Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 11. september 1977: „Nátt- úruhamfarir þær, sem orðið hafa við og í námunda við Mývatn, hljóta að verða okk- ur umhugsunarefni og áhyggjuefni. Óhjákvæmilega leiðum við hugann að því, hvort hér sé um endurtekn- ingu að ræða á þeim nátt- úruhamförum, sem urðu í þessu byggðarlagi fyrir 250 árum. Sérfræðingar okkar segja, að of snemmt sé að segja nú að svo sé, en óneit- anlega er margt líkt með því, sem hefur verið að ger- ast síðustu tvö árin á Mý- vatnssvæðinu og þeim ham- förum, sem þar urðu fyrir 250 árum. Vísindamenn eru bersýni- lega þeirrar skoðunar að til tíðinda muni draga á ný á þessu landsvæði jafnvel fyrr en seinna. Sumir telja, að það muni verða fyrir lok þessa árs og þá sé hætta á alvarlegri atburðum en urðu að þessu sinni.“ . . . . . . . . . . 13. september 1987: „Það er glæsilegur hópur rithöfunda, sem sækir okkur Íslendinga heim á Bókmenntahátíðinni. Sést á mannavalinu, að þeir, sem unnið hafa að undirbún- ingi hátíðarinnar, hafa staðið vel að verki. Dagskrá er einnig háttað með þeim hætti, að allir, er áhuga hafa á bókmenntum og skáld- sagnagerð, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Er ekki að efa, að hátíðin verður lyftistöng fyrir ís- lenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Gróska hefur einkennt bóka- útgáfu hér undanfarin ár. Bókamarkaðurinn virðist nokkuð sveiflukenndur. Stundum ber ævisögur hæst, þá ljóð, skáldsögur eða þýdd skáldverk. Á síð- ustu árum hefur áhuginn ekki síst beinst að þýðingum og skáldsagnagerð. Þess vegna ætti Bókmenntahá- tíðin nú að eiga góðan hljómgrunn hér hjá okkur.“ . . . . . . . . . . 14. september 1997: „Við Ís- lendingar eigum nær allt okkar undir því komið að spornað verði við mengun hafanna og að viðkvæmt umhverfi norðurhjarans verði verndað eins og kostur er og sjálfbær og ábyrg nýt- ing sjávarauðlinda verði tryggð. Meðal annars af þeim sökum er mikilvægt að við gefum öðrum þjóðum gott eftirdæmi í umgengni okkar við þær auðlindir láðs og lagar, sem forsjónin hef- ur fært okkur upp í hendur, sem og við þær nátt- úruperlur er land okkar prýða – og hvað mest að- dráttarafl hafa á erlenda ferðamenn.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LINKIND Í GARÐ KÍNA Hvernig á að umgangast Kína?Efnahagslegur uppgangur íkínverska alþýðulýðveldinu hefur gert að verkum að ráðamenn þar eru að mestu leyti látnir óáreittir þrátt fyrir alræðisstjórnarfar og mannréttindabrot. Inn á við kaupa stjórnvöld sér frið með efnahagsleg- um umbótum, en pólitískar umbætur eru engar og þeir, sem ganga of langt, eru ofsóttir. Á bókmenntahátíð, sem hefst í dag, eru væntanleg hjónin Jung Chang og John Halliday, höfundar bókarinnar Maó: Sagan sem aldrei var sögð. Þessi bók hefur vakið umtal um allan heim, en þó ekki í Kína því að þar er hún bönnuð eins og önnur bók Chang, Villtir svanir. Í það minnsta ekki op- inberlega, en lesendur hafa fundið leiðir til að nálgast hana bæði á Net- inu og í sjóræningjaútgáfum. Í Morgunblaðinu í dag birtist viðtal Ásgeirs Sverrissonar við Chang og Halliday og finna þau ekkert gott í fari formannsins. „Hugtakið „gott“ er siðrænt og Maó var gjörsamlega sið- laus,“ segir Chang. Eins og fram kem- ur í viðtalinu er talið að um 70 millj- ónir manna hafi látið lífið í hungursneyð og voðaverkum þeim, sem framin voru í valdatíð Maós. Í samtalinu er einnig vikið að Kína samtímans. Chang telur að meirihátt- ar breytingar muni eiga sér stað í Kína, en veit ekki hvenær: „Mér virð- ist sem núverandi ráðamenn hafi fundið leið til að halda völdum með því að stuðla að miklum efnahagsframför- um en viðhalda hinu pólitíska kerfi og leyfa enga andstöðu við það. Þetta fyrirkomulag getur reynst langlíft. Breytingar munu tengjast einhverj- um þeim atburðum sem verða til þess að stjórnvöld neyðast til að innleiða lýðræði.“ Chang er þeirrar hyggju að þjóðir Vesturlanda sýni pólitískum umbót- um í Kína ekki nógan áhuga. Erlend fjárfesting í Kína og sú staðreynd að vestrænt viðskiptalíf eigi þar hags- muna að gæta sé jákvæð þróun, en hvetja verði kínverska ráðmenn til að innleiða lýðræðislega stjórnarhætti. Halliday er afdráttarlausari í gagn- rýni sinni á ráðamenn á Vesturlöndum og segir að dregið hafi úr vilja þeirra til að gagnrýna kínversk stjórnvöld: „Nú sýnast hagsmunir viðskiptalífs- ins ráða för. Því miður eru mjög fáar vestrænar ríkisstjórnir reiðubúnar að gagnrýna einræðið, sem enn er gífur- lega viðamikið og öflugt í Kína.“ Halliday telur að ekki hafi verið sýnt fram á tengsl erlendrar fjárfest- ingar og lýðræðisvæðingar í Kína og bendir á að kínverskir ráðamenn hiki ekki við að beita afli sínu af fullkomnu miskunnarleysi þegar þeir vilji svo við hafa. Þetta eigi við um sérhverja til- raun til að stofna frjáls verkalýðsfélög í verksmiðjum Kína: „Fólk nýtur vissulega meira frelsis en áður í Kína en allir helstu grunnþættir kerfisins, sem Maó formaður innleiddi, eru enn til staðar.“ Kínverjar leggja mikið upp úr sam- skiptum sínum við umheiminn. Kín- verskum ráðamönnum þykir ekki slæmt að geta sýnt sig í slagtogi við vestræna ráðamenn. Það slær vopnin úr höndum almennings að sjá þá við- urkenningu, sem kínversk stjórnvöld njóta hjá leiðtogum lýðræðisríkja. Þegar gagnrýni er sett fram á kín- versk stjórnvöld vegna mannréttinda- brota eða annarra mála virðist það oft fremur vera fyrir siðasakir en að al- vara fylgi máli. Það er ekkert athuga- vert við að erlend fyrirtæki eigi við- skipti við Kínverja, svo fremi að þau gæti þess að aðbúnaður starfsfólks og kjör sé með mannsæmandi hætti, ekki síst í ljósi þeirra aðferða, sem kín- versk stjórnvöld beita til að knýja fram „stöðugleika“ á vinnumarkaði. En það er engin ástæða fyrir pólitíska ráðamenn til að flaðra upp um leið- toga, sem skirrast ekki við að brjóta mannréttindi þjóni það hagsmunum þeirra. Viðskipti eru mikilvæg, en þau eru ekki þess virði að ýta grundvallar- atriðum á borð við mannréttindi til hliðar til að smyrja hjólin. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ M arkaðurinn fyrir lífræn mat- væli hefur gerbreyst á ör- skömmum tíma. Samkvæmt nýrri írskri skýrslu var vöxt- urinn á markaðnum fyrir líf- rænan mat 13,6% árið 2006 og veltan 36,7 milljarðar dollara. Því er spáð að árið 2011 muni markaðurinn hafa stækkað um 83% í viðbót og veltan hafa náð 67,1 milljarði dollara. Eftirspurn eftir lífrænum matvælum hefur aukist á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Fyrir nokkrum árum þurfti að leita í sérstakar verslanir á borð við Heilsuhúsið til þess að kaupa lífrænt ræktaðan mat. Nú eru deildir með lífræn- um mat í öllum stórverslunum, hvort sem það er Hagkaup eða Nóatún, og í nýrri lágvöruverðs- verslun Krónunnar í Vesturbæ Reykjavíkur er meira að segja sérstök slík deild. Í lífrænni ræktun er hvorki notaður tilbúinn áburður né eiturefni og ekki má nota erfðabreytt matvæli, til dæmis í fóður. Ekki er til ein skilgrein- ing á því hvað telst lífrænt ræktað og hvað ekki. Til dæmis eru minni kröfur gerðar í skilgrein- ingum Evrópusambandsins en margar verslanir gera til þeirrar vöru, sem er í hillunum hjá þeim. Vinsældir lífrænt ræktaðrar fæðu E in ástæðan fyrir hylli lífrænnar fæðu er það orð, sem fer af iðn- aðarfæðu og skyndibitanum. Kúafárið árið 2000 og reglulegt smit af völdum e-coli gerla segja sitt. Ekki skiptir síður máli notk- un rotvarnarefna og skordýraeiturs. Lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti eru iðulega bragð- meiri en önnur framleiðsla, og sumir halda því fram að lífrænn matur sé ríkari af vítamínum og annarri hollustu. Þá hefur umfjöllun um skyndi- bitamenninguna sitt að segja. Þar má nefna bók- ina Fast Food Nation eftir Eric Schlosser, þar sem skyggnst er bak við tjöld skyndibitafram- leiðslunnar og dregin upp einkar ólystug mynd, og kvikmyndin Super Size Me, þar sem höfundurinn, Morgan Spurlock, kannar hvaða áhrif það hefur að borða ekkert annað en það, sem er á matseðl- inum hjá McDonald’s, í mánuð. McDonald’s hefur reyndar orðið að skotspæni andstæðinga fjölda- framleiðslunnar og skyndibitamenningarinnar og hefur verið ráðist á veitingastaði keðjunnar víða um heim, þar á meðal í Danmörku. Sennilega er franski sauðfjárbóndinn Jose Bove þeirra þekkt- astur. Hann fór fyrir hópi, sem réðist á og eyði- lagði McDonald’s-veitingastað í heimabæ hans, Millau, og varð hálfgerð þjóðhetja fyrir vikið. Eft- ir aðgerðina hitti hann bæði forseta Frakklands og forsætisráðherra og gaf út metsölubók. Sem dæmi um þær breytingar, sem hafa átt sér stað í neyslu lífrænna matvæla, er að nú fyrir mánaðamót fór sala á eggjum úr hænum, sem eru lífrænt ræktaðar og fá að leika lausum hala, í fyrsta skipti fram úr sölu á venjulegum eggjum á Bretlandi. Almennt hefur eftirspurn eftir lífrænni fæðu aukist gríðarlega þar í landi eins og annars staðar. Hvað sem því líður eru lífræn matvæli þó langt frá því að yfir taka hefðbundin matvæli. Þjóðverjar hafa löngum verið í fararbroddi í líf- rænum matvælum, en í Þýskalandi eru þó aðeins fjögur prósent matvæla lífræn. Það segir þó sína sögu að tæplega helmingur þýskra neytenda kaupir að minnsta kosti einu sinni í mánuði lífræna vöru. Árið 2000 drukku Þjóðverjar 320 þúsund lítra af lífrænni mjólk á viku, en nú er drykkjan komin upp í 2,4 milljónir lítra. Þýskir bændur hafa ekki við að framleiða lífrænar vörur fyrir neyt- endur og anna oft ekki eftirspurninni. Á liðnum vetri þurfti til dæmis að flytja lífrænt ræktaðar kartöflur inn frá Egyptalandi vegna þess að inn- lendar kartöflur voru uppurnar. Þrátt fyrir að lífræn matvæli séu enn sem komið er aðeins lítill hluti af heildinni hefur hinn hraði vöxtur eftirspurnarinnar vakið athygli stórra mat- vöruverslana, sem enn ýtir undir aukningu. En þessari aukningu fylgja vandamál. Hreyfingunni fyrir hollara mataræði og lífrænum mat hafa alltaf fylgt deilur. Ræktun lífrænna matvæla er hins vegar orðin svo umfangsmikil að hún er orðin að fjöldaframleiðslu, en fjöldaframleiðsla á mat var einmitt kveikjan að hreyfingunni. Nú heyrast þær raddir að hún hafi fjarlægst svo uppruna sinn að byrja þurfi upp á nýtt. Orðið lífrænt sé ónýtt og það þurfi að finna ný orð og skilgreiningar. Í nýjasta tölublaði þýska vikuritsins Der Spieg- el er burðargrein um lífræn matvæli þar sem dregin eru fram þau vandræði, sem greinin er í. Lífrænni merkingu á matvæli fylgja ýmis skilyrði um framleiðslu þeirra, en hátt verð og vinsældir geta gert merkinguna að gullnámu. Í Þýskalandi hafa lágvöruverðsverslanir farið af krafti inn á markaðinn fyrir lífrænt ræktaðar vörur og við það hefur orðið á honum grundvall- arbreyting. Þegar verslunarkeðjurnar Aldi og Lidl & co. seildust inn á lífræna markaðinn hófust þegar umræður um að það gæti bitnað á gæðum vörunnar. Velta litlu verslananna, sem margar hverjar eru orðnar ansi útbreiddar, hefur dregist verulega saman, en um leið hefur verðið lækkað. „Lífræn framleiðsla sem byggist á sífellt aukn- um hraða og aukinni iðnvæðingu getur þegar fram í sækir stefnt upprunalegu hugmyndinni, „gæði í stað magns“, í hættu og breyst í andstæðu sína,“ sagði í skýrslu frá þýsku stofnuninni Stiftung Warentest í maí. „Þegar lífrænt er annars vegar ættu siðferðislegar kröfur eftir sem áður að vega þyngra en gróðinn.“ Einn af fylgifiskum fjöldaframleiðslunnar á líf- rænum matvælum er að uppruni vörunnar og framleiðsluferli verður ógagnsætt. Það verður miklu erfiðara að tryggja að uppruninn sé í lagi þegar varan kemur frá landi hinum megin á hnett- inum, en frá næsta bæ. Er hægt að treysta land- búnaðarvörum frá Kína þar sem mengun er mikil og skilningur á hugsuninni á bak við lífræna rækt- un takmarkaður? Heima fyrir vakna einnig spurn- ingar. Hvað þýðir það til dæmis þegar stærsti eggjaframleiðandi Evrópu umbreytist á einni nóttu í stærsta lífræna eggjaframleiðanda álfunn- ar? Stóru verslanirnar hafa ekki þolinmæði til að þræða litla bóndabæi með lífræna ræktun eins og minni búðirnar gera. Þeir þrýsta einfaldlega á sína gömlu birgja um að skipta yfir í lífrænt og gildir einu hvernig þeir fari að því. Þá er algengt að í ein- um reit fari fram lífræn ræktun, en í þeim næsta hefðbundin ræktun þar sem til dæmis eru notuð rotvarnarefni og skordýraeitur. Hvernig á að koma í veg fyrir að efnin berist á milli og tryggt sé að lífræna grænmetið standi undir merkjum? Skilningur á gæðum hefur breyst: „Í stað þess að leggja sig fram um að framleiða vöruna með eins náttúrulegum hætti og mögulegt er, er nú allt gert, sem leyfilegt er,“ segir í þýska tímaritinu. „Hvort matvaran nýtist í raun til lífsviðurværis, sú spurning er löngu hætt að koma fram. Unnendur skyndibita geta í dag farið í næstu sjoppu og feng- ið lífræna hamborgara, pítsu og karrípylsu og í kvikmyndahúsunum er boðið upp á lífrænt popp, sem er hægt að skola niður með lífrænu gosi á meðan á hasarmyndinni stendur.“ Þetta þýðir að ýmis efni eru sett út í matinn, hvort sem tilgang- urinn er að auka geymsluþol eða tryggja raka. Samkvæmt greininni er ekki lengur hægt að treysta því að lífrænn landbúnaður sé umhverf- isvænn og er þá af sem áður var. Þar er tekið dæmi af kartöflubændum. Stórir kartöflubændur eru sagðir nota koparblöndu til þess að vinna á sveppum. Það er leyfilegt í takmörkuðum mæli á þeirri forsendu að málmurinn sé náttúrulegur. Notkunin er hins vegar ekki takmörkuð hjá kart- öflubændunum heldur reglan og það mun vera vegna þess að sá sem ekki gerir það dæmir sjálfan sig úr leik. Andstæðingar koparnotkunarinnar segja hins vegar að málmurinn sé eitur fyrir dýra- líf og gróður og safnist fyrir í jarðveginum í stað þess að eyðast. Slælegt eftirlit, brestir og svindl O g hvað með eftirlitið? Eftir Der Spiegel að dæma er það í molum í Þýskalandi þótt það líti vel út á pappír. „Ástæðan er sú að eftirlits- fyrirtækin eru í samkeppni hvert við annað. Ef eftirlitsmaður geng- ur hart að viðskiptavini sínum getur sá síðarnefndi einfaldlega leitað til mildara eftirlitsfyrirtækis. Eða ódýrara, því að verðið er ekki alltaf það sama.“ Undanfarið hafa ýmsir brestir og svindl komið upp. Það gerist þó sjaldnast vegna árvekni eftir- litsmannanna, heldur eru yfirleitt uppljóstrarar á ferð. Í fyrra komst til dæmis upp um svínabónda, sem hafði selt venjuleg svín til slátrunar sem líf- rænt ræktuð svín. Því fylgir miklu meiri fyrirhöfn að rækta lífræn svín, en venjuleg svín. Evrópu- sambandið hefur sett tilteknar reglur, en helstu verslanakeðjurnar í Þýskalandi fyrir lífrænar vörur, bioland, Demeter og Naturland, hafa sett mun stífari kröfur og vilji bændur koma vörum sínum í hillurnar hjá þeim verða þeir að virða skil- yrðin. Umræddur svínabóndi var hins vegar ekki tilbúinn til þess. Það var ekki eftirlitið, sem kom upp um bóndann, heldur hafði hann keypt venju- leg svín hjá öðrum bónda og selt sem lífrænt rækt- uð svín. Þeim bónda fannst hann hins vegar hafa verið hlunnfarinn og kom upp um svindlið. Þetta er eitt tilfelli af mörgum þar sem reynt er að svindla á kerfinu og óttast margir að það sé ein- ungis spurning um það hvenær stórhneyksli komi upp í greininni. Um þessar mundir fer lífræn ræktun fram í 120 Laugardagur 8. september Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.