Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Svarthamrar 34 íb. 0202 Grafarvogi sérinngangur Opið hús eftir hádegi sunnud. 9. sept. Erum með í einkasölu mjög góða, ca 65 fm, 2ja herb. íbúð á 2. hæð í vel staðsettu, góðu, 2ja hæða húsi. Góðar innréttingar og suðursvalir með góðu útsýni. Íbúðin er laus fljótlega. V. 17,9 millj. Eigandinn Helga verður heima og tekur á móti áhugasömum eftir hádegi sunnudaginn 9 sept. 2007 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Þórarinn M. friðgeirsson lögg. fast. sími 899 1882Sími 588 4477 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. KLAUSTURHVAMMUR - HF. Fallegt og vel skipulagt, 214 fm, raðhús á tveimur hæðum með 30 fm innb. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í eldhús með góðum borðkrók, tvö baðherb., flísalagt í hólf og gólf, arinstofu, setustofa með útgangi á verönd, borðstofu, 4 góð herb. og rúmgóða sjónvarpsstofu. Aukin lofthæð í stofum. Falleg, ræktuð lóð með tim- burveröndum beggja vegna og skjólveg- gjum. Upphituð innkeyrsla og stéttir. Hús nýlega málað að utan. Verð 54,9 millj. BÆJARGIL - GARÐABÆ Fallegt, 222 fm, einbýlishús á tveimur hæðum, þ.m.t. 33 fm bílskúr í þessu gróna hverfi. Rúmgott eldhús, samligg- jandi bjartar og rúmgóðar stofur, sjón- varpsstofa, stórt herbergi við hol, 3-4 barnaherb. á efri hæð auk rúmgóðs hjónaherbergis með útgangi á suðursvalir. Parketlagður stigi milli hæða. Góð staðsetning, innst í götu. Verð 57,9 millj. HAÐARSTÍGUR - ÞINGHOLTIN Mikið endurnýjað, 140 fm, parhús á þre- mur hæðum í Þingholtunum. Björt stofa, eldhús með ljósri viðarinnréttingu, sjón- varpshol, þrjú herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi. Eign sem hefur nánast öll verið endurnýjuð að innan sem utan á síðustu 10 árum. Fallegur bak- garður með timburverönd, skjólveggjum og lýsingu. Verð 46,5 millj. Grettisgata 67 - falleg og mikið endurnýjuð sérhæð Opið hús á morgun, mánudag, kl. 17.00-18.30 Mjög falleg og mikið endurnýjuð, 151 fm, neðri sérhæð í þríbýlishúsi í miðborginni. Íbúðin er með góðri lofthæð og skiptist í gang, þrjú góð herbergi, tvennar samliggjandi stofur, eldhús með eyju (klædd grásteini) og flísalagt baðherbergi. Tvær sérgeymslur. Verð 37,9 millj. Eignin verður til sýnis á morgun, mánudag, frá kl. 17.00-18.30. Verið velkomin. Sumarbústaður, Fjárhústungu í landi Stóra Áss Fallegur sumarbústaður, Fjárhústungu í landi Stóra Áss, um 6 km vestur af Húsafelli, beint ofan við Hraunfossa og Barnafoss. Fjögur góð herbergi, snyrting með sturtuklefa, opið rými með eldhúsi, borð- og setustofu. Heitt og kalt vatn, rafmagn og þráðlaust netsamband. Timburverönd og heitur pottur. Bústaður sem er í góðu ásigkomula- gi. Nánari uppl. á skrifstofu. Hæðarbyggð - Garðabæ Glæsileg eign Afar vel staðsett efri sérhæð í endagötu á þessum skjólsæla stað. Hæðin er nánast algjörlega endurnýjuð á afar vandaðan og smekklegan hátt. Fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, rúmgóð stofa, eldhús með Miele tækjum og rúmgott baðherbergi. Á gólfum eru náttúrusteinn og parket. Tvöfaldur 50 fm bílskúr. Fallegur ræktaður garður. Útsýni til sjávar. Verð 61,9 millj. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 - FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS FRÁ KL. 15.30-16.00 SKERJABRAUT 9, 170 SELTJARNARNES Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Björt 3ja herbergja 71 fm íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á fallegum stað við Skerjabraut á Seltjarnarnesi. Stofa og borðstofa samliggjandi. Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Parket og flísar á gólfum. Verð 21,9 milljónir. Úlfar tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15:30-16:00. Hrafnhildur á bjöllu. ÖLDUGATA - EINBÝLISHÚS Nýlega standsett einbýlishús á þremur hæðum á eftirsóttum stað í gamla vesturbænum. Húsið er alls 273,3 fm (þar af 85,8 fm kjallari sem ekki er með fullri lofthæð). Húsið hefur nánast allt verið nýlega endurnýjað. Stofa og borðstofa í alrými, fallegt parket á gólfum. Eldhús með vandaðri hvítri innréttingu og vönduðum tækjum, gaseldavél. Fjögur svefnherbergi. Lóð í kringum hús er snyrtileg. Hellulagt stæði fyrir tvo bíla. Nýstandsettur 15,9 fm geymsluskúr fylgir eigninni. Verð 78 milljónir. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - www.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.00-16.00 SÓLEYJARIMI 7 – RÚMGÓÐ Traust þjónusta í 30 ár Vorum að fá í einkasölu, mjög rúmgóða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftu- húsi. Íbúðinni fylgir stæði í opnu bílskýli. 2 góð svefnherbergi með skápum í báðum. Rúmgóð stofa og borðstofa með suðursvölum. Þvottahús innan íbúðar. Íbúðin er teiknuð sem 4ra herbergja en er 3ja herbergja í dag, mögu- leiki að breyta aftur. Hús fyrir 50 ára og eldri. Hús og öll sameign til fyrir- myndar. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 27,9 m. OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG, SUNNUDAG, MILLI KL. 14.00 OG 16.00 SVEINN OG KRISTÍN Á BJÖLLU. ÍSLENSK náttúra er full af verð- mætum sem við þurfum að fara vel með og það er mikilvægt að vernda umhverfi okkar til framtíðar þannig að um ofnýtingu verði ekki að ræða. Fuglalíf á Íslandi er að mörgu leyti blómlegt en það þarf að hafa auga með því og nú er ljóst að sumum tegundum fækkar meir en æskilegt er. Í árlegri taln- ingu Nátt- úrufræðistofn- unar sl. vor kom í ljós að rjúpu hef- ur fækkað á nær öllum talning- arsvæðum. Að meðaltali var fækk- unin 27% sem telst mjög mikil fækk- un og ef heldur sem horfir má búast við að rjúpur verði sjaldgæf sjón á næstu árum. Rjúpan er eftirsótt af mörgum fuglum og dýrum. Hún er uppistöðu- fæða fálkans og refurinn nærist á rjúpunni meir en áður því honum hef- ur fjölgað mikið. Sílamáfar fljúga nú á seinni árum víða um heiðar og taka unga rjúpunnar sér til matar. Mink- urinn leitar einnig meir inn í landið og gerir sér greni víða þar sem rjúpur er að hafa. Rjúpnalönd eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var og rjúpur sjást nú ekki í eins stórum hópum og fyrr á árum. Til marks um það má nefna að í lok þriðja áratugar síðustu aldar voru 80.000 rjúpur lagð- ar inn í Kaupfélag Þingeyinga til út- flutnings eitt haustið og er það hátt í það að vera jafn mikið og veitt er á öllu landinu í dag. Margir veiðimenn segja að nú þurfi að hvíla rjúpuna enda er það sannað með rannsóknum að veiðar mannsins hafa mikil áhrif enda möguleiki skot- veiðimanna mikill að ná sem mestu magni. Áður var það svo að menn gengu langar leiðir til rjúpna og fór þá mikill hluti dagsins í að labba. Nú fara menn á jeppum fljótt á milli staða og leita víða fanga. Þá hefur það bæst við að notaðir eru útlendir veiði- hundar sem sérstaklega eru tamdir til þess að ná sem mestu. Þeir eru lyktnæmir og finna auðveldlega þær rjúpur sem leynast í giljum, hraunum og skóglendi. Þær takmarkanir á veiðum sem verið hafa undanfarin ár hafa verið mjög marklausar og eftirlit með veið- unum of lítið enda býr löggæslan í landinu víða við fjárskort. Tveggja ára friðun bar með sér að rjúpunni getur fjölgað við friðunaraðgerðir og því er það mikilvægt nú að grípa til nokkurra ára alfriðunar til þess að sjá hvort úr rætist. Sölubann á veitingahúsum og í verslunum hefur vissulega gildi en því miður hefur svarti markaðurinn blómstrað og svartir plastpokar með rjúpum ganga á milli manna og á háu verði. Bann við veiði einhverja vissa daga skilar sér ekki nægilega því aðra daga mega menn fara og á veið- inni er enginn kvóti og þessa aðra daga taka menn allt ef þeir geta. Það er ljóst að þær rjúpur sem skotnar verða í haust munu ekki verpa í vor og eignast unga. Því er það umhugsunarefni fyrir þá sem þessum málum ráða hvort ekki sé ástæða til þess að friða rjúpuna sér- staklega vegna þess að henni hefur fækkað mikið og margir sakna henn- ar úr náttúrunni. ATLI VIGFÚSSON Laxamýri, Húsavík. Friðum rjúpuna Atli Vigfússon, Laxamýri, 641 Húsavík (dreifbýli). Atli Vigfússon Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.