Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 35

Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 35
að fá sér konu og höfðu undirstungið ekkjuna Ragnheiði Bjarnadóttur áð- ur en Björn var sendur í biðilsleið- angurinn. Reið Björn nú sem leið lá heim til maddömunnar. Hún bauð honum inn og gerði vel við hann í mat og drykk og fór ágæta vel á með þeim og spjölluðu þau lengi saman. Þar kom að Björn fór að sýna á sér farar- snið, fór út á hlað og var að setjast upp á hestinn þegar maddaman spurði: „Var það nú ekkert sem þér gleymduð, Björn? „ – Ha – jú annars, viljið þér eiga mig, maddama Ragn- heiður? Konan játti því og að svo mæltu reið Björn úr hlaði. Björn missti konu sína 1834 og giftist tveim árum síðar fyrrum svilkonu sinni Guðlaugu Aradóttur. Björn var þekktur stærðfræðingur og land- mælingamaður. Hann andaðist 1876. Skúli Thoroddsen, sýslumaður og alþingismaður, var hins vegar ekki lengi að ákveða sig þegar hann kom að afloknu háu lögfræðiprófi frá Kaupmannahöfn inn á heimili Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og Katrínar konu hans. Þar var fyrir ung stúlka, Theódóra Guðmunds- dóttir. Yfir baunasúpunni á þeirra fyrsta fundi kviknaði ást sem fljót- lega leiddi til trúlofunar og var baunadagsins svonefnda jafnan minnst árlega á þeirra heimili og svo lengi sem Theódóra Thoroddsen skáldkona lifði. Er einföld kona eftirsóknarverð? Í Íslenskum þjóðsögum Ólafs Dav- íðssonar er sögn úr þá óprentuðu þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem nefnist Hjónabandið. „Einu sinni var ungur maður sem langaði mjög til að fá sér konu. Hann fór því til vinar síns og spurði hann, hvernig honum litist á að hann kvæntist. Vinur hans réð honum til að flasa ekki að kvonbænum, en engu tauti varð komið við unglinginn, og vildi hann kvænast sem allra fyrst. „Hvers konar konu viltu þá eiga?“ spurði vinurinn. „Ég vil eiga ekkju.“ „Hún vill hafa vilja sinn og frjáls- ræði.“ „Þá vil ég eiga þá, sem tvígift hefur verið.“ „Sú brúður ber sverð við síðu sér.“ „Þá vil ég eiga þá, sem vel er máli farin.“ „Ó, láttu konuna þína kunna að þegja í öllum guðanna bænum.“ „Þá vil ég eiga þá sem rík er.“ „Þá giftist þú peningunum en ekki persónunni.“ „Þá vil ég eiga þá sem falleg er.“ „Illt er að geyma það, sem allir sækjast eftir.“ „Þá vil ég eiga þá, sem ófríð er.“ „Illt er að binda sig við það, sem engum þókn- ast og manni fellur ekki sjálfum í geð.“ „Þá vil ég eiga þá, sem fæðir mér mörg börn.“ „Mörg börn hafa mikla áhyggju í för með sér.“ „Þá vil ég eiga þá, sem ekki getur átt börn.“ „Það er illt tré, sem ekki ber neinn ávöxt.“ „Þá vil ég eiga einfalda stúlku.“ „Það skaltu gera, því að vera má, að hún hafi ekki lært neitt illt, og getur verið, að þú getir vanið hana eftir vilja þínum. Menn eiga að vera forsjálir í hjónabandinu og undirbún- ingi þess, því að djöfullinn ásækir enga stétt jafnmikið og hjónin.“ Ekki er víst að þessi rök vinarins falli karlmönnum nútímans í geð, varla sækjast menn almennt eftir að giftast kjánum ótilneyddir – þótt dæmi séu til um slíkt. Sparimerkjabrúðkaup og tölvukynni Í nútímanum gerast margar skrítnar sögur hvað hjónabönd snert- ir – rétt eins og á fyrri tímum. Maður einn var við nám í Kaupmannahöfn um 1970. Kunningi hans sagði honum frá stúlku sem sárlega þurfti að finna sér mann til að giftast til að ná út sparimerkjum sínum. Maðurinn gerði það fyrir orð kunningjans að hitta stúlkuna og samdist svo um að þau giftu sig strax og pappírar voru fengnir. Þetta stúss krafðist nokk- urra samfunda og einnig skilnaður- inn sem fyrirhugaður var í kjölfarið. Svo fór að við frekari kynni líkaði þessu pari svo vel í hjónabandinu að það hætti við að skilja og tók að eign- ast börn í staðinn. Sumar sögur um makaval nú- tímans eru ekki sársaukalausar. Ég heyrði um konu sem gift var og átti ungt barn með manni sínum. Mað- urinn undi löngum stundum við tölvu sína og konan uggði ekki að sér. Dag einn gekk maðurinn svo frá tölvunni og sagðist vera að fara. Hann hefði kynnst konu úti í heimi í gegnum Netið og væri nú að halda á fund hennar og kæmi ekki aftur. Óalgengt er vafalaust að menn taki svo af- drifaríka ákvörðun án þess að svo mikið sem sjá í eigin persónu þá konu sem að baki netverjans leynist. En hitt er víst að margvísleg sambönd verða til á Netinu sem sum leiða til hamingjusams hjónabands, önnur til mikilla vandræða – og allt þar á milli. Það þarf alltaf töluverðan kjark til þess að hleypa nýrri persónu inn í nánasta líf sitt. En kannski skiptir ekki máli hvernig kynnin komast á, bara ef þau virka í reynd. Áður þótti heillaráð ef menn gengu ekki út að þeir fengju sér ráðskonu. Þegar þeir svo kynntust konunni í „action“ þá leiddi það oft til hjóna- bands. Kannski gegnir samtal á Net- inu þessu hlutverki að einhverju leyti núna fyrir þá hlédrægu sem hætta sér ekki inn í annálaða ringulreið hins íslenska skemmtanalífs nú- tímans. Það er hins vegar í öllu falli rétt fyrir karlmenn í eiginkonuleit að hafa í huga heilræði úr borðræðum Lúth- ers: „Maður á að búa með konu, sem verður döpur, þegar hann fer, en glöð þegar hann kemur heim.“ Fyrir konur sem eiga aðdáanda er rétt að glugga í bókina: „Hann er ekki nógu skotinn í þér.“ Þar eru mörg heilræði sem ættu að forða þeim frá sársauka. Gullna reglan er að muna: „Allir mennirnir sem þú hefur einhvern tímann deitað og sögðust ekki vilja giftast eða að þeir tryðu ekki á hjónabandið munu ein- hvern tímann gifta sig. Þeir munu bara ekki giftast þér! Gættu þess strax í byrjun að velja þér gaur sem hefur svipuð framtíðaráform og þú og ef hann hefur þau ekki, forðaðu þér þá eins hratt og þú getur.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Rokk Um miðbik síðustu aldar varð að rokkið alls- ráðandi, á þeim tíma kynntust mjög mörg pör á dansleikjum og það var jafnvel rokkað á götum mið- bæjarins t.d. á útihátíðum. Morgunblaðið/Jim Smart Barmur Konubarmar í upphlut í líkingu við þennan hafa líklega mætt augum þeirra Bjarna Thorarensen og Björns Gunnlaugssonar þegar þeir voru á höttum eftir konuefnum á 19. öld. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.