum til siglinga til hliðstæðra eyja fyrir tiltölulega opnu hafi norður af Skotlandi. Sú staðreynd að skipið er með sérstaklega afkastamiklar aðal- vélar (2208 KW) miðað við stærð og gengur allt að 15 hnúta (með olíu- notkun GO -> 7 tonn/24 klst.), hentar vel til Grímseyjarsiglinga sem eru einungis stundaðar 3 daga vikunnar og hefur því olíukostnaður tiltölulega lítið vægi í heildarrekstrarkostnaði. Hins vegar mun slíkur aukinn gang- hraði stytta Grímseyjarferðir um allt að 35% í siglingatíma og hið mikla vélarafl, bógskrúfa og Beckerstýri „Oileáin Árann“ munu nýtast vel við iðulega erfiðar aðstæður í höfninni í Grímsey.  „Oileáin Árann“ er í afar slæmu ástandi og hefur viðhald umfram lág- markskröfur stjórnvalda vart verið til staðar. „Oileáin Árann“ er hins vegar aðeins 12 ára gamalt skip með til- tölulega lítið notuðum aðal- og ljósa- vélum og er ekki talið að vöntun á við- haldi til langs tíma hafi varanlega vegið að burðarvirki og helstu véla- og rafkerfum skipsins.  Gerð hefur verið nokkuð ítarleg kostnaðaráætlun yfir kostnað við að koma „Oileáin Árann“ í það ástand sem krafist er hérlendis af farþega- ferjum [...] Hljóðar sú áætlun upp á nær kr. 60 milljónir, miðað við að þorri endurbóta fari fram í viðgerð- arstöð í Austur-Evrópu við Aust- ursjó, þar sem verðlag fyrir slíkar framkvæmdir er verulega hagstæð- ara en í Vestur-Evrópu. Í fram- angreindri áætlun er gert ráð fyrir að skipinu verði komið í fyrsta flokks ástand og jafnvel umfram það sem aldur þess ella gæfi til kynna og að viðhaldskostnaður verði lítill a.m.k. 5 næstu ár þar á eftir.  Ljóst er að ásættanlegt skip til Grímseyjarsiglinga verður ekki öllu minna en „Sæfari“ eða „Oileáin Ár- ann“, þar sem um erfiðar siglingar fyrir opnu úthafi er að ræða, a.m.k. yfir vetrartímann. Einnig verður ekki gengið framhjá kröfum Reglna nr. 666/2001 „um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum“ fyrir slíkan skipakost, en þær leiða til mjög auk- ins kostnaðar í smíði minni farþega- skipa, umfram það sem áður hefur gilt. „Oileáin Árann“ uppfyllir hins vegar umræddar reglur í öllum grundvallarþáttum fyrir siglingaleið- ina til Grímseyjar, þ.e. B-siglingaleið.  Í ljósi gífurlegra hækkana á stál- verði og ýmsum skipsbúnaði á yf- irstandandi ári, þá er óhjákvæmilegt annað en að endurskoða fyrri áætl- anir um kostnað við nýsmíði til Grímseyjarsiglinga, þ.e. kr. 500 til 600 milljónir. Líklegast verð nú er því kr. 600 til 700 milljónir. „Oileáin Ár- ann“ á forsendu þess að skipið sé/ verði falt fyrir u.þ.b. kr. 80 milljónir í núverandi „eins og það er/þar sem Oileáin Árann Þessi mynd af skipinu var tekin í apríl 2005 í höfninni í Galway. Matsmönnum þótti verðið sem eigendur settu á skipið of hátt. Þegar upp er staðið gætu tvö hundruð milljónir hafa sparast R íkiskaup komu að Grímseyjarferjumálinu með tveimurútboðum. Fyrst voru kaup á skipi boðin út á Evrópskaefnahagssvæðinu, eins og lög gera ráð fyrir, í maí 2005. Aðeins eitt skip uppfyllti útboðslýsingu, Oileáin Árann, og því segir Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, að það ferli hafi verið afskaplega einfalt. Seinna útboðið er varðaði endurbætur og viðgerðir á ferj- unni var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu 8. janúar 2006 og tilboð opnuð 7. febrúar sama ár. Að sögn Júlíusar voru út- boðsskilyrði almenn og hefðbundin. Tilboð bárust frá sex að- ilum en einungis eitt reyndist gilt, við fyrstu sýn, frá litháísku skipsmíðastöðinni JSC Western Shiprepair, en það var jafn- framt lægst. Snemma kom í ljós að Litháunum hafði orðið á í messunni við frágang á tilboðinu og fyrir vikið hurfu þeir frá því. Næstlægsta tilboðið var frá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði (VOOV) en þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki kröfur um jákvætt eigið fé var það ekki talið gilt. Eigi að síður var farið í skýringarviðræður við VOOV án skuld- bindinga um tilboðið og fyrirtækinu gert ljóst að það þyrfti að uppfylla framangreinda kröfu. Í viðræðunum kom í ljós að VOOV höfðu m.a. gert mistök við tilboðsgerðina varðandi ýr- ingarkerfi og kostnað við hallaprófanir. Af þessum ástæðum var ákveðið að fella þessa þætti út úr útboðinu. Þá lagði lög- giltur endurskoðandi VOOV fram yfirlýsingu um að eigið fé fyrirtækisins væri jákvætt og í framhaldi af því var verk- samningur undirritaður. Júlíus segir ekkert óeðlilegt við þetta ferli. Litháíska skipasmíðastöðin hafi dregið tilboð sitt til baka og því hafi verið rökrétt að snúa sér að næsta aðila sem í þessu tilviki var VOOV. Varðandi útfellingu fyrrnefndra þátta úr útboð- inu segir hann það ekki einsdæmi. „Breytingar á gögnum voru studdar fullum rökum. Það að bankaábyrgð sé lækkuð úr 15% í 10% er stigsmunur en ekki eðlismunur. Þá kom í ljós að ekki skipti máli hvort kvíin var vottuð, svo dæmi séu tek- in.“ Enginn pólitískur þrýstingur Júlíus vísar því alfarið á bug að Ríkiskaup hafi verið beitt pólitískum þrýstingi til að innlendur aðili fengi verkið. „Það er algjör fjarstæða. Það var enginn þrýstingur í þessu máli, hvorki eðlilegur né óeðlilegur, hér var einfaldlega farið að lögum.“ Þetta mun vera í fyrsta sinn sem innlend skipasmíðastöð fær endurbóta- og viðgerðaverkefni á vegum hins opinbera. Í síðustu þrjú skipti sem íslensk varðskip hafa þurft endurbóta og/eða viðgerða við hafa þau farið til Póllands. Júlíus kveðst hafa fundið fyrir því í kjölfar samningsins við VOOV að almenn ánægja var með það að verkið yrði unnið hér á landi. „Íslenskur skipasmíðaiðnaður hefur löngum átt erfitt uppdráttar og menn bundu því vonir við þetta verkefni. Sáu fyrir sér að það gæti orðið vítamínsprauta. Það er því sorglegt hvernig málið hefur þróast.“ Ljóst er að verklok tefjast a.m.k. um rúmt ár og Júlíus seg- ir að það sé of langur tími. „En er endilega víst að verkinu hefði miðað hraðar erlendis? Það er ein af þessum ef- spurningum sem aldrei verður svarað. Frávik á verkum eru lítil í byggingariðnaði en í skipasmíði eru þau skilgreind um 50%, þannig að öll þessi aukaverk sem fram hafa komið þurfa ekki endilega að koma mönnum í opna skjöldu. Aukaverkin eru meginástæða þess að málið hefur lent í þessum þæfingi og það er ástæðulaust að benda á einhverja sökudólga í því sambandi. En tafirnar tala sínu máli.“ Fulltrúar VOOV skoðuðu skipið ekki á Írlandi á sínum tíma enda þótt mælt væri með því. Júlíus segir að æskilegt hefði verið að verktaki hefði skoðað skipið en þó sé óvíst að það hefði skilað neinu þar sem skipið var á þeim tíma ekki í slipp. Júlíus segir að í verkefnum af þessu tagi sé mikilvægt að fara vel með almannafé. Hann viðurkennir að kostnaður hafi vaxið heldur mikið en bendir á að ekki sé útséð með að fé hafi verið kastað á glæ. „Það má ekki gleyma því að þegar upp er staðið gætu 200 milljónir hafa sparast ef miðað er við ný- smíði. Eru það svo slæm innkaup? Svo segja sérfræðingar mér að loksins þegar skipið kemst í gagnið verði það gott. Það hefur svolítið gleymst í umræðu sem hefur verið einhliða á kaupandahliðina og býsna stór orð notuð.“ BREYTINGAR Á GÖGNUM STUDDAR RÖKUM Aðkoma Ríkiskaupa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.