Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 41
löndum. Árið 1996 fór lífrænn búskapur fram á um
fimm milljónum hektara lands, en 2005 var sú tala
komin upp í 31 milljón hektara. Það er erfitt að
hafa yfirsýn yfir það sem gerist í fjarlægum lönd-
um og einnig vaknar spurningin hvort það sé rétt-
lætanlegt að flytja matvæli langt að þótt þau séu
lífrænt ræktuð. Er verjandi að flytja lífrænt rækt-
uð jarðarber og ananas í flugvél milli heimsálfa?
Vegur ekki mengunin upp á móti ávinningnum af
lífrænu ræktuninni? Þá er ekki alltaf hægt að
treysta á það að þeir, sem vinna við ræktunina í
fjarlægum löndum, fái mannúðlega meðferð.
Spurningin um flutningana hefur verið tekin
upp af Jarðvegssamtökunum bresku. Hluti af
hugmyndafræðinni á bak við lífræn matvæli var
að ræktunin færi fram í grennd við neytandann til
að draga úr flutningum. Eins og málum er komið í
dag eru sams konar matvæli flutt fram og til baka.
Bretar fluttu til dæmis inn 126 milljón lítra af
mjólk og 23 þúsund tonn af mjólkurdufti árið 1997,
en fluttu út 270 milljón lítra af mjólk og 153 þús-
und tonn af mjólkurdufti sama ár. Hér ræður vita-
skuld markaðurinn ferðinni, en fyrirkomulagið
virðist ekki skynsamlegt. Þá hefur verið sýnt fram
á að í Bretlandi eru um 30% flutningabíla hverju
sinni tóm.
Hollusta og umhverfisvernd
F
lutningur á matvælum í flugi er
ekki nema eitt prósent af heild-
inni, en honum fylgja hins vegar
11% af heildarútblæstrinum, sem
rekja má til matvælaflutninga í
heiminum. Sumum finnst þetta
ekki verjandi.
Þá þarf að taka á því hvernig eitt land getur
komið í veg fyrir svik í öðrum löndum, nógu illa
gengur það heima fyrir. Kínverjar og Ítalir þykja
sérstakir syndaselir. Kínverjar vilja komast inn á
lífræna markaðinn, en matvæli frá Kína standast
iðulega ekki þær kröfur sem gerðar eru til hefð-
bundinna matvæla. Bandaríkjamenn og Japanar
hafa til dæmis stoppað matvælasendingar frá
Kína vegna of mikils magns af skaðlegum efnum,
leifa af fúkkalyfjum og jafnvel geislavirkra efna.
En brotlega framleiðendur er einnig að finna í
Evrópu. Í Der Spiegel er Sikiley tekin sem dæmi.
Þar skoðaði ein verslunarkeðjan, sem selur líf-
rænan mat, framleiðslu frá fjórum viðskiptavinum
og við greiningu fundust sveppaeitur, jurtaeitur
og skordýraeitur. Í jörðinni var eitrið DDT. Málið
var tilkynnt til yfirvalda á Ítalíu en ekkert gerðist.
Í könnun sem var gerð í Þýskalandi kom í ljós að í
12,7% af sýnum af ítalskri landbúnaðarfram-
leiðslu, sem átti að heita lífrænt ræktuð, var að
finna leifar af óleyfilegum efnum til að verja
plöntur.
Sá litli hópur manna, sem fyrir nokkrum ára-
tugum fór að huga að lífrænum mat, gerði það
ekki aðeins hollustunnar vegna, heldur einnig um-
hverfisins. Hann var í andófi gegn fjöldafram-
leiðslunni og að þrengt væri að framleiðendum.
Markmiðið var að framleiðsla matvæla væri í sátt
og jafnvægi við náttúruna. Nú þykir hreintrúar-
mönnunum sem málstaðurinn hafi glatast. Það
gerir fjöldaframleiðslan og óttinn við að slakað
hafi verið á kröfum eða auðvelt sé að sniðganga
þær. „Við ætluðum að breyta matvælaiðnaðinum,“
segir Lawrence Woodward, fyrrverandi formaður
bresku Jarðvegssamtakanna og stjórnandi líf-
rænnar rannsóknarstöðvar. „Það sem hins vegar
er að gerast í raun er að matvælaiðnaðurinn er að
breyta lífræna geiranum. Það er mjög mikilvægt
að styðja það sem er raunverulega lífrænt svo að
við getum breytt matvælaiðnaðinum.“ Orð Wood-
wards má yfirfæra á lífræna matvælaframleiðslu
almennt, en hann var að tala um tiltekið mál, sem
snýst um fisk, nánar tiltekið lax, sem fékk vottun
samtakanna, sem hann eitt sinn leiddi, þvert gegn
vilja hans.
Í lífræna geiranum hefur verið deilt um vottun
ræktaðs þorsks. Lífræna matvælasambandið
(OFF) veitti þorskinum vottun og sala á honum
hefur gengið vel á Bretlandi. Aðrir áhangendur
lífrænnar ræktunar hafa hins vegar gagnrýnt það
að vottunin skyldi veitt. Meginástæðan fyrir gagn-
rýninni er að í þorskeldinu er stöðug lýsing við
kvíarnar í allt að tvö ár til að koma í veg fyrir að
fiskurinn þroskist og hrygni. Fyrirtækin halda því
fram að þetta sé gert til að vernda þorskinn vegna
þess að hann verði árásargjarn þegar hann hrygn-
ir. Andstæðingar leyfisveitingarinnar segja hins
vegar að þetta séu hentirök; meginástæðan fyrir
lýsingunni sé sú að við hana verði fiskurinn stærri
og söluvænlegri. Sennilega hafa hvorir tveggja
eitthvað til síns máls. Til dæmis er ljóst að í þorsk-
eldinu er um sjálfbæra ræktun að ræða, sem ætti
að vera í anda lífrænnar framleiðslu, en síðan má
velta því fyrir sér hvort það sé í mótsögn við þenn-
an sama anda að skapa ónáttúrulegar aðstæður til
þess að fiskurinn vaxi hraðar og verði stærri.
Til Íslands eru flutt 36 tonn af eiturefnum á ári,
að því er fram kom í grein eftir Jóhönnu Ingv-
arsdóttur í Morgunblaðinu í fyrra. Þessi efni eru
aðallega notuð í garðyrkju, akuryrkju og trjárækt
og er notkun þeirra nokkuð minni en gerist er-
lendis. Ein ástæða fyrir því gæti verið að skor-
dýraflóran er fábrotnari á Íslandi en gerist í lönd-
um suður í álfu.
Anna ekki eftirspurn
eftir grænmeti og mjólk
Í
slendingar hafa hvorki verið samstiga
nágrannalöndunum í ræktun né neyslu
lífrænna matvæla. Þó má rekja upphaf
lífrænnar ræktunar á Íslandi allar götur
aftur til Sesselju Sigmundsdóttur á Sól-
heimum í kringum 1930, eins og fram
kemur í greininni. Síðan líða í raun 50 ár þar til líf-
ræn ræktun hefst að nýju og þá í smáum stíl.
Eftirspurn eftir lífrænt ræktuðu grænmeti og
mjólkurafurðum hefur farið vaxandi hér á landi og
hefur ekki tekist að anna eftirspurn. Ekki hefur
gengið jafnvel að selja lífrænt vottað kjöt og gæti
ástæðan verið sú að Íslendingar telji að allt ís-
lenskt kjöt, eða í það minnsta lambakjöt, sé rækt-
að með þeim hætti að líta megi á það sem lífrænt,
hvað sem allri vottun líði.
Það var við því að búast að hröðum vexti líf-
rænnar ræktunar fylgdu vaxtarverkir. Það verður
mikil breyting við það að eftirspurn verður svo
mikil að hefja þarf fjöldaframleiðslu og ekki skrít-
ið að þeir, sem hafa gert neyslu lífrænt ræktaðra
matvæla að lífsstíl, skuli hugsa sig um tvisvar þeg-
ar framleiðslan á þeim virðist vera að fara í sama
farveg og öll önnur framleiðsla á matvöru og dreif-
ingin að færast á sömu hendur. Sérstaklega er
hætt við að tortryggni skapist ef erfitt verður að
grafast fyrir um upprunann og kaldhæðnislegt ef
framleiðsla, sem byggist á því að allar upplýsingar
um tilurð vörunnar liggi fyrir, þolir ekki dagsins
ljós.
» „Við ætluðum að breyta matvælaiðnaðinum. Það sem hinsvegar er að gerast í raun er að matvælaiðnaðurinn er að
breyta lífræna geiranum. Það er mjög mikilvægt að styðja það
sem er raunverulega lífrænt svo að við getum breytt mat-
vælaiðnaðinum.“
rbréf
Reuters
Uppskera Bóndi í Baokang í Hubei-héraði í Kína breiðir úr maísuppskeru haustsins. Eftir því sem neysla á lífrænt ræktuðum vörum eykst þarf að leita lengra eftir framleiðendum.