Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • 135 fm • Mökuleiki á 75 fm millilofti ( 210 fm ) • Verð: 22.250.000 • Allt að 6 metra lofthæð í húsinu Lækjarmelur 12 ,Esjumelar Til sölu í nýju glæsilegu vönduðu iðnaðarhúsi Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Vandað og rúmgott einbýlishús ásamt 30, 7 fm bílskúr. Alls 292 fm. Arinn í sjónvarpsstofu. Fallegar innréttingar. Fjögur svefnherbergi, Útgengi úr hjónaherbergi út á góð- ar svalir. Hurð úr stofu út á afgirta hellulagða verönd. Góður garður og opið svæði við húsið, ósnortin náttúra. Frábær staðsenting og gott útsýni. Hrafnhildur tekur á móti áhugasömum frá kl. 13 - 15 í dag. jöreign ehf OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, KL. 13 - 15 HOLTASEL 38 - 109 REYKJAVÍK VATNSSTÍGUR - 101 -SKUGGI Um er að ræða einstaka, 136 fm, glæsilega íbúð í hinu nýja Skuggahverfi, ásamt stæði í bílgeymslu. Íbúðin er staðsett á 2. hæð og með svalir til vesturs. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og öll gólfefni eru sérvalin. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, 3 svefnher- bergi, eldhús, baðherbergi og snyrtingu. V. 59,0 m. 6355 OPIÐ HÚS - SÆBÓLSBRAUT 7 Glæsilegt mjög vel staðsett, 266,1 fm endaraðhús ásamt 18 fm sólstofu. Á 1. hæðinni er forstofa, snyrting, þvottahús, hol, eldhús, arinstofa, dagstofa og sólstofa m. potti. Á efri hæðinni er hol, baðherbergi og 4 svefnherbergi. Á jarhæð/kjallara er stór bílskúr (rúmar tvo bíla), og stórar geymslur. Ný stór timburverönd til suðurs. V. 58,0 m. 6770 Húsið verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13-14. HÓLMASUND Glæsileg 4ra herbergja, efri sérhæð í nýlegu húsi á frábærum stað með sérinngangi og sér hita. Mjög stutt er í alla þjónustu og skemmtilegar gönguleiðir, útivistarsvæði í Laugardal o.v. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, þvottahús/geymslu, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi og bað- herbergi. Snjóbræðsla er í útitröppum. V. 39 m Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Langholtsvegur - hæð og ris Fal- leg 154,9 fm, (þ.a. er bílskúr 31,1 fm), hæð + ris. Eignin skiptist í 3 svefnh., 3 stofur, baðherb., gestasnyrtingu, geymslur o.fl. Bílskúr er fullbúinn. Verð 40,6 m. Sjafnargata - Þingholtin Vel skipu- lögð og góð, 3ja herbegja, 82,4 fm íbúð í kjallara með sérinngangi á þessum góða stað í miðbæð Reykjarvíkur. Íbúðin skiptist í 2 rúmgóð svefnherbergi, góða stofu, bað- herbergi og stórt eldhús, geymsla innan íbúðar. V. 24,7 m. 6971 Skipasund - einbýli Fallegt og vel skipulagt, 141,8 fm einbýli á tveimur hæð- um ásamt óskr. vel manngengu rislofti. Bíl- skúrplata er uppkominn og búið að greiða af henni gatnagerðagjöld. Eignin skiptist í forstofu, fjögur svefnh., tvær stofur, bað- herb., gestasnyrt., eldh. og geymslur. Inn- gangur er bæði á efri og neðri hæð. Gróið og fallegt hverfi. V. 43,9 m. 6962 Háagerði Um er að ræða 4ja herb., 72,2, fm, neðri hæð við Háagerði í Reykjavík. Eignin skiptist í 3 svefnh., forstofu, stofu, hol, eldhús og baðherb. Tvær sérgeymslur eru í kjallara. Sameiginlegt þvottahús er í risi. Garður við húsið er fallegur og gróinn. Húsið er steinsteypt. V. 23,5 m. 6974 Austurberg - Útsýnisíbúð Vel skipu- lögð, 74,6 fm, tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð með glæsilegu útsýni. Húsið er byggt 1980 og lítur vel út. Íbúð með sér- inngangi af svölum og skiptist í forstofu, geymslu með glugga (sem er notuð sem herbergi), gott svefnherbergi, mjög stórt eldhús og stofu. Af stofu hefur verið stúkað af gluggalaust herbergi. V. 17,3 m. 6968 Reynimelur - laus Mjög falleg, 57,4 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð (örlítið niður- grafin) í 4-býlishúsi vestast við Reynimel. Nýlega standsett baðherbergi. Parket á gólfum. Mjög falleg gróin lóð. Íbúðin er laus. V. 19,0 m. 5875 Lyngmóar - standsett Mjög falleg, 2ja herb., 74 fm íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Auk þess fylgir íbúðinni 17,6 fm bílskúr. Samtals 91,7 fm. Eldhús og baðherbergi hefur verið standsett. Stórar svalir til suðurs. V. 21,8 m. 6976 Fagraberg - útsýni Fallegt og vel við- haldið, 153,6 fm einbýlishús með stórum verðlaunagarði og frábæru útsýni. Eignin stendur nokkuð hátt á lóðinni og er vel staðsett í rólegum botnlanga. Stór hellu- lögð og skjólgóð verönd. Ákveðin sala. V. 46,9 m. 6900 Opið hús ÉG veit ekki hvernig það er með þig, kæri lesandi. En sú var tíðin að ég var alltaf að reyna að vera eitthvað. Rembdist eins og rjúpan við staurinn að reyna að sanna mig og láta taka eftir mér. Annaðhvort með því að bregða mér í einhver tiltekin hlut- verk eða bara með því að slá um mig á einhvern hátt með það að mark- miði að ganga í augun á fólki. En í öllum þeim misheppnaða barningi og uppskafningi tókst mér aldrei að verða neitt annað en inn- antóm sýndarmennsk- an og ein stór von- brigði. Leið alltaf eins og fiski á þurru landi. Það var ekki fyrr ég hætti sýnd- armennskunni og hlutverkaleiknum að mér varð það loksins ljóst að í sjálfum mér væri ég svo sem ekki neitt og mér opinber- aðist það jafnframt að í augum Guðs væri ég óendanlega dýrmætur. Að ég væri hluti af áætlun hans, skapaður til góðra verka. Þá fyrst upplifði ég að ég væri eitthvað. Að ég væri einhvers virði. Þá fyrst fór ég að ná ein- hverjum tökum á sjálfum mér. Upplifa tilgang minn og sjá mark- miðið með lífinu. Þá fyrst fór mér að finnast að ég hefði eitthvað fram að færa. Þá fyrst fór ég að geta slakað á og notið lífsins, því ég sá lífið í nýju og bjartara ljósi. Mér opnuðust víðar og verk- miklar dyr inn í nýja heima og hætti að einblína stöðugt á nafl- ann á sjálfum mér. Þegar það laukst upp fyrir mér að máttur Guðs fullkomnaðist í mínum veikleika, þá leið mér fyrst eins og ég hefði eitthvað fram að færa. Þvílík opinberun! Þvílíkur léttir! Þvílíkur sigur! Of þykk eyru? Hvert og eitt okkar er und- ursamleg og ómetanleg sköpun Guðs. Hann hefur háleitan tilgang með veru hvers okkar. Áætlanir okkur til heilla en ekki til óham- ingju. Daglega kallar hann á okkur og ætlar okkur að bera ávöxt. Góðan ávöxt. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Eyru okkar eru bara eitthvað svo skelfing þykk að við heyrum ekki í honum. Sennilega af því að skarkali græðginnar er svo hávær og sljóvgandi. Köfnum ekki í uppskafningi Forðumst að láta eigingirnina ná svo miklum tökum á okkur að við köfnum í uppskafningi. Og lát- um aldrei gáfur okkar eða þann hégóma sem heimurinn keppist við að krína okkur með spilla fyrir okkur svo við missum ekki tengsl- in við hjartað í okkur, uppruna, tilgang og markmið. Því að sá maður sem reiðir sig aðeins á eig- ið hyggjuvit og treystir aðeins á eigin færni stenst engar vænt- ingar. Hvorki sjálfs sín né ann- arra. Hann hleður aðeins niður stressi og ótta, sem leiðir til með- virkni, sem skapar óöryggi, minni- máttarkennd og endalausa vanlíð- un, sem endar með uppgjöf. Það er trúin á lífið sem gildir En sá sem reiðir sig á mátt Guðs, náð hans, skilyrðislausan kærleika, takmarkalausa fyr- irgefningu og eilífa lífgjöf öðlast fullkominn frið, sem er æðri okkar skilningi. En við getum samt með- tekið, upplifað og notið. Barnslega einlæg trú er nefni- lega eftir allt saman það sem virk- ar og gefur lífinu gildi. Þá erum við að sjálfsögðu ekki að tala um einfeldni eða kjánaskap og því síður drambsemi eða stæri- læti, hroka eða yfirlæti. Heldur einlægni hjartans, auðmýkt og bræðralag. Trú, von og kærleika. Höfum ávallt hugfast að máttur Guðs fullkomnast í okkar veik- leika. Felum okkur því almátt- ugum Guði á vald. Í því trausti, að hann muni vel fyrir sjá. Með blessunaróskum. Mátturinn full- komnast í veikleika Sigurbjörn Þorkelsson skrifar hugvekju » Þegar það laukst uppfyrir mér að í sjálf- um mér væri ég ekki neitt, en jafnframt óendanlega dýrmætur í augum Guðs, fannst mér ég vera einhvers virði Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.