Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 33
versk menningarhefð var því sú, að
menntað fólk fengist við skáldskap.
Maó var gott skáld, en ekki fram-
úrskarandi, fram til þess tíma er
hann komst til valda, þá hvarf neist-
inn. Athyglisvert er einnig að í
skáldskap hans er hvergi að finna
tjáningu mannúðar.“
– Er líf Maós formanns sönnun
þess að stundum sigrar hið illa?
„Ég er hrædd um að líf hans sé
sönnun þess að hið illa gat sigrað,
því miður. Maó gaf upp öndina í
rúmi sínu. Aldrei hefði komið til
þess að honum yrði steypt af stóli,
hann glataði völdum sínum sökum
líkamlegrar hrörnunar. En á meðan
hann hélt kröftum sínum var vilji
hans aflið sem réði samfélaginu.“
Tölvutækni í alræðissamfélagi
– Bók ykkar hjóna hefur hlotið
góðar viðtökur víða um heim og
henni er lýst sem þrekvirki á sviði
rannsókna á sögu Kína. Stjórnvöld
eru hins vegar lítt hrifin.
„Bókin er bönnuð í Kína líkt og
fyrri bók mín, Villtir svanir. Kín-
verskum fjölmiðlum hefur einnig
verið fyrirskipað að minnast hvorki
á bókina né mig. En nú lifum við á
öld upplýsinga og internetsins og
því geta stjórnvöld ekki haldið uppi
sams konar eftirliti og tíðkað var í
Kína Maó formanns. Mörg félög í
Kína hafa bók okkar undir höndum,
í einhverjum tilfellum hefur hún
verið skönnuð inn í tölvur. Og síðan
er hún sett á netið. Uppræti yfirvöld
vefsetur A, setur vefsetur B hana á
netið. Ef umfjöllun bloggara A um
bókina er þurrkuð út, tekur blogg-
ari B við. Kerfið er því orðið götótt.
Hundruð þúsunda Kínverja, hið
minnsta, hafa því heyrt um bókina
og margir hafa lesið hana fyrir til-
stilli tölvutækni. Síðan eru fjölmarg-
ar, leynilegar sjóræningjaútgáfur
fáanlegar í Kína og fólk smyglar
einnig bókinni inn í landið. Vita-
skuld finnst mér það skelfilegt að
bókin okkar sé bönnuð í Kína en ég
er jafnframt himinlifandi yfir því að
lesendur í Kína hafi fundið leiðir til
að nálgast hana.“
– Gríðarlegar breytingar hafa rið-
ið yfir í Kína á undanliðnum 30 ár-
um eða svo, allt frá því að Deng Xi-
ao Ping innleiddi kapítalismann á
völdum svæðum árið 1979. Þessu
fylgir á hinn bóginn mikil félagsleg
spenna, lífskjör gífurlegs fjölda
fólks hafa tekið algjörum stakka-
skiptum, en víða, og einkum inni í
landinu, hafa menn ekki fengið notið
ávaxta auðhyggjunnar. Telur þú að
meiriháttar pólitískar breytingar
muni eiga sér stað í Kína í fyr-
irsjáanlegri framtíð?
„Ég tel að meiriháttar breytingar
muni eiga sér stað, en ég veit ekki
hvenær þau umskipti verða. Mér
virðist sem núverandi ráðamenn
hafi fundið leið til að halda völdum
með því að stuðla að miklum efna-
hagsframförum en viðhalda hinu
pólitíska kerfi og leyfa enga and-
stöðu við það. Þetta fyrirkomulag
getur reynst langlíft. Breytingar
munu tengjast einhverjum þeim at-
burðum sem verða til þess að
stjórnvöld neyðast til að innleiða
lýðræði.“
Viðskiptahagsmunir og gagn-
rýni
– Eru menn á Vesturlöndum jafn
áhugasamir og áður um stjórn-
málaþróunina í Kína? Hefur ef til
vill dregið úr gagnrýni sökum þess
að viðskiptahagsmunir vestrænna
þjóða og stórfyrirtækja verða sífellt
fyrirferðarmeiri þar eystra?
„Ég tel að þjóðir Vesturlanda
sýni pólitískum umbótum í Kína
ekki nægilegan áhuga. Til eru þeir
sem halda því fram að betra sé á all-
an hátt að Kína verði áfram einræð-
isríki. Þetta mat tel ég rangt og
hættulegt. Heimsbyggðin á mikið
undir því að lýðræði verði komið á í
Kína. Verði Kína lýðræðisríki skap-
ast forsendur til að takast á við innri
vanda samfélagsins. Kína mun sem
lýðræðisríki ekki verða mótað af
hernaðarhyggju og útþenslustefnu
heldur verður velferð fólksins sett
efst á forgangslistann. Þar ræðir
um ýmsar meginstoðir heilbrigðis-
og velferðarkerfis, sem einræð-
isstjórn veitir engan veginn næga
athygli. Nú taka örfáir menn allar
stærri ákvarðanir í ríkinu og full-
komin leynd ríkir yfir þeim. Al-
menningur í Kína hefur ekkert um
þær að segja og verður að treysta á
guð og lukkuna. Ég tel að ráðamenn
þessir séu þjakaðir af yfirgengilegri
skammsýni. Ég tel að erlend fjár-
festing í Kína og sú staðreynd að
vestrænt viðskiptalíf á þar nú hags-
muna að gæta sé jákvæð þróun.
Þessu fylgja aukin samskipti og
Kína er nú opnara samfélag en áð-
ur. En um leið er afar mikilvægt að
kínverskir ráðamenn séu hvattir til
að innleiða lýðræðislega stjórn-
arhætti í landinu.“
Hagsmunir viðskipta-
lífsins ráða för
John Halliday, eiginmaður Jung
Chang og meðhöfundur bókarinnar
um Maó, kveðst hallast að því að
dregið hafi úr gagnrýni ráðamanna
á Vesturlöndum á stjórnarfar í Kína
eftir því sem hagsmunir vestræns
viðskiptalífs hafi orðið fyrirferðar-
meiri í landinu. „Ég held að það sé
rétt, að forystumenn á Vestur-
löndum hafi dregið úr gagnrýni
sinni á stjórnarfarið í Kína. Mér
virðist þetta vera staðreynd. Nefna
má þann takmarkaða þrýsting sem
Kínverjar hafa verið beittir um að
heimila frjálsa og óhefta starfsemi
fjölmiðla á Ólympíuleikunum, sem
þar verða haldnir. Og raunar tel ég
að viðbrögð vestrænna fjölmiðla við
þeim höftum sem í gildi verða hafi
verið heldur máttleysisleg. Síðan
má nefna afstöðu Kínverja til átak-
anna í Darfúr-héraði í Súdan og
sjálft stjórnmálaástandið í Kína.
Spurningin er athyglisverð og hin
hlið hennar lýtur að því hvort vest-
ræn fyrirtæki og fjárfestar sýni
Kínverjum meiri auðsveipni en póli-
tískir ráðamenn á Vesturlöndum
gerðu áður. Þegar þeir Richard
Nixon Bandaríkjaforseti og Henry
Kissinger utanríkisráðherra héldu í
ferðina sögulega til Kína í upphafi
áttunda áratugarins var þeim um-
hugað um að Maó sætti sem
minnstri gagnrýni. Pólitískt hags-
munamat þeirra var þetta. Nú sýn-
ast hagsmunir viðskiptalífsins ráða
för. Því miður eru mjög fáar vest-
rænar ríkisstjórnir reiðubúnar að
gagnrýna einræðið, sem enn er gíf-
urlega viðamikið og öflugt í Kína.“
– En þar á móti kemur, að erlend
fjárfesting er fallin til að knýja fram
breytingar, ekki satt?
„Ef til vill. En eitt er það svið þar
sem kínverskir ráðamenn hika ekki
við að beita öllu afli ríkisins af al-
gjöru miskunnarleysi. Þar ræðir um
sérhverja tilraun fólks til að stofna
frjáls verkalýðsfélög í verksmiðjum
í Kína. Viðkomandi eru samstundis
teknir úr umferð og sendir í skelfi-
legar vinnubúðir eða einhverja af
astbest-námunum alræmdu. Þetta
hefur nokkur fjöldi fólks orðið að
þola. Erlend fjárfesting og iðnvæð-
ing hafa þannig breytingar í för með
sér, skapa hreyfanleika og geta af
sér hærri tekjur, sem oft er aflað við
hræðilegar aðstæður, en ég tel að
enginn hafi enn sýnt fram á bein
tengsl þessara þátta og aukinnar
lýðræðisvæðingar. Fólk nýtur vissu-
lega meira frelsis en áður í Kína en
allir helstu grunnþættir kerfisins,
sem Maó formaður innleiddi, eru
enn til staðar.“
Persónudýrkun Hermaður stendur vörð við hina risastóru mynd af Maó
formanni á Torgi hins himneska friðar í Peking.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
29
3
0
6
Barcelona
í 15 ár hjá Heimsferðum
frá kr.19.990
Frá 19.990kr.
Flugsæti báðar leiðir með sköttum
1.-4. okt., 8.-11. okt.,15.-18. okt., 21.-25.okt.,
28. okt. - 1. nóv., 5.-8. nóv.,12.-15. nóv.
19.-22. nóv., 10.-13. mars, 24.-28. mars.,
31. mars - 3. apríl, 7.-10. apríl, 14-17. apríl.,
21-24. apríl, 28. apríl - 1. maí., 5-8. maí.
Netverð á mann.
Frá 34.990kr.
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á
Hotel Atlantis með morgunmat 5. nóv.,
12. nóv. eða 19. nóv.
Frá 39.990kr.
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á
Del Comte með morgunmat 22.- 26. nóv.
Frá 49.990kr.
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á
Catalonia Plaza með morgunmat
22. - 26. nóv.
Heimsferðirhafaboðiðbeint leigu-
flug til Barcelona undanfarin 15 ár.
Í haust og á næsta ári verðum við
með tvö flug í viku til Barcelona og
m.a. beint morguflug næsta vor.
Þessi einstaka borg býður allt það
sem maður óskar sér í borgarferð.
Góð hótel í boði. Sérpöntum miða
á leiki með Barcelona og Espanol
ef óskað er.
• Frábært að versla
• Iðandi mannlíf
• Fjörugt næturlíf
• Fjölskrúðugt menningarlíf
• Áhugaverðar kynnisferðir
með íslenskum fararstjórum
Heimsferða
• FC Barcelona - spænski boltinn
BÓKAÐU NÚNA!
Borgin sem allir elska!
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Tímamótaverk Toms Kitwoods komið út á íslensku
Jón Snædal öldrunarlæknir
Hér eru sett fram ný viðhorf til
heilabilunar þar sem áhersla er
lögð á mikilvægi persónumiðaðrar
umönnunar fyrir lífsgæði þeirra
sem greinast með heilabilun og
framþróun sjúkdómsins.
Þetta er bók fyrir alla sem vinna
við umönnun fólks með heilabilun
og nemendur í heilbrigðisvísindum
en nýtist einnig öðrum sem vilja
dýpka skilning sinn á heilabilunar-
sjúkdómum. 2.
prentun
komin
j p v . i s
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn