Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 1

Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 274. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ÞAU VORU ÞAR FLUGAN STAKK HARALD OG SIGRÍÐI OG MARGA AÐRA UM HELGINA >> 40 Verum saman í vetur! >> 41 Leikhúsin í landinu ÁÆTLAÐIR sjóðir Landsvirkjunar vegna ófyrirsjáanlegs kostnaðar við Kárahnjúkavirkjun eru nánast uppurnir en miklar tafir hafa orðið á framkvæmdinni, aðallega af jarð- fræðilegum ástæðum. Stefnt er að því að fyrsta vélin verði keyrð á vatni um miðjan nóvember í síðasta lagi, hálfu ári á eftir áætlun. Ekki liggur fyrir hvort Alcoa muni krefja Landsvirkjun um bætur vegna tafarinnar og segir talsmaður félagsins að slík mál verði rædd þegar og ef það verður tímabært. Áætlanir verktakafyrirtækisins Bechtel um byggingu ál- versins á Reyðarfirði hafa staðist þrátt fyrir tafirnar við Kárahnjúka og er stefnt að því að síðustu starfsmenn fyr- irtækisins hér á landi hverfi úr landi fyrir jól. Um eitt þús- und starfar nú hjá Bechtel við álversbygginguna. Hvað mannaráðningar í álverið varðar er aðeins eftir að ráða í um 30 störf. | MiðopnaMorgunblaðið/RAX Tafir hafa nán- ast tæmt sjóði Síðustu starfsmenn Bechtel hér á landi hverfa úr landi fyrir jólin FRÉTTASKÝRING Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SNARPAR deilur hafa verið í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga vegna aðildar Orkuveitu Reykjavíkur að sam- einingu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy, en REI er dótturfyrir- tæki Orkuveitunnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og stjórnarmaður í Orkuveitunni var einangraður í afstöðu sinni innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en hann hefur verið fylgj- andi sameiningu. Vilhjálmur hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir að keyra sameininguna í gegn og virða algjörlega að vettugi vilja meiri- hlutans í borgarstjórnarflokknum. Mikill skjálfti hefur verið í borgarstjórnar- flokknum af þessum sökum og hefur hann hist reglulega á fundum án Vilhjálms. Samkvæmt öðrum heimildum Morgunblaðsins komu hjá einhverjum upp hugmyndir um að slíta sam- starfinu við Framsóknarflokkinn og mynda nýjan meirihluta með Vinstri grænum. „Það átti að vaða yfir okkur.“ Nú er hins vegar stefnt að því að ná sam- komulagi á fundi borgarstjórnarflokksins, sem haldinn verður kl. 12 í dag í Ráðhúsi Reykja- víkur, og verður blaðamannafundur í kjölfarið. Líkleg niðurstaða fundar borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna í dag er sú að Orku- veita Reykjavíkur eigi að draga sig út úr rekstri REI með því að selja sinn hlut. Nefnt hefur verið fjölbreytt eignarhald. Ekki er þó hægt að bjóða almenningi að kaupa hlut í félag- inu fyrr en það er komið á markað, en í því sambandi hefur verið horft til þriggja ára. „Þess verður freistað að ljúka málinu á þann hátt að Orkuveitan selji sig út úr þessu og láta eins og þetta hafi aldrei gerst.“ Upphaf deilnanna má rekja til þess að borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks voru boðaðir til „skyndifundar“ um mál- efni Orkuveitunnar í stöðvarstjórahúsinu í Elliðaárdalnum á þriðjudagskvöld og vissu að- eins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson fundarefnið. Þar voru fulltrúar ann- arra sveitarfélaga sem sæti eiga í stjórn Orku- veitunnar, Borgarbyggðar og Akraness. Þá var þar Haukur Leósson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI. Eins og fundinum er lýst fyrir blaðamanni var fólk boðið velkomið og síðan brugðið upp glæru þar sem stóð: „Samruni REI við Geysi Green Energy.“ Einn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins kemst svo að orði: „Þetta var það fyrsta sem við sáum um málið. Við höfðum ekki haft af því minnsta veður.“ Átti að vaða yfir okkur  Á einum tímapunkti hugmyndir um nýjan meirihluta með Vinstri grænum  Búist við sáttum í dag á fundi í Ráðhúsinu og sölu á hlut Orkuveitunnar  Borgarstjórinn var einangraður í afstöðu sinni Hanna BirnaGísli Marteinn Jórunn Júlíus Vífill Kjartan Þorbjörg Helga Samstaða Sex borgarfulltrúar stóðu saman gegn útrásaráformum Orkuveitunnar sem borgarstjórinn vildi keyra í gegn og funduðu með forystu flokksins án hans. KARLMAÐUR á fimmtugsaldri liggur lífshættulega særður á gjörgæsludeild Landspítala eftir líkamsárás. Lögregla hefur handtekið karlmann á fertugsaldri vegna málsins og í dag ræðst hvort farið verður fram á gæslu- varðhald yfir honum. Lögregla tjáir sig ekki um tildrög árásarinnar að svo stöddu. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á öðrum tímanum í gær þess efnis að maður væri alvarlega slasaður í íbúð við Hringbraut í Reykjavík. Hann var meðvitundarlaus þegar sjúkraliðar komu á vettvang og með mikla áverka á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild er manninum haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn lögreglu eru báðir mennirnir svonefndir góð- kunningjar lögreglu, þ.e. eiga að baki töluvert langan sakarferil. Í lífshættu eftir líkamsárás Morgunblaðið/Júlíus Íbúðin Rannsóknarlögreglumaður tæknideildar lög- reglunnar að störfum á vettvangi líkamsárásarinnar. Fréttaskýringin heldur áfram á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.