Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 21 Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir og totil@totil.com Ásólbökuðu kaffihúsi í gotneska hverfinu í Barcelona kvaðst Þór-arinn hafa lesið grein á Time.com um bréf Móður Teresu semhöfðu nýlega orðið efni í bók. Af bréfunum að dæma hafði húnstundum upplifað tómleika í þessa heims hörmungum og efast um hvort einhver væri á himnum. Skiptir það máli? spurði Auður. Það voru góðverk hennar sem gerðu hana að dýrlingi, hugsanirnar voru aukaatriði. Það er mannlegt að efast. Við þessi orð viðurkenndi Þórarinn að Jón Gnarr hefði reyndar grynnk- að á efasemdum sínum með símaauglýsingunni margumtöluðu. Auglýs- ingin hefði endurspeglað að síminn væri guðdómleg uppfinning, þessi mót- takari fyrir ósýnilegar bylgjur sem flytja orð og myndir á milli fólks. Hver hefði trúað að slíkt væri hægt á öldum áður? Ef spænski rannsóknarrétt- urinn hefði komist á snoðir um þriðju kynslóð farsíma hefðu hönnuðir þeirra ábyggilega verið brenndir í hrönnum. Að auki hafði símaauglýs- ingin minnt hann á ágreining munka í bókinni Nafn rósarinnar eftir Um- berto Eco. Munkarnir höfðu tekist á um hvort hlátur væri syndsamlegur eða ein af Guðs góðu gjöfum vegna myndskreytinga í forláta handriti þar sem teiknarinn hafði leyft fáránleika að dansa við lögmál svo úr urðu nokkurs konar skopmyndir. Sumir munkarnir höfðu hljómað eins og vand- látir Íslendingar sem fordæmdu gamansama túlkun á Píslarsögunni eða Jesú. Hugsi á svip tautaði Auður að reyndar væri herslumunur á auglýsingu og skáldsögu, enda þótt bæði hugverkin væru unnin af listfengi. Þetta snýst ekki um form heldur innihald, sagði Þórarinn. Í marg- tuggðri umræðunni um Múhameðsmyndirnar kom fram að Jótlandspóst- urinn hafði neitað að birta skopmyndir af Jesú skömmu áður en þær birt- ust. Í mínum augum skipti það atriði sköpum. Ef við ætlum að kenna öðrum lexíu verðum við fyrst að læra hana sjálf. Getum við sett Múhameð í skoplegan búning meðan okkur er um megn að gera hið sama við Jesú? Að mínu mati er hláturinn ein af Guðs bestu gjöfum, svo framarlega sem við getum hlegið að okkur sjálfum. Hjalið um Múhameðsmyndirnar vakti Auði til umhugsunar um meinta hryðjuverkamenn sem höfðu verið handteknir í Danmörku í vikunni. Hún sagði honum að erlenda fjölmiðla greindi á um hvort áhugi hryðjuverka- manna á litlu Danmörku stafaði af verkum danskra hermanna eða teikn- ara. Þessir bévítans hryðjuverkamenn þurfa enga ástæðu, fussaði Þórarinn um leið og hann baðaði dúfnageri frá borðinu. Þýsk yfirvöld voru andsnúin innrásinni í Írak – en samt hugsuðu nokkrir gaurar sér gott til glóð- arinnar að sprengja flugvöllinn í Frankfurt og nokkur diskótek í leiðinni. Þýska pressan er í sjokki, þú getur lesið áhugaverða samantekt úr henni á Evrópusíðu News.bbc.co.uk. Meðal annars er vísað á grein í Frankfurter Rundschau þar sem blaðamaður bendir á að í þetta skipti hafi lögreglan gripið hryðjuverkamennina Fritz og Daniel ásamt Adem nokkrum – en ekki Múhameð eða Mústafa. Því sé einföldun að skrifa ástandið einungis á innflytjendur og íslam; núna hafi vaknað margar flóknar spurningar sem ekki megi grafa. Ég nenni ekki að spá í hryðjuverkamenn, geispaði Auður. Mér er sama hvað þeir hugsa, það eru verkin sem tala – rétt eins og hjá Móður Teresu. Í ofanálag er búið að vara sérstaklega við hryðjuverkum hérna á Spáni og best að hugsa ekki mikið um það. Skyndilega lifnaði yfir Þórarni. Mundu að í gegnum tíðina hafa hinir og þessir vígamenn sprengt töluvert meira í álfunni en núna, sagði hann. Ef ekki fyrir öll heimsins stríð værum við tvö varla til. Né heldur Jón Gnarr eða Móðir Teresa. Trúðu mér og njóttu þess að sitja hérna í friðsældinni með kaffisopa. Ég segi bara eins og Birtíngur hans Voltaire: Maður verð- ur að rækta garðinn sinn. Getum við sett Múham- eð í skopleg- an búning meðan okkur er um megn að gera hið sama við Jesú? FÖST Í FRÉTTANETI» Þegar hjónin skynjuðu viðburða- keðju alheimsins Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona.                                           Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu- póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýs- ingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl.14:00 til 17:00. ATH! Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi. Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 2.971.234.536 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 1.565.854.263 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,89751665. Útboðið sem nú fer í hönd er forsenda þess að hægt sé að ná skiptihlutföllum sem gert er ráð fyrir í fyrirhuguðum samruna við Sparisjóð Kópavogs, en samrunaáætlun var undirrituð af stjórnum sjóðanna 27. júní síðastliðinn. Í dag hafa allir stofnfjárhlutir í BYR - sparisjóði verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Svo mun einnig verða um nýtt stofnfé sem gefið verður út í tengslum við aukningu þessa. Útboðslýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu BYRS - sparisjóðs www.byr.is. Jafnframt má nálgast lýsinguna í útibúum BYRS - sparisjóðs. Þjónustuver veitir upplýsingar um útboðið í síma 575 4000. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 3. september, til og með 17. september næstkomandi. Eindagi áskrifta er 24. september 2007. Reykjavík, 31. ágúst 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.