Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 09.09.2007, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 63 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Blessi ykkur allt það góða á lífsins vegi, sem gáfu okkur styrk, einlæga samúð og heiðruðu minningu eiginmanns míns, JÓNS ÞÓRIS EINARSSONAR sjómanns, Vesturbergi 28. Hjúkrunarfólki á deild 11-E Landsspítala og L-5 Landakoti þökkum við af hjarta ykkar kærleiksríku hjálp. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, systkin og aðrir ástvinir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, HILDAR ÞORLÁKSDÓTTUR frá Flateyri, Hátúni 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjálfsbjargar, Hátúni 12 og deildar B7 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir góða umönnun. Árni H. Róbertsson, Sigríður Hermannsdóttir, Róbert Á. Róbertsson, Ingigerður Jónasdóttir, Halldóra Hafliðadóttir, Einar Kr. Einarsson, Helena Hafliðadóttir, barnabörn og systkini. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR JÓSEPSDÓTTUR frá Ísafirði, Jöldugróf 22, Reykjavík. Kærar kveðjur og þakkir sendum við Svanhildi, Guðrúnu og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Margrét V. Friðþjófsdóttir, Stefnir Þór Kristinsson, Sigríður María Friðþjófsdóttir, Tómas Valdimarsson, Ingibjörg Friðþjófsdóttir, og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa, og langalangafa, SIGURGEIRS MAGNÚSSONAR húsgagnasmiðs. Sérstakar þakkir til deildar 2B á Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir góða umönnun og yndislegt viðmót. Starfsfólki Fella- og Hólakirkju eru einnig færðar innilegar þakkir. Bára Sigurgeirsdóttir, Vagn Gunnarsson, Ægir Fr. Sigurgeirsson, Hrönn Sigurgeirsdóttir, Hrólfur S. Jóhannesson, Friðrik Sigurgeirsson, Hólmfríður Karlsdóttir, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Eyjólfur Baldursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra STEFÁNS T. HJALTALÍN rafvirkja, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Klapparstíg 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Böðvari og Hrafnistukórnum, einnig starfsfólki Hrafnistuheimilisins. Gerða K. Hammer, Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Ingibjörg St. Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson, Sigurður J. Stefánsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Elías Júlíussonfæddist á Breiðabólstað á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 2. maí árið 1930. Hann andaðist 20. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigríður Vigfús- dóttir, f. 1.4. 1893, d. 26.6. 1972, og Júl- íus Bernburg, f. 14.5. 1908, d. 12.6. 2005. Elías var yngstur af fjórum systkinum í móðurætt. Systkinin eru Ragnar, kvæntur Olgu Stein- grímsdóttur, Þuríður, látin, bjó í Englandi og Einar, látinn, ekkja hans er Þórdís Árnadóttir. Elías átti systkini í föðurætt en kynntist þeim ekki nema af afspurn. Elías kvæntist árið 1972 Bjarn- eyju Runólfsdóttur, f. 4.8. 1951. Þau skildu. Dóttir þeirra er Sigríður Drífa lögreglumaður, f. 13.8. 1972. Synir hennar eru Steindór Snær Ólason, f. 15.2. 1995, og Kári Vilberg Atlason, f. 31.8. 2004. Elías lauk prófi í framreiðslu frá Hót- el Borg árið 1949, aðeins 19 ára gam- all. Hann starfaði sem þjónn á Gullfossi til ársins 1954, í Þjóðleikhúskjallaranum til ársins 1968, á Hótel Loftleiðum til ársins 1973 og á Hótel Holti til ársins 1995 en lét þá af störfum. Útför Elíasar var gerð frá Foss- vogskapellu 29. ágúst síðastlið- inn. Sigríður, móðir Elíasar, varð ung ekkja en hún missti mann sinn, Einar Elíasson, tæplega þrítugan úr lungnabólgu árið 1921 en þá var yngsti sonurinn, Einar, aðeins nokkurra vikna gamall. Elías fæðist árið 1930 og er ekki hjónabands- barn. Sigríður flutti til Reykjavíkur með börnin og án efa hefur lífið ver- ið erfitt fyrir unga ekkjuna. Elías og Bjarney voru ávallt í góðu sambandi í gegnum árin en Elías bjó einn allar stundir eftir að þau skildu. Sigríður Drífa dóttir þeirra er starfandi lögreglumaður í Reykjavík en búsett í Kópavogi. Elías var heiðarlegur, samvisku- samur og vel liðinn meðal sinna samferðamanna. Hann hafði fallegt bros og hreinan svip, var dagfars- prúður og glaðlyndur, en í einkalíf- inu var hann einfari, orðvar og dul- ur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við aðstandendur viljum þakka hjúkrunarfólki á 11 E Landspítala svo og líknardeildinni Fossvogi, Karítas heimahjúkrun, íbúum Kel- dulandi og heimilishjálpinni fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarney Runólfsdóttir, Sigríður Drífa Elíasdóttir. Elías Júlíusson Þeir falla nú hver af öðrum hinir góðhjört- uðu og einlægu og því miður lítið hægt að gera við því. Minningin lifir og verkin sem eftir liggja. Gunnar var einn af valinkunnum hópi bekkjarfélaga úr Menntaskól- anum í Reykjavík og streyma nú minningarnar um menntaskólaárin fram. Oft var sprell og fjör í bekknum og kom fyrir að Bakkus væri einn af fé- lögunum á skemmtunum. Þeir eru fáir eins og dæmin hafa sannað í ald- anna rás sem þola samneyti við þann vágest og voru ekki undantekningar frá því hvorki í MR né í öðrum skól- um eða á svipuðum vettvangi. Eina leiðin til að „sigrast“ á Bakk- Gunnar Sæmundsson ✝ Gunnar Sæ-mundsson fædd- ist í Reykjavík 14. desember 1951. Hann lést á krabba- meinslækningadeild Landspítalans 6. ágúst síðastliðinn. Útför Gunnars var gerð frá Foss- vogskirkju 14. ágúst sl. usi er einfaldlega að gleyma að hann sé til og snúa sér að ein- hverju öðru af fullum krafti. Þetta gerði Gunnar. Ég fylgdist nokkuð með hans starfi úr fjarlægð og sá að þar fór mikilmenni, maður sem af alvöru skildi erfiðleika meðbræðra sinna og vildi allt fyrir þá gera. Þeir eru ófáir sem eiga honum gott starf að þakka og ég veit einnig að þau eru enn mörg sem vinna umönnunarstörf og munu halda kyndlinum á lofti, þótt oft sé það erfitt. Vinna innan hjúkrunargeirans er slítandi og menn brenna fljótt upp við það eitt að gefa stöðugt af sjálf- um sér. Sjálfur hef ég farið víða um lönd og séð margt og ég get af fullri ein- lægni sagt að vera Gunnars og starf á meðal þeirra sem minna mega sín nálgast það að vera heilagt. Ef skil- greiningin á helgi er kærleikur til meðbræðra sinna þá var Gunnar svo sannarlega heilagur maður. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Ég votta öllum þeim sem í hans návist voru mína dýpstu samúð. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.