Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 24
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
E
tanól verður í fyrsta
sinn til sölu hérlendis
á dælu hjá á elds-
neytisstöð Olís við
Álfheima mánudag-
inn 17. september. Dælan er á
vegum Brimborgar en fyrirtækið
stendur nú fyrir tilraunaverkefni
varðandi notkun etanóls á bifreið-
ar á Íslandi. Eldsneytið sem um
ræðir heitir E85 og verða fluttir
inn 2.000 lítrar í fyrstu umferð.
Brimborg en nú þegar búin að
flytja inn tvær bifreiðar sem
ganga fyrir þessu eldsneyti,
þriggja dyra sportbílinn Volvo C30
og fjölskyldubifreiðina Ford C-
Max.
„Við byrjuðum að vinna í verk-
efninu í nóvember 2006 en þá var
engin vitneskja að ráði til í landinu
um etanól. Við sendum fyrirspurn
til Alþingis og þá kom í ljós að
ekki hafði farið fram nein umræða
um málið,“ segir Egill Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Brimborgar og
forsprakki verkefnisins, en fyr-
irtækið sendi ítrekun til Alþingis í
mars á þessu ári.
Brimborg fór í kjölfarið að afla
sér nánari upplýsinga og komst að
því að nágrannalandið Svíþjóð,
land sem Íslendingar miða sig við
á mörgum sviðum, er komið langt
í notkun etanóls á bifreiðar. Svíar
byrjuðu að prófa sig áfram með
etanól upp úr aldamótunum, að
sögn Egils.
„Boltinn rúllar mjög hratt hjá
þeim og strax árin 2004-5 seldu
þeir 2.000 etanólbíla á mánuði.
Núna er talan komin upp í 3.000-
3.500 bíla á mánuði en alls eru
70.000 etanólbílar á götum Sví-
þjóðar. Að sama skapi hefur et-
anóldælum fjölgað mjög hratt en
núna eru þær komnar í tæplega
þúsund,“ segir hann.
Eggið og hænan
„Hér hefur vandinn auðvitað fal-
ist í því hvar eigi að byrja. Hvort
kom á undan, eggið eða hænan?
Það vantar bæði bíla og eldsneyti
og það þarf að byggja upp mark-
aðinn,“ segir Egill en Brimborg
leitaði eftir samvinnu við olíufélög-
in. Skeljungur og Olís skoðuðu
málið, bæði tæknilegar hliðar og
dreifingaratriði. Niðurstaðan varð
sú að Brimborg flytur inn 2.000
lítra en Olís ætlar að sjá um sölu
með því að skipta út einni venju-
legri dælu í etanóldælu. Stöðin í
Álfheimum er stærsta eldsneyt-
isstöðin hjá Olís og er hún jafn-
framt mjög vel staðsett, miðsvæðis
á höfuðborgarsvæðinu.
„Við kaupum etanólið en þeir
eru sérfræðingarnir í því að dreifa
eldsneyti.“ Egill segir að það hafi
þurft að gera einhverjar breyt-
ingar vegna þessa en ekki veru-
legar. „Kosturinn við etanólið er
að það er vökvi og því er nánast
sömu aðferðafræðinni beitt við að
dreifa því eins og bensíni. Það er
til dæmis mun flóknara að dreifa
vetni og metangasi.“
Hugað að upprunanum
Nafnið E85 gefur til kynna að
eldsneytið sé blanda en það er
85% etanól og 15% bensín. Er
þetta sama blanda og notuð er á
etanólbíla í Svíþjóð og Bandaríkj-
unum. Í Brasilíu, þar sem notkun
etanólbíla er mest í heiminum, er
notað E100, eða 100% etanól.
Ástæðan fyrir því að E85 er notað
hér er loftslagið en blandan virkar
betur í kaldari löndum.
Uppruni eldsneytisins var mik-
ilvægur í augum Egils. Etanól-
framleiðsla úr maís hefur verið
gagnrýnd því við hana hefur
heimsverð á maís hækkað, sem
hefur bitnað á fólki í fátækum
heimshlutum þar sem kornteg-
undin er hluti grunnfæðu. Íslenska
etanólið er því ekki framleitt úr
maís heldur er það ættað frá Sví-
þjóð. „Eldsneytið er framleitt úr
því sem til fellur við skógarhögg.
Svíar eru stórþjóð í skógarhöggi
og þar fellur til mikill lífmassi sem
var áður ónýttur.“
Hann segir að etanóleldsneyti
teljist vera 97-98% umhverfisvænt.
„Umframorka frá orkuverum er
notuð til framleiðslunnar. Síðan
fer út um pústið allt að því 80%
minni koltvísýringslosun en frá
sambærilegum bensínvélum.“
Engar takmarkanir
Eftir því sem Egill hefur kynnt
sér etanólið og etanólbifreiðar bet-
ur verður hann sannfærðari um að
þetta eigi eftir að höfða til Íslend-
inga. „Bílarnir sem við völdum til
kynningar sýna að í þessu felast
engar takmarkanir,“ segir hann en
valdir kúnnar fá að prófa bílana í
fyrstu. „Annar kostur er að bíla-
framleiðendur þurfa aðeins að
breyta hefðbundnum bensínbíl
sáralítið til að hann geti einnig
gengið fyrir etanóli,“ segir hann
og bendir á að til dæmis felist
meiri takmarkanir í notkun raf-
magnsbifreiða og metangasbílar
hafi sér gastank sem taki af far-
angursrými og því séu slíkir bílar
oft síðri kostur fyrir hinn almenna
borgara.
Bílarnir tveir sem Brimborg
hefur nú þegar flutt inn eru svo-
kallaðar „flexifuel“-bifreiðar. Það
þýðir að líka er hægt að taka
venjulegt bensín á bílinn. „Þetta
er lykilatriði í upphafi, til þess að
það sé auðveldara að innleiða
þessa bíla á Íslandi. Í Svíþjóð
byrjaði þetta líka bara með einni
dælu.“
Enn er mörgum spurningum
ósvarað varðandi etanólið og et-
anólbifreiðar en svörin eiga eftir
að skipta sköpum um framtíð
slíkra bifreiða hérlendis. „Verðið
verður að vera samkeppnishæft til
að hinn almenni neytandi, sem
ekki er sjálfur tilbúinn að eyða
hundruðum þúsunda út af um-
hverfinu, kaupi bílinn,“ segir Egill
en hann vonast eftir því að vöru-
gjöld verði felld niður á þessa bíla
líkt og metangasbíla. „Við sendum
fyrirspurn til tollstjóra fyrir hálf-
um mánuði. Við vonumst eftir
svari í mánuðinum, hugsanlega
fyrir opnun dælunnar. Nið-
urstaðan skiptir gríðarlegu máli
um fjölda etanólbíla sem við get-
um hugsað okkur að flytja inn.“
Etanólið þarf að vera ódýrara
Etanólbílar teljast visthæfir
bílar í Svíþjóð og geta eigendur
þeirra lagt ókeypis í stæði í Stokk-
hólmi og Gautaborg, að sögn Eg-
ils. Í einhverjum tilfellum þurfa þó
eigendur bifreiðanna að sýna
kvittanir því til sönnunar að þeir
noti etanól í miklum mæli á bílinn
í stað bensíns. Samkvæmt skil-
greiningu Reykjavíkurborgar teld-
ust etanólbílarnir ekki visthæfir;
Bara spurning um tíma
Morgunblaðið/Ómar
Sportbíllinn Annar etanólbílanna er af gerðinni Volvo C30 og er glæsilegur á að líta. Hægt er að skoða bílinn í sal-
arkynnum Brimborgar við Bíldshöfða en fyrirtækið stendur fyrir etanóltilraunaverkefninu.
Forsprakkinn Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, við annan
etanólbílinn, Ford C-Max.
Bílar sem ganga fyrir endurnýjanlegum orku-
gjöfum sjást æ oftar á götunum. Nokkrir
etanólbílar hafa verið fluttir til landsins og eftir
viku verður etanóleldsneyti í fyrsta skipti til sölu
á dælu hérlendis.
» „Annar kostur er
að bílaframleið-
endur þurfa aðeins
að breyta hefð-
bundum bensínbíl
sáralítið til að hann
geti einnig gengið
fyrir etanóli.“
Í HNOTSKURN
»Fyrsta etanóldælan á Íslandiverður opnuð mánudaginn
17. september hjá Olís í Álf-
heimum.
»Tveir etanólbílar eru til hér-lendis.
»Eldsneytið heitir E85 og er85% etanól og 15% bensín.
»Fluttir verða inn 2.000 lítraraf E85 á vegum Brimborgar
til að byrja með.
»Maís er ekki notaður viðframleiðslu eldsneytisins en
etanólið, sem notað verður hér-
lendis, er frá Svíþjóð og framleitt
úr efni sem til fellur í skóg-
arhöggi.
daglegtlíf
|sunnudagur|9. 9. 2007| mbl.is
David Lightfoot hefur sett fram
byltingarkenndar hugmyndir
um þróun tungumála og mál-
töku barna. » 28
tungumál
Arngrímur Jóhannsson, flug-
stjóri, hefur lagt ómælda vinnu í
að halda sögu flugs á Íslandi á
lofti. » 30
flugsaga
Bók Jung Chang og Johns Hal-
lidays geymir harkalega gagn-
rýni á Maó formann og valdatíð
hans. » 32
maó
Alla 20. öldina var miðbær
Reykjavíkur aðalstaðurinn þar
sem kynin gátu komist í tæri
hvort við annað. » 36
hefðir
Í kvikmyndinni Veðramót eru
mál barna, sem tekin voru af
heimilum sínum og sett á upp-
tökuheimili, í brennidepli. » 26
kvikmyndir