Morgunblaðið - 09.09.2007, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
REMAX Stjarnan, Bæjarhraun 6, 220 Hafnarfirði, Sími 517-3629, Fax 517 3630 - Rúnar S Gíslason, lögg. fasteignasali
Guðrún Antonsdóttir
löggiltur fasteignasali
Gsm: 697-3629
gudrun@remax.is
www.remax.is/stjarnan Allar RE/MAX fasteignasölureru sjálfstætt reknar og í einkaeign
Um er að ræða eignarlóðir frá 5.900 - 11.000
fm. Landið er allt gróið og er það um 50 metra
yfir sjávarmáli. Landið er nokkuð flatlent með
hrauni og er því frábært útsýni. Í miðju lands-
ins er skógrækt Árnesingafélagsins. Lítill lækur liðast í gegnum landið og kemur hann úr uppsprettum undan hrauninu. Landið
hentar einstaklinga vel til trjáræktar og er rétt að benda á 13 ára gamla skógrækt á landamörkum í landi Merkurlautar, með yfir 3
metra háum trjám. Landið er staðsett skammt frá Selfossi og í næsta nágrenni við margar af helstu náttúruperlum landsins, s.s
Þingvelli, Laugarvatn, Kerið, Gullfoss og Geysi. Ýmis afþreyfing er í boði í nágrenni svæðisins og má þar nefna golfvelli, sund-
laugar og veiðisvæði. Alla þjónustu má nálgast á Selfossi sem er aðeins í 13 mín. fjarðlægð frá svæðinu.
LEIÐIN:
Ekið er austur, gegnum Selfoss í um 10 mín. og þá beygt til vinstri inn á þjóðveg nr 30.
Þaðan er ekið í um 3 mín. og þá blasir auglýsingaskilti við á vinstri hönd.
Fasteignasalar RE/MAX Stjörnunnar verða á staðnum,
heitt á könnunni, verið velkomin
Stórar eignarlóðir fyrir
frístundabyggð í landi Kílhrauns
Sölusýning í dag kl. 13.00 - 17.00
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Nýkomin í einkasölu nýleg glæsileg
4ra herbergja efri sérhæð, 138,1 fm
auk innbyggðs bílskúrs, 28,6 fm í
vönduðu fjórbýli. 3 svefnherbergi,
stofa, borðstofa, sjónvarpshol, sér
þvottaherbergi, baðherbergi, eldhús
o.fl. s-svalir. Alno-innréttingar. Laus
fljótlega.
Kríuás - Hf frábært útsýni
um hins opinbera. Það
er pólitík Framsókn-
arflokksins í dag.
Andlit síðasta fram-
sóknarmannsins sem
ræður einhverju á Ís-
landi er nánast orðið
að stillimynd í sjón-
varpinu, svo margsæt-
inn er hann í vegtyllu-
safni
Reykjavíkurborgar.
Mér er sagt að á ný-
tísku veggsjónvörpum
geti stillimynd brennt
sig fasta á skjáinn og óttast því
um nýlega fjárfestingu mína í
þessum efnum.
Ruddinn í íslenskri pólitík
Hörmungarmynd var líka dreg-
in upp á skjáinn á dögunum þegar
rætt var við Bjarna Harðarson,
þingmann Framsóknarflokksins,
um Grímseyjarferju. Eygló Harð-
ardóttir, varaþingmaður Bjarna,
skrifar svo af mikilli vorkunnsemi
um Samfylkinguna og bæði segja
samgönguráðherra hengja ráð-
gjafa fyrir smið. Þessir höfuðsnill-
ingar verkefnastjórnunar, sem
bráðabirgðastjórn Framsókn-
arflokksins teflir nú fram, hefðu
e.t.v. frekar viljað að Vegagerðin
myndi áfram styðja sig við sömu
ráðgjöf og áður í málefnum
Grímseyjarferju?
Bjarni Harðarson segir núver-
FRAMSÓKNARMENN hafa
verið að velta þessu fyrir sér síð-
ustu mánuðina. Í þessum hugleið-
ingum sínum eru þeir, að vanda,
bara nokkrum mánuðum á eftir
rúmum nítíu prósentum þjóð-
arinnar sem komust að þeirri nið-
urstöðu að flokkurinn væri ekki til
neins brúklegur. Þetta er enda
flokkur sem gefur sig út fyrir að
vera meðaltal stefnu annarra
flokka. Að vera á miðjunni felur
ekki í sér afstöðu aðra en þá að
flokkurinn ætti sem oftast að vera
í stjórn og að flokksmenn ættu að
vera í sem flestum nefndum, ráð-
um, stjórnum og embættum á veg-
andi samgöngu-
ráðherra spilltan; að
hann hafi spillst á
óvenju stuttum tíma.
Hann segir ráð-
herrann jafnframt
ljúga að þjóðinni. All-
ir sjá hversu dónaleg
og röng þessi gíf-
uryrði eru. Það má
því líka segja að
Bjarna Harðar hafi
tekist á ótrúlega
stuttum tíma að af-
hjúpa sig sem ómark-
tækan og óvandaðan rudda í ís-
lenskri pólitík. Allt í senn; tuddi á
vellinum, naut í flaginu, fíll í
postulíninu og grjótkastari í gler-
húsi. Í vandlætingarrússi.
Siðgæðisvottorð framsóknar
Höldum því til haga að sam-
gönguráðherra hefur hvergi sagt
að Einar Hermannsson, skipa-
verkfræðingur, beri ábyrgð á
Grímseyjarferjuklúðrinu. Hvergi.
Í kjölfar svartrar skýrslu rík-
isendurskoðunar vildi hann fá nýja
verkefnastjórn að málinu. Hann
óskaði eftir stjórnsýsluúttekt á
Vegagerðinni og hann vildi að
stofnunin leitaði nýrrar ráðgjafar
en þeirrar sem viðloðandi hefur
verið verkið þar til í sumar. Vega-
gerðin greindi samgönguráðherra
frá því á fundi að ráðgjöfin í mál-
inu hefði getað verið betri. Fáið
nýja ráðgjöf, sagði ráðherrann. Og
er orðinn spilltur lygari að mati
framsóknarmanna sem með fram-
göngu sinni á 12 árum umbreyttu
sér í míkróskópískan örflokk og
rannsóknarefni pólitískra meina-
fræðinga um ókomna tíð. Á öllum
mínum ferli sem blaða- og frétta-
maður kynntist ég aldrei öðru eins
samansafni fólks sem var jafn
reiðubúið, hvenær sem var, að
níða skóinn af félögum sínum.
Restin, afgangurinn, leifarnar af
Framsóknarflokknum hafa nú
ákveðið að gefa öðrum vottorð í
siðgæði. Til hvers er Framsókn-
arflokkurinn? Hann er vítið sem
öllum ber að varast.
Til hvers er Framsóknarflokkurinn?
Róbert Marshall skrifar í tilefni
af umræðu um Grímseyjarferju » Það má því líka segjaað Bjarna Harðar
hafi tekist á ótrúlega
stuttum tíma að afhjúpa
sig sem ómarktækan og
óvandaðan rudda í ís-
lenskri pólitík.
Róbert Marshall
Höfundur er aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra.