Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ GRÍMSEYJARFERJA
ars vegar lekastöðugleika skipsins og
hins vegar ábendingar um frekari
skoðanir á skipinu, þá var gripið til
eftirfarandi aðgerða:
Vegagerðin réði bresku verk-
fræðistofuna Hilbre Marine Consult-
ancy Ltd. til að gera nýja stöð-
ugleikaútreikninga miðað við
forsendur um breytingar á skipinu.
Umræddir ráðgjafar voru í beinu
sambandi við Siglingastofnun og eftir
mikla vinnu samþykkti Sigl-
ingastofnun að lokum að skipið upp-
fyllti lekastöðugleikakröfur, með
tölvupósti dags. 3. nóvember 2005.
Tveir fulltrúar Siglingastofnunar,
skoðuðu síðan skipið í Galway 10. og
11. nóvember 2005, vegna áður
nefndra athugasemda í skýrslu Sigl-
ingastofnunar.
Gengið endanlega
frá kaupunum
Þar sem öðrum skilyrðum í samn-
ingsdrögum um kaup á skipinu hafði
verið fullnægt, þá lét Vegagerðin
framkvæma botnskoðun á skipinu 12.
nóvember 2005 og komu ekki fram
neinir annmarkar á botni skipsins og
búnaði undir sjólínu, aðrir en smá-
vægilegar skemmdir á annarri skrúfu
skipsins, að því er fram kemur í
skýrslu köfunarfyrirtækisins frá 12.
nóvember 2005.
Í kjölfar framangreinds og eftir að
sveitarstjórn Grímseyjar hafði veitt
samþykki sitt fyrir kaupum á Oileáin
Árann, ákvað Vegagerðin með sam-
þykki samgönguráðuneytisins að
ganga endanlega frá kaupum á skip-
inu og var fallið frá fyrirvörum í
kaupsamningi 14. nóvember 2005.
Þar næst var gefinn út endanlegur
kaupsamningur og undirritaður.
Á fundi sem Jón Rögnvaldsson
vegamálastjóri, Gunnar Gunnarsson
aðstoðarvegamálastjóri, Jóhann Guð-
mundsson skrifstofustjóri í sam-
gönguráðuneytinu og Þórhallur Ara-
son frá Ríkiskaupum sátu 25.
nóvember 2005 kom m.a. fram sam-
kvæmt fundargerð: „Fyrir virðist
liggja að samanlagður kostnaður
vegna nýrrar Grímseyjarferju geti
numið 250 m.kr. [...] Nú er unnið að
hönnun þeirra breytinga sem gera
þarf á skipinu. Þær breytingar verða
síðan boðnar út og nokkuð ljóst að all-
margir mánuðir munu líða þar til
skipið er tilbúið og hægt verður að
setja eldra skip í sölumeðferð. Heild-
ardæmið verður því engan veginn
ljóst fyrr en að þessum tíma loknum.“
Jafnframt segir í fundargerðinni
varðandi fjármögnun ferjunnar: „Vís-
að er til þess að svigrúm í samgöngu-
áætlun myndast ekki fyrr en að
litlum hluta á árinu 2007 en síðan
mun frekar á árinu 2008. Ástæða
þessa er sú að þá fyrst er lokið uppí-
greiðslum vegna lána er tekin voru
þegar Herjólfur var smíðaður. Jafn-
framt er ljóst að endurskoðun Sam-
gönguáætlunar fer ekki fram fyrr en
haustið 2006.
Af framangreindum tveimur
ástæðum var ákveðið að fjármögnun
nýrrar Grímseyjarferju verði af ónot-
uðum heimildum Vegagerðarinnar
fram til 2007 og 2008. Hafi Vegagerð-
in ekki svigrúm til þess að nýta ónot-
aðar fjárheimildir mun fjármálaráðu-
neytið heimila yfirdrátt sem þessari
vöntun nemur.“
Alvarleg athugasemd
Í greinargerð sinni gerir Ríkisend-
urskoðun alvarlega athugasemd við
framangreinda ákvörðun og þá að-
ferð sem notuð er við að fjármagna
kaup á ferjunni og telur hana á engan
hátt standast ákvæði fjárreiðulaga.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra vísaði þessu á bug í Morg-
unblaðinu í kjölfar greinargerð-
arinnar. Tilgreindi hann að heimild
Grímseyingum þótti ekki haft
við sig nægilega mikið samráð
Í nóvemberbyrjun 2005 fór EinarHermannsson skipaverkfræð-ingur fyrir hönd Vegagerð-
arinnar þess á leit við verkfræðistof-
una Navis-Feng ehf (nú Navis ehf)
að hún gerði útboðslýsingu og ynni
kostnaðaráætlun vegna endurbóta á
Oileáin Árann. Á þessu stigi málsins
hafði verið ákveðið að breyta skip-
inu verulega og var sú ákvörðun
tekin án samráðs við skoð-
unarmenn, „nema síður væri“, eins
og Einar greinir frá í bréfi til full-
trúa í fjárlaganefnd Alþingis 20.
ágúst sl. Af þessum sökum taldi Ein-
ar rétt að hann hætti afskiptum af
málinu.
Þessar breytingar á skipinu eru,
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, meira og minna til-
komnar vegna krafna Grímseyinga
og áhafnar Sæfara. Munu þær
fyrstu hafa komið fram í Grímseyj-
arheimsókn samgönguráðherra í
ágúst 2005 og í framhaldi af henni
þegar byrjað var að tala um að
kaupa skipið, endurbæta það og lag-
færa, setja það í klassa og gera því
almennt til góða, samkvæmt hug-
myndum Einars Hermannssonar.
Viðbótaróskir setja Grímseyingar
fram á fundi með Navis í desember
2005 eftir að búið var að gera frum-
drög að útboðslýsingu.
Loks munu hafa komið fram óskir
um fjölmörg minni háttar atriði í
tugum liða eftir að Grímseyingar
fóru að venja komur sínar til Hafn-
arfjarðar og sjá framvindu mála
með eigin augum í febrúar og mars
á þessu ári.
Langur listi varðandi viðbætur
Á tvíþættum lista sem Navis fékk
frá Vegagerðinni í nóvember 2005
um liði sem áttu að vera innifaldir í
útboðinu var annars vegar um að
ræða ýmsar lagfæringar og minni-
háttar breytingar á skipinu í þáver-
andi mynd til aukningar á farþega-
rými; yfirferð vélbúnaðar og
rafkerfis; viðgerðir á bol skipsins;
endurnýjun á slitnum og skítugum
innréttingum og almenn hreinsun
og málun á skipinu. Hins vegar inni-
hélt listinn eftirfarandi atriði er
varða nýsmíði og viðbætur við skip-
ið:
Smíði þilfarsyfirbyggingar sem
átti að þjóna sem viðbótarlest-
arrými.
Smíði og uppsetning vökvadrif-
inna lúga á farmlest undir aðal-
þilfari fyrir lestun og losun farms.
Smíði og uppsetning vökvadrif-
innar hliðarlúgu á yfirbygginguna
fyrir lestun og losun farms.
Smíði og uppsetning vökvadrif-
innar lestarlúgu ofan á yfirbygg-
inguna fyrir lestun og losun farms.
Smíði og uppsetning vökvadrif-
inna farmhurða á afturþil yfirbygg-
ingarinnar.
Smíði og uppsetning vökvadrifins
skutramps fyrir 15 tonna öxulþunga
á skut skipsins til aksturs á bifreið-
um og þungum vinnuvélum að og
frá borði.
Smíði á svokölluðu perustefni á
skipið.
Auk ofangreindra atriða þurfti að
hækka öflugan þilfarskrana skips-
ins, lagfæra neðri lest og endurnýja
lestarbotn með nýjum brunnum og
óskað var eftir að kannaður yrði
kostnaður við að setja svokallað ýr-
ingarkerfi í skipið sem fráviksatriði.
Fleiri atriði bættust við
Vegna eindreginna óska Gríms-
eyinga bættust við, þegar verkið við
gerð útboðsgagna var hafið, nokkur
atriði, þ.e. skipstjóraklefi, skrif-
stofu- og salernisaðstaða í návígi við
brú; gagnger endurhönnun á neðra
farþegarými, flutningi á eldhúsi og
með endurbættri aðstöðu fyrir
áhöfn. Þetta var í meginatriðum
samþykkt af Vegagerðinni og því
innifalið í endanlegum útboðs-
gögnum. Nokkrum atriðum mun
hafa verið vísað frá.
Fjölmörg smærri atriði komu
fram af hálfu Grímseyinga eftir að
útboði lauk sem rætt hefur verið að
bæta úr mörgum hverjum eftir því
sem reynsla kemst á skipið og eftir
því sem nauðsyn ber til. Má þar
nefna endurnýjun á þiljum og inn-
réttingum íbúðar áhafnar; fjarstýr-
ingu á krana; fullkomið sjónvarps-
og hljóðkerfi; eftirlitsmyndakerfi;
kælingu í lestarrými og endurnýjun
á búnaði og innréttingum í stýr-
ishúsi.
Í upphafi áttu Grímseyingar að
koma kröfum sínum á framfæri við
Vegagerðina en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins voru þau
samskipti með stirðara móti og fyrir
vikið settu eyjarskeggjar kröfurnar
er frá leið í auknum mæli fram fyrir
milligöngu samgönguráðuneytisins.
Raunar hefur Morgunblaðið
heimildir fyrir því að Grímseyingum
hafi ekki þótt haft við sig nægilegt
samráð á þessu stigi málsins, eins og
þeir töldu sér hafa verið lofað, og
því hafi ýmsar kröfur þeirra komið
fram síðar en ella. Í greinargerð
Ríkisendurskoðunar segir um kröf-
ur Grímseyinga:
„Ekki er hægt að láta hjá líða að
setja spurningamerki við ýmsar
kröfur Grímseyinga og ekki síst
kröfur þeirra og áhafnar Sæfara um
eitt og annað er snýr að aðbúnaði
áhafnar um borð. Svo virðist sem
umræddum aðilum hafi verið mjög í
mun að ný ferja yrði sem allra líkust
Sæfara og komu fjölmargar kröfur
fram á ýmsum stigum, bæði eftir að
ferjan var keypt, útboðslýsing unnin
og samningur við VOOV undirrit-
aður. Eins og á stóð var brýnt að
gera formlegt samkomulag við
Grímseyinga um kröfur þeirra áður
en til útboðslýsingar og samnings-
gerðar kom í stað þess að mæta
kröfum þeirra með því að semja um
kostnaðarsöm aukaverk við verksal-
ann. Í ljósi tiltölulega skamms ferða-
tíma á milli Grímseyjar og Dalvíkur
er t.d. eðlilegt að velta vöngum yfir
ákvörðunum um að koma til móts
við kröfur áhafnar Sæfara um sér-
staka og dýra aðstöðu fyrir skip-
stjóra um borð ofl.“
Heimildarmenn Morgunblaðsins
áfellast ekki Grímseyinga. Það sé
ósköp eðlilegt að þeir vilji gera skip-
ið sem best úr garði og fyrst þeir
fengu tækifæri til þess sé ekki und-
arlegt að þeir hafi fært sér það í nyt.
EÐLILEGT EÐA OF LANGT GENGIÐ?
Morgunblaðið/ÞÖK
Grímsey Eyjarskeggjar höfðu eðli málsins samkvæmt ríka skoðun á endurbótum á ferjunni.
Kröfur Grímseyinga
Í tillögum starfshóps samgönguráðuneytisinsum samgöngur við Grímsey frá febrúar 2004segir m.a.:
„Jafnframt verði kannað hvort heppilegt sé
að bjóða út rekstur Grímseyjarferju til lengri
tíma og rekstraraðili útvegi skipakost til rekst-
ursins.“
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
samgönguráðherra, Vegagerðin og Samskip,
sem rekið hefur Sæfara um árabil, hafi velt
þessum möguleika fyrir sér. Óformlegar þreif-
ingar munu hafa farið fram en ekki skilað ár-
angri. Samskip munu hafa sýnt málinu áhuga
en ekki verið spennt fyrir útboði; viljað semja
beint við Vegagerðina. Það mun Vegagerðinni
ekki hafa þótt koma til greina þar sem það
stangaðist á við lög og reglur um útboðsskyldu.
Þá munu Samskipsmenn hafa viljað semja til
langs tíma, a.m.k. tíu ára, sem Vegagerðinni
þótti óhugsandi.
Helmingi ódýrara?
Fleiri en einn og fleiri en tveir heimild-
armenn Morgunblaðsins eru sannfærðir um að
þetta sé eigi að síður rétta leiðin – Grímseyj-
arsiglingum sé best borgið í höndum einkaaðila
sem bæði eigi og reki ferjuna og þiggi greiðslu
fyrir þjónustuna. Morgunblaðinu er ekki kunn-
ugt um að Vegagerðin hafi íhugað útboð af
þessu tagi af neinni alvöru vegna sérstöðu verk-
efnisins og lítillar notkunar á skipinu.
Segjum sem svo að Samskip hefðu hreppt
hnossið. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að fyr-
irtækið hefði fest kaup á Oileáin Árann en verð-
ur þó að teljast líklegt í ljósi þess hvað mark-
aðurinn er þröngur og að áætlanir um nýsmíði
hljóðuðu upp á 600 til 700 milljónir króna. Við
þessar aðstæður hefðu kröfur Grímseyinga og
áhafnar Sæfara væntanlega aldrei komið upp á
borðið og skipið nær örugglega verið sent til
endurbóta og viðgerða í Austursjó enda Sam-
skip ekki bundin af útboðum líkt og ríkið.
Óformleg könnun hefði verið gerð hjá nokkrum
skipasmíðastöðvum þar sem Samskip þekkja vel
til og lægsta tilboðinu tekið.
Hvað hefði þessi leið kostað til að gera Oileá-
in Árann haffært á Grímseyjarsundi? Morg-
unblaðið bar þetta undir heimildarmann sinn
hjá Samskipum. Miðað við forsendur sem lágu
til grundvallar kaupum á skipinu var svarið 250
milljónir króna, þ.e. helmingi lægra verð en
kostnaður hins opinbera stendur í núna.
Á RÍKIÐ AÐ SJÁ UM REKSTURINN?
Rekstrarform
Grímseyjarferju