Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 34

Morgunblaðið - 09.09.2007, Side 34
borgarlíf 34 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró, Við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um húmgvan skóg. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín, og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. Þ etta var greinilega ekki kveðið í umhverfi eins og miðbæ Reykjavíkur er lýst í fréttum í fjöl- miðlum nú um helgar, en það er einmitt tíminn sem fólk fer á stjá, sumir hverjir í makaleit. Það má ekki gleyma því að miðbærinn er ekki bara gömul hús, fyllirí og fíkni- efnasala, hann hefur lengi verið einn helsti vettvangur pörunar Íslend- inga. Fyrr eða síðar rennur upp sú stund í lífi flestra einstaklinga að vilja finna maka, stofna heimili og fjöl- skyldu, alla 20. öldina var miðbær Reykjavíkur aðalstaðurinn þar sem kynin gátu helst komist í tæri hvort við annað, sést á rúntinum, hist á böllum og gengið svo ástfangin hönd í hönd út í vorljósa nótt, hauströkkrið – eða vetrarstorminn eftir atvikum. En nú virðist þetta vera orðinn svo stórhættulegur vettvangur að jafnvel þótt fólk vilji mikið á sig leggja til að finna sér maka þá er spursmál hvort það áræði að leita hans á þessum um- talaða vígvelli skemmtanalífs höf- uðborgarinnar. Í stað þess að finna ástúðlegan og spennandi maka gæti það allt eins verið slegið niður, rænt, nauðgað og jafnvel drepið. Í staðinn fyrir rökkurró kveða við öskur og vein og alltof oft flýtur blóðið í skini neon-, raf- og stjörnuljósa. Ef svo heldur fram sem horfir endar með því að fólk kynni að eiga helst mögu- leika á nánari kynnum ef það lenti samtímis inni á slysadeild. Sveitaböll- in á árum áður þóttu róstusamur vettvangur en þau minna helst á sunnudagaskóla miðað við lýsingar á lífinu í miðbæ Reykjavíkur undir morgun um helgar. En auðvitað hefur fólk frá örófi alda kynnst einhvern veginn og náð saman – það að enn eru til Íslend- ingar sannar þetta. Kirkjurnar og vistarbandið Á söguöld og í kaþólskum tíma voru tilefnin og tækifærin fleiri en eftir að siðskiptin héldu innreið sína. Smám saman hertust tök yfirvalda á veraldlegum skemmtunum og loks gegndu kirkjurnar einna stærsta hlutverkinu sem vettvangur þar sem nokkur hópur ungs fólks gat hist. Margir sáust fyrst við messur og reyndu svo að komast í tæri hvert við annað eftir föngum. Þar kom þó að ís- lenskir dansleikir voru teknir upp að nýju, einkum átti ungmennafélögin þar ríkan þátt. En íslenskir dans- leikir hafa þó aldrei orðið beinir hjónabandsmarkaðir einsog dans- leikir voru lengi vel t.d. í Bretlandi, þar sem ungar stúlkur af fínum ætt- um voru beinlínis sýndar og kynntar fyrir ungum mönnum með möguleika á nánari kynnum og hjónabandi í huga. Auk kirknanna gegndi vist- arbandið líka stóru hlutverki í kynn- um ungs fólks á Íslandi. Fólki var skylt að ráða sig í vist á sveitabæjum og æði margir sem nú arka um Ís- landsgrundir eiga ættir að rekja til vinnumanna og vinnukvenna sem kynntust í vist, giftust og fengu jarð- næði og fengu sér svo sjálft vinnufólk – ef vel tókst til – og þannig koll af kolli. Kvonbænir meðal „betra fólks“ Það var aðeins „betra fólkið“, yf- irstéttin, sem var samansett af menntamönnum, þ.e. prestum og lög- fræðingum, kaupmönnum og vell- ríkum bændum sem héldu í þann sið fyrri alda að velja mönnum kvonfang eftir ætterni og efnahag. Meðal þess fólks tíðkaðist lengi vel að menn riðu langar leiðir til þess að biðja sér hæfi- lega ættstórrar og vel efnaðrar konu sem þeir höfðu kannski aldrei séð. Ekki höfðu höfðingjarnir þó alltaf erindi sem erfiði. Ingibjörg Jóns- dóttir, móðir Gríms Thomsens, ritaði Grími bróður sínum amtmanni að staðaldri bréf í áratugi sem eru full af fréttum af fólki. Þar segir á nokkrum stöðum frá kvonbænum embættis- mannsins og skáldsins Bjarna Thor- arensen, sem samdi m.a. kvæðið „Kysstu mig hin mjúka mær.“ Bjarni var fyrsti og einn helsti fulltrúi róm- antísku stefnunnar í íslenskum bók- menntum, en hann fæddist 1786 og dó 1841. „Ekki er assessor Thorarensen giftur enn,“ segir Ingibjörg árið 1817 í bréfi til bróður síns. „Allir segja að hann hafi fengið fullkomið loforð fyr- ir þessari Guðrúnu Thorarensen, sem hann fór að fría til í fyrra, og mun það vera satt að allra meining.“ Hinn 3. mars 1819 er þó staðan orðin önnur. Þá segir Ingibjörg: „Assesor Thorarensen er ógiftur og trúi ég nú beri ekkert á, að hann hafi í sinni framar að eignast fröken Guðrúnu Thorarensen, sem sagði honum upp í fyrra. Margt held ég honum gangi í basli.“ Ári síðar, 1820, skrifar Ingi- björg enn fréttir af kvennamálum Bjarna Thorarensen: „Þegar sein- ustu skip sigldu héðan í haust, var as- sessor B. Thorarensen trúlofaður El- ínu, dóttur amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum.“ … „Nú segir fólk, að hér muni komin skömm í spilið, svo hann muni í óvissu, hvort hér verður nokkuð af.“ Í ágúst sama ár segir Ingibjörg: „Assessor B. Thor- areresen hefur enn nú það ólán, að honum hefur verið nýlega gefið full- komið afsvar um kærustuna, Elínu dóttur amtmanns Stephensens.“ En Bjarni lét þó ekki hugfallast. Hinn 1. október þetta viðburðaríka ár í ásta- málum Bjarna segir Ingibjörg í bréfi til Gríms bróður síns: „Assessor B. Thorarensen reið nú upp örðugur og fríaði til dóttur Boga Benediktssonar kaupmanns í Stykkishólmi – og gift- ist henni í sömu ferðinni. Þessi as- sessorinna heitir Hildur. Hún er sögð dáfalleg og faðir hennar er flugríkur. Hann á samt sex eða sjö börn. Þenn- an enda hafði nú allt assessors Thor- arensens giftingaandstreymi.“ Auglýsti eftir konu í Höfn Fólk nú heldur kannski að kynni í gegnum fjölmiðla séu nútímafyr- irbæri en svo er hreint ekki. Maður hét Guðmundur Scheving og var læknir. Hann var kunningi Sigurðar Briem póstmálastjóra sem gaf út minningar sínar árið1944. Þeir Sigurður og Guðmundur voru sam- stúdentar 1883 og síðar báðir við nám í Kaupmannahöfn. Nokkrum árum eftir að námi þeirra lauk hitti Sig- urður Guðmund í Kaupmannahöfn , var Guðmundur þá orðinn aukalækn- ir á Seyðisfirði. „Hann var þá kominn þar í konuleit,“ segir Sigurður Briem. Hann kveður Guðmund hafa auglýst í Kaupmannahafnarblaði einu eftir konuefni „og átti hún helzt að vera loðin um lófana, sem svo er kallað. Meðal annarra hafði hann fengið til- boð frá ungfrú einni úti á landi, mig minnir í Árósum. Scheving fór þang- að til að athuga konuefnið, en hún reyndist þá svo ófríð, að honum leizt ekki á blikuna, og bað um frest til umhugsunar, því hún var vel efnuð. Talaði hann við ýmsa kunningja um það, í hverjum vanda hann væri staddur, og þótti súrt í broti, að þurfa að hverfa aftur heim til fósturjarð- arinnar með erindisleysu. Fresturinn sem hann hafði fengið, til að íhuga þetta mál, var brátt útrunninn, og í þessu hugarangri sté hann upp í sporvagn, sem ók út á Friðriksberg. Ætlaði hann sér til hugarléttis að nota góða veðrið til að reika þar um skemmtigarðinn, hinn fagra „Fre- driksberg-Have“. Þegar kom þangað að garðhliðinu vildi svo til, að vagninn fór út af sporinu og veltist um koll. Meðal fjölda fólks þar í vagninum var lögulegur kvenmaður, og það vildi svo til, að hún lenti í fanginu á Schev- ing. Út úr þessu töluðust þau eitt- hvað lítils háttar við, og kvaðst Scheving ætla að ganga sér til skemmtunar þar í garðinum. Kom þá upp ú kafinu að kvenmaður þessi var kominn þangað í sömu erindagerð- um, og talaðist svo til með þeim, að þau skyldu verða samferða. Á þessari skemmtigöngu sagði Scheving ungfrúnni frá, í hvaða er- indum hann væri, og frá vandræðum þeim, sem hann væri í. Í samræð- unum lét ungfrúin í ljós, að hún gæti vel hugsað sér að fara til Íslands, og er skemmtigöngunni var lokið, voru þau harðtrúlofuð. Scheving fylgdi heitmey sinni heim til foreldra henn- ar, til að fá samþykki þeirra. En þau vildu ekki heyra það nefnt. Það gæti ekki komið til mála, að dóttir þeirra, sem var einbirni, færi út í kuldann á Íslandi með óþekktum manni, og vildu alls ekki leggja trúnað á að maður þessi væri læknir, en ungfrúin vildi ólm leggja út í þetta ævintýri með Scheving. Til þess að færa sönn- ur á mál sitt, fékk Scheving, meðal annarra, Tryggva Gunnarsson til að votta fyrir tilvonandi tengdafor- eldrum sínum, að hann væri sá, sem hann sagðist vera. Þarf ekki að orð- lengja það, að Scheving kvongaðist þessari heitmey sinni, hvað sem for- eldrarnir sögðu, og lifðu þau í far- sælu hjónabandi hér heima á Íslandi í fjöldamörg ár, og svo lengi, sem G. Scheving lækni varð lífs auðið.“ Lof mér að klára! Girndarráð er raunar vel þekkt, bæði í bókmenntum og lífinu sjálfu, þ.e. þegar fólk verður ástfangið við fyrstu sýn og vill giftast. Þannig var það hjá Gunnari á Hlíðarenda og Hallgerði langbrók og þannig fór líka manni einum íslenskum sem litið hafði augum stúlku eina snemma á síðustu öld. Hann hentist snemm- indis upp á hest og flengreið heim til stúlkunnar þeirra erinda að biðja hennar. Þegar heim til hennar kom spurði hann fljótmæltur eftir henni, hvort hún væri viðlátin? Heimamanni vafðist tunga um tönn – jú, stúlkan væri heima – en hún væri nú stödd á náðhúsinu. Biðillinn lét þetta ekki aftra sér heldur arkaði að kamrinum og spurði inn um lítið gat á hurðinni hvort stúlkan vildi giftast sér. „Lof mér að klára,“ svaraði stúlkan. Litlu síðar kom hún út af náðhúsinu og gaf hinum ákafa biðli jáyrði sitt. Öllu seinni í svifum var hinn þekkti stærðfræðingur Björn Gunn- laugsson. Björn var að sögn Bene- dikts Gröndal í Dægradvöl fráhverf- ur kvenfólki og „dáruðu Íslendingar hann fyrir það, og komu honum loks- ins til að fara til kvenmanns einhvers og sögðu hann yrði nú að segja eitt- hvað fallegt, hún væri fagureygð o.s.frv. (Björn var þá staddur í Kaup- mannahöfn þar sem hann gekk m.a. fyrir konung) „Björn fór og segir við stúlkuna: „Deres Öjne er gule og grönne, röde og blaa og spille í alle Regnbuens Farver.“ Stúlkan hefur haldið að maðurinn væri ekki með öllu ráði og varð ekkert af þeim til- raunum,“ segir Benedikt. Ekki er lík- legt að Björn hafi tekið þetta nærri sér því Gröndal tekur sérstaklega fram að aldrei hafi honum brugðið til reiði eða annarra geðshræringa. Það reyndist hins vegar ekki rétt hjá Gröndal að Björn væri fráhverfur kvenfólki. Hann var tvígiftur. Sagt er að vinir hans á Íslandi hafi ýtt á hann Kvonbænir, miðbær og makaleit Miðbærinn hefur lengi verið vettvangur maka- leitar en þar ríkja nú oft hættulegar aðstæður sem kannski eyðileggja þetta hlutverk hans. Guðrún Guðlaugsdóttir gluggar í heimildir um kvonbænir og veltir fyrir sér aðferðum varðandi makaleit. Víst er að Íslendingar hafa alltaf fundið leið til að komast í sambönd og hjónabönd – þess vegna erum við ennþá hér! Ást Í miðbæ Reykjavíkur hefur löngum farið fram pörun, þar hafa margir fengið sinn fyrsta koss. Morgunblaðið/Sverrir Leigubílar Frá því að leigubílar komu til sögunnar hafa þeir gegnt mik- ilvægu hlutverki í skemmtanalífi landsmanna og þar með í ástalífi þeirra. Rómantískur Bjarni Thorarensen skáld og embættismaður lenti í ann- áluðum kvonbænaraunum. Hann var fyrsti og helsti forvígismaður rómantísku stefnunnar hér á landi. Fjarhuga Stærðfræðingurinn Björn Gunnlaugsson gleymdi næstum að biðja maddömu Ragnheiðar þegar hann fór á biðilsbuxurnar, en hún minnti hann á erindið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.