Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 12

Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Hvar endar þetta eiginlega? Þess-arar spurningar hefur bryggju-spjallari oft spurt sig undanfarinmisseri, þegar verð á varanlegum kvóta hefur hækkað. Oft hefur hann haldið að nú væri hámarkinu náð og alltaf haft rangt fyrir sér. Og nú er metið enn slegið, 4.200 krónur fyrir kíló af óveiddum kvóta. Er eitt- hvert vit í þessu? Já, það hlýtur að vera. Út- gerðarmenn kunna vel til verka og vita vel hvað þeir eru að gera. Menn greiða ekki 4.200 krónur fyrir kíló af óveiddum þorski í einhverju stundarbrjálæði. Það er örugglega gert að vandlega athuguðu máli. Menn hafa verið að reyna að reikna út hve langan tíma það taki að slík fjárfesting borgi sig. Auðvitað tjalda menn ekki til einnar næt- ur. Það er hugsað langt fram í tímann. Flest- ir ef ekki allir hljóta að þurfa lán til kaupa á óveiddum kvóta. Þá fara menn yfir stöðuna með bankanum sínum og bankinn hlýtur að vega það og meta hvort eitthvert vit sé í kaupunum. Þar skiptir líka miklu máli að veð standi undir nafni. Nú er staðan þannig að veð þeirra, sem að undanförnu hafa fjárfest í þorskkvóta, hafa líklega rýrnað um 33% vegna þorskskerðingarinnar. Samt virðast hvorki bankar né útgerðarmenn vera að fara á taugum yfir því. Staðreyndin er auðvitað sú að menn gera fastlega ráð fyrir því að þessi skerðing gangi til baka á tiltölulega skömmum tíma og 100 tonnin verði fljótlega að 100 tonnum aftur en verði ekki áfram 67. Miðað við að kvótinn aukizt um þriðjung á næstu árum er ekkert svo galið að borga 4.200 krónur fyrir kíló af óveiddum fiski. Eftir þriðjungs aukingu verð- ur verðið komið í raun niður í það sem það var fyrir skerðingu. Svo má halda áfram að velta hlutunum fyrir sér. Leiði þessi mikli niðurskurður nú til þess að þorskstofninn braggist verulega, má búast við því að kvót- inn verði aukinn enn frekar. Þá er ekkert verið að tala um 130.000 tonn. Miklu frekar 260.000 tonn og kannski miða þeir bjartsýn- ustu við þreföldun eða 390.000 tonn. Þá eru 4.200 krónurnar, sem greiddar voru fyrir þorskkílóið, komnar niður í 2.100 eða jafnvel 1.400 krónur. Þá munu menn líta til baka og segja: Þetta var fín fjárfesting. Kílóið dýra er orðið að tveimur eða þremur ódýrum. Það er kannski langsótt að tala um þre- földun á kvótanum, en tvöföldun þarf ekki að vera fjarri lagi innan nokkurra ára, fimm til sjö ára kannski. Það er vafalítið þetta sem menn eru að hugsa um, þegar þeir greiða nú 4.200 krónur fyrir þorskkílóið. Þeir gera ekki ráð fyrir jafnlitlum heildarkvóta áfram og ætla sér því ekki að borga þessa fjárfestingu upp með því að veiða fiskinn og selja á mark- aði. Það mun ganga anzi seint, jafnvel þótt 300 krónur eða meira fáist fyrir kílóið. Reyndar geta útgerðir með eigin fiskverkun gert enn meira úr hverju kílói með að vinna fiskinn sjálfar, til dæmis ferskan í flug. Það er ótalmargt annað sem þarf að huga að en mögulegt hæsta verð fyrir fiskinn upp úr sjó, þegar menn eru að velta fyrir sér arðsemi þess að kaupa kíló af óveiddum þorski á 4.200 krónur. Það hefur líklega aldrei verið betri fjárfesting í óveiddum fiski, varanlegum kvóta en nú. Aðgangurinn að auðlindinni verður bara dýrmætari með hverju árinu sem líður. Aðgangurinn er lykillinn að velgengni í sjávarútvegi og allt bendir til þess að á fáum árum verði hvert eitt kíló af þorski nú að tveimur, að minnsta kosti. Fjárfesting til framtíðar » Það hefur líklega aldreiverið betri fjárfesting í óveiddum fiski, varanlegum kvóta en nú. BRYGGJUSPJALL Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LANDAÐUR afli í Færeyjum held- ur áfram að dragast saman. Fyrstu átta mánuði ársins hefur minna kom- ið á land af þorski, ýsu og öðrum botnfiski, til dæmis karfa, lýsu og blálöngu. Samdráttur í ufsa er reyndar aðeins 1%. Samtals hefur löndun á botnfiski því dregizt saman um 7% miðað við sama tíma í fyrra. Flatfiskafli hefur einnig dregizt saman og á það við um allar tegundir. Samdrátturinn er 14%. Útlitið er að vísu betra þegar litið er á verðmæti aflans. Samdrátturinn fyrstu átta mánuðina er um 200 millj- ónir íslenzkra króna eða 2%. Verð- mæti botnfisks er nú 2% minna en í fyrra og 7% minna í flatfiskinum. Sé dæmi tekið af þorskinum hefur magnið dregizt saman um 10%, en verðmætið aukizt um 4% eða um 70 milljónir króna. Þá má nefna að aðr- ar fiskitegundir eins og gulllax, stinglax og langhali skila nú meiri verðmætum en áður. Nemur aukn- ingin 16% eða ríflega 90 milljónum króna. Þegar flatfiskur er skoðaður sér- staklega kemur í ljós að miklar breytingar hafa orðið á vægi tveggja tegunda, grálúðu og skötusels, sem skráður er sem flatfiskur. Árið 2000 fara veiðar á skötusel að aukast, en þá dregur úr grálúðuveiðinni. Meiri stöðugleiki hefur verið í afla og afla- verðmæti annarra flatfisktegunda. Skötuselurinn skilar miklu Verðmæti skötuselsaflans hefur aukizt úr 950 milljónum íslenzkra króna árið 2000 í 1,6 milljarða króna árið 2006. Aukningin er 42%. Verð- mæti grálúðuaflans hefur á sama tíma dregizt saman úr 960 milljónum króna í 240 milljónir. Samdrátturinn er 75%. Mælt í magni var landað 2.200 tonnum af skötusel árið 2000 en 4.300 tonnum á síðasta ári. Grálúðu- aflinn var 4.500 tonn árið 2000, en var kominn niður í 900 tonn í fyrra. Þró- unin á þessu ári virðist vera sú sama. Sé svo litið á útflutningsverðmæti sést þróunin mjög vel. Árið 2000 var útflutningsverðmæti skötusels ríf- lega einn milljarður króna, en 1,9 milljarðar í fyrra. Aukningin er 41%. Útflutningsverðmæti grálúðu var 1,2 milljarðar árið 2000, en aðeins 430 milljónir í fyrra. Samdrátturinn er 65%. Sama þróunin Þessi þróun er í samræmi við það sem er að eiga sér stað við Ísland. Vaxandi sjávarhiti hefur leitt til mun meiri útbreiðslu skötusels, bæði við Ísland og Færeyjar. Þá hefur verið veitt langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga af grálúðu undanfarin ár og aflinn dregizt hratt saman á veiðislóðum Íslands og Færeyja. Þá hefur verðmæti allra fisktegunda aukizt hlutfallslega meira en magnið, þar sem verð á fiski hefur hækkað mikið á alþjóðlegum mörkuðum. Eft- irspurn hefur verið mikil en víða hef- ur verið samdráttur í veiðum, eink- um þorskveiðum. Fiskafli dregst saman við Færeyjar Í HNOTSKURN »Samdráttur í ufsa erreyndar aðeins 1%. Sam- tals hefur löndun á botnfiski því dregizt saman um 7% mið- að við sama tíma í fyrra »Verðmæti botnfisks er nú2% minna en í fyrra og 7% minna í flatfiskinum. Sé dæmi tekið af þorskinum hefur magnið dregizt saman um 10%, en verðmætið aukizt um 4% eða um 70 milljónir króna »Árið 2000 var útflutnings-verðmæti skötusels ríflega einn milljarður króna, en 1,9 milljarðar í fyrra. Aukningin er 41%. Útflutningsverðmæti grálúðu var 1,2 milljarðar árið 2000, en aðeins 430 milljónir í fyrra. Samdrátturinn er 65%.             2  3  4   !   +*(%  (( 56 $7  ) 6      ,( %  (( - % %( . (/ 0**(% . & ( 89:;< ==9=>= ?@9;A: =:9=A; 12 >8: ?9>=A B?8 =9>:> !1 1  1 2 21 @9:8B @9B>= ?@9:8< @9B>A  1 2 >A8 >9A8B A<B =9:;? 1 1 1!   1! C=:0 C>>0 C=0 C=;0 30 CB0 C=A0 C==0 C=?0 3 0 40 3 0 3 0 30       4    =A<9;;A =>A9A@? =8=9=8> =:@9;A; !2 1! =;9:<< 8=9<=> =<9@?@ >>9>A?  1 ! 1  1 1  1 =B=9;B< =>:9;A: =8;988? 8>9<8? !21! =?9@;A @;9?<; =?9B;? >=9?A? 1  !21 ! 1  !1  1  D;0 C<0 D>0 C=<0 30 C=0 C@0 C=?0 C;0 30 4 0 3 0 4 0 30      E   EF6 9 99 NEMENDUR Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hafa dvalið á Akureyri undanfarna daga í sinni árlegu heimsókn. Þetta er 10. heimsókn Sjávarútvegsskólans á Norðurlandið en ferð sem þessi er unnin í nánu samstarfi við Háskól- ann á Akureyri. Markmið ferð- arinnar er að kynnast rekstri sjáv- arútvegsfyrirtækja bæði með heimsóknum í fyrirtæki og fyr- irlestrum í HA. Nemendur Sjáv- arútvegsskólans eru að þessu sinni 23 og koma frá 15 löndum. Námið í Sjávarútvegsskólanum er liður í að styrkja fagþekkingu í stofnunum og fyrirtækjum í sjávarútvegi í heimalandi þeirra. Fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu, Skagafirði og í Þingeyjarsýslu hafa tekið ein- staklega vel á móti hópnum og er slík aðstoð ómetanleg fyrir starf- semi Sjávarútvegsskólans. For- stöðumaður Sjávarútvegsskóla Há- skóla Sameinuðu þjððanna er dr. Tumi Tómasson. Myndin er tekin fyrir utan slipp- inn á Akureyri en þar skoðuðu nemendurnir slippinn, DNG og trefjaplastbátasmiðjuna Seiglu. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Sjávarútvegsskóli SÞ fyrir norðan ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Gummi El. ehf. á Akranesi fékk nú í vikunni afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðj- unni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Guðmundur Elíasson sem jafn- framt er skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Flugaldan ST-54. Bát- urinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Flugaldan er af gerðinni Cleopatra 38. Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6HYM-ETE 700 hestöfl tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Bát- urinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12 660 lítra kör í lest. Í bátnum er inn- angeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgju- ofn og ísskáp. Ný Cleopatra 38 til Akraness

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.