Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 38
menning
38 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hlíðarhjalli - Kópavogur
290 fm vel staðsett einbýlishús í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið er á tveimur hæðum; á efri hæð er anddyri, eld-
hús, stofa, wc og herbergi. Á neðri hæð eru 5 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og stúdíoíbúð með sérinn-
gangi. Verð 84,9 milljónir.
Nánari upplýsingar gefa Gunnar í síma 899 7009 og Guðmundur í síma 697 8600.
Þorlákur Ó. Einarsson
lögg. fasteignasali
Gsm 820 2399
Þórhildur Sandholt
lögfr. og lögg. fasteignasali
Stakfell 535 1000
Fasteignasala • Lágmúli 7 • 108 Rvk www.stakfell.is
Glæsilegt verslunar- og
skrifstofuhúsnæði á mjög
eftirsóttum stað í Hamra-
borg í Kópavogi. Húsnæð-
ið, sem er sérlega vel stað-
sett, er á tveimur hæðum
sem hægt er að samnýta
eða nota sitt í hvoru lagi.
Efri hæðin er tilbúin til inn-
réttinga. Neðri hæðin er
skráð 140 fm skv. FMR en
efri hæðin er skv. seljanda
um 170 fm. Tilboð óskast
í fasteignina 6776
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Hamraborg - Laust fljótlega
andi glerlistaverk eftir Leif Breið-
fjörð sem heita Mannsandinn: Fortíð
– nútíð – framtíð, og eru frá 1994.
Þjóðarbókhlaðan býr vel og á að
auki stórt málverk eftir Kristján
Davíðsson frá 1994, málverk eftir
Hring Jóhannesson, höggmynd eftir
Helga Gíslason og málverk eftir Ei-
rík Smith, sem lýsir atburði úr
Prestssögu Guðmundar góða. Þá er
þar og portrett eftir Nínu Tryggva-
dóttur af Halldóri Laxness.
Háskóli Íslands er önnur sú stofn-
un sem svo er litið upp til að þar væri
mjög eðlilegt að rekast á stórvirki úr
myndlistarsögunni. Áður er getið um
þátt Sverris Sigurðssonar í stofnun
Listasafns Háskóla Íslands, en verk í
þess eigu eru eingöngu inni í kennslu-
stofum og ýmsu húsnæði á vegum há-
skólans og fer að sjálfsögðu vel á því.
Guðjón Samúelsson hefur ekki beint
gert ráð fyrir neinu fyrirferðarmiklu
listaverki í forsal skólans og þar er
ekki neitt annað en brjóstmynd af
Jóni Sigurðssyni forseta, sem reynd-
ar er á alltof háum stalli.
Segja má að höggmynd Ásmundar
Sveinssonar af Sæmundi fróða á seln-
um, sem stendur framan við há-
skólabygginguna, hafi orðið tákn-
mynd og einskonar einkennismerki
skólans.
Ein af nýrri byggingum á vegum
Háskóla Íslands er Askja, nátt-
úrufræðihúsið, sem dr. Maggi Jóns-
son teiknaði. Það er fagurt og vel
leyst verkefni og er þó ekki auðvelt
að teikna hús sem á að standa við hlið
Norræna hússins. En það hefur tek-
izt vel.
Ég átti von á því að háskólinn
myndi tjalda einhverju af því bezta
sem listasafn hans á og prýða með því
Öskju að innan. En ekki sá ég eitt
einasta málverk þar og ekkert
myndakyns annað en ljósmynd af
Öskju, sem er að vísu vel viðeigandi.
Þjóðarbókhlaðan Þjóðarbókhaðan skartar þjóðargjöf Norðmanna, ofinni mynd eftir Sunneve Anker Aurdal sem heitir Orðin og Víddin.
Sjóvá Eitt af stórvirkjum Sveins Björnssonar málara hefur í mörg ár verið staðarprýði í afgreiðslusal Sjóvá í Kringlu. Myndin er byggð á eigin reynslu
málarans á meðan hann stundaði sjó. Verkið er 4x2,50 m að stærð.
Höfundurinn er blaðamaður og
myndlistarmaður.