Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 19

Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 19 E kki verður annað séð en und-irbúningsvinna fyrir kaupin áferjunni Oileáin Árann hafi far- ið eðlilega af stað. Þrír kostir í stöð- unni voru kannaðir. Sá möguleiki að gera endurbætur á Sæfara og nota hann áfram til ársins 2018 var snemma sleginn út af borðinu, ekki síst með þeim rökum að skipið yrði verðlaust að þeim tíma liðnum enda fertugt. Um þetta var samstaða. Það er því merkilegt að Ríkisend- urskoðun komist að þeirri niðurstöðu í greinargerð sinni „að hagkvæmast hefði verið að nota Sæfara áfram þrátt fyrir 140 m.kr. endurbætur að því gefnu að sú áætlun hafi byggst á ítarlegum athugunum og því verið raunhæf“. Engum blöðum er um það að fletta að Grímseyingar vildu frá upphafi nýja ferju. Sá kostur þótti ríkisvald- inu hins vegar dýr, svo sem minn- isblaðið sem Sturla Böðvarsson, þá- verandi samgönguráðherra, lagði fyrir ríkisstjórnina 12. apríl 2005 staðfestir. „Einnig virðist ljóst að nýtt skip myndi kosta 600-700 mkr. sem eru miklir fjármunir í þessu samhengi.“ Eðlilegt að setja í öndvegi Þegar notað skip rak á fjörur Vegagerðarinnar, Oileáin Árann, og hún áætlaði að mætti kaupa og end- urbæta fyrir samtals 150 m.kr. er ekki undarlegt að menn hafi sett þann möguleika í öndvegi. Byggði Vegagerðin mál sitt á mati Einars Hermannssonar, sjálfstætt starfandi skipaverkfræðings. Seinna kom í ljós að Einar vanmat endurbótaþörfina, eins og hann staðfestir sjálfur í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis. Þar segir að áætlun í skoðunarskýrslu hafi skeikað um a.m.k. 25 m.kr. og hefði átt að vera nær 80 m.kr. Það er athyglisvert að ekkert sam- ráð var haft við Grímseyinga, helstu notendur þjónustunnar, í upphafi. Í framkvæmdaferli sínum vegna hugs- anlegra kaupa leggur Einar Her- mannsson til skipið verði m.a. skoðað af „fulltrúa/um Grímseyinga“. Við því var ekki orðið. Það er ekki fyrr en Sturla Böðv- arsson fer ásamt föruneyti til Gríms- eyjar að augu hans opnast fyrir mik- ilvægi þess að vinna málið í samráði við eyjarskeggja. Mun merkur fund- ur hans með oddvita Grímseyj- arhrepps og skipstjóranum á Sæfara í flugturninum í Grímsey hafa verið afar árangursríkur. Menn geta verið sammála eða ósammála því að hafa Grímseyinga með í ráðum en hitt er víst að Sturla Böðvarsson tók um það pólitískt upplýsta ákvörðun. Ætla má að sú ákvörðun hafi kostað um 100 m.kr í upphafi en síðan undið upp á sig af ýmsum ástæðum á framkvæmdaferl- inu. Hver gætti hagsmuna ríkissjóðs best? Einar Hermannsson gerði aldrei ráð fyrir þeim breytingum á skipinu sem samgönguráðuneytið heimilaði að kröfu Grímseyinga og því má með rökum segja að hann hafi gætt hags- muna ríkissjóðs betur í málinu en samgönguráðherra enda þótt upp- hafleg áætlun Einars hafi ekki stað- ist. Svo mislíkaði Einari þróun mála að hann sagði sig frá verkefninu. Í ljósi þessa verður ákvörðun Kristjáns L. Möller, núverandi sam- gönguráðherra, að nafngreina Einar í fjölmiðlum í sambandi við ábyrgð í málinu að teljast í besta falli und- arleg. Þau ummæli hlýtur ráð- herrann að draga fyrr en síðar til baka. Ekki er ástæða til að rengja stað- hæfingu Sturlu Böðvarssonar í yf- irlýsingu hans vegna Grímseyj- arferjumálsins 16. ágúst sl. þess efnis að aldrei hafi verið gefin fyr- irmæli sem áttu að geta leitt til þeirr- ar niðurstöðu sem nú liggur fyrir um kostnað við ferjuna. Þar leggur hann aftur á móti áherslu á, líkt og í svari við fyrirspurn Kristjáns L. Möller á Alþingi í febrúar sl., að Vegagerðin hafi haft umsjón með verkinu. En hver tók ákvörðun um að vinna mál- ið í samvinnu við heimamenn í Grímsey? Ekki var það Vegagerðin og ekki var það Einar Her- mannsson. Raunar bendir margt til þess að Vegagerðin hafi á seinni stigum málsins verið undir talsverðum áhrifum, ekki bara frá samgöngu- ráðuneytinu, heldur líka fjár- málaráðuneytinu. Vonbrigði fulltrúa Grímseyinga þegar þeir loksins sáu skipið munu hafa verið mikil. Eftir japl, jaml og fuður samþykkti hreppsnefnd þó kaupin gegn því skilyrði að fullt samráð yrði haft við þá varðandi endurbætur. Fyrir því höfðu þeir vil- yrði frá samgönguráðuneytinu. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að Grímseyingar hefðu getað stöðvað kaupin, skipið hefði aldrei verið keypt í óþökk þeirra, en hugs- anlega sjá þeir málið í öðru ljósi enda búnir að gefa upp vonina um nýtt skip þegar að ákvarðanatöku kom. Skásti kosturinn í stöðunni fyr- ir þá var því að samþykkja skipið og hafa áhrif á endurbæturnar. Annar aðili hefði, að því er Morg- unblaðið hefur upplýsingar um, get- að komið í veg fyrir kaupin á Oileáin Árann, Siglingastofnun. Fulltrúar hennar skoðuðu skipið vandlega ytra og mátu ástand þess mun lakara en Einar Hermannsson. Eigi að síður mælti stofnunin með kaupunum. Þarna var ljóst að kostnaður yrði varla undir 250 m.kr. Samt var ákveðið að kaupa skipið enda var viðmiðið alltaf 600-700 m.kr. fyrir nýsmíði. Ýmsum þykir Grímseyingar hafa verið heldur frekir til fjörsins í þessu máli og komið mörgu til leiðar varð- andi endurbætur. Kemur þetta sjón- armið m.a. fram í greinargerð Rík- isendurskoðunar. Athygli vekur hversu lengi hugmyndir þeirra fá að koma fram og staðfest að af því hef- ur hlotist aukakostnaður. Engin áhöld eru um að eðlilega hafi verið staðið að útboði Rík- iskaupa varðandi endurbæturnar en sú ákvörðun að ganga til samninga við Vélsmiðju Orms og Víglundar orkar tvímælis. Heimildarmenn Morgunblaðsins fullyrða að auðveld- lega hefði mátt semja við litháísku skipasmíðastöðina sem átti lægsta tilboðið enda þótt hún hafi dregið til- boð sitt til baka vegna smávægilegra mistaka. Aðkoma fjármálaráðuneyt- isins, eins og henni er lýst í grein- argerð Ríkisendurskoðunar, bendir hins vegar til þess að pólitískur vilji hafi verið fyrir því að verkið yrði unnið hér heima. Er það væntanlega gert með hagsmuni íslensks skipa- iðnaðar að leiðarljósi. Göfug íhlutun í sjálfu sér en stenst hún naflaskoð- un í breyttum veruleika Evr- ópureglna? Hvers vegna lá svona á? Vont er að skilja hvers vegna verkfræðistofan Navis fékk ekki umbeðinn tíma til að vinna kostn- aðaráætlun og útboðslýsingu vegna endurbóta á ferjunni. Hvers vegna lá þessi ósköp á? Undanþága Sæfara til siglinga á Grímseyjarsundi renn- ur ekki út fyrr en um mitt ár 2009. Heimildum Morgunblaðsins ber ekki saman um það hvort útboðslýs- ingin sé fullnægjandi. Verkkaupi segir svo vera en verktaki ekki. Fyr- ir vikið hafa Navis og verktakinn, VOOV, deilt um fjölmarga þætti verksins og aukaverk farið gjör- samlega úr böndunum. Núningur þessara aðila í millum hefur verið mikill og ekki sér fyrir endann á honum. Á meðan vex kostnaður við verkið – og vex. Heimildarmenn blaðsins segja að verktakinn sé einfaldlega að hugsa um eigið skinn. Hann hafi snemma séð að hann stóð ekki undir verkinu fjárhagslega og því „fundið auka- verk í hverju horni“. Mun það ekki vera einsdæmi í þessu fagi enda segja menn að ekkert fari verr sam- an en ónákvæm útboðslýsing og óvinveittur verktaki. Margir þættir hafa orðið til þess að kostnaður við Grímseyjarferju verður ekki 150 m.kr, eins og rík- isstjórnin samþykkti á sínum tíma, heldur a.m.k. 500 m.kr. Ljóst er að kostnaður við endurbætur var van- metinn í upphafi og á síðari stigum hafa komið í ljós óvæntir gallar sem menn hefðu hugsanlega átt að sjá fyrir. Tekin var pólitísk ákvörðun um að hafa Grímseyinga með í ráð- um sem deila má um hvort hafi und- ið of mikið upp á sig. Þá hefur vinnan við endurbætur á skipinu farið veru- lega úr skorðum og ekki verður bet- ur séð en höfuðábyrgð á því hvíli á herðum verktaka. Í ljósi þess hvern- ig mál hafa þróast verður ekki hjá því komist að velta alvarlega fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörð- un að semja um verkið við Vélsmiðju Orms og Víglundar. Hvað sem því líður hlýtur maður, þegar öllu er á botninn hvolft, að komast að þeirri niðurstöðu að við- komandi stjórnvöld beri meg- inábyrgð á því hvernig til hefur tek- ist við kaup og endurbætur á Grímseyjarferju. HVER BER MEGINÁBYRGÐ? Morgunblaðið/ÞÖK Nýja ferjan Er ráðherrum stætt á því að vísa á undirstofnanir sínar og ráðgjafa þegar spurt er um ábyrgð í þessu umdeilda máli? Niðurstöður Umsóknir þurfa að berast í pósti fyrir 1. október 2007. Er það síðasti skiladagur á þessu ári. Umsóknir skulu merktar: Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur, pósthólf 1840, 124 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.